Dagur


Dagur - 07.04.1993, Qupperneq 2

Dagur - 07.04.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 7. apríl 1993 PRÉTTIR Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi skipulagsnefndar 25. mars sl. var tekin fyrir til- laga teiknistofunnar Forms að deiliskipulagi IV. áfanga Gilja- hverfis. í henni er gert ráð fyr- ir 40 eiqbýlishúsum og 117 íbúðum í rað- og parhúsum. f Giljahverfi öllu verða þá 747- 777 íbúðir sem skiptast þannig að einbýlishús veröa 60, par- og raðhús 307-337 og 380 íbúðir verða í fjölbýlishúsum. Skipulagsnefnd lagði til að til- lagan yrði auglýst í samræmi við 4.4 í skipulagsreglugerð. ■ í framhaldi af bókun bygg- inganefndar 17. mars sl. um breytingu á lóðarmörkum Furuvalla 17 samþykkti skipu- lagsnefnd á fundi sínum 25. mars sl.: Allur almennur akst- ur milli aðalbílastæðis Hag- kaups og Norðurgötu verður bannaður. Einungis verður þar heimil umferð vöruflutn- ingabíla og sendibíla. Setja skai upp slá eða hlið sem hindrar almenna umferð milli bílastæðis og baklóðar sunnan hússins. Bílum lengri en 8 m skal ekið í gegnum svæðið án þess að þeim verði snúið eða bakkað. Jafnframt er fellt úr gildi bann við umferð bíla lengri en 8 m um Norðurgötu norðan Grenivalla. ■ Á fundi stjórnar veitustofn- ana 31. mars sl. var samþykkt að taka tilboði Friðfinns Daní- elssonar, verkfræðings, í bor- un 10 grunnra rannsóknarhola við Botn og Grýtu fyrir Hita- veitu Akureyrar. Auk Frið- finns gerði Ræktunarsamband Flóa og Skeiða tilboð í verkið. Samkvæmt samanburði á til- boðunum er tilboð Friðfinns kr. 195 þúsund lægra en tilboð RFS, miðað við 700 bormetra, samtals kr. 1.445.000. ■ Bæjarráð hefur samþykkt bókun menningarmálanefndar um að ganga til samninga við Verkfræðistofu Norðurlands um hönnun loftræstikerfis í Samkomuhúsið á Akureyri. Kostnaður verður greiddur úr Húsfriðunarsjóði. ■ Mcnningarmálancfnd hef- ur samþykkt í samráði við amtsbókavörð að ráða Sig- rúnu Ingimarsdóttur, Kjalar- síöu 12B Akureyri, í stöðu bókasafnsfræðings við Amts- bókasafnið. Fjórir bókasafns- fræðingar sóttu um starfið. ■ Mcnningarinálancfnd hef- ur samþykkt að veita Birni Steinari Sólbergssyni, organ- ista Akureyrarkirkju, styrk vegna tónleikaferða erlendis. Einnig hefur menningarmála- ntefnd samþykkt að styrkja Sunnu Borg, leikkonu, vegna kynnisferðar til Rússlands og sömuleiðis hefur nefndin sam- þykkt að styrkja Norræna djasskvintettinn vegna tón- leika á Akureyri í júní nk. ■ Á fundi stjórnar Tónlistar- skólans 11. mars sl. voru lögð fram gögn frá Marek Podhajski með hugmynclum um tónlist- arhátíð árið 1994. Skólastjóra var falið að láta vinna áfram að úrvinnslu tillagna að tón- listarhátíðinni. Þurrkari Krossanesverksmiðjunnar í Noregi óseldur: Rætt heftir verið við aðila í Noregi og Perú Þurrkari sem Krossanesverk- smiðjan lét smíða í Noregi á sínum tíma og hætt var við að setja upp í verksmiðjunni í tengslum við miklu víðtækari uppbyggingu verksmiðjunnar sem eitt sinn var þar á dagskrá er enn hjá framleiðanda í Nor- egi. Reynt hefur verið að selja þurrkarann en ekki tekist og uppi eru hugmyndir um að taka hann heim ef ekki verður af sölu á þessu ári. Kostnaður við að taka þurrkar- ann heim og setja hann upp er nokkur, en afköst verksmiðjunn- ar munu aukast til muna ef nýi þurrkarinn verður settur upp. Pá þarf að leggja nýjan rafstreng til Krossanesverksmiðjunnar. Eftir því sem lengri tími líður frá því þurrkarinn var framleidd- ur verður erfiðara að selja hann, þar sem vissir hlutir hans úreldast vegna örrar tækniþróunar. Framleiðandinn hefur aðstoð- að verksmiðjuna við að reyna að selja þurrkarann og m.a. hefur verið rætt við aðila í Noregi og Perú en á sínum tíma kostaði hann 39 milljónir króna. Við kaupin á þurrkaranum fylgdi lán sem verið er að greiða af og vaxta- kostnaður af því er a.m.k. 2 milljónir króna á ári. GG Krossanesborgir norðan Akureyrar: „Friðlýst land sem Akur- eyringar verða að virða“ „Um langt árabil hafa hesta- menn á Akureyri haft sumar- og haustbeit fyrir hross í Krossanesborgum norðan Ak- ureyrar. Nú eru hrossin á braut og bæjaryfirvöld hafa friðlýst svæðið. Því er svo, að umhverfisdeild Akureyrarbæj- ar fer þess á leit við eigendur torfærubíla að þeir aki ekki um svæðið, sem gert hefur verið gróðri og dýralífi til stórskaða. Einnig viljum við benda á að hundaeigendur hafa ekki heim- ild til að slepppa hundum laus- um á svæðinu, sem mikil brögð eru að,“ segir Tryggvi Marinós- son, fulltrúi hjá umhverfisdeild Akureyrarbæjar. Að sögn Trygga voru girðingar í Krossaneshaga rifnar í haust. Um svæðið liggja moldargötur og gamlar slóðir bifreiða frá her- námsárunum. Eigendur torfæru- bíla og öflugri jeppa sækja nú í slóðir þessar, sem er brot á öllum reglugerðum er lúta að friðlýstu landi. inum að jafna sig eftir áratuga beit búfjár og virða allar þær reglur sem í gildi eru um friðlýst land,“ segirTryggvi Marinósson. ój Lcstrarhestar í Borgarhólsskóla 6. bekkur í 5. stofu ásamt Halldóri Valdi- marssyni skólastjóra og Arnheiði Eggertsdóttur kennara á safni. Á myndina vantar Margréti Samsonardóttur kennara bekksins. Mynd:IM Borgarhólsskóli: Nemendur í verðlaunabekkmim lesa alltaf mikíð - segir Arnheiður Eggertsdóttir, kennari Borgarhólsskóli á Húsavík vann til verðlauna í Lestrar- keppninni miklu. Það var 6. bekkur í 5. stofu sem las mest sinna jafnaldra. Bekkjarkenn- ari er Margrét Samsonardóttir. Nemendur í bekknum lásu alls 227 bækur, eða 10,8 bækur á mann og 32.262 síður, eða 1536 síður á mann. Arnheiður Eggertsdóttir kenn- ari á safni sagðist ekki hafa orðið hissa þegar bekkurinn hlaut verð- launin. Þar væru margir afburða- lesarar sem læsu alltaf mikið. Sem dæmi nefndi hún Þóru Björk Lárusdóttur sem las 32 bækur í keppninni eða 5283 bls., Guð- nýju Stefánsdóttur sem las 31 bók og 4526 bls. og Árna Rúnar Sighvatsson sem las 25 bækur eða 3468 bls. Arnheiður sagði að alltaf væri mikil aðsókn að hinu nýja og glæsilega bókasafni skólans og að gaman væri að geta boðið upp á slíka aðstöðu. Hún nefndi nokk- ur dæmi um lestrarhesta í öðrum bekkjum Borgarhólsskóla: Har- aldur Sigurðsson 2. bekk í 5. stofu las 25 bækur, samtals 1268 síður, Ragnheiður Sigurðardótt- ir, 7. bekk í 6. stofu las 21 bók, samtals 3543 og Ingibjörg Gunn- arsdóttir, 8. bekk í 9. stofu las 32 bækur eða 6060 síður. IM „Krossaneshaginn er eingöngu ætlaður gangandi fólki. Á svæð- inu er fjölskrúðugt fuglalíf. Hag- inn á að vera griðarstaður mófugla og andategunda, en milli borganna eru víða seftjarnir. Hundaeign Akureyringa er mik- , en í Krossaneshagann mega hundar ekki koma. Lausaganga hunda í bæjarlandinu er bönnuð og Krossaneshaginn er engin undantekning þar á. f framtíð- inni er ráðgert að gera svæðið aðgengilegra fyrir gangandi fólk. Göngustígar verða lagðir og brýr settar á skurði og síki. Plöntur verða merktar þannig að fólk hafi nokkurt gagn af svæðinu, en í fyrstu verðum við að leyfa gróðr- Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag Alþjóðaheilbrigðisdagurinn er í dag 7. apríl. Að þessu sinni eru dagurinn helgaður slysa- vörnum með yfirskriftinni: „Berum umhyggju fyrir lífinu og sýnum því virðingu. Kom- um í veg fyrir ofbeldi og van- rækslu.“ Slys valda árlega ótímabærum dauðdaga hjá 3,5 milljónum jarð- arbúa en fleiri hljóta ævarandi örkuml. Of lengi hefur verið litið á slysin sem eitthvert yfirnáttúru- legt fyrirbrigði, sem ekkert verð- ur ráðið við. Sé hins vegar tekist á við þau sem farsótt, sem hægt er að beita skipulegum vörnum við, má vænta góðs árangurs. í þessu tilliti skulum við hugsa til þess sem áunnist hefur í barátt- unni gegn smitsjúkdómum á þessari öld. Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin hvetur aðildarlöndin til að fækka dauðaslysum um 25% fyrir árið 2000 miðað við það ástand , Skákfélag Akureyrar: Urslit í hraðskák og öldungamóti Urslit í fyrsta 15 mínútna mót- inu sem Skákfélag Akureyrar hélt sérstaklega fyrir 45 ára og eldri urðu þau að Haraldur Ólafsson sigraði. Hann fékk 6V2 vinning af 8 mögulegum. Næstir komu Sveinbjörn Sig- urðsson með 5Vi vinning, Haki Jóhannesson með 5 vinninga og Margeir Steingrímsson sömuleið- is með 5 vinninga. Efstu menn í aprílhraðskák- mótinu urðu þessir: 1. Rúnar Sig- urpálsson 12V$ v. af 16 möguleg- um. 2. Rúnar Berg 9x/i v. 3. Pór- leifur Karlsson 9 v. 4. Gylfi Pór- hallsson 9 v. Bikarmót Skákfélags Akureyr- ar hefst miðvikudaginn 7. apríl kl. 20. Hver keppandi fær hálfa klukkustund í umhugsunartíma og keppandi er úr leik þegar hann hefur tapað þremur vinn- ingum. Á annan dag páska kl. 14 verð- ur páskahraðskákmót og verða veitt páskaegg í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í flokki fullorð- inna sem og unglinga. SS sem ríkti árið 1980. Talið er að vænlegasta leiðin til að ná þessu markmiði sé að berjast gegn slys- unum í sveitarfélögunum. Fólk er almennt áhugasamt um vanda- málin á heimaslóð og er tilbúið til aðgerða. Góð reynsla er af slysa- vörnum í sveitarfélögum í Sví- þjóð en þar hefur tekist á nokkr- um stöðum að fækka slysum um 30% á örfáum árum með skipu- lögðu átaki. í vikunni hélt Ólafur Hergill Oddsson, héraðslæknir Norður- landsumdæmis eystra, fund með sveitarstjórnarmönnum í heilsu- gæsluumdæmi Akureyrar og ýms- um eftirlitsmönnum Akureyrar- bæjar, Eyjafjarðar og ríkisins. Fulltrúi Slysavarnafélags íslands, formaður Slysavarnadeildar kvenna á Akureyri, yfirlæknir bæklunardeildar FSA og héraðs- læknir fluttu erindi um slysavarn- ir og urðu líflegar umræður á eftir. Mikill áhugi er á því að vinna markvisst og í samvinnu að fækk- un slysa í heilsugæsluumdæmi Akureyrar. Fréttatilkynning

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.