Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 17

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 17
Laugardagur 4. september 1993 - DAGUR - 17 Æskumyndin Lystigarðurinn Steinunn Bjarman Þegar stelpan var krakki fannst henni Lystigarðurinn fallegasti staðurinn í bænum. Hún var alveg viss um að fallegri garður væri ekki til á Islandi og raunar efaðist hún um að fallegri garðar væru til í útlöndum. Og henni fannst aó garðurinn hlyti alltaf að hafa verið þarna. Pabbi hennar sagði stundum: „Eg man vel eftir því 1912 þegar ég var strákur og vió sáum hóp af konum sem voru komnar upp í móa með einhver áhöld og okkur var sagt að þær ætluðu að búa þar til lystigarð. Hvað viö hlógum mikið að þeim, að þær skyldu halda að hægt væri að búa til lysti- garð í móunum sunnan við skól- ann!“ Hún tók ekkert eftir því að það var undrun í rödd pabba hennar eins og hann væri enn hissa yfir því hvað mikið var hlegið og að þetta skyldi hafa tekist. Hún var hálfreið þegar hann sagði þetta, því að hún átti bágt með að trúa því. Garðurinn hlaut alltaf að hafa verió þarna. Henni fannst óþægi- legt aó hugsa um aö þarna hefðu cinhvern tíma verið óræktar móar. Stelpan átti einu sinni heima í húsinu Fagrastræti 1 sem er á móti Lystigarðshlióinu. Þá var hún þriggja ára. Hún mundi ósköp lítið frá þcim árum, en mamma hennar sagði stundum frá þeim seinna. Þá voru mörg atvik bundin við Lysti- garöinn, því að krakkarnir léku sér þar oft á sumrin. Mamma sagði: „A morgnana þegar gott var veður fór ég oft meó Sillu litlu í barnavagninum upp í Lystigarð. Eg skrapp bara á morgunkjólnum með hana og fór upp með trjágöngunum meðfram mcnntaskólanum og gekk svo fram og aftur með vagninn eftir grundinni fyrir ofan gosbrunninn. Radda og Nunna héldu í vagninn sitt hvoru megin. Eg gekk fram og aftur með þær allar og þá fannst þcim gaman ef ég söng fyrir þær: Það er gaman aó ganga um skrúö- grænan skóg.“ Og mamma hélt áfram: „Osköp sofnaði Silla mín vært þegar ég gekk þarna mcð hana og aldrei var ég með börn á fallegri eóa skemmtilegri stað.“ Stelpunni fannst mjög gaman að heyra þessa sögu, cins og öll- um krökkum þykir þegar þeim er sagt frá einhverju sem gerðist þeg- ar þcir voru litlir. En nú ætla ég aö segja ykkur frá nokkru sem gerö- ist á hverju sumri þegar hún var krakki. Þetta voru hátíðlegar Lystigarðsferðir sem öll fjölskyld- an tók þátt í. Þessi Lystigarðsferð var farin þegar stelpan var átta ára. Hún átti þá heima í Hamarstíg 2 og þá voru öll systkini hennar fædd og börnin orðin átta. Það var alltaf farið á sunnudcgi í júlí þegar veður var gott og garð- urinn í mestum blóma. Um morguninn fóru hún og systur hcnnar með pabba sínum niður í bæ og tóku litlu strákana með sér. Þau fóru í mjólkursam- lagið og keyptu mjólk í dunk og skyr í litla, bláa fötu. Þau loru líka í bakarí og kcyptu brauð. Og það sem var skcmmtilegast: þau kcyptu hunangsbrauð með súkku- laði og skrautsykri utan á. Þessi hunangsstykki voru nestið í Lysti- garðsferðina. Þau gengu hægt og rólega í gegnum bæinn og virtu fyrir sér alla sem voru á sunnudagsgöngu í miðbænum. Síöan fóru þau upp Oddeyrargötu og stelpurnar leiddu litlu strákana og þurftu stundum að bera Arna. Pabbi þeirra bar mjólkina og skyrið og Anna Pála fékk að halda á brauðinu og kök- unum. Þegar þau komu heim var mamma þeirra búin að elda sunnudagssteikina. Allir flýttu sér að leggja á borö og skralla kartöfl- ur, því að best var að komast sem fyrst af stað. Eftir hádegismatinn þvoðu yngri systurnar upp, en þær eldri hugsuðu um litlu strákana, Nonna og Arna. Það þurfti að þvo þeim og klæöa þá í hrein spariföt og greiða þeim. Mamma þeirra hugs- aði um litlu systur, sem var bara eins árs, og síðan hafði hún fata- skipti. Þegar þetta var allt afstaðið fóru stelpurnar að punta sig. Þær fóru í hreina, nýstraujaða sumar- kjóla, pússuðu skóna sína, greiddu sér og settu falleg silkibönd í hár- ið á sér. A með- an hafði mamma þeirra hitaó kaffí og sett á hitabrúsa. Hún tók stóra, brúna körfu og neðst í körfuna lagði hún teppi, síðan kom kaffíbrúsinn, mjólkurfíöskur, drykkjarkönnur og kökurnar, en efst var saman- brotinn hvítur dúkur. Það var allt- af dálítið erfítt aó komast af stað. Litlu strákarnir voru kannski hlaupn- ir í burtu og búnir að óhreinka sig. Litla systir búin að gera á sig og það þurfti að skipta á henni. Mamma var þá komin meó sjal og þurfti að taka þaó af sér á meðan hún var að skipta á henni. Loksins var allt til og allir komnir út á götu nema Bjössi, stóri bróðir þeirra. Hann var nýfermdur og honum fannst þetta hálfasnalegt ferðalag. Hann kom nú samt á eft- ir þeim og hljóp síðan ýmist á eftir eða undan, eins og hann skamm- aðist sín fyrir að vera í þessari fylkingu. Eftir að út var komið varð að ákveða hvernig allir ættu að ganga. Eftir nokkrar umræður var samþykkt aó hafa röðina svona: Pabbi gekk með körfuna og staf- inn sinn og mamma leiddi hann. Nunna hélt meó annarri hendi í körfuna, en leiddi Nonna meö hinni. Silla hélt í höndina á Nonna og aðra höndina á Arna. Radda leiddi Arna hinu megin og hélt í vagninn sem Lilla sat í og hjálpaði Onnu Pálu að kcyra hann. Þetta var nú mciri hersingin og hún var ekkert mjög fljót að kom- ast alla leió upp í Lystigarð. Til allrar hamingju voru ekki margir bílar á götunum þegar þetta var, en það var alltaf býsna margt fólk á göngu og margir að fara upp í Lystigarð eins og þau. Stundum stoppuðu þau þegar pabbi tók ofan og spjallaói viö kunningja sem þau hittu. Stundum riðlaöist hóp- urinn ef þau mættu bíl eöa öðrum hópi og þá þurfti að raða öllu upp að nýju. Og stundum urðu litlu strákarnir þreyttir og þá fengu þcir að sitja í barnavagninum dálítinn spotta. En að lokum komu þau að Lystigarðshlióinu sem pabbi þeirra opnaði og hélt opnu á mcð- an þau gengu inn. Alltaf voru þau jafnundrandi og glöð þegar þau komu inn í þennan garð. Við þeim blöstu fjögur stór blómabeð, í tveimur voru stjúpur og tveimur morgunfrúr. Þetta voru ekki nokkrar stjúpur eða ein röð af morgunfrúm. Nei, blómin virtust skipta tugum ef ekki hundruðum. Þau stóðu kyrr og virtu fyrir sér dýröina og horfðu upp malarstíg- inn sem lá upp að gosbrunninum og trjágöngin meðfram honum. Þeim kom öllum saman um að þetta væri enn fallegra en í fyrra og að blómin hefðu aldrei áður verið svona mörg. Lilla var tekin úr vagninum og hann skilinn eftir við hliðið. Þau gengu hátíðlega malarstíginn sem lá meófram Eyrarlandsveginum, því að nú lá leiðin í lautina þeirra. Litlu strákarnir voru ekki alveg sáttir við þetta, þeir vildu helst fá aó hlaupa upp í brekkurnar ofan við skeifumar eða skoða betur blómin. Stelpurnar héldu fast í þá og sussuðu á þá, þær lofuðu að sýna þeim þetta allt á eftir. Þegar þau komu að langa grasi- vaxna hvamminum, sem lá upp eftir garðinum að sunnan og fjöl- skyldur sátu oftast í á sunnudög- um, urðu þau kát þegar þau sáu að það sat enginn í þeirra laut. Lautin var norðan megin í hvamminum, hún var stór og rúmgóð og ofan við hana var trjáþyrping. Þegar þau voru að breiða út teppið og koma sér fyrir heyrðu þau allt í einu baulað á bak við eitt tréð og Bjössi rak hausinn fram undan því. Hann hafði orðiö á undan þeim og var búinn að hlaupa um allan garðinn. Mamma þeirra tók nú af sér sjalið, braut það saman og settist á teppió. Mikið var hún fín á upp- hlut, í ljósri silkiskyrtu og með eins svuntu. Pabbi þeirra fór úr frakkanum og tók af sér hattinn, lagði frá sér stallnn og settist hjá henni. Þau höfðu Lillu litlu hjá sér og hún var að reyna að staulast um. Systumar fjórar fóru í leiðang- ur meó litlu strákana aó sýna þeim garðinn. Stóri bróðir þeirra var rokinn í burtu eins og eldibrandur mcð einhverjum strákum sem hann hafði hitt. Stclpurnar gengu til baka eftir malarstígnum og sýndu strákunum þcssar merki- legu skeifur og runnana sem voru fyrir framan. Þær útskýrðu fyrir þeim að það mætti alls ckki klifra upp í brekkurnar og ekki slíta blómin. Þcgar þær voru komnar að gangstéttinni fyrir framan hlið- ið dáðust þær enn að öllu blóm- skrúðinu og lásu fyrir strákana reglumar um garðinn. Síðan gengu þau upp malarstíginn, en beygðu fljótlega inn á stíg til vinstri. Næst átti að sýna þeim stytt- una. Þegar þau komu aó styttunni sögðu stelpurnar strákunum að þctta væri nú Matthías Jochums- son og reyndu að útskýra fyrir þeim hvcr hann hefði verið. Litlu strákarnir höföu meiri áhuga á því að klifra upp fótstallinn og það skildu þær ósköp vel, því að það hafði þeim alltaf fundist mjög skemmtilegt. En núna báru þær ábyrgö á þeim og þær sögðu að þetta væri bannað og það væri líka hættulegt. Strák- arnir hlustuðu ckkert á það sem þær sögðu. Þeir vildu ekki fara af þessum skemmti- lega stað fyrr en þær lofuðu að næst fengju þeir að sjá gosbrunn- inn. Þeir höfðu óljósan grun um að hann væri enn skemmtilegri. Stelpurnar styttu sér leió á milli trjánna og leiddu strákana á milli sín tvær og tvær. Allt í einu stönsuðu þau öll, því að þarna blasti hann við þeim - sjálfur gosbrunn- urinn. Fyrst gengu þau öll hringinn í kringum hann og síóan settust þau á einn af grænu bekkjunum sem voru umhverfís hann. Strákarnir sátu fyrst stilltir hjá þeim og vildu fá að vita af hverju vatnið færi svona beint upp í loft- ið. Stelpumar áttu dálítið erfitt meó að útskýra það, því að þær höfðu aldrei skilið það sjálfar. Eft- ir dágóöa stund leiddist strákunum að sitja og horfa á gosbrunninn. Þeir slitu sig lausa og fóru að hlaupa fram og aftur og klifra upp á bekkina. Sá minni reyndi að klifra yfir girðinguna í kringum gosbrunninn og vildi fá að’sulla í tjörninni. Stelpurnar báðu guð aö hjálpa sér og þutu á eftir þeirn. Þær voru strangar og sögðu að þetta væri harðbannað, enginn mætti ganga á bekkjunum eða koma nærri tjörn- inni. Sjálfar hafði þær alltaf lang- að til að koma inn fyrir giröing- una, en hliöið var læst og þær vissu að enginn átti að fara inn fyrir. Bjössi hafði montast yfir því við þær að hann hefði einhvern tíma klifrað yfír með öörum strák- um, en þær trúðu því ekki. Þegar þau höfðu dvalið við gosbrunninn góða stund og strák- arnir voru orónir óþolinmóðir gengu stelpurnar með þá stíginn suður af honum og nú voru þau komin efst í hvamminn þar sem fólkiö sat. Þá slepptu þær þeim og lcyfðu þeim að hlaupa til pabba og mömmu. Þegar þær komu þangað var mamma þeirra að enda við aó breiða út dúkinn og allt í einu var Bjössi kominn líka. Pabbi hellti mjólk í allar könn- urnar þeirra, sem voru emaleraðar og með myndum á, og hver þckkti sína könnu. Mamma hafói sett hunangsstykkin á kökufat og rétti þeim. Allir drukku og átu með bcstu lyst og allt í kringum þau voru börn og fullorðnir að gæða sér á nestinu sínu. Eftir kaffið fengu stelpumar frí og þurftu ekki að passa litlu krakkana. Þeir voru farnir aó leika sér við aðra litla krakka, en þama voru þeir margir. Pabbi og mamma sátu makinda- lega og drukku molasopa og spjölluðu við fólkió sem næst þeim sat. Stelpurnar þutu af stað. Þær hlupu niður hvamminn og eftir malarstígnum. Þær hlupu fram og aftur um skeifurnar og síðan út að hliði. Þær hoppuðu á gangstétt- inni, en gengu síðan upp með trjánum meðfram menntaskóla- girðingunni. Þetta var há timbur- girðing sem ekki sást upp fyrir, en gaman að reyna aó klifra upp og vita hvað var hinu megin. Trén stóðu þarna þétt og voru orðin há og þar var ævinlega dálítið skugg- sýnt og dularfullt. Þær vissu að þarna hafði mamma þcirra gengið með Sillu í barnavagninum í gamla daga. Þeim fannst það dá- lítið skrítið, því að núna mátti ekki keyra vagna um garóinn. Þegar þær höfóu kannað öll skúmaskotin mcðfram girðingunni komu þær á grundina þar sem þær höl’ðu gengið litlar meö mömmu sinni. Stelpurnar hlupu fram og aftur um grundina og hittu fleiri 'stelpur á sínu reki og ákváðu að fara allar í leik í lautunum. Laut- irnar sem lágu upp af grundinni voru tvær. Onnur var grunn og víð og þar fóru þær í myndastyttuleik. Þegar þær voru orðnar leiðar á myndastyttuleiknum fóru þær í hina lautina. Sú laut var stór, djúp og hringlaga, og það voru stallar allan hringinn. Stclpurnar fóru í eltingaleik á stöllunum. Það mátti ekki fara út af stalli, þá var maður úr leik. Scinast voru þær orðnar svo þreyttar og móðar að þær settust niður og hvíldu sig og sögðu hver annari hryllingssögur. Þær heyróu hávaða og ærsl í strákum sem voru að leika sér þama nærri, ann- að hvort í Tarsanleik eða indíána- leik. Þá ákváðu þær aó fara í for- ingjaleik um allan garðinn og enda þar sem fólkið sat í langa hvamminum. Elsta og stærsta stelpan var for- ingi og glaðvær stelpnahópurinn sveimaði nú fram og aftur um garðinn. Stundum gengu þær allar í halarófu eftir grænu bekkjunum. Stundum gengu þær á kantstein- unum meðfram blómabeðunum. Þær þurftu að stökkva yfír runna, standa á öðrum fæti á hættulegum staó, hoppa allan hringinn kring- um styttuna, læðast á milli trjár- aða svo enginn heyrði. Seinast voru þær komnar á hólinn sunnan við hvamminn og þar voru enn fleiri krakkar að leika sér og það var erfítt að láta sér ekki fipast. Þær fóru alla leið niður í horn á garðinum, syóst við Eyrarlands- veginn. Þar var runnaþykkni og þangað laumuðust oft krakkar sem þurftu að pissa. Að lokum gengu þær hátíðlega upp hvamminn og héldu báöum handlcggjunum upp í loftið og þar með var leikurinn búinn. Mamma og pabbi voru að taka saman dótið þegar stelpurnar kornu og þær tóku að sér barn- fóstrustarfið. Þær sátu og hvíldu sig og Bjössi bróðir þeirra var líka kominn. Þau léku sér við litlu krakkana og horfðu á eftir pabba og mömmu sem leiddust niður hvamminn. Mamma var með fal- lega, franska sjalið sitt og skott- húfu og pabbi í ljósum frakka, mcð hatt og staf. Þau ætluðu aó ganga í ró og næði og skoða Lystigaróinn sinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.