Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. september 1993 - DAGUR - 7 ,„41úð þarf við alla hluti" - kaflar úr skólasetningarræðu Bernharðs Haraldssonar, skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri Verkmenntaskólinn á Akureyri var settur við hátíólega athöfn í Akureyrarkirkju sl. miðvikudag. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr ræö- unni, sem Bernharð Haraldsson, skóla- meistari flutti af því tilefni. 85% nemenda af heimasvæðinu „í dagskóla veröa á haustönn um 950 nem- endur, margir komnir nokkuð víða að, en þó er samsetning nemendahópsins nánast sú hin sama ár frá ári. Fjölmennast er uppeld- issviðiö með 274 nemendur, 251 verður á tæknisviði, 172 á heilbrigðssviöi, 136 á hússtjómarsviði og 116 veróa á viðskipta- sviðinu. Nú í vetur bjóðum við í fyrsta sinn upp á heils vetrar fornám og því stýrir Jónas Stefánsson. Tæplega 2/3 ncmendanna eiga heimili á Akureyri og réttur fimmtungur í sveitarfé- lögunum við Eyjafjöró, sem ásamt Akureyri eru eignaraðilar að skólanum. Það eru því um 85% nemenda, sem koma af heima- svæðinu. Hinir, um 150 talsins, koma ann- ars staðar að, flestir til að stunda hjá okkur nám, sem ekki er í boði í heimabyggð þeiira. Eg býð alla nemendur velkomna til náms og starfa og vona að veturinn færi þcim gæfu og gott gengi. Sérstaklega býð ég ný- nemana, alls 294 talsins, velkomna. Þessum margmenna hópi ætlum við að kenna um 1880 stundir á viku og vinnudegi margra þeirra lýkur ekki fyrr en klukkan 6 síðdegis, en þá hefst kennsla í öldungadeild og í meistaraskóla, sem lýkur klukkan 22.35. I öldungadeild verða um 130 nemendur og 30 í meistaraskóla, þannig aó alls vera um 1100 manns við nám á haustönn og er þá ótalinn sá fjöldi, sem væntanlega sækir ýmiss konar námskeið, sem við komum til með að bjóöa upp á.“ „Góð hús byggjum við á bjargi“ „Það er hverri stofnun nauðsynlegt að hafa góðu starfsliði á að skipa. Þá er ég ekki að tala um kennarana eina, heldur einnig þann stóra hóp fólks, sem gerir okkur kleift að reka Vcrkmenntaskólann á Akureyri. Skrif- stofufólkið, húsveróirnir, matseljan og ræst- ingastúlkurnar, sem hver fyrir sig hafa af- markaðan starfsvettvang, mynda ásamt kennurnum eina starfsheild, þar eru öll störf mikilvæg, hvert þcirra er eins og tannhjól í stórri vél, svo gripið sé til líkinga. Það cr mér og reyndar mörgum öðrum áhyggjuefni, aó samfélag, sem á hátíða- stundum lofsyngur gildi góðrar mcnntunar, skuli greiða starfsfólki skólanna eins lág laun og raun ber vitni. Kennsla er erfitt pg vandasamt starf og alls ekki á allra færi. Eg hef á löngum ferli kynnst bæði góðum kennurum og lélegum, flestir hafa þeir þó verið góðir og sumir hreinir afburðamenn í starfi. Starf kennarans og allra annarra, sem við skólana vinna, getur skipt sköpum um fram- tíðarheill nemendanna. Það er nefnilega auövelt að byggja á grunni góðrar menntun- ar, en erfitt við að eiga, ef illa hefur vcrið af stað farið. Góð hús byggjum við á bjargi, léleg á sandi. Þá ber auðvitað að hafa í huga, að nemendur okkar í dag eiga von- andi eftir að lil'a langa og viróburðaríka starfsævi, vettvangur þeirra verður 21. öld- in. Þaö cr ekki ólíklegt, aö framfarir í tækni og vísindum verði þá enn meiri en á okkar dögum og það er næsta víst, að þjóðfélags- gerð, siðir og venjur eiga cftir að taka stór- stígum breytingum." Gera verður verklegum greinum hærra undir höfði „Við búum við gott skólakerll, cn alls ekki gallalaust. Kostur er að hér á landi eru allir skólaskyldir í 10 ár, öllum er veitt kennsla í mörgum greinum, íslensku, erlendum mál- um, heimilsfræói og smíðum svo eitthvað sé nefnt. Allir læra að lesa og skrifa og fara meö tölur og stærðir. Það má síðan deila endalaust um hverjir gallarnir séu, en rétta svarið er vandfundið, m.a. vegna þess hve einstaklingarnir hafa margar og ólíkar þarf- ir, geta þeirra er ekki jöfn á öllum fræða- svióum. Ef við notum hina almennu, grófu skipt- ingu, þá tölum við um verklegt nám og bók- Bernharð Haraldsson, skólameistari. legt. Þessi skipting er ekki fullnægjandi m.a. vegna þess, að í verklegu námi er mik- ill bóklegur þáttur, en í bóklegu námi er verkleg kennsla næsta lítil og stundum alls engin. Ef við eigum að rækta með okkur bæði verksvit og bókvit, verður að gera verklegum greinum af ýmsu tagi hærra und- ir höfði en nú er t.d. meö því að gera nem- anda í bóklegu námi skylt að læra nokkuð í list- og verkgrcinum á ferli sínum. Þaö er vonandi, að sú endurskoöun framhalds- skólalaganna sem er á næsta leiti taki tillit til þessa.“ Batinn kemur ekki af sjálfu sér „Hinu skulum við ekki gleyma, að þótt hlutur skólanna í almennri menntun sé mik- ill, bæði til hugar og handa, þá getur skól- inn aldrei annað en byggt grunninn og styrkt fræðin, samfélagið verður síðan aö taka vió og gefa ungu fólki tækifæri að nota þekkingu sína og afla sér nýrrar í viðfangi við hin daglegu verkefni. Þetta segi ég nú, því atvinnuástand hér á Akureyri og við Eyjafjörð er mjög slæmt, ekki síst í iðnaði og verkgreinum. Þaó er hætta á, að reynsla og þekking glatist þcgar fyrirtæki draga saman seglin hvert af öðru og þá er vandi okkar stærri en orð mín fá lýst, því það er iðnaður og iðja, sem hefur mörgu öðru fremur fært okkur brauðið um langan aldur. Um leió og við glötum verkkunnáttunni, kippum við styrkri stoö undan tilveru okkar og það getur tekið langan tíma að reisa úr rústum það, sem einu sinni er hrunió. Því megum vió aldrei trúa, að ekki breytist til batnaðar, gefum við þá von upp á bátinn, er okkur illa komió. Þegar batinn kemur, þurf- um við að gcta tekið á móti honum m.a. með því að eiga ungt og velmenntað fólk, ekki bara til bókar, heldur einnig til handar, verkmenntunin verður að vera fyrir hendi. Munum þó, að batinn kemur ekki af sjálfu sér, hann kemur helst fyrir okkar eigið framtak, dugnað og trú á sjálf okkur og þann málstað, sem við berjumst fyrir.“ Fjarri barlómi samtímans „Við þurfum ekki, Islendingar, að halda það aó hlutirnir gerist án fyrirhafnar. Hér drýpur ekki smjör af hverju strái eins og Þórólfur, fylgdarmaður Hrafna-Flóka á að hafa sagt forðum tíð, ef til vill í áróðursskyni. Við þurfum að hafa mikið fyrir lífinu, mikil vinna er forsenda góöra lífskjara. Þar verða allir að leggjast á eitt til að góður árangur náist. Það er einungis dugnaður og elju- semi, sem gerir okkur kleift aó byggja þetta land. Langur vinnudagur, miklu lengri en víðast hjá grannþjóðum okkar, skilar okkur miklum efnislegum gæóum. Við skulum því venja okkur strax á að takast á við vanda lífsbaráttunnar, leggja okkar lóð á vogarskálina, því svo uppsker hver sem hann sáir. Vió skulum líka venja okkur á að takst á við viðfangsefni okkar með jákvæðu hugar- fari, fjarri barlómi samtímans, sem reynir að telja okkur trú um, að allt sé nú á hverfanda hveli, dýpi eymdarinnar eitt eftir. Þessu verðum við að breyta og það getum aðeins vió sjálf gert, enginn annar. Hvert og eitt verðum við að efla sjálfstraust og sjálfsvirð- ingu innra með okkur, vaxa með verkum okkar. Ykkar bíða margvísleg verkefni í vetur, svo mörg og fiókin að ég get ekki nefnt þau í einni andrá. Þau eiga sér það þó sameigin- lcgt, hvort sem þau heita smíðar, saumar, vélritun eða aðhlynning sjúkra, að þau verða ekki unnin til gagns nema menn leggi sig alla fram, helgi sig heila og óskipta við- fangsefni sínu og viti þá að ekkert verkefni er öðru mikilvægara. Munið, aó alúð þarf við alla hluti.“ Ekki sama Jón og séra Jón „Við höfum staðið í framkvæmdum í sum- ar. D-álman er risin af grunni og störf við innangerð aó hefjast og lýkur á vori kom- anda. Þannig verður þetta nýja hús tekið í notkun haustið 1994, sem er heilu ári seinna en vera átti, ef rétt hefði verið að verki stað- ið. Hverju eóa hverjum er um að kenna, ætla ég ekki að nefna hér, en bendi á, að þessi hægagangur er ekki til fyrirmyndar. Viö þetta bætist, að nú hefur verið ákveðið að gera þriggja ára hlé á fram- kvæmdum á Eyrarlandsholti. Verkmennta- skólinn á Akureyri skal víkja fyrir öörum og víst mikilvægari viðfangsefnum. Um þær byggingar er þá veróa eftir skal ekkert fullyrt, en mér hefur verið tjáð, að við meg- um vænta vcrkaloka um aldamót og þá verður byggingartíminn orðinn nær tuttugu ár eins og ég spáói við skólaslitin í vor og féll ekki í góðan jarðveg hjá öllum. Eg nefndi þá, að nú ætti að fara að byggja framhaldsskóla í Grafarvogi, scm væri mjög áþekkur okkar skóla að stærð og gegna sama hlutverki. Byggingartíminn er þar áætlaður um fimm ár cða um fjórðungur byggingartíma Verkmenntaskólans á Akur- eyri. Má því enn segja að ekki er sama Jón og séra Jón.“ Kaldar kveðjur til verklegs náms „Þegar við hófum starf í Verkmenntaskól- anum á Akurcyri hinn 1. september 1984 fyrir réttum níu árum, vorum við full bjart- sýni, við sáum fyrir, að nú risu vegleg og vel búin hús yfir verklegt nám af ýmsu tagi, nám, sem ætti með mörgu öðru að leggja grunninn að velferð okkar. Margt hefur vcl verið gert og þau hús, sem við eigum á Eyr- arlandsholti eru vafalaust hin bestu sinnar tcgundar hér á landi. Fyrir þctta ber okkur að þakka og það gerum vió best með góð- um námsárangri. Hins vegar er tíminn, sem þetta allt hefur tekið, eins og ég nefndi áðan, alltof langur. Við, sem höfum starfað lengi við þennan skóla þekkjum þá baráttu að afia honum fylgis og fjár, baráttuna við að halda í horf- inu í kraðaki skammtíma gæluverkefna hvers tíma. Við höfum líka kynnst loforðum og cfndum, mætt skilningi og skilnings- leysi, eignast bæði jábræður og góða vini. Mér þykir leitt að þurfa að endurtaka það sem ég sagói áóan, orð, sem ég vildi ósögð, að þegar D-álman er risin á hausti komanda, verður víst gcrt hlé á framkvæmdum á Eyr- arlandsholti og því verður að telja næsta víst, að þið, nemendur skólaársins 1993- 1994, hins 10. í sögu skólans, verðið fyrir nokkru komnir á braut þegar hús öll verða risin. Mér þykir sárt að segja frá því, að yfirvöld telja nú önnur viðfangsefni brýnni en að byggja yfir tréiðnir, hússtjómarsvið eða bara þá rafvirkjun. Önnur hús eru víst merkilegri í lok kjörtímabilsins. Mér þykja þetta ekki hlýjar kveðjur til verklegs náms. Þessu skulum við þó taka með jafnaðar- geði, við höfum lifað ýmsar þrengingar af, s.s. margra ára hlaup á milli húsa, langan vinnudag til að geta veitt öllum skólavist, sem til okkar hafa sótt. Þetta er gangur lífs- ins, reynslan hinn ólygni dómari, á að kenna okkur á lífið, sú reynsla er nú mjög bitur. Þrátt fyrir allt skulum við hafa bjart- sýnina að leiðarljósi." Vinna, sem stunda verður af alúð „Góóir nemendur! Með þessari athöfn hefj- um við tíunda skólaárið. A rnorgun hefst vetrarvinnan ykkar. Þið hefjið nám að nýju, mörg ykkar í fyrsta sinni við þennan skóla. Námsleiðirnar, sem þiö hafið valió ykkur cru margvíslegar, enda hafið þið, sem betur fer, ekki öll sama markmióið með námi ykkar. Mig langar að segja ykkur frá því, að nám er vinna, erfið vinna, sem stunda veró- ur af alúð, ef viðunandi árangur á að nást. Vandvirkni, jafnt í stóru sem smáu, er nauð- synleg, alúð þarf við alla hluti. Námið er þroskandi og til að þroskast af því verðum við að skilja tilgang þess, vita hvert stefnt er og hvert markmiðið er. Námið er einn af mörgum þáttum í þeim vef, sem við köllum menntun. Það verður enginn menntaður af því einu að ganga í skóla, hann verður í besta falli lærður. Til að verða menntaður þarf flcira að koma til. Við verðum að þroska með okkur hinn innri mann, skaphöfn og jákvætt lífsviðhorf. Vió verðum aó rækta með okkur skynsemi og heiðarleika, ást á hinu sanna og fagra, kalla fram í okkur góðan vilja, vilja, sem er góður í sjálfum sér og fyllir líf okkar góðri breytni og verkum.“ Stefnumið mannsins... „Skólanámið er vissulega góður undirbún- ingur undir lífiö sjálft, en því eru takmörk sett. Þess skulum við gæta, að hversu lengi sem við lærum þá náum við aldrei neinni fullkomnun, hin ysta brún þekkingarinnar er og veröur ætíð utan okkar seilingar. Það er einmitt þess vegna, sem okkur er brýnt að endurnýja þekkingu okkar í sífellu, vera alltaf að læra. Við megum ekki falla í þá grytju, að halda að þegar við höfum fengið prófskírteinið í hendur, getum við setið æ síðan með hendur í skauti. Hin hraðfleyga stund getur gert þekkingu dagsins í dag verólitla á morgun eða hinn daginn, ónot- hæfa áóur en nokkur veit af. Þess vegna er okkur nauðsynlegt að fylgjast vel með, vera vakandi, leita þckkingar þar sem þekkingu er að fá, visku þar sem visku er að fá. Þetta .getum við líka kallaó símenntun, sem nú er brýnni en nokkru sinni fyrr. Þess vegna skulum við venja okkur á að setja okkur markmið, hvert eftir áhuga og getu, en alltaf skulu þau vera háleit og færa okkur nær hin setta marki mannlegs lífs: að vera hamingjusamur og skapa öðrum ham- ingju. Leiðimar á tindinn eru margar og misjafnar, sumar cru léttar a.m.k. við fyrstu sýn, aðrar sýnast nokkuó á fótinn. Hver sem leið okkar verður skulum við ekki missa fótanna, ekki kvika frá settu marki, þótt gylliboð og glamuryrði freisti okkar, slíkt er sjaldnast til góðs. Nýtið tímann vel, því hvcr andrá er aðeins ein, dagurinn í dag er gærdagur morgundagsins. Liðinn tími verð- ur ekki aftur tekinn fremur en hið talaða oró. Verið því gætin, hafið vara á og nemið orð Hávamála: „Gáttir allar, áðr gangifram, um skoðast skyli,... “ Góðir nemendur. Ég kann ekki aö gefa ykk- ur betra vegarnesti en orð dr. Kristjáns Kristjánssonar: „Stefnumið mannsins á aó vera alhliða þroski, þroski bókvits, verksvits og siðvits; alefling hugar og handa í samstæða heild.“ Með þessum orðum hefjum við 10. starfsárið. Verkmenntaskólinn á Akureyri er settur.“ Millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.