Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 22. maí 1993 c 0), M ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, >. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRlÐUR ÞORGRl'MSDÓTTIR pS SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 (Saudárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, U J ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN _■< GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. PRÓFARKALESTUR: SVAVAROTTESEN n 1 RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON \ ff Wl \r% FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON U\7 UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL ((þróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, lax 96-42285), PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Norðmenn sýna einurð oghugrekki Sú ákvörðun nýafstaðins ársþings Alþjóðahvalveiði- ráðsins, að standa fast á al- geru banni við hvalveiðum, var að meira eða minna leyti fyrirsjáanleg. Engu að síður veldur þessi niðurstaða ís- lendingum og öðrum hval- veiðiþjóðum miklum von- brigðum. Andstæðingar hvalveiða hafa ráðið lögum og lofum innan Alþjóða hvalveiðiráðsins um langt árabil og eru löngu hættir að greina á milli eðlilegra nýt- ingarsjónarmiða og náttúru- verndarsjónarmiða. Af þeim ástæðum m.a. hafa íslend- ingar sagt sig úr ráðinu. Norðmenn hafa á hinn bóg- inn kosið að berjast áfram á vettvangi ráðsins og freista þess að telja ofstækisfullum og óvísindalegum verndun- arsinnum hughvarf. Sú fyrir- ætlan hefur engan árangur borið. Norðmenn hafa nú ákveð- ið að hefja takmarkaðar veiðar á hrefnu að nýju, í andstöðu við vilja Alþjóða hvalveiðiráðsins. Ákvörðun Norðmanna ber í senn vott um einurð og hugrekki, því Grænfriðungar hafa hótað þeim öllu illu og segjast hafa tilbúna áætlun um það hvernig vinna megi Noregi sem allra mest tjón á sem skemmstum tíma, hefji þjóð- in hvalveiðar á ný. Ennfrem- ur má búast við að Banda- ríkjamenn og jafnvel sumar Evrópuþjóðir reyna að beita Norðmenn viðskiptaþving- unum til að fá þá til að end- urskoða ákvörðun sína um veiðarnar. Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, hefur bent á að samskipti þjóða megi ekki byggjast á tilfinninga- semi. Hún hefur jafnframt bent á að afstaða Alþjóða hvalveiðiráðsins til hval- veiða er brot á Hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Ráðið hefur misst sjónar á því hvað er eðlileg nýting auðlinda. Hið sama má að sjálfsögðu segja um Bandaríkjastjórn, sem í krafti stærðar sinnar hefur hótað íslendingum við- skiptaþvingunum og „pólit- ískri einangrun“, hefji þeir hvalveiðar að nýju. Banda- ríkjastjórn hefur þar með lýst því yfir að hún hafni vís- indalegum rökum á þessu eina sviði, þótt hún aðhyllist tækni og trúi á vísindalegar niðurstöður á flestum öðrum sviðum. Afstaða hennar er í einu orði sagt óskiljanleg. íslendingar hljóta að fagna þeirri ákvörðun Norð- manna að hefja hrefnuveiðar á nýjan leik. Þorsteinn Páls- son sjávarútvegsráðherra hefur lýst því yfir að íslend- ingar hljóti að hefja slíkar veiðar sjálfir innan skamms, þótt skynsamlegt sé að bíða átekta og sjá hvernig Norð- mönnum farnast í barátt- unni. Stríðið um nýtingu hvalastofnanna má ekki tap- ast. Því verða Norðmenn, ís- lendingar og aðrar hvalveiði- þjóðir að sýna órofa sam- stöðu og standa fast á rétti sínum, þótt við ofurefli virð- ist að etja um sinn. BB. Það var vetur á hinu íslenska almanaki og veðrið nákvæmlega samkvæmt því. Stórhríó, ískuldi og myrkrið grúfði yfir öllu. Það var samt þægileg birta í stofunni þar sem ég sat. Tom Jones söng af mikilli innlifun „Please release me, let me go“ og ég horfði á manninn dansa með miklum áhrifum frá Sixtees stílnum. Ég gat ekki annað en brosað þegar hann hlammaði sér í sætið viö hliðina á mér, alveg búinn á því eftir allar sveiflumar. Ég sneri mér að honum og hugsaði með mér hvað það væri skrít- ið hvað ég þekkti hann lítið þótt mér þætti ofsalega vænt um hann. Ég vissi í raun aldrei hvort honum liði vel eða illa, hvenær og vió hvaða aðstæður hann væri stútfullur af hamingju eða hvaða hlutir særðu hann. Eg grand- skoðaði alla andlitsdrætti og hver ein- ustu svipbrigði sem hann sýndi. Taldi allar þær hrukkur sem ég sá og hvert einasta gráa hár sem var á stangli hér og þar. Það var eins og ég væri að sjá þennan mann í fyrsta skipti. Það flaug í gegnum huga minn hvenær ég hefði síðast sagt honum að mér þætti mjög vænt um hann, ég mundi bara eftir því að ég var sífellt að sýna honum það í verki. En vissi hann þaó að öll þessi faðmlög mín komu bara í staðinn fyrir öll orðin sem geta orðið svo léttvæg í hversdagsleikanum? Það eru nokkuð margir mánuðir síðan að þetta gerðist og ég stend mig ennþá að verki hvenær sem tækifæri gefst að taka utan um hann og smella kossi á kinnina á honum í leiðinni. Hann er ekki eina manneskjan sem ég umgengst mikið og þykir vænt um. Þau fá öll faðmlög eða léttan koss öðru hvoru og ekkert þeirra hefur hlaupið enn. Mér var góðlátlega bent á það um daginn að þessi snerting mín gæti auð- veldlega misskilist af hinu kyninu. Þaö kom svolítið flatt á mig, en þegar ég hugsaði betur um það þá erum við jú flest soddan frostpinnar í okkur og það er ekki í umhverfinu að sýna ná- ungakærleik, þá sérstaklega ekki fyrir framan aðra. Þið sem eruð þama úti og hafið ekki mikla tjáningarþörf, ég mæli með að þið hreinlega opnið fangið og faðmið og knúsið bræður, systur, frændur og frænkur, foreldra og hina dýrmætu vini ykkar. Hvað er það sem yljar okkur meira um hjartarætumar en að finna það að fólkið sem er alltaf, alls staðar í kringum okkur, því þykir virkilega vænt um okkur? Það kannski er ekki alltaf að segja okkur frá því en við getum líka sýnt það, eöa hvað? Látum nú bara verkin tala og njótum snertingarinnar. LVENNARAÐ Sóley Rannveig Hallgrímsdóttir Látum snertíngtma tala

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.