Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 22. maí 1993 Eiríkur Rósberg Arelíusson er í helgarviðtali að þessu sinni. Hann er Reykvíkingur í húð og hár og gekk þar hefðbundinn menntaveg allt til þess er hann hleypti heim- draganum og hélt til náms við Tækniháskólann í Óðins- véum í Danaríki þar sem hann útskrifaðist þremur ár- um seinna sem rafmagns- tæknifræðingur eftir að hafa staldrað stutt við í Tækni- skólanum í Reykjavík. Hug- myndin var að starfa í Dan- mörku að loknu námi, en það ár, 1973, var nokkuð at- vinnuleysi að hrjá Dani og erfitt fyrir tæknimenn að fá þar vinnu en Danirnir höfðu ráð á hverjum fingri. Það fólst í því að gerast félagi í danska fagfélaginu og síðan að þiggja atvinnuleysisbætur enda var upphæð þeirra svipuð og launin. Á þessum árum var atvinnuleysi hins vegar svo fjarri öllum íslend- ingum og mjög óaðlaðandi tilhugsun enda algjörlega óþekkt fyrirbæri. Mesta „húllumhæið“ kringum skólaslitin var hins vegar varla fjarað út þegar hringt var frá íslandi í nýbakaðan tæknifræðinginn og honum tjáð að þar væri nóga vinnu að hafa, aðeins væri að koma sér heim á gömlu fósturjörð- ina. Það varð og niðurstaðan og gerðist Eiríkur starfsmað- ur bæjarverkfræðingsins í Kópavogi og starfaði á tæknideild Kópavogsbæjar næstu fimm árin. „Þessi ár voru uppgangstími i í Kópavogi, mikið byggt bæði af einstaklingum og opin- berum aðilum en ég hannaði mikió fyrir bæ- inn á þeim tíma; skóla, íþróttahús o.fl. Gatna- kerfið var í varanlegri endurbyggingu auk þess sem Kópavogsbúar fengu þá hitaveitu. A þessum tíma var ég eiginlega óopinber raf- veitustjóri og sá um ýmiss rafmagnsmál fyrir bæinn en Rafmagnsveita Reykjavíkur var framkvæmdaraðilinn. A þessum tíma stofn- uðum viö þrír tæknifræðingar fyrirtæki sem hét Akkur sf., tækniþjónusta, og urðu verk- efnin fljótt býsna mörg og þá um leið tíma- frek en tveir okkar unnu hjá Kópavogsbæ en sá þriðji hjá Húsnæðismálastofnun og því varð vinnudagurinn hjá tækniþjónustunni oft býsna langur, algengt að vió værum að langt fram á nótt. Laun opinberra starfsmanna voru þá ansi Texti: Geir A. Guðsteinsson Myndir: Robyn Redman lág og eru það kannski enn og því má segja að þetta hafi verið sjálfsbjargarviðleitnin í einni sinni mynd. Það að vinna stærstan hluta sólarhringsins gengur í ákveðinn tíma en svo verða menn þjakaðir af vinnuleiða. Þama voru reyndar mjög fjölbreytt verkefni í tengslum allmarga arkitekta en á tímabili vorum við ráðgjafar fyrir Olíumöl hf. Það fyrirtæki sá um malbik- unarframkvæmdir á Suðurnesjum en það voru sveitarfélögin á því svæði sem stóðu að fyrirtækinu. Þær áætlanir um magn af mal- biki og olíumöl sem gengið var útfrá við stofnun fyrirtækisins gengu ekki eftir, því sveitarfélögin höfðu ekki bolmagn til að mal- bika eins mikið og þau höfðu vilja til og það kom niður á fyrirtækinu og sveitarfélögunum sem endaói með gjaldþroti Olíumalar hf. Það var því komið að ákveðnum tímapunkti hjá mér, hvort ég ætti að hætta hjá Kópavogsbæ og snúa mér alfarið aö frjálsa markaðnum. Um sama leyti kom los á okkur félagana í Akki, einn fór til Keflavíkur og setti þar upp verkfræðistofu, annar geróist byggingafull- trúi á Suðurlandi og því sat ég einn eftir. Þetta var árið 1978. Á sama tíma og félagar mínir voru að breyta um vinnu og umhverfi var rafmagnsverkfræðingur að hætta störfum hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri svo ég sló til, ákvað að breyta um umhverfi og vinnu rétt eins og félagamir og dreif mig norður. Þaó var ekki erfið ákvörðun, því bæði hafói ég þá skömmu áður kynnst konuefni mínu, sem er frá Akureyri, og eins var geysimikiö að gera í Slippnum og krefjandi að takast á við þau verkefni sem þar var verið að vinna að. Á þeim tíma var nýsmíði skipa stærri hluti en viðgerðir enda unnu þá um 300 manns hjá Slippstöðinni en urðu seinna fæstir um 150 eða rétt um helmingur þess sem var á „blómatímanum" hjá stöóinni. Þegar ég kom þangað var verið að smíða togarann Sigur- björgu frá Ólafsfirði og einnig var mikið um rafmagnsskipti, en margir eigendur vertíðar- báta voru að láta breyta rafmagninu um borð í bátunum úr jafnstraum í riðstraum aukým- issa annarra verkefna, m.a. brúarskipta. Áóur en smíði Sigurbjargar lauk var hafin smíði togarans Kolbeinseyjar og síðan komu Örvar og Sléttanes en öll áttu skipin að verða eins, en síðastnefnda skipið er einmitt nýkomið úr heilmikilli klössun í Póllandi þar sem því var breytt í frystitogara. Örvar er fyrsti frystitog- arinn, sem smíðaður er hér heima á Fróni. Síðan komu hin frægu raðsmíðaskip, sem í dag eru Nökkvi og Oddeyrin. Það var einnig mjög spennandi að takast á viö breytingar á togaranum Guðsteini, sem fékk nafnið Akur- eyrin, en það var fyrsta skip þeirra frændanna hjá Samherja og einnig fyrsta skiptið sem ís- fisktogara var breytt í frystitogara í hérlendri skipasmíðastöð. Upp úr 1984 fór að halla undan fæti með nýsmíði hjá Slippstöðinni og í dag er svo komið að hún er nánast engin.“ Var hægt að spyma eitthvað vió fótum gegn þessari óheillaþróun að öll nýsmíði hyrfi að miklu leyti úr landi? „Það sem aðallega vann á móti okkur hér var að hægt var að fá þessi skip miklu ódýrari erlendis. Norðmenn niðurgreiddu sinn skipa- smíðaiðnað gífurlega mikið vegna þess að það var pólitísk stefna þar að halda byggö í landinu og olíugróðinn svokallaði átti að hluta til að nýtast til þess að halda við byggö í Norður-Noregi en þar var á tímabili kominn upp landflótti. Síðan bætast í þennan hóp rík- isstyrktar skipasmíðastöðvar Pólverja og Portúgala auk hins ódýra vinnuafls í þessum löndum. Með ákveðinni hagræðingu og breyttri vinnuaðferð hefði kannski mátt draga úr högginu og lækka einhvem kostnað; en það er nú svo undarlegt með okkur Islend- inga að þegar hérlendir útgerðarmenn eru að láta smíða skip fyrir sig þá eru stöðugar breytingar á skipinu í gangi út allan smíða- tímann. Auðvitað er ákveðin hagræðing fólg- in í því fyrir skipasmíðastöð að smíða skip sem eru alveg eins og Slippstöðin hafði öðl- ast ákveðna reynslu af því þegar þar voru smíðaðir minni bátar og það má sjá í gögnum að kostnaðurinn minnkaði eftir því sem bát- arnir urðu fleiri sem smíðaðir voru alveg eins og afköst starfsmanna jukust.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.