Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 22. maí 1993
Trésmiðir
T résmiðameistarar
Námskeið í yfirborðsmeð-
höndlun viðar verður haldið
miðvikudaginn 2. júní kl. 16.00-20.00
fimmtudaginn 3. júní kl. 16.00-19.30
föstudaginn 4. júní kl. 16.00-20.00
laugardaginn 5. júní kl. 08.00-12.00
Leiðbeinandi verður Aðalsteinn Thorarensen kenn-
ari við Iðnskólann í Reykjavík.
Allar nánari upplýsingar og skráning hjá Félagi bygg-
ingamanna Eyjafirði í síma 22890 og Meistarafélagi
byggingamanna Norðurlandi í síma 11222.
í tengslum við námskeiðið mun Aðalsteinn vera með
fyrirlestur um val á spæni, samskurð á spæni bæði
langs og þvert og ýmislegt fleira um spón, fimmtu-
dagskvöldið 3. júní kl. 20.30.
Skráning fer fram hjá félögunum.
Félag byggingamanna Eyjafirði.
Meistarafélag byggingamanna Norðurlandi.
-
Hestamannafélagið
^JFuni
Gæðingamót 5. júní.
Gæðingamót Funa, sem jafnframt er úrtaka fyrir FM
’93, verður á Melgerðismelum 5. júní nk.
E.t. greinar eru á dagskrá: A- og B-flokkur gæðinga,
eldri og yngri flokkur unglinga, opin töltkeppni og
kappreiðar (250 m og 150 m skeið, 250 m og 350 m
stökk og 300 m brokk). Þetta eru síðustu forvöð að
ná lágmarksárangri á FM ’93 í tölti (83 prik) og skeið-
greinum (16,5 sek. og 24,5 sek.).
Þátttaka tilkynnist í Hestasporti eða í síma 31220
e.kl. 20 fyrir kveldslok 28. maí nk.
Engin skráningargjöld innheimt nema í tölti, kr. 500,-
Ath.: Funi á rétt á tveimur keppendum í A- og B-
flokk gæðinga sem og eldri og yngri flokk ungl-
inga.
Framkvæmdastjóri.
Sumarnámskeid
Golfklúbbs Akureyrar
/ sumar mun Golfklúbbur Akureyrar bjóða upp á
golfnámskeið fyrir börn foedd 1980-1985 og verður
hvert námskeið í 2 eða 4 vikur í senn og byrjar pað
fyrsta I. júní. Alls verða námskeiðin 6 í sumar og
eru þau 4 tíma á dag frá kl. 10.00-14.00 alla virka
daga.
Aðalmarkmið námskeiðanna verður að börn læri öll
helstu grundvallaratriði golfsins svo sem golfgripið,
golfsveifluna, golfstöðuna, púttin, golfreglurnar og
umgengni um golfsettið og golfvöllinn. Aðalkennari
verður David Barnwell sem er hámenntaður golf-
kennari frá Englandi (talar góða íslensku) og honum
til aðstoðar eru tveir af efnilegustu og bestu
golfspilurum landsins þeir Siggi Palli og Öddi.
Þátttökugjald er kr. 3000 fyrir 2 vikur en kr. 5000
fyrir 4 vikur.
Innifalið í verðinu eru öll golfáhöld til æfinga.
Boðið verður upp á léttan kaffitíma svo að börnin
þurfi ekki að taka með sér nesti og í lok hvers
námskeiðs verður haldin pylsuveisla og allir fá
viðurkenningarskjal frá golfskólanum.
Innritun og allar nánari upplýsingar eru veitar hjá
GA í síma 22974.
-rnsaamaammmmm
Hefur lokið doktorsprófi í
skipulagsfræði í Oxford
- stjórnvöld eiga að stuðla að verslunarrekstri í miðborgum,
er á meðal niðurstaða rannsókna hans
Bjarki Jóhannesson lauk í vetur
doktorsprófí í skipulagsfræði
frá Oxford Polytechnic í Eng-
landi. Doktorsritgerð hans heit-
ir „The Socio-Cultural Role of
City- and Neighbourhood
Centres in Modern Society“ og
fjallar um félagslegt og menn-
ingarlegt gildi miðborga.
Bjarki Jóhannesson er fæddur á
Akureyri 10. júlí 1949, sonur
hjónanna Helgu Amþóru Geir-
mundsdóttur og Jóhannesar Jós-
epssonar, fyrrum skrifstofumanns.
Bjarki er kvæntur Katrínu Gunn-
arsdóttur frá Vestmannaeyjum,
sem stundar nám í fomleifafræði
við háskólann í Lundi og eiga þau
fjögur böm.
Bjarki lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1969, BS-prófi í byggingaverk-
fræói frá Háskóla íslands 1974,
prófi í arkitektúr frá háskólanum í
Lundi í Svíþjóð 1977 og meistara-
prófi í skipulagsfræði frá Univers-
ity of Illinois at Urbana-Champa-
ign í Bandaríkjunum 1983. Bjarki
hlaut Fulbright styrk 1981, styrk
úr sjóði Thor Thors 1981 og vís-
indastyrk Atlantshafsbandalagsins
1987. Þá hlaut hann styrk úr
minningarsjóði Þorvaldar Finn-
Bjarki Jóhannesson.
bogasonar árið 1973.
Bjarki hóf doktorsnám haustið
1986, en hefur jafnframt náminu
starfað sem skipulagsfræðingur
við Malmö Stadsbyggnadskontor í
Svíþjóð og unnið meðal annars
við skipulag landssvæöis og um-
ferðarmannvirkja, þar sem hin fyr-
irhugaða brú yfir Eyrarsund mun
koma. Bjarki hefur áóur starfað
hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur,
sem skipulagsfulltrúi Hafnarfjarö-
ar og á Lunds Stadsarkitektkontor
í Svíþjóð. Hann hefur auk þess rit-
að um skipulagsmál í blöð og
tímarit.
Bjarki Jóhannesson hefur rann-
sakað félagsleg samskipti fólks í
mióborgum, ásamt listrænu, sögu-
legu og menningarlegu gildi
þeirra. I ritgerðinni sýnir hann
fram á hvemig þessir þættir geti
unnið gegn ýmsum sálfræðilegum
truflunum sem fylgja nútína þróun
borga og hvemig meta megi gildi
miðborganna í þessu sambandi út
frá hagfræðilegum hugtökum. Þá
sýnir hann einnig hvemig rekja
megi þessa þætti til ýmissa þjóð-
areinkenna. Þá fjallar Bjarki
einnig í doktorsritgerð sinni um
þátt verslunar í lífi miðborganna
og samkeppni við verslunarmið-
stöóvar utan þeirra.
Niðurstaða Bjarka Jóhannes-
sonar er sú að í mörgum tilfellum
beri stjómvöldum að stuðla að
verslunarstarfsemi í miöborgum,
en spoma gegn þróun verslana-
miðstöðva utan þeirra. Staðarat-
huganir Bjarka voru unnar í Leic-
ester á Englandi og í Malmö í Sví-
þjóð. ÞI
„Pampers lukkuleikurinn“:
Húsvíkmgur hlaut aðalviimmgirm
Síðasta vetrardag var dregið í
„Pampers lukkuleiknum“,
sem fyrirtækið Islensk Amer-
íska hf. efndi til á vormánuð-
um í samvinnu við Bifreiða-
umboðið Heklu og útvarps-
stöðina Bylgjuna.
Aðalvinningurinn, bifreið af
tegundinni Mitsubishi Lancer,
kom í hlut Brynju Pálsdóttur,
Stórholti 21, Húsavík. Að auki
fengu 50 einstaklingar Pambers
bamabaðsloppa frá Islensk Am-
eríska hf.
Myndin hér að ofan var tekin
er Brynja Pálsdóttir veitti bif-
reiðinni viðtöku. Með henni á
myndinni eru Egill Agústsson,
framkvæmdastjóri Islensk Am-
eríska hf. og Stefán Sandholt,
sölustjóri Heklu hf.
fslenskar verksmiðjur:
Geta Muirnið öll söltuð grásleppuhrogn
Grásleppuvertíðin á Norður-
landi liefur gengið mjög treg-
lega og ljóst að hún verður jafn-
vel enn tregari en í fyrra. Rétt
er þó að geta þess að hún er
ekki enn hafin við Breiðafjörð
og við suðvesturhorn landsins.
Ein sú iðngrein, sem náð hefur
góðri fótfestu hérlendis, er
framleiðsla á kavíarliki úr sölt-
uðum grásleppuhrognum, svo-
kallaður „íslenskur kavíar“.
Nú er svo komið að eftirspum
eftir söltuðum grásleppuhrognum
er meiri en veiðar og framboó og
eru erlendir verksmiðjuframleið-
endur all aðgangsharðir. I fréttatil-
kynningu frá verksmiðjum, sem
framleiða kavíar, segir að hægt sé
að tryggja sölu á öllum þeim grá-
sleppuhrognakavíar sem íslend-
ingar geta framleitt, þ.e.a.s. full-
unninni vöru, og, því er þeirri
áskorun beint til utanríkisráðherra
að ekki verði veitt útflutningsleyfi
fyrir söltuðum grásleppuhrognum
fyrr en íslensku verksmiðjurnar
hafi tryggt sér það hráefni sem
þær þurfa, þ.e. 10.000 tunnur.
Aætlað er að um 200 ársverk
skapist til viðbótar með vinnslu
þessa hráefnis á Islandi.
GG