Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 17

Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 17
tORNIN OKKAR Laugardagur 22. maí 1993 - DAGUR - 17 Kristín Linda Jónsdóttir Er bamið þitt stöðutákn? Vilt þú eiga barn sem fullnægir þínum eigin metnaði? Hvernig barn er það? Verður það að vera barn sem skarar fram úr, sem kemur heim með viðurkenningar og verðlaunabikara, sem kemst á toppinn, sem er best í sínum aldursflokki og nær þeim mælan- lega og viðurkennda árangri sem þig dreymdi um að ná í æsku? Eða skiptir þetta allt engu máli. Er þér alvega sama hvort barnið þitt leggur stund á markvissa þjálfun, keppni eða listir, tekur þátt í leikjum, sýningum eða mótum. Alveg sama, svo framarlega sem barnið þitt er hamingjusamt, vegna þess að það að eiga ein- mitt þetta barn fullnægir fullkomlega þínum metnaði. Barnið þitt sem þú elskar nákvæmlega eins og það er, einstök lítil per- sóna engri annarri Iík. Sigrún Sveinbjörnsdóttir, sálfræðingur á Akureyri, hefur vakið athygli foreldra á þeim áhrifum sem ótímabær og krefjandi þjálfun sem stefnir í átt að sífellt meiri ár- angri og jafnvel keppni getur haft á þróun persónuleika barna, gefum henni orðið. „Ég vil benda foreldrum á að hætta getur falist í þeim ótal möguleikum sem bjóðast, ungum börnum til að eyóa tómstundum í nútíma þjóðfélagi, svo ótrúlegt sem það kanna að virðast. Mjög margir valkostir eru í boöi og lögö er áhersla á mikilvægi þess að börn byrji ástundun snemma. Því fyrr sem hafist er handa, því betri árangri er talið að þau geti náð og jafnvel að þeim mun betur standi þau sig í lífinu sem ein- staklingar síóar meir. Nú vita for- eldrar að það er geysilega hörð samkeppni í þjóðfélaginu. Þau vilja auðvitað aðeins það besta handa barninu sínu. Vilja hjálpa því aö ná forskoti. Þau hlusta á auglýsingarnar og gylliboðin og margir telja að barnið þeirra muni standa betur að vígi ef þau kaupa þá þjónustu, námskeið, þjálfun, nám, búnað og hvað eina sem í boði er handa barninu. I markaðs- þjóðfélaginu eru auglýsingarnar og áróðurinn slíkur aö jafnvel hin- ir bestu foreldrar, sem alist hafa upp við góðar aðstæður og vita af eólisávísun hvernig þeir reynast börnunum sínum best, eiga á hættu að missa sjónar á því sem mikilvægast er. Athugum aó börn og foreldrar eru kjörinn markhópur þeirra sem þurfa aó selja. Fátt er vænlegra til árangurs í markaðsmálum en aö fá foreldra til að trúa því aó ef þau kaupi ekki ákveðna vöru eóa þjónustu verði barnið þeirra ver á vegi statt en önnur börn. Barnið þitt getur beðið tjón á sálu sinni Barnið þarf aó vita og finna að þaó er elskað sjálfs sín vegna, hvemig sem það er,en ekki vegna verka sinna. Ef ekki tekst að festa trúnaðartraust í sessi nær efinn og vantraustið að skjóta rótum í huga þess og því tekst ekki aö þroska með sér eðlilegt sjálfstraust. Þá verður sektarkenndin til og henni er erfitt að ýta til hliðar nái hún að skjóta rótum. Um leið minnka líkumar á að bamió þrói með sér frumkvæði. A þessu aldursskeiði, fyrstu sex árum ævinnar, á sér stað ákveðin keðjuverkun í þrosk- góðs að sækja leikskóla. Leik- skólar á Islandi eru þegar á heild- ina er litið góðir. Þeir veita böm- um öryggi en jafnframt frjálsræði og fjölbreytni í verkefnum. Að sjónarmiði bamanna slepptu eru þeir auðvitað einnig stofnanir sem gera foreldrum kleift að skila sínu framlagi á vinnumarkaðnuni. En þegar ung börn eru sett í skipulagða þjálfun sem leiðir til samkeppni eða samanburðar er það í flestum tilfellum skaðlegt. Þau hafa ekki andlega burði til að skilja eðli samkeppninnnar. Hins- vegar skynja þau aó ef þau standa sig ekki vel valda þau foreldrum sínum, og ef til vill fleirum, von- Þáð sem raunverulega skiptir máli Það sem börn undir grunnskóla- aldri þurfa að læra er raunar mjög einfalt. A aldrinum 0-2 ára er mikilvægsta af öllu, það eina sem skiptir máli, að byggja upp trún- aðartraust. A aldrinum 2-4 ára, þroskast sjálfræði og sjálfsstjórn „Ekki of snemma.“ og í framhaldi af því á aldrinum 4-6 ára, frumkvæði. Til þess að barni takist að ná valdi á þessum grundvallarþáttum þroska og per- sónusköpunar þarf það aó fá að vaxa og þroskast í friöi á þann hátt sem náttúran ætlar því. Við verðum að muna að við er- um ólík. Náttúran sendir okkur inn í heiminn hvert og eitt forritað á okkar máta, með eðlisávísun og hæfileika, þó þeir liggi í leynum til að byrja með. Það er okkar for- eldranna, fyrst og fremst, aó hjálpa baminu okkar að nýta hæfileika sína. Það gerum við ekki með ofþjálfun eða ofstjórun. Á þann hátt getum við hinsvegar komið í veg fyrir að bamiö okkar verði ánægt meö sjálft sig eins og það er og aukið líkumar á óánægju, vantrausti, framtaks- og frumkvæðisleysi, sektarkennd og óhamingju. Ef þú vilt aö barnið þitt geti staöiö sig vel, í samkeppninni í þjóðfélaginu, skaltu hjálpa því aö veröa sterkur andlega heilbrigöur einstaklingur. Þá hefur þaö mestu mögu- leikana á hvaða sviöi sem er. Þaö hefur möguleika til aö skilja hismiö frá kjarnanum og velja sína leiö í lífinu, réttu leiöina. Er það lífshamingjan að barnið þitt sé ári á undan jafnöldum sínum aö tileinka sér einhverja hæfni? Vilt þú þá ef til vill einnig aö þaö veröi foreldri ári á undan þeim, flytji ári fyrr aö heiman, kveöji lífið ári fyrr? Vildir þú fremur vera einu ári eldri í dag en þú ert nú, komin einu ári lengra á lífsferlinum? Til hvers? Frjáls eins og fuglinn, frjáls að leysa eigin verkefni og feta leiðina í átt til aukins þroska. un persónuleikans. Það er að segja fyrst trúnaðartraust, þá sjálfsstjóm og síðan frumkvæði. Takist baminu ekki að ná þessum þroska, vegna óheppilegra uppeld- isskilyrða, er trúlegt að tilfinning- ar eins og vantraust, minnimáttar- kennd og ótti við frumkvæói fest- ist í persónuleika þess og fylgi því um ókomna tíð. Snillingurinn hans pabba með særða sál Böm undir skólaaldri geta beðið tjón á sálu sinni ef þau fá ekki tíma til að vaxa í friði. Það er mín persónulega skoðun að á næstu ár- um og áratugum komi í ljós hvaöa áhrif ótímabær þjálfun hef- urá böm. Til að koma í veg fyrir mis- skilning vil ég taka það fram að ég tel aö það sé öllum bömum til brigðum. Þau skynja þann tilfinn- ingalega sársauka sem fylgir tap- inu. Finna að þau hafa ekki staðið undir vonum, hafa brugðist þeim sem þau elska og eru háð, eru ekki sigurvegarar heldur annars flokks. Vinningurinn Því má spyrja, hvað vinnur metn- aðarfulla foreldrið sem ætlaði baminu sínu það allra besta? í raun má segja að foreldrið setji stein í götu eólilegs persónu- þroska barnsins, sem takmarkar möguleika þess til að bjarga sér í þessum fjölbreytilega heimi síðar meir. Verkefni og afþreying er vissulega af því góða en kröfur um einhæfa markvissa og sam- keppnisbundna þjálfun eru rangar. Foreldrar sem af hyggjuviti sínu vita hvað er barninu þeirra fyrir bestu, gefa því ást, umhyggju og rólegt andrúmsloft sem hjálpar því að byggja upp trúnaðarsam- band, sjálfstæði og framtak. Þeir líta á bamið sem sjálfsagðan aðila í fjölskyldunni og hafa ekki áhyggjur af ýmsum gylliboðum markaðarins. Bam sem rnjög fáar hendur hafa annast af öryggi og skilyrð- islausri ást á fyrstu mánuðunum og fær að kynnast umhverfi sínu eftir því sem þroski þess og geta eykst. Bam sem býr við fjölbreytt, eðlilegt og öruggt heimilislíf og hefur frið og möguleika til að þroska eigin hæfni og getu þegar það sjálft er tilbúið til þess. Það bam hefur öðlast mestu möguleik- ana til að ná árangri í lífmu síðar meir. Möguleika til að nýta hæfi- leikana sem það hlaut í vöggugjöf til fulls og verða nýt, góð og hamingjusöm manneskja. Ég má ekki leika mér í sandkassanum, pabbi segi að ég verði að æfa Bam sem stundar þjálfun, fyrir at- beina foreldra sinna vegna þess að það fær bros og umbun frá þeim, en ekki vegna eigin löng- unar lærir að velja það sem öðr- um líkar en ekki það sem það vill sjálft. Það lærir ekki að treysta á og fylgja eigin frumkvæði heldur að hlýða og þóknast öðrum. Hvemig veganesti er þaö fyrir bamið þitt þegar að unglingsárun- um kemur? Ef við sláum á frumkvæði þeirra, af því að okkur finnst það ómerkilegt sem þau vilja fást við, og veljum þeim þess í stað af- þreyingu. Þá eru þaó við en ekki þau sem ráða ferðinni. Ef þau aft- ur á móti fá að fylgja eigin eðlis- ávísun og velja sjálf þá eru þau trúlegast aó framkvæma eitthvað mjög mikilvægt þó okkur finnist það ef til vill tilgangslítið. Hvern- ig grípum vió fram í fyrir náttúr- unni ef vió skipuleggjum tíma bamsins? Hvers fer bamið á mis? Hvað hefði bamið annars gert þær stundir sem fara í skipulagða þjálfun, og hversu mikilvæg eru þeirra eigin verkefni með tilliti til vaxtar og þroska? Lítil böm eru stööugt að verki, þau finna sér verkefni sjálf, verkefni sem hafa tilgang, þó við hin fullorónu skilj- um það ekki alltaf. Mamma hvað vilt þú að ég geri? Foreldrar ættu að velta fyrir sér þessum spumingum: Sendi ég bamið á námskeið mín vegna? Er það minn metnaður að bamið mitt standi sig og skari fram úr? Eða er ástæðan sú að bamið mitt þarfnast þessa og vill það sjálft? Ég minni á að auðvelt er að falla í þá gryfju að hugsa sem svo; já, en bamið mitt vill það! En hvað er það sem bamið vill? Vill það ef til vill um fram allt geójast þér, foreldri sínu! Við þessum spurningum er ekkert einhlítt svar, en veltum þeim fyrir okkur hverju sinni og höldum vöku okkar. Böm sem komin eru á grunnskólaaldur velja sér stundum viðfangsefni í tóm- stundum sem byggja á hóp- kennslu og þjálfun. Virðum ákvörðun bamsins, vilji það hætta minnug þess að endir eins er gjaman upphaf annars," sagði Sigrún Sveinbjömsdóttir. Næsti þáttur: Njótum sumarsins meö börnunum okkar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.