Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 19

Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 19
Laugardagur 22. maí 1993 - DAGUR - 19 Popp Magnús Geir Guðmundsson Bostonsveitin Aerosmith: Áfram meðal þeirra bestu Hvað skyldu hljómsveitir á borð við Black Crowes, Poison, Guns N Roses, Motley Crue auk margra annarra eiga sameigin- legt. Nú fyrir utan það auðvitað að vera allar bandarískar og telj- ast til þeirra vinsælustu í rokkinu, þá eiga þær það sameiginlegt aó meira eða minna leyti að vera unir áhrifum frá einni og sömu hljómsveitinni í sinni tónlistar- sköpun, nefnilega Aerosmith, þeirri lífseigu og makalausu sveit frá Boston. Er Aerosmith því án efa ein áhrifamesta rokksveit Bandaríkjanna sem enn lifir og ekki að ástæðulausu nefnd af sumum Guðfeður bandarísks þungarokks. Hefur hljómsveitin nú þrátt fyrir ýmis áföll og vand- ræðagang eins og gengur í rokk- inu, lifað og starfað í tvo áratugi og notið ómældra_ vinsælda mestan þann tíma. Á það ekki hvað síst við um síðustu ár, eða frá árinu 1987 er platan Perman- ent Vacation kom út, en sú plata kom hljómsveitinni aftur í hóp vinsælustu rokkhljómsveita heims. Seldist hún í milljóna upplögum víóa um heim og náðu lög af henni eins og Angel og Dude (Looks Like A Lady) topp tíu sætum hvarvetna. Að vísu hafði platan á undan, Done With Þann 29. apríl síðastlióinn sá rokkheimurinn enn einu sinni á bak góöum syni sínum langt fyrir aldur fram. Var það að þessu sinni gítarleikarinn, upp- tökustjórinn og útsetjarinn Mick Ronson sem mætti dauóa sín- um af völdum lifrarkrabba- meins 45 ára aó aldri. Ólst Ronson upp í fiskibænum fræga Hull þar sem hann byrj- aði ungur aó læra á gítar, pí- anó og fiðlu í skóla auk þess að læra að lesa nótur. Hann var í nokkrum hljómsveitum heimafyrir áóur en hann ákvaö að flytjast til London og reyna fyrir sér þar. Fékk hann þar eftir skamma dvöl vinnu sem spil- ari í hljóðveri (sessionmað- ur) og gegndi því starfi um skeió. Þaó var svo í kringum 1970 sem Mick Ronson sóttist eftir starfi sem gítarleikari hjá David Bowie og fékk það eftir að hafa átt fund með poppgoðinu. Mynd- aöist strax vinátta með þeim tveimur sem stóð allt til dauða- dags Ronsons. Hljóðritaði hann fjórar plötur með Bowie þar á meðal hina margfrægu Ziggy Stardust. Þá var Ronson einnig upptökustjóri ásamt Bo- wie á plötu Lou Reed Trans- former auk þess að sjá um strengjaútsetningu í laginu þekkta á plötunni Walk On The Wild Side. Ronson hætti með Bowie til að reyna sig á eigin spýtur og sendi frá sér tvær sólóplötur á árunum 1974-75. Þær gengu þó ekki betur en svo að fljótlega eftir útkomu seinni sólóplötunnar var hann genginn til liðs við hina frægu sveit Mott The Hoople með Mirrors, sem út kom tveimur ár- um áður selst ágætlega og tón- leikaferð henni samfara gengið vel, en það var lítið í samanburói við vinsældir Permanent Vacati- on. Næsta platan Pump, sem kom út síðla árs 1989, gerði síðan enn betur og færói Aero- smith hreinar ofurvinsældir. Mun hún í Bandaríkjun- um einum hafa selst í a.m.k. sex milljónum eintaka, sem verður að telj- ast mjög gott hjá rokkhljóm- sveit. Hafa ekki mjög margar slíkar hljómsveitir náó viðlíka vin- sældum og Aerosmith. Sat plat- an um skeió í toppsætinu auk þess sem þrjú smáskífulög af henni náðu topp tíu sætum. Þeirra vinsælast var Janie s Got A Gun sem náði fjórða sæti. All- skyns verðlaun og viðurkenning- söngvarann lan Hunter í broddi fylkingar. Sú sæla stóð hins vegar stutt og hætti hann fljót- lega í hljómsveitinni sem þá var reyndar að leysast upp. Þeir Hunter héldu þó áfram samstarfinu um nokkurra ára skeió undir nafni Hunters meó þokkalegum árangri. Auk þess aö starfa með Hunter vann Ronson svo einnig á næstu ár- um með mörgum frægum tón- listarmönnum bæði sem gítar- leikari og upptökustjóri. Þar á meóal meó Bob Dylan, Van Morrison og Roger McGuinn leið- toga Byrds. Ár- ið 1990 geróu hann og Hunt- er saman plötu á ný og svo á síðasta ári var Ronson vió takkana hjá Morrissey á plötunni hans góóu Your Ar- senal. Er Ron- son lést var hann langt kominn meó nýja plötu þar sem Bowie, Chrissie Hynde úr Pretenders, Joe Eliott söngvari Def Lepp- ard og John Cougar Mellen- camp lögðu honum lið. Líka stóð til að Hunter tæki þátt í gerð hennar. Platan mun koma út í náinni framtíð, en ekki er vitað nákvæmlega hvenær. Ronson kom síóast fram á minningartónleikunum um Freddie Mercury á Wembley fyrir ári ásamt Hunter. Tóku þeir saman ásamt eftirlifandi meðlimum Queen All The Yo- ung Dudes og mun upptaka af því verða á plötu Ronsons. Hann kom svo eins og fram hefur komið við sögu í einu lagi á nýju plötu David Bowiem, Black Tie White Noise. Mick Ronson lét eftir sig eiginkonu og eina dóttur. ar hlotnaðist svo Aerosmith einnig fyrir Pump, þar á meðal þrenn MTV verðlaun og ein Grammyverðlaun sem besta sviðssveitin. Þá kusu lesendur tónlistarblaðsins viðfræga Rol- ling Stone hana hljómsveit árs- ins sem telst ávallt mikil viður- kenning. Það hefur því verið nokkur eftirvænting eftir nýrri plötu frá Aerosmith og menn spurt sig hvort hljómsveitin geti áfram haldið sama dampi í gæð- um og vinsældum. Nú þegar svo hún hefur litió dagsins Ijós undir nafninu Get A Grip virðist svarið við þeirri spurningu ætla að verða jákvætt, því fyrstu við- brögð vió henni hafa verið góð. Þá hefur fyrsta smáskífan með laginu Living On The Edge náð nokkrum vinsældum. Er hljómsveitin nú eins skipuó Popparar sem muna mega sinn fífil fegurri eiga oft ekki sjö dagana sæla eins og nýleg frétt frá Bretlandi ber glögglega meó sér. Nú á dögunum var nefnilega fyrrum trommuleikari popphljómsveitarinnar vinsælu frá Hull, The Housemartins, dæmdur í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás. Hann Hugh Whita- ker fékk þennan dóm nánar til- tekió fyrir aó hafa ráöist á fyrr- um viðskiptafélaga sinn meó exi aö vopni í þeim tilgangi að stytta lífdaga hans. Þá mun Whitaker einnig hafa gert árás- ir á heimili mannsins og reynt aó kveikja í því m.a. meö því aó kasta í eitt skiptið heimatil- búinni sprengju inn í stofu til hans. Kom það fram við réttar- höldin aó ofsóknir Whitakers á hendur félaganum fyrrverandi hefóu staóið í tvö ár og endað meó axarárásinni í ágúst síð- astliðnum, sem betur fer bar ekki tilætlaðan árangur. Á Whitaker að hafa auðgast nokkuö vel á dögum sínum í Housemartins, en mun víst hafa tapað miklu á viðskiptun- um við félaga sinn, sem fólust víst í sambandi vió bíla. Að minnsta kosti heldur Whitaker því fram, hvað sem svo rétt er í því. Líkt og svo margar aðrar stjörnur í poppinu verður hann Sting fyrrum Police leið- togi nú heldur ómaklega fyrir barðinu á kjaftasögum, sem einhverra hluta vegna hafa spunnist upp. Hefur söngvarinn og fyrir tuttugu árum er hún sendi frá sér fyrstu samnefndu plötuna; þeim Steven Tyler söngvara, Joe Perry og Brad Whitford gítarleikurum, Tom Hamilton bassa- leikara og Joey Kramer trommu- leikara. Voru það Perry og Tyler sem stofnuðu hana upp úr 1970, en eins og fyrr segir kom fyrsta platan út 1973. Voru Aero- smith til aó byrja með mest í að stæla breska rokkrisa á boró við Cream, Yard- birds og Rolling Stones (Tyler er líka nokkuð líkur Mick Jagger „munnlega" svo ekki sé meira sagt), en mótaó- ist þó brátt meó sinn eigin stíl, sem ótvíræður er enn þann dag í dag. Má segja aó hann sé blanda af áhrifum gamla rokk og rólsins og blústónlistar svarta mannsins í kraftmiklum búningi. Vakti fyrsta platan ekki mikla athygli þegar hún kom út í byrjun árs 1973, en með útgáfu fyrstu smáskífunnar, Dream On, sem hljómsveitinni tókst einhvern veginn að fá í gegn, fóru lukku- hjólin óvænt að snúast henni í hag. Voru svo næstu fimm ár nær stanslaus sigurganga með plötunum Get Your Wings 1974, Toys In The Attic 1975, Rocks 19766, Draw The Line 1977 og Sting hefur fengið að kenna á kjaftasögum að undanförnu. eins og kunnugt er verið ötull baráttumaður fyrir ýmsum góð- um málum, þar á meðal fyrir verndun regnskóganna í Bras- ilíu og fyrir réttindamálum ind- íána þar í landi og víðar. Eitt- hvað virðist nú einhverjum mis- líka þessi baráttumái Sting, því í breskum blöðum hafa birst „fregnir“ um að hann hafi lýst því yfir sjálfur að hann gæfi nú skít í allt svoleióis baráttubrölt. Það hefur hins vegar komið í Ijós að engin stoð er fyrir þessu og hefur Sting lýst furóu sinni og hneykslun á óábyrgum fréttaflutningi. Segir hann að þetta sé ekki síst vítavert í ijósi þess að búið hafi verið að til- kynna um viðburó í Los Ange- les í þágu regnskóganna í næsta mánuði, þar sem hann mun koma fram m.a. Að öðru tvöföldu tónleikaplö tunni Live Bootlegs 1978. Þykja þessar plötur hver annarri betri og innihalda þær vinsæl lög á borð við Sweet Emotion, Mama Kim, Back In The Saddle og Walk This Way. Það síðasttalda öól- aðist eins og eflaust margir muna nýtt líf árið 1986 er hip hop tríóið Run DMC gerði lagið gríðarlega vinsælt með stuðningi frá þeim Tyler og Perry. Má með nokkrum sanni segja að þar hafi á vissan hátt verið lagður grunn- ur að velgengni Permanent Vac- ation. í lok áttunda ártatugarins fór að halla undan fæti hjá Aero- smith aðallega vegna ofdrykkju og eiturlyfjaneyslu sem var mikil og hafói nær dregió þá suma til dauða. Þá kom einnig upp mis- sætti í hljómsveitinni á þessum tíma sem leiddi til þess að bæði Perry og Whitford hættu meó skömmu millibili. Næstu ár hélt hljómsveitin þó áfram og gaf út tvær plötur í byrjun níunda ára- tugarins. Þær vöktu hins vegar takmarkaða hrifningu. En sem fyrr segir komst hljómsveitin aft- ur á réttan kjöl um miðjan ára- tuginn og voru þá Perry og Whit- ford á ný komnir til liós við hana. Af Get A Grip aó dæma virðist Aerosmith ætla að halda ótrauð áfram og ekki láta neinn bilbug á sér finna. Virkar platan í heild hressileg og minnir um margt á fyrstu verk hljómsveitarinnar. Sem dæmi um mörg góð lög plötunnar má nefna Living On The Edge, Walk On Down, Crazy og Line Up. Má því ætla að hún verði áfram í hópi þeirra bestu og vinsælustu enn um sinn. leyti á Sting ágætu láni aó fagna, því fjóróa platan hans, Summoners Tale, situr þessa dagana í fimmta sæti yfir best seldu plöturnar í Bretlandi. Er þar víst um góðan grip að ræöa hjá Sting. að fór aldrei svo aó logn- molla myndaóist um piltana í stórrokksveitinni Guns N Ros- es og þeir færu að taka því ró- legar. Það er nú aldeilis eitt- hvað annaó. Fyrir það fyrsta hefur hann Axl Rose söngvari enn einu sinni verið í sviðsljós- inu vegna skamma og stórra yfirlýsinga í garð Lars Ulrich trommuleikara Metallica. Mun ástæðuna fyrir þessu vera að rekja til þess að kastast hafi í kekki milli þeirra tveggja er hljómsveitirnar voru saman á tónleikaferðalagi á síðasta ári, en áóur höfðu þeir verið vinir til margra ára. Þá hafa borist þær fregnir af nýjasta meólim hljómsveitarinnar, Gilby Clark gítarleikara, sem á sínum tíma leysti Izzy Stradlin af hólmi, að hann hafi brotið á sér annan handlegginn í mótorhjólaslysi. Hann var þó ekki í ofsaakstri á götum úti, heldur í mótorhjóla- kappakstri sem haldinn var í góðgerðarskyni í byrjun mán- aðarins. Þurfti að skera hann upp vegna brotsins þannig að hann spilar ekki næstu vikurnar með Guns N Roses. Að end- ingu má svo geta þess að hljómsveitin sendi frá sér á mánudaginn var nýja EP plötu sem inniheldur þrjú lög og við- tal við Slash. Mick Ronson fallinn frá Tónlistarmaðurinn með meiru, Mick Ronson, lést úr lifrarkrabba- meini þann 29. apríl síðastliðinn. Aerosmith sýna sfnar bestu hliðar á nýju plötunni Get A Grip sem út kom fyrir skömmu. Ur ýmsum áttum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.