Dagur - 06.02.1993, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 6. febrúar 1993
DÝRARÍKI ÍSLANDS
Fuglar 16. þáttur
Sr. Sigurður Ægisson
STUITNEFJA
(Uria lomvia)
Stuttnefja er, eins og m.a. lang-
vían, stórfrænka hennar, af ætt-
bálki fjörunga eða strandfugla, en
af ætt svartfugla. Hún er á stærð
við langvíu og í flestu öðru tilliti
lík henni einnig. Nefið er þó
styttra og jafnframt þykkara, og
ljós rák á því (einkum á vaiptíma),
er nær inn í munnvikin. Hún er
kolsvört á baki, þar sem langvían
er meira dökkkaffibrún, og auk
þess er stuttnefjan laus við síðu-
kámur þær, er einkenna langvíur.
Stuttnefjan er annars 39-43 sm
á lengd, um 1 kg á þyngd, og með
65-73 sm vænghaf. Goggur er
mjósleginn, svartur og oddhvass.
Augu svört og grunnlitur fóta
einnig, en framanverð rist og
kögglar táa að ofan gulgræn.
Eggert Ólafsson, sem ásamt
Bjama Pálssyni ferðaðist um Is-
land á árunum 1752-1757, hélt, að
stuttnefja og langvía væru ein og
sama tegundin, þ.e. að stuttnefjan
væri kvenfuglinn, en langvían
karlinn. En þrátt fyrir nábýli þess-
ara mjög svo líku tegunda, er ekki
vitað til að þær hafi parað sig inn-
byrðis eða eignast afkvæmi sam-
an.
Við nána athugun kemur líka
fram ýmis munur á þessum tveim-
ur fuglategundum. Stuttnefjan er
t.d. miklu norðlægari fugl en
langvían, og er auk þess talin
heldur meiri úthafsfugl.
Fræðimenn skipa henni í
nokkrar deilitegundir, eins og
langvíunni. U. I. lomvia er nyrst,
þ.e.a.s. frá A-Kanada, um Græn-
land, Island, Jan Mayen, Bjamar-
ey, Svalbarða, að Frans Jósefs-
landi og Nóvaja Semlja. Þá tekur
við U. I. eleonorae frá austurhluta
Taímýrskaga að Nýju Síberíueyj-
um. Því næst kemur U. I. heckeri,
á Wrangels- og Heraldseyjum og
norðurhluta Chukotskskaga. Og
loks U. I. arra á N-Kyrrahafi.
Norðlægustu fuglamir verða að
hörfa undan rekísnum; stofnamir
við Barentshaf hafa t.d. vetrarsetu
út af SV-Grænlandi og fljúga
norður um ísland.
Stuttnefjan er áberandi fáséð
við Bretlandseyjar, en sést nokkuð
oftar við Færeyjar, og þá á öllum
árstímum.
Hún er, ásamt langvíu, víðs-
vegar kringum Island, meira þó
fyrir norðan. Hlutfall milli tegund-
anna í Vestmannaeyjum á eggja-
tíma er 99% langvíunni í vil, en
snýst við í Drangey á Skagafirði,
þar sem einungis 1% varpfugl-
anna eru langvíur.
í Hombjargi er talið að séu 1.2
milljón stuttnefjur og 720 þúsund
langvíur, í Hælavíkurbjargi 1.6
milljón stuttnefjur og 800 þúsund
langvíur, og því næst kemur
Látrabjarg með 800 þúsund stutt-
nefjur og 1.2 milljón langvíur.
I öðrum helstu sjófuglabjörgum
landsins, eins og t.d. í Vestmanna-
eyjum, Ingólfshöfða, Reynisfjalli,
Dyrhólaey, Krísuvíkurbjargi, Eld-
ey, Svörtuloftum, Drangey,
Grímsey, Skoruvíkurbjargi,
Langanesi, Skrúð og Papey, em
þessar tölur miklu lægri.
Nokkur munur kemur fram á
staðarvali tegundanna í björgun-
um yfir varptímann. Stuttnefjan er
nær undantekningarlaust efst í
bjarginu, á meðan langvían er
mestan partinn í neðstu 2/3 hlut-
um þess. Hvorug tegundin verpir
þó uppi á brúninni, en þar em hins
vegar fýll, álka, lundi, og hvít-
mávur.
Þær frænkur, stuttnefja, langvía
og áika, koma nokkum veginn
samtímis í fuglabjörgin, oftast í
lok mars eða byrjun apríl, stutt-
nefjan þó kannski aðeins síðar en
langvía, ef eitthvað er, og mætir
því afgangi, svo að varpstaðir eru
oft þrengri.
Hjúskapur stuttnefju er ein-
kvæni, eins og hjá öðrum svart-
fuglategundum. Makamir eiga ör-
lítið varpsetur á þröngum syllum
bjargsins, og verja það. Hreiður-
gerð er engin.
Stuttnefjan verpir aðeins einu
eggi, sem oftast er ljósblágrænt,
skreytt marglituðum yrjum,
sjaldan þó rauðum. Eggið klekst
út miili útþaninna fitja stuttnefj-
unnar og varpbletts á bringu henn-
ar. Utungun tekur 4-5 vikur og sjá
báðir foreldrar um þá hlið máls-
ins, sem og fæðuöflun handa
ósjálfbjarga unganum, er þar að
kemur.
Síðan ganga hlutimir áfram
fyrir sig á líkan máta og hjá lang-
víunni, þ.e.a.s. að unginn er feng-
inn, eftir um 3 vikur, til þess að
stökkva ófleygur af bjarginu í sjó-
inn, með ákveðnu látbragi. Stutt-
nefjukarlinn elur svo önn fyrir
honum um skeið eftir þetta, fer
með hann þangað, sem fæðan er;
að öðrum kosti er talið að foreldr-
amir gætu ekki haldið í unganum
lífinu, enda langt að sækja matinn
frá varpstað.
Stuttnefjan étur álíka fæðu og
langvía, þ.e.a.s. smáfisk, krabba-
dýr, skeldýr og orma. Sandsíli er
hér við land einhver mikilvægasta
fæðan á sumrin, að öðmm ólöst-
uðum, og reyndar undirstöðufæða
margra annarra sjófugla líka. Á
vetuma tekur loðnan svo við því
hlutverki.
Hlutfall smáfiskjarins í fæð-
unni er annars á eggjatíma 90-
95%, en minna er vitað um fæðu-
val stuttnefjunnar á vetuma, en
talið að krabbadýr hafi þar veg-
legri sess en ella, a.m.k. á nyrstu
slóðum.
Stuttnefjur, merktar hér á landi,
hafa aldrei komið fram aftur.
Liggur það sumpart í því, að ein-
ungis fáar hafa verið merktar,
enda nokkrum erfiðleikum bundið
að ná þeim til slíks, þrátt fyrir alla
hina gífurlegu mergð. Varpstað-
imir eru nefnilega mjög óaðgengi-
legir, og stuttnefjur verpa auk þess
einkum á örmjóum syllum í þver-
hníptum björgunum, og þar á ofan
yfirleitt tiltölulega fáar saman,
ólíkt því sem er hjá lang-
víunni, er kann best við sig á
bekkjum eða uppi í stökkum.
Sem dæmi má nefna, að mesti
þéttleiki stuttnefju í varpi hefur
mælst 37 fuglar á m2, en hins veg-
ar 70 á m2 hjá langvíu.
Stuttnefjur finnast hér við land
á vetuma, en hvort það eru ís-
lenskir fuglar eða ekki, er enn á
huldu. Má vera að ættemi þeirra
megi rekja til Svalbarða, N-Nor-
egs og Rússlands, og þær fylgi ís-
röndinni í hafinu fyrir norðan ís-
land og komi þá ekki að jafnaði
upp að landinu, heldur einungis ef
áðumefnd skilyrði eru fyrir hendi.
Islenski stuttnefjustofninn er
talinn vera um 2 milljónir varp-
para. Um alheimsstofninn er ekki
vitað.
Eflaust ná stuttnefjur álfka há-
um aldri og langvíur, þ.e.a.s. um
30 ámm, er best lætur. Ekki er þó
til staðfest dæmi um eldri fugl en
22 ára og 8 mánaða.
Stuttnefja í varpi, með unga sinn. (Alan Richards: Seabirds of the
northern hemisphere. Limpsfield 1990).
Matarkrókurinn
Fyllt hom og fleira góðgæti
- Arndís Heiða Magnúsdóttir með girnilegar uppskriftir
Arndís Heiða í eldhúsinu heima í Múlasíðunni. Hún var búin að sann-
prófa uppskriftirnar þegar Ijósmyndara Dags bar að garði. Mynd: Robyn
Arndís Heiða Magnúsdóttir,
fóstra á Akureyri, töfrar fram
uppskriftir handa lesendum
Dags í dag. Dísa er heima-
vinnandi um þessar mundir
og hefur því nœgan tíma til að
sýsla í eldhúsinu. Hún segist
hafa gaman af eldhúsverkun-
um, sérstaklega að prófa nýj-
ar uppskriftir og maðurinn
hennar er víst líka spenntur
fyrir slíkum tilraunum.
Uppskrifir Dísu eru fremur
óvenjulegar og mjög girnilegar.
Þau hjónin mæla eindregið með
þessum réttum og væntanlega
munu framtakssamir heimilis-
kokkar víða um land bera fram
Olluhorn, spergilkálsböku og
sjávarpasta um helgina.
Fyllt Olluhorn
5 dl hveiti
1 dl hveitiklíð
V2 dl olía
1 tsk. salt
1 tsk. sykur
35-50 g þurrger
2 dl volgt vatn
V4-V2 dl sólblómafrœ
Fylling I:
Hvítlauksostur
Skinka (skorin í ræmur)
Fylling II:
150 g skinka (skorin í smátt)
1 dós smurostur (góðostur)
1 msk. sýrður rjómi
V2 lítill laukur
V2-I paprika (grœn)
1 tsk. sinnep
(Öllu blandað saman og sett inn
í hornin)
Öllu blandað saman, hnoðað
og látið hefast í 40 mín. Deiginu
er skipt í tvo hluta og flatt út í
hringlaga kökur. Hvor kaka er
síðan skorin í 8 þríhyrninga.
Fylling er sett á breiðari endann
(ca 1 tsk.) og rúllað upp. Horn-
in eru látin hefast í ca 30 mín.
Að lokum eru þau pensluð með
eggi og sett birki eða sesamfræ
ofan á. Bakast við 200-220 gráð-
ur í 20 mín. Úr uppskriftinni
fást 16 horn. Hornin eru best
volg.
Spergilkálsbaka
300 g smjördeig (fæst í
bakaríum og verslunum)
V2 kg spergilkál (snöggsoðið
í saltvatni)
100 g skinka (skorin í bita)
Sósan:
1-2 msk. smjör
V2 msk. hveiti
2 dl rjómi
1 dl soðið af kálinu
1 ten. hœnsnakraftur
3 msk. rifinn ostur
2 eggjarauður
Smjördeigið er flatt út og sett
í eldfast mót. Kálinu og skink-
unni er blandað saman og sett í
mótið. Því næst er bakaður upp
jafningur með smjörinu og
hveitinu og þynnt út með rjóm-
anum og spergilkálssoðinu. Síð-
an er bætt í sósuna teningnum
og ostinum. Sósan tekin af hit-
anum og eggjarauðunum bætt
út í. Þessu eru að lokum hellt
yfir mótið. Bakað í 25 mín. við
175 gráður. Það má skreyta
bökuna með afganginum af
smjördeiginu eða grænmeti.
Sjávarpasta
500 g soðið pasta, t.d. skeljar
200 g rækjur
300 g humar
Sósan:
2V2 msk. ólífuolía
1 glas hvítvín
2V2 dl rjómi
80 g rjómaostur
V2 teningur fiskikraftur
Örlítið salt
Svartur pipar
(Pessu er öllu blandað saman og
látið malla í 10 mín.)
Humarinn settur í kalt vatn
ásamt Vi tsk. af salti og 1 tsk. af
sykri. Suðan látin koma upp.
Potturinn færður af hitanum og
látið bíða í 5 mín. Humarinn
tekinn upp úr og skelflettur.
Humarinn og rækjurnar eru
sett saman við pastað. Sósan
borin með ásamt ristuðu brauði
eða hvítlauksbrauði. Skreytt
með steinselju eða einhverju
grænu kryddi.
Þessi réttur er borinn fram
sem aðalréttur segir Arndís
Heiða og hún skorar á Rögnu
Erlingsdóttur á Svalbarðseyri
að gefa okkur eitthvað af sínum
góðu uppskriftum í næsta Mat-
arkrók. SS