Dagur


Dagur - 04.09.1993, Qupperneq 22

Dagur - 04.09.1993, Qupperneq 22
22 - DAGUR -- Laugardagur 4. september 1993 Popp Magnús Geir Guðmundsson Draumurinn búinn hættir við Black Sabbath Fyrir nokkrum vikum var skýrt frá því hér í Poppi að gengið hafði verið frá því að ein áhrifamesta hljómsveit þungarokksins, Black Sabbath, kæmi fram á ný í sinni upprunalegu mynd í lok þessa árs og ekki væri loku fyrir það skotið að um plötuupptöku yrði að ræóa ef vel tækist til. Hefðu samningar um þetta tekist milli upprunameðlimanna fjögra, Ozzy Osbourne, Tony lommi, Geezer Butler og Bill Ward og umboðsmanna þeirra eftir miklar viðræður, en hugmyndin af því að koma saman aftur kviknaði eftir að lommi, Butler og Ward komu fram með Osbourne á kveðjutónleikum hans sem sóló- listamaður. En eins og stundum vill veróa þá skipast veður skjótt í lofti, þannig að allt fer öðruvísi en vonir standa til. Sú hefur nefnilega orðið raunin meó þessa fyrirhuguóu endurkomu Black Sabbath, því á síðustu stundu hefur hún nú verið afboð- uó og virðist ekki annað blasa við en aó það sé endanleg nióur- staða. Fara því þær um níu - Ozzy Osbourne mánaða erfiðu viðræður sem fram fóru til að koma hlutunum á fyrir lítið. Var það í byrjun ágúst sem Ijóst varð að ekkert yrói af endurkomudraumnum, en þá sendi söngvarinn Ossy frá sér þá yfirlýsingu að þrátt fyrir orð um að samkomulag væri í höfn, þá hefðu málin á síðustu stundu farió á annan veg. í viðtali fyrir tveimur vikum eða svo, skýyrði Osbourne síðan frekar frá ástæðum þess hvernig fór, en þær liggja fyrst og fremst hjá honum og eru svo sem ekki flóknar né óeðlilegar. Segist hann einfaldlega ekki hafa verið tilbúinn að stíga skrefið til fulls þegar til kastanna kom. Eftir að síðasta tónleikaferðalagi hans lauk hafi hann átt dásamlegan tíma meó konu sinni og börnum sem hann vilji halda áfram enn um sinn. „Síðustu níu mánuði hef ég eytt meiri tíma með þeim en nokkru sinni áður og því vil ég halda áfram. Ef ég ætla að fara í tónleikaferð aftur, með Sabbath eða einhverjum öðrum, verð ég að vera fullkomlega til- A Ozzy Osbourne hætti við á síð- ustu stundu að ganga á ný til liðs við gömlu félagana í Black Sabbath. búinn til þess og geta gefið mig allan í þaó. Þegar til kom að skrifa átti undir samningana varð mér Ijóst að svo var ekki. Ég væri ekki tilbúinn að halda af stað á ný strax," segir Osbourne til útskýringar og tekur ennfrem- ur skýrt fram að ekki sé á neinn hátt um ágreining að ræða við hina Sabbathmeðlimina þrjá. Vonast hann reyndar til þess að reyna megi aftur með endur- komu þeirra fjögurra einhvern tímann í náinni framtíð, en slíkt verður að telja harla ólíklegt eins og áður segir. Kemur það líka fram í yfirlýsingu frá lommi og Butler aó þeir hyggjast vinna plötu með söngvaranum Tony Martin, en hann hefur áður sung- ið inn á þrjár plötur undir merki Black Sabbath, sem þykja hver annarri betri. Hins vegar mun þaó vera óvíst, eins og áður hef- ur verið sagt frá hér á síðunni, hvort sú nýja verður undir nafni Sabbath þar sem einhverjar lagaflækjur kunna að hamla því. Það verkefni mun því a.m.k. taka eitt ár, þannig að Sabbath í sinni upprunalegu mynd er ekki möguleg né hugsanleg nema að eitthvað mjög svo óvænt gerist. Ozzy sjálfur, sem nú er staddur í Karabíska hafinu, hefur heldur ekki setið auðum höndum hvaó tónlistina varðar, því auk þess að hafa sinnt fjölskyldunni síð- ustu mánuði, hefur hann komið út tónleikaefni sem kunnugt er og er nú einnig langt kominn með nýja sólóplötu, sem gengur undir vinnuheitinu See you on the other side. Henni mun þó ekki vera ætlunin að fylgja eftir meó tónleikaferð, þar sem Osbo- urne segist vera hættur öllu slíku einn síns liðs að minnsta kosti. Þess má svo geta að lokum að Ronnie James Dio, sem var síó- ast söngvari í Black Sabbath og kom hingað til lands í fyrra sem slíkur á Skagarokkið, hefur end- urreist sína eigin sveit, Dio, og kemur ný plata frá henni 18. október. Mun hún líklega bera heitið Strange highways og verð- ur sjötta hljóóversplata hljóm- sveitarinnar. Með Dio nú eru Vinnie Appice trommuleikari, sem var líka í Sabbath hér á landi og var einnig áóur með Dio (hljómsveitinni), Traccy G. gítar- leikari og bassaleikarinn Jeff Pilson, sem áður spilaði meó Dokken. Úrýmsum áttum • Það hefur ekki farið framhjá neinum að allt var (og er kannski ennþá) vitlaust útaf þeim fregnum af poppgoðinu Michael Jackson að hann eigi samkvæmt ásökunum að hafa misnotað unglingsdrengi kyn- ferðislega. Ekki skal lagður dómur á þaö hér hvort eitthvað geti verið til í þessu né reynt að botna í öllum vitleysisganginum í kjölfarið, en þaö er deginum Ijósara að ýmislegt býr að baki, hvor sem svo hefur rétt fyrir sér. Það gæti auðvitað vel ver- ið að strákurinn Michael hafi „fitlað“ eitthvað meira en vel- sæmislög gera ráð fyrir, en hitt er engu líklegra og reyndar virðist það sannað, að um sé að ræöa Ijótan hefnigirnisleik þar sem viðkomandi foreldrar láta sig ekki muna um að nota sitt eigið barn sem áhrifamikið vopn. En hvað sem því líður þá er það aldeilis ekki nýtt að frægir tónlistarmenn fái á sig ákærur, eða verói beinlínis uppvísir af vafasamri kynhegð- um. Má sem dæmi um það nefna tvo af frægari og áhrifa- meiri postulum rokksins, þá Jerry Lee Lewis og Chuck Berry, en orðspor þeirra í þess- um efnum var mikið svo ekki sé meira sagt. Má í því sambandi rifja upp það hneyksli þegar Le- wis opinberaði áhuga sinn á „ungu holdi“ með því aó giftast 13-14 ára frænku sinni, en það var engin smábomba. Berry hefur sömuleiðis haft sambæri- legan „áhuga“, en þó enn svæsnari en Lewis að því hald- ið er fram. Er það til dæmis ekki langt síðan að karlinn var bendlaður við heimatilbúið barnaklám, sem þó var eitthvaó orðum aukið. Þeir eru því margir misjafnir sauðirnir í tón- listinni eins og annars staðar og þarf það ekki að koma á óvart. • Nú er það Ijóst að um nokk- urs konar pakkaútgáfu verður að ræða hjá stórsveitinni þungu Metallica á ýmsu tónleikagóð- meti. Eins og fram kom í Poppi fyrr í sumar, var búist við stórri tónleikaútgáfu frá hljómsveitinni með a.m.k. tveimur geisla- plötum og tveimur myndbönd- um, en nú er gert ráó fyrir aö um eitt myndband og einn sér- stakan geisladisk verði að tefla sem einungis verði seld saman í pakka. Verður efnið á mynd- bandinu og geisladiskinum blanda af upptökum héðan og þaðan á ferðum Metallica, en aö sögn félaganna, Hetfield söngvara og Ulrich trommara, spannar útgáfan nánast öll lög- in þeirra sem þeir hafa tekið á tónleikum. Nafnið á „pakkan- um“ er enn óþekkt, en vonast er til að af útgáfunni verði í lok nóvember. • Poppdúettinn gríðarvinsæli Pet Shop Boys lætur ekki deig- an síga frekar en fyrri daginn, því von er á nýrri plötu frá þeim félögum þann tuttugasta þessa mánaóar. Kallast hún stutt og laggott Very og mun geyma samtals tólf lög. Sáu þeir félag- arnir sjálfir um upptökustjórnina á plötunni ásamt Stephen Hogue. Sér til fulltingis hafa svo Pet shop boys á plötunni Anne Dudley, sem ég hygg að sé velþekkt söngkona. Er slíkur gestagangur ekki nýmæli hjá hljómsveitinni, því fyrir nokkrum árum söng m.a. sú fræga Dusty Springfield með henni á plötu við miklar vinsældir. • Jarðarfarir mannlegra leifa og allt sem þeim tilheyrir eru daglegt brauð í tilveru okkar og fastur og óhjákvæmilegur þátt- ur í henni. Þaö er hins vegar heldur óvenjulegra að huglægt og tilbúið fyrirbæri sé „lagt til grafar“ og þess minnst með „erfidrykkju", eins og raunin varð um daginn með plötuút- gáfufyrirtækið Def American. Nafn þess og minning var nefnilega greftrað með pompi og prakt í kirkjugarði í Holly- wood fyrir nokkrum dögum, en þó reyndar ekki í neinni sorg. Fyrirtækið sem slíkt er nefni- lega í fullu fjöri, en ákveðið var að „farga" Def nafninu þar sem það þykir einhverra hluta vegna heldur gamaldags. Nýja nafn fyrirtækisins, sem er aó mestu í eigu upptökustjórans fræga, A Pet Shop Boys gleðja brátt að- dáendur sína með nýrri plötu. ■4 Michael Jackson er ekki sá eini af stjörnum poppheimsins, sem fengið hefur á sig ásakanir um vafasamt athæfi. A Shamen eru með nýtt verk í vinnslu. Rick Rubin, er American Rec- ordings og var skírninni fagnað formlega með rækilegu veislu- haldi. Meðal hljómsveita á Def/American recordings merk- inu má nefna Black Crowes, Slayer, Masters of Reality, Red Devils m.a. Margt Smátt... • Ef allt hefur gengið eins og fyrirhugað var, hefur nú banda- ríska hljómsveitin Lemonheads, sem vakti mikla athygli með síðustu plötu sinni Its a shame about Ray og þá ekki síður með útgáfu sinni á Simon & Gartfunkel laginu fræga Mrs Robinson, lokið vinnslu á nýrri plötu. Nefnist hún Come on fe- el the Lemonheads og er væntanleg innan skamms... • Danspoppsveitin Shamen, sem nokkuð á óvart sló ræki- lega í gegn meö plötunni sinni Boss drum á síðasta ári og er á mála hjá sama fyrirtæki og Björk (og Sykurmolarnir áður) One little indian, eru sömuleiðis líkt og Lemonheads að Ijúka gerð nýrrar plötu. Nafnið er enn á huldu, en gripurinn á að vera fáanlegur fyrir árslok... • Hljómsveitin 10.000 Maniacs hefur nú séð á eftir aöallaga- höfundi sínum og söngkonu Natalie Merchant, sem ákveöið hefur að hætta eftir að hafa verið í henni í tólf ár. Segir söngkonan aó það hafi tekið sig um tvö ár að taka þessa ákvörðun. Hefur hljómsveitin sjálf í kjölfar þessa lagt upp laupana. Fór viðskilnaðurinn fram án nokkurra sárinda og skildu meðlimirnir í vinsemd... • Plata til heiðurs minningunni um Johnny Thenders, gítarleik- arans í hinni frægu New York- sveit New York dolls, er nú í vinnslu. Leggja þar margir þekktir tónlistarmenn hönd á plóg og m.a. Chrissie Hynde (úr Pretenders), Dr. John, David Johansen (öðru nafni Buster Pointdexter fyrrum söngvari New York dolls) o.fl. Rennur ágóði af plötunni, ef einhver verður, til eftirlifandi fjölskyldu Thunders... • Ein helsta hljómsveitin sem enn trekkir í thrashrokkinu, Sepultura frá Brasilíu, hefur lokið gerð á sinni nýjustu plötu, sem koma á út 11. október. Mun hún bera titilinn Chaos AD og verður sú firnmta í röðinni frá Sepultura. Á henni veróur m.a. aö finna túlkun á Nwq model army laginu The hunt og ósungið kassagítarlag sem kall- ast Kalowas, sem að ku vera það þyngsta sinnar tegundar sem sett hefur verið á plast... • Fight, sveitin sem fyrrum söngvari þungarokksgoðanna í Judas Priest, Rob Halford, stofnaði á síðasta ári, sendir frá sér sína fyrstu plötu á vegum Epic útgáfunnar þann þrettánda þessa mánaðar. Nefnist hún War of words og mun tónlistin á henni vera í líkingu við það sem sveitir á borð við hina ný- vinsælu Pantera eru aö gera. Fyrrum félagar Halfords eru svo líka í plötuhugleiðingum... • Takttvíeyki Seattlesveitarinn- ar Soundgarden, þeir Matt Cameron trommari og Ben Shephard bassaleikari hafa sett saman hljómsveit í hjáverkum frá Soundgarden undir nafninu Hater. Hafa þeir nú lokið vió að taka upp samnefnda plötu sem kemur út 21. þessa mánaðar. Söngvari Soundgarden, Chris Cornell, sinnir líka aukaverkefn- um, því hann hefur verið að semja efni með gítarleikara Al- ice in chains, Jerry Cantrell. Þeir allir þrír eru svo einnig í hljóðveri þessa dagana að vinna nýja plötu með Sound- garden.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.