Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 22. maí 1993 Fréttir S.-Þingeyjarsýsla: „Það þýðir ekkert að gefast upp“ - segir Aðalgeir Jónasson, bóndinn sem var að missa aðra hjörðina í riðimiðurskurðinn Aðalgeir Jónasson, bóndi á Stórulaugum í Reykjadal, varð fyrir því að þurfa að skera fé sitt er riðutilfelli greindist, og Aíli smábáta á Norðurlandi: 2192tonnfyrstu fjóra mánuðina Smábátar af Norðurlandi hafa fískað mun betur það sem af er árinu, en á sömu mánuðum árið 1992. Aflinn er orðinn 2192 tonn en var í fyrra á sama tíma 1326 tonn. Mestu munar um að þorskurinn hefur gefíð sig á grunnslóðinni fyrir Norður- landi. Samkvæmt aflatölum frá Fiski- félagi íslands er þorskafli smábáta af Noróurlandi 1963 tonn á fyrstu fjórum mánuöum ársins. A sama tíma í fyrra var þorskaflinn 1160 tonn. í liðnum mánuði báru bát- arnir 952 tonn aó landi, en í apríl- mánuði í fyrra 661 tonn. Aflasam- setning bátanna nú í apríl er 816 tonn þorskur, 17 tonn ýsa, 98 tonn ufsi, 3 tonn karfi, 13 tonn steinbít- ur, 3 tonn skarkoli og 2 tonn annar botnfískur. ój var þá helmingur þess borinn. Þetta er í annað sinn sem Aðal- geir þarf að skera niður vegna riðu, fyrra sinnið var ’86, þá var lógað um 130 ám eins og nú, en fé kom aftur í Stórulaugar '88. Aðalgeir sagði í samtali við Dag að sýni hafi verið sent til rannsóknar hálfum mánuöi fyrir páska, en það dróst í sex vikur að fá úrskurðinn. Fyrst kom reyndar ncikvæður úrskurður, en síðan 10 dögum seinna jákvæður; riða hafði fundist, sauóburður var í fullum gangi og það er erfiðasti tími sem hægt er að hugsa sér til aó fá slíkan dóm. Aðalgeir segir aó biðin eftir úr- skurðinum hafi verið erfið og slæmt hve langan tíma tók að fá hann. „Það viróist vera erfitt að eiga við þetta og ég gat alltaf átt von á að þctta kæmi upp aftur. Eg vonaói þó aö þetta mundi sleppa af því aó allt var tekið hér í gegn, sótthreinsað upp og snúið við. En það dugöi ekki til. Nú byrjar önn- ur ferð í þessari hreinsun. Ætli ég reyni ekki að fá fé einu sinni enn, það þýðir ekkert aö gefast upp strax,“ sagöi Aðalgeir, aðspurður um framtíðina. Hann er með blandaó bú og hefur kýmar til að hugsa um þar til leyfi fæst til að taka nýja hjörð. IM Samstaða um óháð ísland: Landsfundur í dag Samstaða um óháð ísland boðar til landsfundar í dag, laugar- daginn 22. maí. Fundurinn fer fram í Borgartúni 6 í Reykja- vík. Á fundinum verður rætt um störf og verkefni samtak- anna á komandi starfsári, kosin stjórn og flutt erindi. Samstaða hefur til þessa eink- um beitt sér gegn aðild Islands að Evrópsku efnahagssvæói, m.a. með söfnun undirskrifta undir kröfuna um þjóðaratkvæða- greiðslu um samninginn. Það hef- ur komið æ betur í ljós að fullyrð- ingar talsmanna samningsins um fjárhagslcgan ávinning Islendinga af honum eru langt frá réttu lagi, eins og segir í fréttatilkynningu frá sarhtökunum. Einnig eru nú að koma fram ný atriói, m.a. varð- andi innflutning landbúnaðaraf- urða, sem eru okkur afar óhag- stæó. Enn er óvissa um hvort og hve- nær EES-samningurinn gengur í gildi og ýmsir áhrifaaóilar hér- lendis eru þegar famir aó leggja til að ísland sæki um aðild að Evr- ópubandalaginu. Samstaða hefur þannig áfram mikilvægu hlutverki að gegna til að stilla saman strengi þeirra sem varðveita vilja sjálfstæði þjóðarinnar og koma í veg fyrir að hún sogist inn í evr- ópskt stórveldi. KK Lögreglan á Akureyri: Aksturslag bæjarbúa tekið upp á myndband Nokkur löggæsluumdæmi á landiuu hafa fengið fullkomnar myndbandsupptökuvélar til nota í umferðareftirliti og er Akureyri eitt þeirra. Lögreglan á Akureyri mun nota þessa nýju tækni í sumar og láta glöggt auga myndavélarinnar fylgjast með ökumönnum svo lítið beri á. Að sögn Olafs Ásgeirssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, er ætl- unin mcð þessum myndbands- upptökum ekki endilega sú að negla ökumennn fyrir umferðar- lagabrot og kæra þá. Hér sé fyrst og fremst um forvarnarstarf að ræóa. „Vió ætlum að taka upp akst- urslag manna og leyfa þeim síðan að koma upp á stöð og skoða það í myndbandstækinu ef við sjáum eitthvað athugavert við það. Sum- ir hafa tamió sér það að aka með akreinalínuna milli hjóla, aðrir sveigja á milli akreina án þess aó nota stefnuljós og fleira mætti nefna. Það er ekki víst að þeir geri sér sjálfir grein fyrir þessu en ef við sýnum þeim þetta aksturs- lag á myndbandi er von til þess að þeir bæti sig,“ sagói Ólafur. Hann sagði að vélin hefði mik- ið gildi fyrir löggæsluna og hún yrði cinnig notuð á vettvangi slysa ef þörf væri á. Fyrst og fremst væri hún þó hugsuð til fyrir- byggjandi starfa. SS Hugmyndir Úrbótamanna eru að byggja orlofshúsabyggð norðan Kjarnaskógar og tengja byggðina þeirri starf- semi sem fyrirhuguð er í Kjarnalundi, húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar. Akureyri: Orlofshúsabyggð norðan Kjaraaskógar - fjallað um hugmyndir Úrbótamanna í nefndum bæjarins Úrbótamenn á Akureyri hafa lagt fyrir nefndir bæjarins, hugmyndir sínar að orlofshúsa- byggð norðan Kjarnaskógar. Hugmynd þeirra er að byggja 30-40 timburhús, bæði 45 og 55 fermetra að stærð og tengja byggðina þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er í Kjarnalundi, húsi Náttúrulækningafélags Akureyrar. Sveinn Heiðar Jónsson, bygg- ingameistari á Akureyri og einn Úrbótamanna, segir að þeir vonist til að geta boðið út byggingu hús- anna fyrir haustið, þannig að hægt verði að vinna alla verkstæð- isvinnu í vetur. „Við erum að fara í viðræður við verkalýðsfélögin og fleiri aðila, til aó kynna okkar hugmyndir og fá þau til sam- starfs. Síðan er hugmyndin að stofna hlutafélag um þennan rekstur." Umhverfisnefnd Akureyrarbæj- ar tjallaði um hugmyndir Úrbóta- manna á fundi sínum fyrir skömrnu og fellst á hugmyndir um byggingu orlofshúsa. Hins vegar leggur nefndin til að svæðið aust- an væntanlegrar tengibrautar verði fellt út en efra svæðið stækkaó til vesturs. Þá leggst nefndin gegn því að byggt verði svo nærri lækn- um sem uppdrátturinn gerir ráð fyrir og að taka verði tillit til reið- leióa um svæöið. Skipulagsnefnd mun taka málió til umfjöllunar fljótlega, og sagð- ist Sveinn Heiðar vonast eftir já- kvæóri afgreiðslu frá nefndinni. KK Húsavíkurgæsin: Fékk sumarvimra við garðyrkju Húsavíkurgæsinw, sem raskað I undanfarna daga, er nú synt í hefur ró nokkurra bæjarbúa | örugga höfn og hefur ráðið sig Húsavíkurgæsin fckk vinnu við garðyrkju í sumar. Mynd: im Sparisjóður Akureyrar og Arnarneshrepps: Hagnaður 13,9 milljónir Aðalfundur Sparisjóðs Akur- eyrar og Arnarneshrepps var haldinn nýverið. Hagnaður árs- ins 1992 nam 13,9 milljónum króna, en var árið áður 13,3 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum spari- sjóösstjórans, Helgu Steindórs- dóttur, var eigið fé sparisjóðsins í árslok 99,9 milljónir króna, eða 27,7% af niðurstöðutölu efnahags- reiknings og er þar um 18,8% hækkun aó ræða frá fyrra ári. Inn- lán jukust um 6,4% og námu 257,7 milljónum króna í árslok. Útlán jukust um 11,4% og námu í árslok 295,2 milljónum króna. ój til sumarvinnu til heiðurshjón- anna í Hlíð á Húsavík. Blaðamaóur Dags á Húsavík hitti gæsina að máli í gærmorgun og hamaðist hún þá við aó slá grasió af lóð hjónanna. Át hún grasió jafnóðum, gerði úr því áburð og skilaði honum samvisku- samlega á lóðina. Sagóist gæsin kunna mjög vel við sig í vistinni, húsbóndinn skildi fuglamál meó ágætum og húsfreyjan færði sér bragðgóða mola. Nágrannabörnin laumuðu einnig til sín brauómol- um. Gæsin sagðist að vísu vita af atvinnuleysi ungmenna á Húsavík sem gjaman vildu taka að sér að slá lóðir fyrir fólk, en sér væri al- veg sama. Og ef varaformaður Verkalýðsfélagsins ætlaði eitthvað að skipta sér af sumarstarfi einnar innfluttrar utanbæjargæsar skyldi hann heldur betur fá að heyra sína meiningu. IM © HELCARVEÐRIÐ Veðurstofa íslands gerir ráó fyrir suðaustan golu og .björtu veðri um Norðurland í dag. Þokuloft verður á mið- um. í nótt dregur til noró- austanáttar og á morgun verður allhvasst meó skúra- leiðingum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.