Dagur - 07.04.1993, Síða 11
Miðvikudagur 7. apríl 1993 - DAGUR - 11
- viðtal við sr. Hjálmar Jónsson, prófast í Skagafirði, um mannanafnalög og túlkun þeirra
2. apríl voru glaðbeittir gestir á
ferð á Akureyri. Þetta voru
nemendur í Framhaldsskóla
Vestfjarða á ísafirði í boði
LOCOSar, leikklúbbs Verk-
menntaskólans á Akureyri.
Vestfirsku nemendurnir voru
með í farteski sínu sýningu á leik-
verki því, sem þeir settu upp fyrir
Sólrisuhátíð skóla síns. Verkið
heitir „Maður er manns gaman“
og er í leikskrá nefnt „sagnfræði-
legur gleðileikur“. Það er hóp-
samið af leikhópnum undir stjórn
Akureyringsins Arnar Inga
Gíslasonar, en hann er leikstjóri
sýningarinnar. Verkið var sýnt á
Akureyri í „Gryfju“ Verk-
menntaskólans.
Efnið er nokkur upprifjun
ýmissa þátta sögu þjóðarinnar.
Atriðin, sem fyrir eru tekin, eru
mörg og hefjast á fjöllum uppi,
þar sem liggja í híði sínu Halla
og Eyvindur. Síðan er vikið í
baðstofu, komið að sjálfstæðis-
baráttunni og áfram að hernámi
og ástandi.
Allur þessi hluti gengur lipur-
lega fyrir sig og er á ýmsan veg
betur unninn en margt það, sem
á svið er sett og heitir hópverk-
efni. Þetta hópverkefni líður hins
vegar fyrir það sama og rnörg
önnur sama eðlis. Þegar líður á
virðist ímyndunaraflið taka að
dofna og hugmyndir að verða
fátæklegri. Atriðin, sem áður
voru allsnaggaraleg, taka að
lengjast og verða ómarkvissari en
góðu hófi gegnir.
í hópverkefni Vestfirðinganna
eru síðari atriði sífellt meira með
þessum einkennum. Þættir, sem
eiga að sýna ýmsar hliðar
skemmtanalífsins í gegnum árin,
verða, vegna óhóflegrar lengdar,
ómarkvissir og jafnvel á stundum
þreytandi.
Flytjendur hópverkefnisins eru
fjörlegir og að mörgu leyti vel
færir um hlutverk sín. Framsögn
og fas eru gjarnan góð, en nokk-
uð oft kemur þó fyrir lesleg og
losaraleg framsaga og ómarkviss-
ar sviðshreyfingar, sem leikstjóri
hefði mátt hafa auga með og lag-
færa.
Búningar eru í flestum tilfell-
um skemmtilega valdir. Þó kem-
ur nokkuð oft fyrir, einkum í
fyrri hluta sýningarinnar, ýmis-
legt, sem ekki fellur að því tíma-
bili, sem um er fjallað.
Leikbúnaður er einfaldur en
þó fullnægjandi og reyndar ýmis-
legt skemmtilega leyst, svo sem
baðstofumyndin. Þá var lýsing á
sýningunni í Verkmenntaskólan-
um allgóð og einnig margt í
„hljóðeffektum“, sem eru tals-
vert margir í sýningunni.
Það besta við sýningu
nemenda Framhaldsskóla Vest-
fjarða í Gryfju Verkmenntaskól-
ans var fjör og kæti flytjendanna.
Hún var næg til þess að jafna
ýmsa þá galla, sem á uppsetning-
unni voru og gera kvöldstundina
ánægjulega.
Haukur Ágústsson.
getur ekki hugsað sér að börnin
beri ef hægt er að afstýra því. Það
er sárafá tilfelli, en ég veit ekki
annað en það fólk sem ég hef
hjálpað til að taka aðra ákvörðun
sé ásátt og þakklátt fyrir það.
Ráðgjöf er miklu árangursríkari
leið. Það þarf frjálsari reglur og
að nefndin sé fyrst og fremst til
ráðgjafar og nafnalistarnir séu
óskalistar. En við verðum að
hafa vissan ramma, það er alveg
eðlilegt.“
Þarf að vera friður
um nafnalög
„Það eru ótal dæmi um að börn
hafi verið skírð, en nafninu síðan
hafnað. Ef við tökum það tilfelli
sem hér kom upp með nafnið
Reynald, þá hefur það verið not-
að í landinu í rúmar tvær aldir,
að vísu með mismunandi staf-
setningu. Reynald er eins mynd-
að og t.d. Albert sem engum
dettur í hug að amast við. Albert
ætti að vera Aðalbjartur ef það
væri íslenskt. Leopold er svipað
nafn. Ég vissi að þetta nafn
Reynald var ekki á skrá, en
skömmu áður hafði ég leitað
úrskurðar um nafnið Kort. Það
var samþykkt þar sem það hefði
verið í gildi í landinu svo lengi að
ekki væri hægt að amast við því.
Með þetta fordæmi taldi ég víst
að Reynald yrði samþykkt. Þetta
var milli jóla og nýárs og ég náði
ekki í nefndarfólkið og tók þessa
áhættu með foreldrunum. Að
öðrum kosti hefði þurft að fresta
skírninni eða breyta um nafnið.
Að mínum dómi voru yfirgnæf-
andi líkur á að nafnið yrði
samþykkt. Það er u.þ.b. tveggja
alda gamalt í málinu.
Ég tel rétt að fólk bíði endur-
skoðunar laganna, enda ekkert
annað að gera. Við endurskoðun
laganna þarf að búa svo um
hnúta að friður verði um nafna-
lög. Ég vil bæta því við að prest-
urinn skírir börn og er þá að
sinna sínu trúarlega og kirkjulega
hlutverki. Hann er jafnframt
settur í það að vera gæslumaður
með nafnalögum. Það er svo sem
allt í lagi. En túlkun nefndarinn-
ar á lögunum stríðir í vissum til-
vikum gegn réttlætiskennd fólks,
presta sem annarra. Við erum í
rauninni ekki að brjóta lögin
heldur túlkun nefndarinnar á
þeim. Vissulega má segja að
nefndin hafi vald til að túlka lög-
in eftir sínum vilja. En hennar
sjálfrar vegna tel ég að hún hafi
of mikið vald. Þróun íslensks
máls hefur aldrei verið nefndar-
starf.“
Páskallljur, páskagrelnar, páskakerti,
páskaskraut, páskaserviettur og margt
fleira.
Opið fímmtudag (skírdag) kl.
9.00-18.00, laugardag 10. apríl
kl. 9.00-19.00.
akur!
KAUPANGIV/ MYRARVEG 602 AKUREYRI
SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498
Árið 1991 voru sett á Alþingi
lög um íslensk mannanöfn og í
framhaldi af því tók manna-
nafnanefnd til starfa. Nefndin
hefur endanlegt úrskurðarvald
um íslensk mannanöfn og
gerði skrá yfir heimil nöfn.
Mörgum þykja reglur þær sem
nefndin hefur starfað eftir vera
alltof strangar. Kvartanir hafa
borist til umboðsmanns alþing-
is vegna þessa og talsvert verið
um málið fjallað í fjölmiðlum.
Mannanafnanefnd starfar
ennþá, en aðalmennirnir
sögðu af sér og varamenn
komu í stað þeirra. Sr. Hjálm-
ar Jónsson varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Norður-
landi vestra og prófastur
Skagafjarðarpról'astsdæmis
spurði dómsmálaráðherrann,
Þorstein Pálsson, í þinginu
nýverið hvort fyrirhugað sé að
endurskoða lögin frá 1991 og
svaraði Þorsteinn því játandi.
Sett verður nefnd til endur-
skoðunar laganna frá 1991. Þeir
sem þegar hafa skírt börn sín, en
fengið synjun á nöfnum, verða
því líkast til að bíða átekta og sjá
hverju fram vindur. Um er að
ræða fjölmörg tilfelli, nokkra
tugi. Sr. Hjálmar er sennilega
manna best heima í þessum efn-
um þar sem hann er starfandi
prestur og þarf oft að skíra börn,
en jafnframt þekkir hann vel til
starfa alþingis. Hann skilur vel að
aðstandendum sé sárt um að vera
neitað um að nefna börn sín þeim
nöfnum sem þau hafa valið að
vandlega íhuguðu máli.
af þeim. Ég fékk jákvætt svar við
því og hann er þegar farinn að
vinna að því að nefnd taki til
starfa við að endurskoða lögin.
Ráðuneytið hefur fengið mörg
vandamál t.d. varðandi nöfn sem
eru viðtekin og algeng, sem er
hafnað. Ég vona að eitthvað
komi út úr þessu og að lögin
verði túlkuð með vissu umburð-
arlyndi.
Ég hef persónulega fengið
nokkur tilvik þar sem foreldrar
hafa borið undir mig nöfn, þar
sem ég hef reynt að leiða þeim
fyrir sjónir að nöfnin gangi ekki.
Állir prestar lenda í þessu ein-
hvern tíma. Það þarf auðvitað
fyrst og fremst að hugsa um vel-
ferð barnsins og stundum kemur
það fyrir að foreldrar koma með
mjög undarleg nöfn, sem maður
Skírn sem er gleðilegur atburð-
ur fyrir aðstandendur hefur því
stundum snúist upp í óþægindi.
Dómgreind presta og foreldra er
eiginlega tekin úr sambandi í
þessum málum, eins og þetta er
núna. íslenskur nafnasiður hefur
orðið til samkvæmt smekk fólks
og máltilfinningu. Því má gjarn-
an bæta við að yfirgnæfandi
meirihluti íslenskra mannanafna
er góður og gildur. Það segir okk-
ur að ekki þarf að taka fast í
taumana. En svo eru alltaf ein-
hver tilvik sem má segja að séu á
jaðrinum. Það eru auðvitað þau
sem koma til álita og úrskurðar.
í flestum löndum Evrópu eru
lög um mannanöfn. En m.v.
hvernig þessi lög hafa reynst
hefur að sjálfsögðu unnið sér
hefð.“
Eðlilegt að hafa ramma
„Nú er verið að snúa til baka
ýmsu sem hefur viðgengist. Ég
neita því ekki að nefndin hefur
nokkuð til síns máls og Guðrún
Kvaran formaður nefndarinnar
hefur gert marga góða hluti. Hún
samdi reyndar sjálf drögin að
frumvarpinu og á sinn þátt í að
það varð að lögum. Málið er það
að nefndin hefur töluvert rúmar
hendur með það hvernig hún
túlkar lögin.
Ég kom með fyrirspurn í þing-
inu til dóms- og kirkjumálaráð-
herra, hvort hann hygðist endur-
skoða lög um mannanöfn frá ’91,
í ljósi reynslunnar sem er fengin
Sr. Hjálmar Jónsson.
Leiklist
mörg nöfn eru með þolfallsend-
ingu, t.d. Ásberg, Valberg,
Erling, en nefndin segir þau eiga
að vera í nefnifalli, s.s. Erlingur
o.s.frv. Ég hef dæmi um það frá
presti að ekki megi nota nafnið
Erling, þ.e. í þolfalli. Hann fletti
upp í símaskránni og komst að
því að það eru nokkurn veginn
jafn margir sem heita Erling og
Erlingur. Það má benda á að al-
gengasta karlmannsnafn í landinu
er í þolfalli, nafnið Jón. Það ætti
að vera Jónn, sbr. Sveinn. Það
Of stífar reglur
„Það er ekkert hégómamál fyrir
fólki að velja börnunum sínum
nöfn. Fólk hugsar sig yfirleitt vel
um og þegar það kemur til prests-
ins þá er það yfirleitt með mót-
aða skoðun. Þetta er eitt mikil-
vægasta tilfinningamál foreldra.
Það er margt vitlausara en það
orðtak að gifta fylgi góðum nöfn-
um og fólk vill gefa börnin sín
góðum nöfnum. Hingað til hafa
prestar verið ráðgjafar og haft
frekari stuðning frá Hagstofu og
Heimspekideild Háskólans.
fannst mér að endurskoðunar
væri þörf. Það hlaðast upp
vandamál og ágreiningsmál og
umboðsmaður alþingis fær fjöld-
an allan af málum. Nefndin hefur
sett sér svo stífar reglur til að fara
eftir að fólk unir mjög illa
úrskurðinum. Á sama tíma leyfir
nefndin ýmis nýnefni sem mér
finnst að orki miklu frekar tví-
mælis og miklu eðlilegra að þar
sé spyrnt við fótum en að banna
nöfn sem hafa verið í gildi all
lengi. Sem dæmi má nefna að
Glaðir gestir að vestan
Þróun íslensks máls er ekki nefndarstarf