Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. maí 1993 - DAGUR - 9 Að gleypa sólina Varstu hlynntur því að ríkið styrkti íslenskan skipasmíðaiðnað með niðurgreiðslum? „Það má styðja við bakið á iönaðinum með ýmsum öórum hætti en með beinni nið- urgreióslu. Allar þjóðir í kringum okkar hafa stutt miklu betur við bakið á sínum iónaði en við gerum hér. Það er óeðlilegt að setja allt of mikla áherslu á einn iðnaó, fiskiðnaðinn, því það er eðlilegra að vera meó hæfilega blöndu í því sambandi. Þá verður einnig meira upp á að hlaupa en allir vita að sjávarútvegurinn er mjög sveiflukenndur og þar spilar bæði fisk- gengd, stærð fisksins, aflasamsetning, mark- aðurinn o.fl. inn í. Iðnaðurinn hefur alltaf verið olnbogabarn hjá okkur Islendingum og þegar citthvað nýtt hefur komið upp hafa menn viljaó gleypa sólina. Þar nægir aó nefna fiskeldi og loðdýrarækt en loðdýra- ræktin átti að leysa allan vanda bænda. Búið var að reikna út gífurlegan hagnað af fiskeld- inu sem síðan snerist upp í öndverðu sína. Hér eru svo rniklar öfgar, menn eru alltaf í einhverjum „fótanuddtækjabissness" en veru- lega skortir á að staðið sé við bakið á þeim iðnaði sem fyrir er í landinu. Áóur fyrr var Akureyri kallaður iðnaðar- og skólabær en síðan hefur orðiö mjög ör þróun í sjávarútveginum en bæði hefur Ut- gerðarfélag Akureyringa stækkað mjög og eins hefur Samhcrji orðið stórveldi en annar iðnaður hefur minnkað að sama skapi og nærtækasta dæmið eru meinleg örlög gömlu Sambandsverksmiðjanna á Gleráreyrum. Þær raddir heyrast æði oft að vió séum rík þjóð því vió eigum svo mikla raforku falda í fall- vötnunum; en það skýtur hins vegar ansi skökku við að raforkan er svo dýr að það get- ur í raun enginn notað hana. Seld er raforka til stóriðju á vcrulega niðurgreiddu verði en það gleymist að hér cr einnig önnur stóriðja í landinu sem cru fiskiðnaöarhúsin og þau grciða miklu hærra verð fyrir orkuna en t.d. álvcr. Mér finnst eðlilegt aö selja raforku til stóriöjufyrirtækja á lægra vcrði og þessi þrá- kclkni hefur lcitt til þess að mörg fýrirtæki cru farin að kynda með olíu. Það er óskaplcgt að horl'a upp á það að skipin eru iðulega með díselvél í gangi frekar en að fá landtengingu í formi rafmagns vegna allt of hárrar gjald- skrár. Það er kannski Akkilesarhæll iönaðarins að hann hefur aldrei getað eða viljað tengja sig við ákveðinn stjórnmálaflokk svipað og landbúnaðurinn vió Framsóknarflokinn. En ef við lítum til nágrannaþjóðanna þá sjáum við aó þær vernda og efla sinn iónað. Danir eiga enga orku en þeir efla sinn iðnað og leggja mikla vinnu í markaðssetningu því það er hreint ekki sama hvernig varan er boðin kaupandanum. Sá þáttur hefur hingað til ver- ið stórlega vanmetinn og ég er viss að að þaó væri hægt að selja lambakjötið dýrum dóm- um úr landi því þetta er eitt besta kjöt í heimi og það er einmitt villibragðið af því sem út- lendingar sækjast eftir. Ég er ekki sáttur við þær hugmyndir að selja raforku úr landi eftir streng. Við ættum að leggja meiri áherslu á það að laða orku- frek fyrirtæki hingað til landsins og skapa þar með atvinnu hérlendis. Rætt hefur verið um að selja ekki fisk eða annað hráefni óunnið úr landi og það sama gildir um raforkuna. Einblínt hefur verið á ál- ver og skyldan rekstur en það er til fjöldi fyr- irtækja sem við gætum fengið hingað í ákveðna framleiðslu. Það leiðir hugann að því hvort iðnaðarráðuneytið hafi staðið sig sem skyldi í þessum málum og nær hefði ver- ið að leggja pening í að gera eitthvaó raun- hæft í þessum málum. Þá væru kannski ekki jafn margir á atvinnuleysisskrá í landinu og raun ber vitni. Á einni yfirreið sinni sagði iðnaðarráó- herra um væntanlegt álver að margfeldisáhrif fyrirtækisins væri sex- til áttföld, þ.e. 100 manna fyrirtæki skapar allt að 600 þjónustu- störf, beint og óbeint og það á einnig við um önnur iðnaðarfyrirtæki. Það er rétt cins og þessi þáttur gleymist oft á tíóum í umræð- unni.“ Valið úr störfum Nú yfirgefur þú Slippstöðina í ársbyrjun 1992, m.a. vegna verkefnaskorts. Kom það á óvart aó svo mörgum skyldi sagt upp störf- um? „Nei kannski ekki, það var búinn að vera ákveðinn aðdragandi að þessu en aðgerðirnar þóttu nokkuð harkalegar og innst inni bjuggust margir ekki við þessum aðgerðum. Þegar þú hefur starfað lengi hjá sama fyrir- tæki verður þú værukær en verkefnin voru í auknum mæli að fara úr landi og það hefði ekki verið hægt að spyrna við fótum ncma lara út í allt aðra og óskylda þjónustu eða framleiðslu. Það er kannski hliðstætt dæmi að gerast á Suðurnesjum því þar hafa menn talió Kanann verða um aldur og ævi cn eru kannski nú aö vakna upp við vondan draum ef hann fer sem skapar töluvert atvinnuleysi og var þó ekki á bætandi. Ég varð hins vegar ekki atvinnulaus, gat valió úr störfum bæði austur á Iandi og í Reykjavík en um ekkert var að ræða hér á Akureyri. Þá uppgvötaöi ég að gamla fyrir- tækið okkar í Kópavogi, Akkur sf., var enn á firmaskrá svo ég flutti fyrirtækió norður og leigði aðstöðu í Glerárgötu 28 þar sem ég er enn. Tækniþjónusta við sjávarútveginn hcfur verið þungamiðjan hjá Akki hf. þannig að ég hélt áfram mínum tengslum við sjávarútveg- inn eftir brottförina ffá Slippstöðinni. Verk- efnin hafa verið í töluverðum mæli í Reykja- vík eins og hjá Rafhitun í Hafnarfirði en cinnig verkefni hér á Akureyri sem ekki tengjast sjávarútvegi eins og við Glerár- kirkju, íþróttahús KA, slökkvistöðina, nýtt líkhús o.fl. Síðan voru gerðir samningar við fyrirtæk- ið Friðrik A. Jónsson hf. í Reykjavík sem hefur flutt inn fiskileitar- og siglingatæki í meira en 50 ár. Það kom til tals að ég gerðist starfsmaður og við flyttum búferlum til Reykavík en okkur þótti þaö ekki fýsilegur kostur, ekki síst vegna skólagöngu yngsta sonarins. Niðurstaðan varð sú að þar starfa ég tvær vikur í hverjum mánuði sem verktaki en er annars hér á Ákureyri. I dag skiptir stað- setning fyrirtækja engu máli því ég get t.d. látið flytja öll símtöl úr símanum fyrir norðan og suður. Ég gæti þess vegna verið staðsettur á Vatnajökli.“ Yfirbyggð göngugata „Hér hefur staðbundið atvinnuleysi varað lengur en víða annars staðar og það skapast m.a. af því að við erum ekki í tengslum við önnur stór byggóarlög eins og gerist á suð- vesturhominu; en það er einnig kostur að vera fjarri þessum stóru stöðum og eiga ekki á hættu að missa atvinnutækifæri og mann- afla í eins miklum mæli til næsta byggðar- lags. Ég hefði hins vcgar viljað sjá miklu stærri Akureyri, íbúatöluna tvöfaldast, því ef bærinn á aó vera ákveðið mótvægi við Reykjavík þá cr þetta allt of lítill bær og skapa þarf miklu ileiri iðnaöarfyrirtækjum starfsgrundvöll og þá getum við líka gert auknar kröfur til þjónustu af hálfu hins opin- bera. Ég hef þá trú að botninum sé náð hvað varðar fjölda atvinnulausra en ekki má ein- blína á ákveðna forsjá, þ.e. að hér sé atvinnu- málanefnd, iðnþróunarfélag og fleira og ætl- ast til að þessar nefndir eða félag „reddi“ málunum; en liins vegar gætu þau reynt að að stuðla að jákvæðara hugarfari. Bæjaryfirvöld hefðu átt að byggja yfir göngugötuna og Ráðhústorgið og stuðla þannig að aukinni umfcrð um svæðið, ekki síst ferðamanna og fólks úr nágrannasveitar- Eiríkur Rósberg Arelíusson Fæðingarstaður: Reykjavík. Skólaganga: Hefðbundin skólaganga í Reykjavík, raf- magnstæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Odense 1973. Störf: Tæknideild Kópavogs- kaupstaðar, Akkur hf. í Reykja- vík og síðar á Akureyri, Slipp- stöðin hf. á Akureyri og hluta- starf hjá Friðriki A. Jónssyni hf. í Reykjavík. Kona: Helena Sigtryggsdóttir. Börn: Ragnhildur 17 ára í Nor- egi og Sveinn Rúnar 25 ára í Reykjavík, Eiríkur 14 ára í heimahúsum, auk fósturson- anna Ágústs 25 ára og Vals 19 ára. Heimili: Núpasíða 6h. félögunum. Með því móti sköpuðust aukni möguleikar til aukinnar starfsemi sem e: óháð veðri og vindum. Ráóhústorgið er í da< alveg skelfilegt enda segja gárungamir ac Moskva sé með Rauða torgið en Akureyr eigi Auða torgið. Það er sárgremjulegt að ekki skuli ennþ;' vera hægt að aka á bundnu slitlagi suður o< það er langt í það að við komumst í „varan Iegt“ vegasamband við Egilsstaði. Með slíkr tengingu gætum við átt von á verulega auk inni umferð Austfirðinga hér með allri þeirr þjónustu og atvinnutækifærum sem því fylg ir. Á sínum tíma var rætt um að láta Kanani greiða aðstöðugjald og nýta þann tekjustofr til að bæta samgöngukerfi landsmanna oj það hefði Kaninn örugglega samþykkt því ; þessum tíma var Island talið það mikilvægu hlekkur í vörnum hins vestræna heims; ei kannski kpm þetta blessaða þjóðarstolt í veg fyrir það. I stað þess að láta alla þjóðina njóta góðs af veru þeirra hér þá voru það ákveðnir aöilar sem mökuóu krókinn og stofnað var verktakafyrirtæki sem hafði einokunarað- stöðu á þjónustunni við þá. Sá afrakstur eða „stríðsgróði“ hefði getað lyft Grettistaki í samgöngumálum en gerir það ekki inn á einkareikningum stjómarmanna fyrirtækis- ins.“ Toppurinn var Dirty Dozen Brass Band Þú hefur verið mjög virkur í félagslífmu hér, blásið í trompet og tekið þátt í störfum Ki- wanishreyfingarinnar. Hefuróu einhvern tíma til að sinna slíku nú? „Ég hef nú minnkað þetta mjög mikið aó undanfömu. Ég byrjaði í tónlistinni 10 ára gamall og var í fyrstu barnalúðrasveitinni sem starfaði í Reykjavík. Þær voru tvær, önn- ur í vesturbænum undir stjórn Páls Pamplic- her Pálssonar og austurbæjarhljómsveit, en þar spilaói ég undir stjórn Karls O. Runólfs- sonar, sem var einn af okkar stóru tónlistar- mönnum og stórkostlegt tónskáld. Eitt af hans stórfenglegustu lögum er Lágnœtti sem heyrist allt of sjaldan. Þaðan lá leiðin í Lúðrasveitina Svaninn og þar lék ég í 19 ár og formaður um tíma en eftir aó ég kom norður gekk ég til liðs við Lúórasveit Akur- eyrar og varð ég formaður Sambands ís- lcnskra lúðrasveita í nokkur ár og höfuð- stöðvamar því á Akureyri. Þá var ráðist í að gefa út bók um starfsemi lúórasveita á Islandi frá upphafi og heitir hún Skœrt lúðrar hljóma. Þessi bók vakti athygli á Norðurlönd- unum og m.a. hafa Danir aldrei ráðist í slíka útgáfu. Það vekur athygli við lestur þessarar bókar hve margir prentarar hafa verió í lúðra- sveitum. Hér vaknaði einnig mikill djassáhugi eftir að bandarískur gítarleikari, Paul Wecden, kom hingað og hélt tónieika og í framhaldi af því var stofnuð hér djasshljómsveit, Big band og djassklúbbur og að frumkvæði Jóns Hlöóvers Áskelssonar var stofnuð djassdeild við Tónlistarskólann og varð sú deild fljótt mjög öflug. Djassklúbburinn hafði það að markmiði að fá hingað þekkta djassleikara og auka áhuga almennings á djassi. Ætli toppur- inn á því hafi ekki verið þegar hingað kom Dirty Dozen Brass Band. Það var í fyrsta skipti sem ég sá Akureyringa standa uppi á borðum á djasstónleikum, stappa niður fótum og klappa saman höndum. Vegna vinnunnar hef ég nánast lagt djassinn á hilluna en spila í lúðrasveitinni þegar ég er heima. Það er mjög gefandi að vera í þjónustu- klúbbi eins og Kiwanisklúbburinn Kaldbakur cr. Maður kynnist alls konar starfsemi og þáttum í bæjarfélaginu og þetta er ákveðin reynsla og það er mjög gott að geta lagt eitt- hvað af mörkum til félags- og líknarmála en þjónustuklúbbar eins og Kiwanis og Lions styrkja að stórum hluta heilsugæsluna í land- inu meó alls kyns tækjabúnaði og ég fullyrði að heilsugæslan í landinu væri miklu lakari ef þessara klúbba nyti ekki við. Aðalfjáröflun kiwanismanna hér eru auglýsingar á klukku- tuminum; en tekjur af honum renna til líknar- mála og því finnst okkar ansi „skítt“ að bær- inn skuli hafa leyft staðsetningu á pylsuvagni við hliðina á tuminum, sem skyggir verulega á. Sem dæmi um þjónustu við bæjarbúa má nefna uppbyggingu húsnæðis í Alfabyggó fyrir geðsjúka. í sumar leyfi ég mér þann munaó að fara í stutt sumarfrí og ætla að dvelja í Mývatns- sveit. Þar eru svo miklar andstæður í náttúr- unni, mikið fuglalíf, fallegt umhverfi; en ef haldið er í austurátt ertu skyndilega kominn í eyðimörk og á svæði þar sem orkan leysist úr læðingi neðanjarðar. Það er mjög gott að hverfa úr amstri hversdagsleikans á vit mý- vetnskrar náttúru.“ „Ógleymanlegt að sjá Akur■ eyringa standa uppi á borðutn á djasstónleikum, stappa niður fótum og klappa saman höndum11 - Eiríkur Rósberg Arelíusson í helgarviðtali

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.