Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. maí 1993 - DAGUR - 13
Íþróttir
íslandsmótið í knattspyrnu:
Boltinn fer að rúfla
ENGIN HÚS ÁN HITA
í 1. og 2. defld
- hvað gera ÍBA-stelpur í sínum fyrsta leik
Það hefur varla farið framhjá
neinum að íslandsmótið í knatt-
spyrnu hefst um helgina og
hófst raunar í gær með leikjum
í 3. deild. í dag og á morgun
byrjar boltinn síðan að rúlla í 1.
deiid karla og kvenna og 2.
deiid karla. Það verða 2 leikir á
Norðurlandi í dag. Tindastóls-
menn fá IR-inga í heimsókn á
Krókinn og 1. deildar lið IBA
Þróttarstelpur frá Neskaupstað
í heimsókn. Þór á útileik við KR
á morgun sunnudag og 2. deild-
ar lið KA og Leifturs leika
einnig á útiveili, Leiftur gegn
Stjörnunni og KA gegn UBK.
KA-menn verða án þeirra
Bjarna Jónssonar og Arna Her-
mannssonar í fyrstu leikjunum
en báðir stunda þeir nám er-
lendis fram á sumar.
Leikir ÍBA og Tindastóls eru
báðir mjög athyglisverðir. Tinda-
stóll er að leika sinn fyrsta lcik í
2. deild síóan 1991 og lið Þórs og
KA mæta nú sameinuð til leiks í
kvennaboltanum undir merkium
ÍBA.
Arndís Olafsdóttir, markahrók-
ur KA, sagði stelpurnar örugglega
veróa fcgnar þegar þessi fyrsti
leikur yrði búinn. „Vió vitum lítið
um Þróttarliðið. Þær unnu Þór í
fyrra og eru með svipaðan mann-
skap. Við gefum að sjálfsögðu
ekkert eftir þó við verðum örugg-
lega stressaðar.“ Hún sagói hóp-
inn ná vel saman og góðan anda
ríkjandi. „Það æfa allir af viti
núna því það er samkeppni um
allar stöður í liðinu." Hún vildi
ekki lofa marki á laugardaginn en
útilokaði ekkert. Lcikurinn hefst
kl. 14.00 í dag og fer fram á mal-
arvelli KA.
Sverrir Sverrisson, leikmaður
Tindastóls, sagði Sauókrækinga
hóflega bjartsýna fyrir leik þeirra
við IR. „Við vorum búnir aó
reyna að fá leiknum frestað til kl.
16 og eins að fá að leika hann fyr-
Sveinbjörn Hákonarson, fyrirliði
Þórs, er í lcikbanni á morgun og
verður að láta sér nægja að hvetja
félaga sína úr stúkunni.
Arndís Ólafsdóttir leikmaður ÍBA,
vildi ekki lofa marki gcgn Þrótti N í
dag en útilokaði ekkert.
ir sunnan svo hann yrði örugglega
á grasi, en þeir voru ekki til í nein-
ar samningaviðræður. Þaó verður
því tekió vel á móti þeim.“ Leik-
urinn fer því fram kl. 14.00.
Sveinbjörn og Halldór
í stúkunni
Sveinbjörn Hákonarson, einn af
lykilmönnum 1. deildar liðs Þórs,
verður í leikbanni á móti KR á
sunnudaginn og fylgist því meö
Halldór Áskelsson, ieikmaður Þórs,
á við þrálát mciðsl í hásin að stríða
og gctur ekki lcikið með liði sínu á
morgun og er reyndar alls óvíst
hvenær hann kemst á fulla fcrð.
leiknum af bekknum. Halldór As-
kelsson á við meiðsl í hásin aö
stríða og verður einnig fjarri góðu
gamni á morgun. „Eg mun örugg-
lega láta heyra vel í mér og styðja
strákana þannig," sagði Svein-
bjöm.
Menn eru nokkuð spenntir að
sjá hvort þeim breytingum á liðs-
uppstillingu sem Sigurður Lárus-
son hefur gert frá síðasta sumri
muni verða haldið til streitu. Þær
helstu eru að Júlíus Tryggvason er
kominn úr öftustu víglínu og í þá
fremstu og Sveinn Pálsson færður
í stöðu aftasta vamarmanns. Að-
spurður um þetta atriði svaraði
Sveinbjörn því til að hann væri
ósammála því að Júlíus skyldi eft-
ir sig of stórt gat í vörninni. „Þær
breytingar sem þjálfarinn hefur
gert hingað til hafa allar reynst
vera réttar, en þar með er ekki
sagt að liðinu verði stillt svona
upp á sunnudaginn." Leikur KR
og Þórs hefst kl. 20.00 á sunnu-
dagskvöld. KA leikur viö UBK
fyrr um daginn, eða kl. 17.00 og
Leiftur og Stjaman spila á laugar-
dag kl. 14.00.
HA
Knattspyrna:
Sigur og jafntefli í Lúxemburg
- ungu strákarnir stóðu sig betur
íslenska A-landsliðið í knatt-
spyrnu varð að gera sér jafntefli
að góðu í leik gegn Lúxemburg
sl. flmmtudag. Lokatölur leiks-
ins urðu 1:1 og geta íslendingar
þakkað fyrir annað stigið. Leik-
urinn fór fram ytra og var liður
í undankeppni Heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu.
Heimamenn léku mun betur en
íslenska liðið í fyrri hálfleik og
það var því gegn gangi leiksins,
þegar Arnór Guðjohnsen kom ís-
lenska liðinu yfir skömmu fyrir
leikhlé. Þorvaldur Orlygsson átti
fasta fyrirgjöf fyrir markið, Lúx-
emborgurum mistókst að hreinsa
frá, boltinn barst til Arnórs á fjær-
stönginni og hann gerði engin
mistök og skallaði boltann í mark-
ið.
Snemma í síðari hálfleik var
Þorvaldi Örlygssyni vikið af velli
og léku Islendingar því einum
færri síðasta hálftímann. Skömmu
síðar náðu heimamenn að jafna og
var markið sérlega slysalegt. Fyr-
irliöi heimamanna sendi fasta fyr-
irgjöf fyrir markið og varð Hlynur
Birgisson leikmaður Þórs, fyrir
þeirri óskemmtilegu reynslu að
senda boltann í eigið mark og
jafna þar með leikinn. Hlynur ætl-
aði að hreinsa í hom en náði ekki
nægilega vel til boltans sem hafn-
aði í markinu hjá Birki Kristins-
syni markverði.
Eftir markið héldu hcimamenn
áfram að sækja af krafti, án þess
þó að skapa sér umtalsverð mark-
tækifæri. Fleiri urðu mörkin ekki
og jafntefli því staðreynd.
Daginn áður lék íslenska U-21
árs landslióið gegn Lúxemburg í
undankeppni Evrópumótsins og
vann sætan sigur 3:1. Þórður Guð-
jónsson, Lárus Orri Sigurðsson og
Kristinn Lárusson, skoruðu mörk
íslenska liósins og komu liðinu í
3:0. Skömmu fyrir leikslok mink-
uðu heimamenn muninn og þar
við sat.
Þakkir frá Félagi hjartasjúk-
linga á Eyjafjarðarsvæðinu
Á aðalfundi Félags hjartasjúk-
Iinga á Eyjafjarðarsvæðinu fyr-
ir skömmu, færði Góðtemplara-
reglan á Akureyri, félaginu að
gjöf kr. 200 þúsund. Þetta er
öðru sinni sem reglan styrkir
samtökin með stórgjöf.
Þá hefur Páll Jóhannesson,
óperusöngvari, gefið félaginu 300
eintök af hljómplötu sinni; „Ég
syng fyrir þig.“ Endurhæfinga-
stöðin aó Bjargi, Flugfélag Norð-
urlands, Skógræktin í Kjamaskógi
og Möl og sandur, hafa veitt fé-
laginu ómetanlegan stuðning.
Öllu þessu góöa fólki þökkum
við höfðingsskap og biðjum því
blessunar í bráð og lengd.
(Fréttatilkynning)
Hreinlætistæki ★ Blöndunartæki
Sturtuklefar ★ Sturtuhorn.
Sýnum einnig flísar á gólf og veggi og
Nomaco baðinnréttingar.
[\CNr\CN Verslið við
fagmann.
DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI
SÍMI (96)22360
HREINLÆTISTÆKI
STURTUKLEFAR 0G HURDIR
BLÖNDUNARTÆKI
ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA
JAFNAN FYRIRLIGGJANDI
y Í A intýri sumarsins
Hestasiimarbúðir sumarið 1993
YM-Yík Árskógsströnd Eyjaiirði
Innritun er haíin
Námskeið nr. 1 hefst 1. júní.
Námskeið nr. 2 hefst 8. júní.
Námskeið nr. 3 hefst 15. júní.
Farið verður á hestbak tvisvar
sinniini á dag.
Sjóstangaveiði, kvöldvökur, veiði,
sund, hestaútilega og margt íleira.
Upplýsingar og pantanir í síniuin
96-61630 og 96-61982 alla daga.
Teppaútsala
Dönsk gæða gólfteppi,
teppabútar og mottur
á stórlækkuðu verði.
Allt á að seljast.
Útsalan hefst
mánudaginn 24. maí
og stendur út vikuna.
Gerið góð kaup
Teppaverslun
Halldórs Kristjánssonar
Strandgötu 37, sími 22934