Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 5

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. september 1993 - DAGUR - 5 Aðalfundur Stéttarsambands bænda: Aukið vægi búgreinafélagaima fellt Fulltrúar á aðalfundi Stéttar- sambands bænda, sem lauk á Hvanneyri á iaugardagskvöld, höfnuðu auknu vægi búgreina- félaganna á fulltrúa- og aðal- fundum sambandsins. Um tveir þriðju hlutar fundarmanna eða 40 af 61 sem atkvæði greiddu, felldu tillögu frá meirihluta fé- Iagsmálanefndar um að stóru búgreinafélögin; Landssamband Sauðárkrókur: Rottur drepnar í rússneskum togara Rússneski togarinn Minkino frá Murmansk, sem vísað var frá landi á Sauðárkróki á þriðjudag vegna rottugangs, hefur að und- anförnu legið rétt utan við höfn- ina. Skipið er hér í umboði Fisk- markaðs Norðurlands og hefur meindýraeyðir nú drepið allar rottur og því fékk skipið leyfi til að leggja að bryggju á ný. Þegar heilbrigðisfulltrúi skoð- aði skipið á þriðjudag varð hann var við rottu og því var skipinu vísað frá. Fenginn var meindýra- eyðir um borð og lauk hann verki sínu á fimmtudag. Þá var skipinu veitt heimild til að leggjast aö bryggju til að taka vatn, olíu og vistir. Skipið flytur frystan fisk og rotturnar fundust fyrst og fremst í vinnslusal og einnig í eldhúsi. Þegar blaðið fór í prentun var óvíst hvort skipið fær löndunar- leyfi, en til stóð að Fiskiðjan á Sauðárkróki keypti fiskinn. Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar, sagðist ekki geta sagt um það hvort af fiskkaupum yrði, það færi alfarið eftir því hvort yfirvöld gæfu leyfi. sþ kúabænda, Landssamtök sauð- fjárbænda, Samtök garðyrkju- bænda og Svínaræktarfélag ís- lands fengju fleiri en einn full- trúa á aðalfund Stéttarsam- bandsins. Samkvæmt nýjum samþykkt- um Stéttarsambands bænda, sem samþykktar voru á aðalfundinum, verða fulltrúar á fundum þess 39 frá og með árinu 1995 en voru yfir 60 samkvæmt eldri samþykktum. Umræóur um samþykktir Stéttar- sambands bænda og félagskerfi landbúnaðarins settu mikinn svip á störf aðalfundarins. Fyrir fund- inum lágu tillögur nefndar sem skipuð var á síðasta aðalfundi cr fólu í sér nokkuð róttækar breyt- ingar á samþykktum sambandsins, meðal annars umtalsverða fækkun fulltrúa á fulltrúafundum þess og aðalfundi. I tillögum meirihluta nefndarinnar var einnig gert ráó fyrir auknu vægi stóru búgreinafé- laganna innan Stéttarsambandsins. Inn í umræóur um samþykktir Stéttarsambandsins blönduóust umræður um félagskerfi landbún- aóarins sem heildar en eins og fram hefur komið gera bændur nú auknar kröfur um gagngera upp- stokkun þess og einföldun. Þar á meðal kröfur um sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnað- arfélags Islands. Töldu sumir fundarmanna á Hvanneyri aó bíöa ætti með að samþykkja end- urskoðun á samþykktum Stéttar- sambandsins í ljósi þess að farið væri að ræða um mun róttækari ^ SigluQörður: Átján nemendur stunda sjúkraliðanám í vetur Boðið verður upp á sjúkraliða- nám á Siglufirði í vetur, sem er nýjung þar í bæ. Námið er í tengslum við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki. Að sögn Jóns Hjartarsonar, skólameistara Fjölbrautaskólans, stunda 18 nemendur nám á sjúkra- liðabrautinni í vetur. „Þetta er verkefni sem er unnið í samvinnu við sjúkrahúsið á Siglufirði og nemendur eru fyrst og fremst starfsfólk þar. Flestir kennararnir eru læknar og hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsinu, en kennsla fer væntanlega fram í húsnæði grunn- skólans á Siglufirói. Þetta er tveggja ára almennt bóklegt nám auk 34 vikna verklegs náms á sjúkrahúsinu,“ sagói Jón. Hann sagði að stefnt væri að því útskrifa þessa nemendur sem sjúkraliða að 2-3 árum liðnum. Sambærilegt nám hefur verið innan veggja Fjölbrautaskólans á Sauóárkróki og hefur hann út- skrifað tjölda sjúkraliða. Jón Hjartarson sagði þaó tví- mælalaust styrk fyrir Fjölbrauta- skólann að hafa slíkar námsbraut- ir á hans vegum á öðrum stöðum en Sauðárkróki. Auk Siglufjaróar eru námsbrautir á vegum skólans á Blönduósi. óþh Dalvík: Heiimlisiðnaðaraiarkaður opnaður í gær var opnaöur á Dalvík markaður þar sem á boðstólum er Qölbreyttur heimilisiðnaður. Að markaðnum, sem fengið hef- ur nafnið „Nú er - markaður- inn“, standa 10 konur á Dalvík. Markaðurinn er til húsa í bíl- skúr að Karlsbraut 11 á Dalvík, en þar var fyrir nokkrum árum skó- og hjólreiðaverkstæði. Að sögn Sigríðar Guðmunds- dóttur, sem er ein af konunum 10, Islenskur lakkrís framleiddur í Kína: Kyrniing á íslandi Þessa dagana hefur staðið yfir kynning á íslenskum lakkrís, framleiddum í Kína, í verlsun- um Hagkaups víða um land. Eins og marg oft hefur komið fram í fréttum eiga akureyrskir aðiíar m.a. í verksmiðjunni í Kína, ásamt kínverska ríkinu. Framkvæmdastjóri og gæða- stjóri eru íslenskir en að auki starfa 60 Kínverjar í verksmiðj- unni. Fyrirtækið tók þátt í sælgæt- issýningu í Köln í Þýskalandi í febrúar sl. og hafa viðbrögð kaup- enda verið góð. Verksmiójan heitir Scandinavi- an Guangzhou Candy Company Ltd. en dreifingaraðili lakkrísins er fyrirtækið Unimark Int. Ltd. og er Evrópuskrifstofa þess staósett á Akureyri. KK hefur kjarni kvenna á Dalvík lengi haft áhuga á að láta verða af því að opna slíkan markað, enda stundi fjölmargar konur í byggð- arlaginu merkilegan heimilisiön- að, sem full ástæóa sé til að hafa á boöstólum. Hún sagði að á dög- unum hafi þrjár konur farið að ræða þetta mál í fullri alvöru og um leið og tcningnum hafi verið kastaö hafi fleiri konur bæst í hópinn. Að markaðnum nú í byrj- un standa 10 konur og sagði Sig- ríður öruggt að fleiri muni síðar taka þátt í þessu starfi. A þessum heimilisiónaðar- markaói eru afar fjölbrcyttar vör- ur. Sem dæmi má nefna prjóna- vörur, ramma, nælur og fleira. I dag verður opið frá kl. 14-17 og fyrst um sinn vcrður markaður- inn opinn alla virka daga frá kl. 15 til 18. óþh Glerárkirkja: Þessa dagana stendur yfir kvnning á lakkrís framleiddum í Kína. Mynd: Robyii að heljast Vetrarstarfið er nú að fara í fullan gang hjá Æskulýðsfélagi Glerárkirkju. Fyrsti fundur vetrar verður sunnudaginn 5. september kl. 17.30 og eru allir unglingar sem eru fæddir 1979 eða fyrr velkomnir. Fundimir einkennast af söng, leik og guðs orði og verður reynt að bjóða upp á fjöibreytt starf í vetur. breytingar á félagskerfinu í heild þótt með óformlegum hætti væri enn sem komið er. Tillaga um það náði þó ekki fram að ganga á fundinum en í lok hans var sam- þykkt tillaga þess efnis að áfram verði hugað að framtíðarskipulagi heildarsamtaka í landbúnaði og að aðalfundur Stéttarsambandsins á næsta ári fjalli um framtíðarskipu- lag bændasamtakanna. I umræðum um félagskerfi landbúnaðarins kom glöggt fram að þótt flestir taki undir hugmynd- ir um nauðsyn á einföldun þess þá greinir menn verulega á unt á hvem hátt eigi að standa að því verki. Einkum kom fram mjög mismunandi afstaða manna til bú- greinafélaganna þar sem hörðustu talsmenn þeirra töldu þau nauð- synlegan og allt að því hinn eina baráttuvettvang viðkomandi bú- greina á meðan aðrir létu í ljósi skoðanir um að þau væru fremur til þess fallin að vekja sundrungu á meðal bænda í stað þess að sam- eina þá í einum hópi sem þó væri mikil þörf á í ljósi aðsteðjandi vanda í landbúnaði. ÞI 30 umsóknir bárust um húsvarðarstöðu áHúsavflí Nýlega var starf húsvarðar eða gæslumanns vlð íþrótta- höllina á Húsavík auglýst laust til umsóknar. Það sóttu 30 manns um stöðuna og er það mesti fjöldi umsókna sem Ilúsavíkurbæ hefur bor- ist um stöðu af þessu tagi, að sögn Guðmundar Níelssonar, bæjarritara. Þessi mikli fjöldi segir sitt um atvinnu- málín. Amar Sigurðsson, rafvirki, hefur verið ráðinn til starfsins. Aðspuróur sagói Guómund- ur aó mikil brcidd hcfði verið hvað varðaði aldur og menntun umsækjenda. Fleiri karlar en konur sóttu um og yngra fólk að megninu til, þó nokkuó margir sem stundað hafa sum- arvinnu hjá bænum. Umsækj- endur voru með allskonar menntun að sögn Guðmundar, en ekki var geró krafa um neina sérstaka menntun er staóan var auglýst. IM SK Alþingi ÍSLENDINGA Frá fjárlagadeild Alþingis Fjárlaganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveitar stjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 27.-30. september fyrir hádegi. Upplýsingar og tímapantanir í síma 630700 frá kl. 9-16 eigi síðar en 23. september nk. sölu á Akureyri miðbæ Akureyrar, stærð fjölnota húsnæði samtals 169 fm. Á efri hæð er hægt að innrétta íbúð en neðri hæðin hentar vel fyrir hvers konar þjónustu, smáiðnað eða verslun. Viltu skapa þér framtíð? Hugsaðu málið og hafðu samband við: Fasteignasöluna hf. Gránufélagsgötu 4, sími 96-21878. Handhafar veiðileyfa, athugið Samkvæmt lögum nr. 93/1992 skulu.... skip sem leyfi hafa tii veiða i atvinnuskyni, sbr. lög nr. 38/1990,... hafa tölusett vinnsluleyfi til staðfestingar þvi aö fulinægt sé settum skiíyrö- um.“ Eitt af frumskilyrðum vinnsluleyfis er aö viðkomandi hafi samning við viðurkennda skoðunarstofu. Þau skip og bátar, sem ekki hafa gert samning við viðurkennda skoðunarstofu þann 1. september nk., mega búast við að verða svipt veiðiieyfinu eftir þann tíms. Er hér með skorað á alía útgerðaraðiia og handhafs veiðiieyfa að gera samning við viðurkennda skoðunarstofu sem fyrst, þannig aö komist veröi hjá óþægindum. Fiskistofa — Gæðastjómunarsvið. Nóatúni 17,106 Reykjavík, sfmi 91- 697999.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.