Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 4. september 1993 Allt frá þvíað ólafur Ragnar Grímsson, núver- andi formaður Alþýðu- bandalagsins, lýsti því yfir í fjölmiðlum að hann ætlaði að leita eftir endurkjöri á landsfundi flokksins í nóvember nk., hefur verið uppi hávær orðrómur um að Stein- grímur J. Sigfússon, nú- verandi varaformaður flokksins og þingmaður Norðurlands eystra, myndi bjóða sig fram á móti honum. Framboð hefur verið rætt í fullri alvöru, en í gær drótil tíðinda; Steingrímur lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að leita eftir kjöri til formanns Alþýðubanda- lagins, en hins vegar myndi hann verða í kjöri til varaformanns. í helg- arviðtali ræðir stein- grímur Joð. um þessa ákvörðun, samstarfið við Ólaf Ragnar, stöðu Al- þýðubandalagsins, ríkis- stjórnina, Gunnarsstaða- skallann og fleira. Viðvaranir frá mönnum sem ég tek mark á - Þú hefur velt því fyrir þér í fullri alvöru í sumar að bjóða þig fram til formanns í Al- þýðubandalaginu. Af hvcrju komstu að lok- um að þeirri niðurstöðu að gefa ekki kost á þér? „Þar vegur ein ástæða þyngst. Eg er orð- inn þeirrar skoðunar og hef heyrt það sjónar- mið frá fjölmörgum sem ég hef ráðfært mig vió í flokknum, að menn sæju ekki fyrir end- ann á þeim slag sem væntanlega myndi hefj- ast ef til harðrar kosningabaráttu kæmi milli okkar Olafs við núverandi aðstæóur. Atök um persónur í forustu stjómmálaflokka eru þeim alltaf erfió og við það bætist að arfleifó Alþýðubandaiagsins í þeim efnum frá und- angengnum árum er óvenju grýtt, eins og all- ir þekkja og einfaldast er að vera hrcinskil- inn um. Þau sár hafa því miður ekki grófið aó fullu og því held ég að þess vegna væri mjög erfitt fyrir flokkinn að lenda aftur í hörðum forustuátökum.“ - Hefði framboð þitt klofió flokkinn end- anlega? „Eg vil ekki taka þau orð mér í munn, en vissulega hef ég fengið viðvaranir um slíkt frá mönnum sem ég tek mark á. Svo er auð- vitað margt fleira sem þama hefur áhrif. Eg tel að ætla mætti að þetta hefði orðið afar tvísýn kosning milli okkar Olafs. Og ég verð að segja alveg eins og er að líkumar á þeirri niðurstöðu að ég myndi vinna með tiltölu- lega litlum mun, hefur verið mér mikið um- hugsunarefni. Ég held að það væri mér og hverjum sem væri ákaflega erfitt að hefja formennsku í stjómmálaflokki í kjölfar þess að flokkurinn hafi klofnað í tvær tiltölulega jafn stórar fylkingar í hörðum átökum. Slíkt er afar erfitt og ég horfi til þess hvemig það hefur reynst bæði Alþýóubandalaginu eftir átökin 1987 og Sjálfstæðisflokknum eftir átökin milli Þorsteins og Davíðs.“ Skynsamlegasta niðurstaðan fyrir Alþýðubandalagið Steingrímur viðurkennir að framboð hans til formanns hafi verió alvarlega til skoðunar undanfarin misseri, raunar alveg frá áramót- um. „Þá strax töluðu margir við mig og vildu fara að undirbúa framboð. Menn bentu á það að reglubundnu kjörtímabili Ólafs Ragnars væri að ljúka og við sambærilegar aðstæður í flokknum síðast hefðu oróið formannsskipti. Ég var hins vegar tregur til aó menn færu aö setja slíka atburðarás af staó, að minnsta kosti hvað mitt nafn varðaði. Það hefði held- ur aldrei komió til greina af minni hálfu að tilkynna framboð áður en ég hefði rætt það við sitjandi formann. Það var hins vegar það sem gerðist þegar fréttir komu af því í fjöl- miðlum að Ólafur hefði ákveðið að gefa áfram kost á sér í embætti formanns. Þessa ákvörðun hafði hann ekki rætt við mig og ég heyrði af henni eins og aðrir í fjölmiðlum. Ég verð að viðurkenna aó ég var hissa á þessum tíðindum, ég hélt nú satt best aó segja að hann léti varaformanninn í það minnsta vita um ákvörðun sína, þó ekki væri nema til þess að grennslast um mín áform, hvort ég væri til dæmis tilbúinn til þess að gegna varaformennskunni áfram. Ég get upplýst að það var lengi full alvara af minni hálfu að fara í framboð, annars hefði ég aldrei opnað á þann möguleika. Það var töluverð hreyfing í gangi og menn hittust og ræddu þessa stöðu. 1 þeirri umræöu var nefnt að tími væri til kominn að til forustu í Alþýðubandalaginu veldist maður úr lands- byggöarkjördæmi á nýjan leik. A það var bent að núverandi formenn allra stjórnmála- flokkanna eru úr Reykjavík eða af Reykja- nesi. En ég tel að þessi ákvörðun mín sé skynsamlegasta niðurstaðan fyrir Alþýðu- bandalagió. Ég lít á þetta sem mitt framlag til friðsamlegra ástands í flokknum næstu tvö árin.“ Ekki sáttur við ýmsar „uppákomur“ Ojafs Ragnars Steingrímur og Ólafur Ragnar hafa lengi ver- ið taldir fulltrúar tveggja fylkinga í Alþýðu- bandalaginu. Steingrímur segir að það sé að vissu leyti rétt, en hann varar þó við „arma- og fylkingaskilgreiningum.“ „Við höfum oft haft mismunandi áherslur og stöndum að nokkru leyti fyrir mismunandi hluti í flokkn- um. En það er alls ekki svo að við séum allt- af í andstæðum fylkingum. Að vissu marki hef ég verið í fremstu víglínu fólks sem hef- ur haft aðrar áherslur en Ólafur. Ég vil alls ekki þynna stefnu flokksins út og upp á síð- kastið hef ég haft miklar efasemdir um þær klisjur að Alþýðubandalaginu beri að nálgast Alþýðuflokkinn. Þegar horft er til þess hvert Alþýðuflokkurinn er kominn í íslenskum stjómmálum, í raun og veru langt til hægri, þá held ég að það sé algjör tímaskekkja að klifa stöðugt á því að það sé keppikefli Al- þýðubandalagsins að nálgast Ál- þýðuflokkinn. Það er að mínu mati hreint rugl. Ég var ekki par hriflnn af aðgerðinni „Rauð ljós“ og reyndar var hún ein af þess- um uppákomum sem ráðist var í án nokkurs samráós innan flokksins. Ég tel að það sé vaxandi eftirspurn eftir róttækum áherslum og þá á ég ekki bara við róttækum í þeim skilningi að þær liggi langt til vinstri, heldur róttækum í þeim skilningi aó eftirspurn er eftir róttækum breytingum. Ég tel að Al- þýðubandalagið eigi að vera farvegur fyrir slíka umræðu, enda er enginn annar málsvari róttækrar jafnaðarstefnu en Alþýðubandalag- ið. Það er misskilningur að Alþýðuflokkur- inn sé það í dag. Sterkari samfylking félags- hyggjufólks á Islandi er eftir sem áður göfug hugsjón og ég hef ekki verið minni stuðn- ingsmaður slíkra hugmynda en hver annar. Hins vegar hef ég ekki séð að upphlaup, sem stundum hafa komið til sögunnar, færi menn nær því marki að ná samstöðu. Flokkar sam- einast ekki bara vegna þess að formenn þeirra fari vel saman til borðs.“ í formannsframboð að tveim árum liðnum? Verði Ólafur Ragnar endurkjörinn formaöur á landsfundi í haust, sem verður að teljast nánast öruggt, er Ijóst, samkvæmt nýlegum samþykktum Alþýðubandalagsins, aö hann mun ekki gegna formennsku lengur en til haustsins 1995. Eðlilegt er því að spyrja hvort Steingrímur Joð. bíði ekki rólegur í tvö ár og undirbúi sig á þcim tíma undir að taka viö flokknum. „Gamall breskur refur sagði að vika væri langur tími í pólitík og þaó er óhyggilegt að vera meö spádóma langt fram í tímann. En hins vegar er ekkert fararsnið á mér úr póli- tíkinni og mcöan ég tek þátt í henni geri ég það af fullri alvöru. Hins vegar er það ekki og á ekki að vera eins manns ákvörðun hver velst til forustu í stjórnmálaflokki. Það verður bara að koma í ljós hvað gerist ef böndin Steingrímur J. Sigfússon Aldur: Fæddur 4. ágúst 1955 á Gunnars- stöðum í Þistilfirði. Eiginkona: Bergný Marvinsdóttir, læknir. Börn: Sigfús, f. 29.11. 1984, Brynjólfur, f. 23.3. 1988 og Bjartur f. 4.8. 1992. Foreldrar: Sigfús A. Jóhannsson og Sig- ríóur Jóhannesdóttir. Systkin: Kristín menntaskólakennari, Jó- hannes bóndi, Ámi, véltæknifræóingur, Ragnar bóndi og Aðalbjörg nemi. Menntun: Stúdentspróf frá MA 1976. BS-próf í jarðfræði frá HÍ 1981. Próf í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1982. Starfsferill: Jarðfræðistörf hjá Hafrann- sóknastofnun 1982. íþróttafféttamaður hjá RÚV-Sjónvarpi 1982 til 1983. Þingmaður Alþýðubandalagsins á Norðurlandi eystra frá 1983. Formaður þingflokks Alþýóu- bandalagsins 1987-1988. Samgöngu- og landbúnaðarráðhenra 1988 til 1991. íþróttaafrek: Keppti í frjálsum íþróttum á áttunda áratugnum. Dvaldi sem skipti- nemi á Nýja-Sjálandi 1974 til 1975 og æfði þar og keppti í frjálsum íþróttum. Leikmaður mcð 1. deildarliði IS í blaki á háskólaárunum. berast að mér á nýjan leik að tveim árum liðnum.“ Steingrímur er núverandi varaformaður Alþýðubandalagsins og hann segist hafa tek- ið þá ákvöróun að gefa áfram kost á sér til varaformennsku. „Það er orðin niðurstaðan. Flestir sem við mig hafa talað hafa eindregió lagt að mér að gefa áfram kost á mér í vara- formanninn næstu tvö árin ef ég myndi ákveða að fara ekki í framboó til formanns.“ Ekki skráður í Alþýðubandalagið í vöggu En nú í aóra sálma. Steingrímur brosti þegar hann var inntur eftir því hvort hjörtun í hans fólki í Þistilfirðinum hafi öll slegið vinstra megin. „Ég get nú ekki sagt að ég sé Alþýóu- bandalagsmaður frá fæðingu, að minnsta kosti var ég ekki skráður í flokkinn í vöggu. Satt best að segja var annar stjómmálaflokk- ur, það er að segja Framsóknarflokkurinn, fyrirferóarmeiri í mínum uppvexti en Al- þýðubandalagió. Á þessum árum var Norð- ur-Þingeyjarsýsla vígi Gísla heitins Guð- mundssonar og því var staða Framsóknar sterk. Ég hef hins vegar aldrei verið í nein- um öðrum stjórnmálaflokki en Alþýðu- bandalaginu, gekk í það um tvítugt og var fyrst í framboði í kosningunum vorið 1978. Strax og ég komst til vits og ára gerðist ég haróur herstöðvaandstæðingur og þau mál, sem ég kalla oft þjóðfrelsismál, höfóu mikil áhrif á mig. Á þessum tíma var ég kominn í jaröfræðinám í Háskólanum og þar var mikil umræða um umhverfismál. I þeim málaflokki var Alþýðubandalagið og er enn með lang hörðustu áherslurnar og því fannst mér sjálfgefið að Alþýóubandalagið yrði minn pólitíski vettvangur, cf þá á annað borð ég ætlaði aó hella mér í pólitík. Róttækni á Menntaskólaárunum hafói auðvitað sitt að segja og á Nýja-Sjálandi, þar sem ég var skiptinemi í eitt ár, var mikið um róttækt lió í kringum mig. Ég tók þátt í stúdentapólitíkinni af fullum krafti. Meðal annars lenti ég í kappræðum við Hannes Hólmstein, sem hægri menn hömpuöu nokkuð. Af öðrum þekktum hægri mönnum í Háskólanum man ég eftir Friðriki nokkrum Friðrikssyni, Pressueiganda og sér- legum stuðningsmanni Davíðs Cddssonar. Stúdentapólitíkin var hressileg á þessum ár- um og ágætis undirbúningur fyrir það sem síðar tók við.“ Aldurinn iétti róðurinn Úr hanaslagnum í Háskólunum hellti Stein- grímur Joð. sér í landsmálin. „Það kom þannig til að þeir sem voru að undirbúa framboð Alþýðubandalagsins hérna höfðu samband við mig eftir áramótin 1977-1978 og vildu fá mig í slaginn og taka sæti á lista. Það var úr að ég fór í fjórða sætið en í þrem efstu sætunum voru Stefán Jónsson, Soffía Guðmundsdóttir og Helgi Guðmundsson. Röð efstu manna var eins í kosningunum 1979. Síöan fór það svo að ég endaði í efsta sæti í kosningunum í apríl 1983. Ég var þá 27 ára gamall og satt best að segja fannst mér ald- urinn létta mér róðurinn. Ég naut þess á margan hátt að vera nýliói og eiginlega kom ég inn í hóp gömlu frambjóðendanna eins og skrattinn úr sauðarleggnum eöa „rauður“ stormsveipur." * Atti engin jakkaföt Steingrímur náði ágætri kosningu og var kominn inn á þing yngstur þáverandi þing- manna. Hann lét hafa það eftir sér á sínum tíma að honum hafi þótt heldur snúið að til- einka sér allar hinar formföstu hefðir á þing- inu og sér í lagi hafi „jakkafatahefðin" reynst Steingrímur J. Sigfússon gefur ekki kost á sér til formennsku í Alþýðubanda- laginu á landsfundi í haust: Laugardagur 4. september 1993 - DAGUR - 13 vegna þess að ég átti ekki nein jakkaföt. Ein- hver rekistefna var út af því að ég var stund- um að mæta í peysum á þingfundi. Auðvitaó var heilmikil breyting að koma úr jarðfræðinni og heimshornaflakkinu og lenda í formlegheitum á þinginu. Margt þar kom mér á óvart, en maður skólaðist fljót- lega. I byrjun var ég upptekinn af því hversu þingið væri óskipulegur vinnustaður. En það átti margt í þinginu og á enn vel við mig. Ég hef gaman að því að vera innanum fólk og það er ein af ánægjulegu hliðunum við starf þingmannsins. Með þingmönnum er ágætt samstarf utan við hið pólitíska þras. Ég sé ekki af hverju menn geta ekki virt hvorir aðra og átt ágætis kunningsskap með sér þótt þeir séu með gjörólíkar skoðanir, þingið er lítill heimur og þar vinna jafnt pólitískir samherjar sem og andstæðingar í miklu návígi. Auk þess held ég að það sé mjög af hinu góða að þar sé ríkjandi sæmilegt stjórnmálasamband milli manna.“ Gott lið í ráðuneytunum Stcingrímur tók aó sér formennsku í þingflokki Alþýðubandalagsins árió 1987 og þar með var hann orðinn einn af forystu- mönnum flokksins. Því kom ekki á óvart að að hann skyldi taka sæti í ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar í september 1988. „Ég hafði mikinn áhuga á samgöngumálunum og það lá beint við að fara í það ráðuneyti. Hins vegar gerði ég mér ljóst aó landbúnaðarráðu- neytið var og er afar erfitt ráðuneyti og þar biðu gífurlega erfið verkefni, t.d. framtíðar- stefnumörkun hefóbundnu búgreinanna. Sennilega hef ég ekki fengið stærra vcrkefni í fangið um dagana, en það tókst að koma því í höfn áður en ríkisstjórnin fór frá.“ Steingrímur sagðist „fjandakomiö“ vona að persóna hans hafi ekki breyst við það að setjast í stól ráðherra. „Ég reyndi að taka ráðherradóm ekki of hátíðlega, en þó af fullri alvöru.“ Steingrímur sagði aö stjóm- og embættis- mannakerflð hafi í sjálfu sér ekki komið honum svo mjög á óvart. „Mín reynsla af samstarfi við embættismenn í þessum ráðu- neytum og stofnunum er yfirleitt heldur góð. Ef eitthvað er ber ég heldur meiri virðingu fyrir opinberum starfsmönnum eftir en fyrir. Ég tel að þama sé yfir höfuð fólk sem er að vinna af mikilli samviskusemi býsna erfið störf við ekkert of góöar aóstæður og það á afar erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér ef á það er ráðist eða það gagnrýnt. Ég held hins vegar að ég hafi á köflum verið töluvert kröfuharður húsbóndi og ég ætlaðist til mik- illar vinnu af þessu liði. Mér verður oft hugsað til baka til lotunnar í kringum bú- vörusamningana þegar var nánast lögð nótt við dag svo vikum eða jafnvel mánuðum skipti.“ Jarðfræðin geymd uppi í hillu Steingrímur segir að því miður séu frístund- imar alltof fáar, en hann reyni að vera eins mikið með fjölskyldunni og honum sé frek- ast unnt. „Einnig hef ég mikinn áhuga á úti- lífi, ferðamennsku og veiöiskap. En ég gct varla sagt að ég hafi komið nálægt jarðfræð- inni lengi. Ég hangi náttúrulega í félagatalinu í félagi jarðfræóinga og einhvers staðar uppi í hillu liggja áform um framhaldsnám erlendis í jarðfræði. Það er aldrei að vita hvað maður gerir síðar meir í þcim efnum. Mér finnst í það minnsta notalegt að ganga með það á bak við eyrun, ef örlögin haga því þannig, aó maður taki upp þráðinn í jarðfræðinni þar sem frá var horfió.“ Stcingrímur er eins og áóur segir Þistil- firðingur, sem ræktar tengslin við heimahag- ana eins mikið og hægt er. „Ég hef haft þá stefnu að halda þessum tengslum með form- legum og efnislegum hætti. Ég hef allan minn aldur átt lögheimili í kjördæminu og verð seint hrakinn til þess að flytja það það- an, þrátt fyrir að menn séu meó geðvonsku- legu tali að setja út á það í sumum fjölmiðl- um.“ Vond ríkisstjórn Alþýðubandalagió er í stjómarandstöðu og telur Steingrímur að flokkurinn hafi bara spjarað sig bærilega í þeirri stöðu. Hlutverk stjómarandstöóu á hverjum tíma sé að veita ríkisstjóm málefnalegt aðhald og gagnrýna. „Ég tel að Alþýðubandalagið hafi skilað sín- um hlut í stjómarandstöðu prýðilega. Flokk- urinn hefur látið mikið til sín taka og við höf- um lagt okkar að mörkum í umræðu um þá erfióleika sem að steðja í atvinnu- og efna- hagsmálum.“ Um ríkisstjómina fer Steingrímur heldur ljótum orðum og segir hana vera lufsulega og einkennast af aumingjaskap. „Ég taldi þessa hreinlífispólitík Davíðs Oddssonar í anda úreltra frjálshyggjukenninga frá áttunda áratugnum fyrirfram gjörsamlega mislukkaða og vonlausa stefnu hér uppi á Islandi. Það hefur komið rækilega á daginn. Þessi eilífi söngur um fortíðarvandann og kreppuna gerði mikið ógagn og á sinn þátt í því að við skrúfuðumst neðar á þessu samdráttarskeiði cn ella hefði þurft aó vera.“ - Gefuröu öllum núverandi ráðherrum falleinkunn? „Nei, ég myndi ekki segja það. Maður verður auðvitað að dæma þá út frá þeim að- stæðum sem þeir starfa við. Einstakir ráð- herrar hafa staðið sig þokkalega þótt ríkis- stjómin sé léleg og hafi vitlausa stefnu. Sumum ráðherrum hafa verið æði mislagðar hcndur og manni vcrður í því sambandi oft hugsað til fyrrverandi heilbrigðisráóherra og því miður virðist hann hafa lítið skánað í viðskiptaráóuneytinu. Annars er margt merkilegt að gerast í póli- tíkinni þessa dagana. Ég nefni til dæmis upp- sveiflu Framsóknar í skoðanakönnunum og Mynd: Robyn Redman Texti: Óskar Þór Halldórsson mikla og djúpa lægð Sjálfstæðisflokksins. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að undir nú- verandi forustu muni Sjálfstæðisflokkurinn minnka. Hins vegar held ég aó Framsókn muni ekki halda því fylgi sem hún fær þessa dagana í skoðanakönnunum." Gunnarsstaðaskallinn Að lokum þetta. Steingrími Joð. verður seint lýst sem síðhærðum manni. Þvert á móti hafa skopteiknarar, þar á meðal Sigmund í Mogganum, lagt mikið upp úr Gunnarsstaða- skallanum. „Blessaður vertu, ég var ekki lengi að taka þann pólinn í hæðina að hafa ekki áhyggjur af skallanum. Skallinn er gíf- urlega sterkt ættareinkenni, Gunnarsstaða- skallinn, eins og við köllum hann oft. Um hann hafa verið ortar vísur. Meðal annars gerði Ingvar Gíslason fallega vísu um mig þar sem þessar hendingar koma fyrir: Gæfu- sólin glampar á/Gunnarsstaðaskallann. Ég hef alltaf heldur gaman að því þegar er gert góðlátlegt grín að mér og ég tek sjálfan mig ekki mjög hátíðlega. Auðvitað er oróinn á manni nokkuð þykkur skrápur þannig að maður þolir orðið sitt af hverju, enda eiga menn ekki að fara í þingmannsstarfið ef þeir eru sérstaklega viðkvæmir cöa spéhræddir. Hins vegar hef ég heyrt haft eftir cinhverjum þekktum gömlum stjórnmála- manni, þegar við hann var sagt aó þingmcnn þyrftu aö vera vel til fara til þess aó ganga í augun á kjósendum, að hann hafi ekki áttað sig á því að pólitík væri nein andskotans feg- urðarsamkeppni!!“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.