Dagur - 07.04.1993, Síða 5
Miðvikudagur 7. apríl 1993 - DAGUR - í
Fréttir
Athugasemdir við málflutning
andstæðinga Kísiliðjunnar hf.
Á undanförnum árum hafa
ýmsir andstæðingar Kísiliðj-
unnar hf. haldið því fram að
aflasamdrátt í Mývatni megi
rekja til starfsemi Kísiliðjunn-
ar hf. Hér er um að ræða raka-
Iausar fullyrðingar. Samkvæmt
niðurstöðu Sérfræðinganefnd-
ar um Mývatnsrannsóknir er
ekki hægt að tengja saman
sveiflur í dýrastofnum vatnsins
við starfsemi Kísiliðjunnar hf.
Verkefnishópur um Mývatns-
rannsóknir bætir um betur og
telur margt benda til þess að
líta megi á Mývatn sem tvö
sjálfstæð vatnakerfl, það er
Ytri-Flói og Syðri-FIói.
Friðrik Sigurðsson.
Skýringanna að leita
í veðurfari
Hinn meinti samdráttur í veiði-
tekjum bænda við Syðri-Flóa
verður því alls elcki rakinn til
Kísiliðjunnar hf. Þvert á móti
virðist skýringanna að leita í
veðurfari. Allar hótanir and-
stæðinga Kísiliðjunnar hf. bæði
fyrr og nú þcss efnis að sækja
bætur fyrir meintan tekjumissi til
Kísiliðjunnar hf. eiga því alls
ekki rétt á sér. Hótanir þeirra um
skaðabótakröfur og lögbann
snúast því eingöngu um að bæta
þeim upp meintan tekjumissi eða
peninga, hvað svo sem þeir segja
í dag.
Ánægjuleg breyting
í Ytri-Flóa
Urriðinn
Ef skoðaðar eru tölur um silungs-
veiði í Mývatni kemur margt
áhugavcrt í Ijós. Urriði hrygnir
nær eingöngu í Ytri-Flóa, og þar
veiðist einnig mest af honum
(línurit 1). Veiði á urriða hefur
verið nær stöðug síðan um 1970.
Starfsemi Kísiliðjunnar hf. veld-
ur því a.m.k. ekki samdrætti í
urriðaveiði í Ytri-Flóa, gagnstætt
fullyrðingum andstæðinga Kísil-
iðjunnar hf. Takmörkuð stofn-
stærð urriðans verður fyrst og
fremst rakin til takmarkandi upp-
eldis- og hrygningarskilyrða af
náttúrulegum orsökum, en urrið-
inn hrygnir í súrefnisríku straum-
vatni. Við aukið áfok af landi og
nýntyndun sets takmarkast upp-
eldis- og hrygningarstöðvar enn
frekar. Urriðastofn vatnsins virð-
ist vera nokkuð stöðugur.
Bleikjan
Bleikjan í Mývatni hrygnir fyrst
ogfremst í Syðri-Flóa. Verulegar
sveiflur hafa verið í bleikjuveiði á
undanförnum árum, gagnstætt
því sem er reyndin með urriðann
í Ytri-Flóa. Aflabrestur undan-
farinna ára hefur meðal annars
verið rakinn til breytinga í um-
hverfisaöstæðum svo sem átu-
brests, hækkandi hita- og sýru-
stigs í vatninu og grynnkunar
vatnsins. Hugsanlega er bleikjan
í Mývatni á mörkum útbreiðslu
sinnar, en hún er hánorræn teg-
und sem drepst við hitastig yfir 24
gráðum á celsíus. Urriðinn er
mun hitaþolnari tegund og gæti
því komið að nokkru leyti í stað
bleikju, til að mynda með fisk-
rækt.
Nýlegar hugmyndir þeirra þess
efnis að nota hugsanlegar skaða-
bætur til þess að bæta fyrir meint
náttúruspjöll Kísiliöjunnar hf.
eru ástæðulausar. Kísiliðjan hf.
hefur ekki valdið náttúruspjöll-
um. Pvert á móti hefur orðið
ánægjuleg breyting í Ytri-Flóa,
þar sem dæling hefur átt sér stað.
Því er ntjög brýnt að læra af
þeirri reynslu og hefja tilrauna-
dælingu sem fyrst sunnan Teiga-
sunds og stemma þannig stigu við
þeirri lífríkishnignun sem þar
hefur átt sér stað.
Köfnunarefnisaukningin
Hvað varðar köfnunarefnisaukn-
ingu í Mývatni, er rétt að
hnykkja enn einu sinni á áliti
Sérfræðinganefndar um Mývatns-
rannsóknir frá árinu 1991. Aukn-
ing hefur orðið í ákomu næring-
arefna með lindarvatni er streym-
Landssamband smábátaeigenda:
Hafnar niðurstöðu nefndar
um mótun sjávarútvegssteftiu
„A grundvelli laga um stjórn-
un flskveiða nr. 38/1990 segir
að Nefnd um stjórnun sjávar-
útvegsstefnu skuli t.d. meta
hagkvæmustu samsetningu
fiskiskipaflotans. Þetta viða-
mikla mál afgreiðir nefndin
með hreinum orðhengilshætti í
kringum þá „niðurstöðu“ að
henni sé ekki unnt að komast
að niðurstöðu! Því liggur Ijóst
fyrir að nefndin hefur í veiga-
miklum atriðum brotið og
hunsað þau ákvæði laganna er
kveða á um störf hennar,“ seg-
ir Arthur Bogason, formaður
Landssambands smábátaeig-
enda.
Að sögn Arthurs hefur Nefnd-
in um mótun sjávarútvegsstefnu
algjörlega sniðgengið hið lög-
skipaða samráð við sjávarútvegs-
nefnd Alþingis og samtök helstu
hagsmunaaðila í sjávarútvegi.
„I desember sl. sendi Lands-
samband smábátaeigenda nefnd-
inni viðamikið safn upplýsinga
um smábátaútgerðina. Megnið af
þessum upplýsingum var frá virt-
um opinberum stofnunum bæði
innanlands og utan. Þrátt fyrir
mikinn texta um smábáta í
skýrsludrögum nefndarinnar sér
hún enga ástæðu til að nýta sér
þau gögn og vísar ekki til þeirra í
heimildarskrá. Landssamband
smábátaeigenda vill sérstaklega
benda á að ýmsar þær upplýsing-
ar sem fram koma frá nefndinni
varðandi smábátaútgerðina eru
beinlínis rangar eða þannig fram
settar að meginatriðum er sleppt.
Landssamband smábátaeigenda
telur að Nefnd um mótun sjávar-
útvegsstefnu hafi með vinnu-
brögðum þessum sýnt sig van-
hæfa til að fjalla um þau mál er
henni var ætlað, samkvæmt nú-
gildandi lögum um stjórnun fisk-
veiða, og hafnar því niðurstöðum
nefndarinnar," segir Arthur
Bogason. ój
Ríkið:
744 emstaklingar fengu
3 millj. eða meira í
laun á síðasta ári
Á árinu 1992 fengu 744 ein-
staklingar á landinu greiddar 3
milljónir króna eða meira í
laun frá ríkinu og er þá átt við
samanlögð grunnlaun, fasta
yflrvinnu, aðra yflrvinnu,
þóknunarreikninga, aðrar
þóknanir, bflastyrki, nefndar-
laun og önnur laun.
Þessar upplýsingar koma fram
í svari fjármálaráðherra við fyrir-
spurn Krístínar Ástgeirsdóttur
um launagreiðslur ríkisins á liðnu
ári.
Fram kemur í svarinu að af 744
einstaklingum hafi karlarnir ver-
ið 685 eða 92,1% og konurnar 59
eða 7,9%. Meðaltal heildarlauna
þessara 685 karla voru 3,6 millj-
ónir en til samans voru laun
þeirra tæpir 2,5 milljarðar króna.
Meðaltal heildarlauna 59 kvenna
var 3,4 milljónir króna en til sam-
ans voru laun þeirra rétt um 200
milljónir króna.
í svari fjármálaráðherra er
skrá yfir stofnanir þar sem ein-
staklingar fá 3 milljónir eða
meira í laun. Þar af eru 11 stofn-
anir á Norðurlandi: Háskólinn á
Akureyri, Verkmenntaskólinn á
Akureyri, Héraðsdómur Norður-
lands eystra, sýslumannsembætt-
in á Blönduósi, Sauðárkróki,
Siglufirði, Ólafsfirði, Akureyri
og Húsavík, Ríkisspítalar legu-
deildir Kristnesi og Skattstofa
Norðurlands vestra. óþh
50.000 -
40.000 -
30.000 -
20.000 -
10.000 -
0 -
3.000
2.000
1.000
0
“1—i—i—r—i—|—i—i—i—i—|—i—r—r—i—[—i—i—i-
________1970________1975________1980________1985_________
Línurit 1. Afli í Mývatni 1970-1988. a) Bleikjuveiði. b) Urriðaveiði. Byggt á
gögnuni frá Veiðiniálastofnun. Aflatölur eru ekki til frá árunum 1981-1982,
en þá var veitt samkvæint kvóta.
ir í Ytri-Flóa eftir 1969. í saman-
burði við heildarumsetningu
þessara efna í vatninu sjálfu eru
áhrif þessara breytinga í ákomu
lítil á næringarbúskap vatnsins og
þeirra gætir ekki mælanlega í
styrk næringarefna í vatninu.
Jafnfranit er rétt að benda á
niðurstöðu Verkefnishóps um
Mývatnsrannsóknir. Hann segir
að setflutningar ráðist fyrst og
fremst af vindknúnum straumum
í vatninu. I svo grunnu vatni sem
Mývatni verður mikið upprót
næringarefna við vindálag. í
botnsetinu eru næringar'efni, auk
þess sem áfok af landi í vatnið er
næringarefnaríkt og áburðar-
notkun er mikil í Mývatnssveit.
Þetta ásamt stööugri grynnkun
vatnsins leiðir til þess að magn
næringarefna í vatninu eykst. Til
þess að snúa við þessari þróun er
því eölilegt að halda áfram dýpk-
un vatnsins. Námagröftur Kísil-
iðjunnar hf. er kjörin leið til þess
að dýpka Mývatn og koma þann-
ig í veg fyrir frekari lífríkishnign-
un í Mývatni. Með dýpkun Mý-
vatns er í raun aðeins verið að
færa ástand vatnsins til fyrra
horfs.
Allar rannsóknir sem fram
hafa farið á Mývatni til þesss hafa
leitt í Ijós að óbreytt ástand er
nánast óþekkt í sögu Mývatns.
Reykjahlíð 04.04 ’93.
Friðrik Sigurðsson,
framkvæmdastjóri
Kísiliðjunnar hf.
(Millit'yrirsagnir eru blaðsins)
!J!Í I fi«™ IH if
II
HOTEL KEA
Geirmundur Valtýsson
og hljómsveit í syngjandi sveiflu
í kvöld
Leikhúsmatseöill:
Rjómalöguð skelfisksúpa.
Léttsteiktar lambalundir með madeirasósu.
Kaffi og heimalagað konfekt.
Verð í kvöld með dansleik kr. 2.500,-
Önnur kvöld kr. 2.100,-
Gleðilega páska.