Dagur - 06.02.1993, Side 12

Dagur - 06.02.1993, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 6. febrúar 1993 SÁLNARUSK Sr. Svavar A. Jónsson Allt heflr sinn tíma Maður nokkur frá Sung var ekki nógu ánægður með hvernig kornið óx. Hann afréð því að reyna að draga það af eigin rammleik upp úr jörðinni. Hann kom heim til sín eftir þá iðju og var nokkuð upp með sér. Hann sagði við fólkið sitt: „Ég er þreyttur, því ég hef verið að hjálpa kominu mínu að vaxa. “ Sonur mannsins hljóp út á akur til að virða fyrir sér verksummerkin og kom að korninu visnuðu. Maðurinn frá Sung er ekki eini maðurinn í heimin- um, sem hefurlangað til að hjálpa kominu að vaxa. Mong Dse. „Allt hefir sinn tíma,“ segir í heilagri ritningu. Þessi orð eru stundum misskilin. Höfundur þeirra gerir sér alls ekki þær hugmyndir um veruleikann, að þar reki hver atburðurinn annan í röklegu samhengi eða vélrænum framgangi. Lífið er þvert á móti sífellt að koma okkur í opna skjöldu. Það er óútreiknanlegt, en engu að síður á þar allt sinn tíma, sérhverju er afmörkuð stund, hvort sem það verður okkur tilefni mikillar gleði eða sárrar kvalar. Ekkert gerist þar án tilgangs, þó að tilgangurinn geti oft verið okkur hulinn. Við skulum minnast þess þegar við syrgjum. Þjáningin er óaðskiljanlegur hluti mannlegrar tilvistar. Kristin kenning er ekki óraunsæ froðukenning um eilífa sælu, sem afskrifar þjáninguna. Tákn kristninnar er þvert á móti tákn þjáningarinnar, krossinn. Maðurinn þjáist, en hann er ekki einn í kvöl sinni. Þjáningin hefur sinn tíma í þessu lífi. Vissulega er kristinn maður kallaður til baráttu gegn henni, en það gerir hann ekki með því að neita að horfast í augu við hana. Hún er þarna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Við skulum ennfremur minnast þess þegar við kætumst, að kætinni er ennfremur afmörkuð stund í þessu lífi. Hún er hverful. Sá, sem hlær að kveldi, getur grátið að morgni. Sú vitneskja ætti að vera okkur hvatning til þess að kætast meðan kostur er. Og þó að maðurinn eigi alls ekki að vera óvirkur þolandi í þessu lífi verður hann engu að síður að semja sig að aðstæðunum hverju sinni, með Guðs hjálp. Það er nefnilega ekki hægt að draga kornið upp úr jörðinni. Sú staðreynd blasir ekki síst við okkur eftir umgengni okkar um sköpunarverkið síðustu áratugina. „Öllu er afmörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Aö fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ (Prédikarinn 3, 1) Myndina gerði Dagný Sif Einarsdóttir, nem- andi á síðasta ári í mál- unardeild Myndlista- skólans á Akureyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír helgina fJA Vatnstoeri 'N \JírJT\ (20. jan.-18. feb.) J Framundan er annasöm helgi en ef þú sérb smugu, væri ágætt ab nota tímann til ab vinna ab ein- hverju sem þú hefur vanrækt lengi. f A* Tvitourar 'N J\ (21. mai-20. júní) J Þú ferð á fund meb fólki sem hef- ur undarlegar skobanir. Þetta vek- ur þig til umhugsunar en ef þú færb tilbob er best ab blanda sér ekki í málin. fMv°é Vw (23. sept.-22. okt.) J Fólkib í kringum þig er óútreik- nanlegt og því er ómögulegt að segja til um gjörbir þess. Ef þú æt- lar í ferbalag skaltu búa þig undir vandræbi. fPiskar ^ (19. feb.-20. mars) J f r tíCr* Krabtoi ^ V\ TOvc (21. júni-22. júli) J (\mC SporðdrekiÁ mfC (23. okt.-21. nóv.) J Þú færb einhvers konar heimþrá, hvort sem þab tengist stöbum sem þú hefur heimsótt eba fólki. En þú færb ekki tækifæri til ab gera neitt í málinu. Einhvers konar samkeppni gerir annars rólega helgi, spennandi. Reyndu ab öbru leyti ab taka þab eins rólega og þú getur. Nú er kjörib ab þrýsta á fólk ab taka ákvarbanir en gættu þess ab þú þarft kannski ab fórna ein- hverju til ab koma þeim í fram- kvæmd. Hrútur A (21. mars-19. apríl) J Þú skalt taka þátt í glebskap því nú er upplagbur tími til ab kynn- ast nýju fólki. Þú kannt ab þurfa ab taka einhverja áhættu. \l\(23.Júlí-22. ágúst) J Ákvebin uppákoma vekur þig til umhugsunar um hvort þú hafir látib meira uppi en naubsynlegt var. Abrir kunna ab njóta góbs af því. (Bogmaður ^ \^5l X (22. nóv.-21. des.) J Þér finnst þú verba ab koma ein- hverju í verk sem þú ert mjög lag- inn vib og veitir þab þér mikla ánægju. Eftir þab áttu skilib ab slaka vel á. f <2Naut A (20. apríl-20. maí) J Þér hættir til ab vera gleyminn og utan vib þig. Þú skalt því athuga vel hvort þú eigir stefnumót á næstu dögum. f±f Meyja 'N \«J£/ (23. ágúst-22. sept.) J Þú skalt ekki vænta þess ab koma miklu í verk því óvænt uppákoma mun taka nær allan þinn tíma. Cwí* Steingeit ^ \jT7l (22. des-19.Jan.) J Ekki er allt sem sýnist t.d. gætu venjulegar samræbur leitt til þess ab þú færb gagnlegar upplýsing- ar. Helgin verbur róleg og gób. Afmælisbam iaugardagsins í upphafi árs færbu gott tækifæri til að sýna virkilega hvab í þér býr og mun þab veita þér mikla ánægju. Samskipti vib abra eru ánægjuleg og þér vegnar sérlega vel í fjölmenni. Þá mun lifna yfir ástarmálunum þeg- ar líbur á árib. Afmælisbarn sunnudagsins Þetta verbur ekkert sérlega eftirminnilegt ár vegna þess einfaldlega ab allt mun ganga sinn vanagang. Þú munt hugsanlega standa frammi fyrir vandamáli í tengslum vib starfib en þab fer allt vel. Þá mun uppá- koma innan fjölskyldunnar valda einhverjum vandræðum. Afmælisbarn mánudagsins Þú einblínir á persónulegan metnab í byrjun ársins og mátt eiga von á góbu í því sambandi. Þú færb góban stubning frá þínum nánustu en vertu varkár í vali á nýjum vinum. Þá verbur vart vib afbrýbisemi í þinn garb og gróusögur gætu farið á kreik.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.