Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. september 1993 - DAGUR - 3 -í hita og þunga dagsins — f VeSÍUr-HÚnaVatnSSýslu Jaftivægi í ferðaþjónustiumi þrátt fyrir erfitt tíðarfar - fiöldi fyrirspurna hefur ríflega tvöfaldast á tveimur árum, segir Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, upplýsingafulltrúi ferðamála í Vestur- Húnavatnssýslu lendinga að ræða og einnig íslend- inga sjálfa. Margir útlendingur óski eftir upplýsingum um höfuð- borgina þótt hún hafi í raun verið fyrsti viðkomustaður þeirra á landinu. Þeir færu oft fljótt út á land en hyggðust eyða síðustu dögum ferðar sinnar í borginni. „Þeir leita því oft til okkar og biðja um aðstoð við að skipuleggja ferðalokin - koma til dæmis og segjast eiga tvo eða ef til vill þrjá daga eftir á landinu og þurfa að nýta þá vel. Þá er spum- ing um á hverju þeir hafa áhuga og við reynum að greiða úr vanda þeirra eftir bestu getu.“ Sigríður Gróa sagði einnig að Islendingar spyrðu tölvert um Reykjavík. Þar væri um fólk af landsbyggðinni að ræða, sem væri á leið suður og hefði oft ekkert hugsað sérstaklega út í Reykjavík - hvað væri hægt að gera þar og hvar hinir og þessir staðir væru innan höfuðborgarsvæðisins. Sumt af þessu fólki væri að fara í frí til Reykjavíkur eins og höfuð- borgarbúar færu út á land og þarfnaðist því margvíslegra upp- lýsinga um borgina og nágrenni hcnnar. Hvað útlendinga varðar, sagði Sigríður Gróa, að einna mest hefði borið á Hollendingum í sumar og væri það eflaust í tengslum við ákveðna markaðsstarfsemi sem farið hefði fram í Hollandi á þessu ári - þar sem ísland hafi verið kynnt sem ákjósanlegt ferða- mannaland. Þá væri einnig mikið um Þjóðverja og Frakka og nú í ágúst hefði borið nokkuð á Itölum á ferð um Island. Sigríöur Gróa kvaðst bjartsýn á ferðaþjónustuna þótt veðrið hafi ekki leikió við Húnvetninga fremur en aðra norð- anmenn í sumar. ÞI Sigríður Gróa Þórarinsdóttir við Iandakortið, sem hún hefur trúlega þurft að nota oft á undanförnum sumrum við að leiðbcina fcrðafólki um landið. Mynd: ÞI Fólk kann vel við að geta keypt pitsur við þjóðveginn - segir Cosimo Jóhannsson frá Torinó á Ítalíu, sem hefur bakað pitsur í Staðarskála í sumar Cosimo Jóhannsson er frá Tor- inó á Italíu en hefur verið að baka pitsur hjá Magnúsi Gísla- syni, ferðaþjónustubónda og veitingamanni, á Stað í Hrúta- firði að undanförnu. Hann er ekki ókunnugur Islandi því hann hefur dvalið hér að miklu leyti um nokkurra ára skeið. Cosimo kom fyrst hingað til lands sem skiptinemi árið 1980 og dvaldi þá hér í eitt ár. Áhrif- in af íslandi bjuggu um sig í Hefðum getað byijað slátrun fýrr ef markaðsátakið hefði ekki verið - segir Sigurlaug Guðmundsdóttir, verkstjóri hjá Ferskum afurðum á Hvammstanga „Þetta er þriðji sláturdagurinn hjá okkur í sumar,“ sagði Sigur- laug Guðmundsdóttir, verk- stjóri hjá Ferskum matvælum á Hvammstanga, en þar var verið að slátra 120 fjár á mánudaginn var. Sumarslátrun hefur verið viðhöfð hjá nokkrum sláturhús- um um skeið í því augnamiði að lengja sláturtíðina og bjóða ferskar kjötvörur um lengri tíma. Vegna undangenginnar verðlækkunar á eldra kjöti hef- ur minna orðið um sumarslátr- un á þessu hausti. „Við byrjuðum að slátra 20. ágúst og slátruðum 70 til 90 kind- um hvorn sláturdag. I dag 'slátrum við 120 kindum þannig að við ná- um að slátra hátt á þriðja hundrað kindum í sumarslátruninni. Við hefðum getaó byrjað fyrr en ákveóið var að tara ekki af stað fyrr en 20. ágúst vegna „bestu kjara“ tilboðsins á kindakjöti. Fólk fer af staó og birgir sig upp þegar slík tilboó cru í gangi og hefur því minni áhuga fyrir nýju kjöti. Það hefur þó ekki komið niður á okkur eftir að við byrjuð- um að slátra því allt kjöt hefur far- ið strax frá okkur á markað,“ sagði Sigurlaug Guðmundsdóttir. Slátrað hefur verið heimagengnu Starfsfólk í sláturhúsi Ferskra afurða síðastliðinn mánudag. Sigurlaug Guð- mundsdóttir, verskstjóri, er lengst til vinstri. Mynd: Þl fé úr sveitum í nágrenni við Hvammstanga, þar sem göngur hafa ekki farið fram. Áætlað er að slátra um þrjú þúsund fjár hjá Ferskum afurðum í haust, sem er svipaður fjöldi og á síðasta ári og ber því ekki á að þeir bændur sem skipta við sláturhúsið hyggist fækka fé. Að sögn Sigurlaugar hefur nautgripaslátrunin gengið vel í sumar en sláturhúsió tekur við gripum víðsvegar aö. Fyrir utan gripi úr nágrannasveitum er al- gengt að slátrað sé fyrir bændur úr Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu og einnig af Suðurlandi - einkum úr Rangárvallasýslu. Átta manns vinna að staðaldri vió sláturhúsió, þar af fjórir fastráðnir, en í slátur- tíðinni er gert ráð fyrir að 12 til 14 manns vinni við slátrunina. ÞI huga hans og gerðu það að verkum að Icið hans lá hingað aftur. Á árunum 1984 og 1985 var hann með útimarkað á Ak- ureyri og er ýmsum að góðu kunnur frá þeim tíma. Eftir það fór hann til Færeyja þar sem hann stundaði sjómennsku um nokkurt skeið. En hann kom aftur til íslands og fékk starf hjá þáverandi þjóðgarðsverði á ÞingvöIIum séra Heimi Steins- syni. „Það var mjög gott að starfa hjá séra Heimi og á Þingvöllum lærói ég aó þekkja íslensku þjóð- arsálina,“ sagði Cosimo og neitaði því ekki að dvölin þar hafi fært hann á margan hátt nær Islandi. „Ég fékkst við allt sem til féll á Þingvöllum - var einskonar „alt- mulig mand“ eins og sagt er. Þar lærði ég einnig mikið í íslensku, sem hefur komið sér mjög vel fyr- ir mig. Cosimo hefur að undan- fömu búið á Akureyri og meðal annars starfað við Grillhúsið í mióbæ Akureyrar. „Pitsur eru því ekki nein sérgrein hjá mér þótt ég hafi gaman af að baka þær - hjá Grillhúsinu seldum við mest af svonefndum bátum.“ En hvernig bar það til aó hann fór að starfa við pitsugerð í Stað- arskála? „Jú, ég skal segja þér - ég hef ferðast mikið með rútunni á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Ég hafði því oft komið hingað og kynnst Magga og Báru vel. Nú í sumar hugkvæmdist þeim að bjóða pitsur hér í veitingaskálan- um og Maggi spurði mig hvort ég væri tilbúinn að koma og baka þær fyrir sig. Já - ég sló til og hef haft mjog gaman af að fást við þetta. Ég hef komið hingað um helgar og unnið við pitsugerðina. Það er virkilega gott að vinna hérna og mjög góður andi á meðal starfsfólksins.“ „Já - ég held að fólk kunni vel að meta að geta keypt pitsur við þjóðveginn. Hamborgaramir hafa íengi verió ein vinsælasta fæöa ferðafólks hér á landi en smekkur- inn er að breytast og óskimar verða fjölbreyttari. Pitsur eru mik- ið í tísku hér á landi þessa dagana og þarf ekki annað en líta á hina hörðu samkeppni á pitsumarkaón- um á Reykjavíkursvæðinu í því sambandi. Ég veit ekki hvað vió verðum með pitsurnar lengi hér í sumar en hugmyndin er að halda ítalskt kvöld í Staðarskála síðar í haust og þá kem ég til með að vinna við matargerðina." Cosimo hefur fengist við margt um dagana og kvaðst meöal ann- ars hafa verið við messu aó Staó síðastliðinn sunnudag. „Ég skrif- aði Ave Maria upp á latínu fyrir flutning í kirkjunni,“ sagði hann áður en hann flýtti sér af stað til Akureyrar. ÞI „Hér er gott að vinna.“ Cosimo Jóhannsson ásamt glaðlegu starfsfólki í Staðarskóla síðastliðinn mánudag. Mynd: Þl „Þetta er þriðja árið sem við starfrækjum upplýsingaþjón- ustuna og þörfin fyrir þessa starfsemi verður betur Ijósari með hverju árinu sem líður,“ sagði Sigríður Gróa Þórarins- dóttir, upplýsingafulltrúi ferða- mála í Vestur - Húnavatnssýslu. „Fyrsta sumarið bárust um tvö þúsund fyrirspurnir en þær hafa ríflega tvöfaldast síðan. Um ljögur þúsund og fimm hundruð manns hafa leitað til okkar í sumar. Fjölgun fyrir- spurnanna varð mest á milli ár- anna 1991 og 1992 en fjöldi fyr- irspurna og upplýsingaleitar var svipaður og í fyrra.“ Sigríð- ur Gróa sagði að veðurfarið í sumar ætti eflaust mikinn þátt í að fyrirspurnum hafi ekki fjölg- að meira. Færri íslendingar hafi verið á ferð um norðanvert landið vegna langvarandi úr- komu og kulda en svipaður eða ívið meiri fjöldi útlendinga hefði lagt leið sína um Húnavatnssýsl- ur. „Já - fólk spyr um flesta hluti - eiginlega allt á milli himins og jarðar,“ sagði Sigríður Gróa. „Út- lendingamir spyrja eölilega eftir markverðum stöðum - hvað þeir geti skoðað í þessum landshluta. Þá er mikið spurt um veður og veðurhorfur á hinum og þessum stöðum, ástand vega og hvaða leiðir séu greiðfærar flestum farar- tækjum. Margir útlendingar hafa mikinn áhuga á hestamennsku. Þeir spyrja um hvar hægt sé að komast á hestbak og hvar sé hent- ugt að fara um á hrossum. Islend- ingamir hafa aftur á móti meiri áhuga á veiðimennsku,“ hélt Sig- ríður Gróa áfram. „Þeir leita gjarnan að vciðistöðum þar sem fjölskyldan getur verið saman að veiða. Við fáum fleiri fyrirspumir um silungsveiði en laxveiðina sem menn skipuleggja meira fyrirfram. Þó kemur oft fyrir að innlendir ferðamenn spyrja um laxveiðiár og möguleika á laxveiði." Sigríður Gróa sagði að nokkuð hefði komið sér á óvart hversu margt ferðafólk spyrði um Reykjavík. Þar væri bæði um út-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.