Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. september 1993 - DAGUR - ' in komi frá heimilum þar sem fyrir séu vandamál af ýmsu tagi. „Tilllnningaleg vandamál, óregla og flcira í þcssum dúr cru vandamál sem fer fjölgandi hjá unglingum og ég vil kenna því um hvcrnig þjóðfélagið okkar helur þróast. Hjónaskilnaðir, óregla, atvinnuleysi, vinna foreldra utan heimilis. Við þurfum í raun ekki að fjölyrða frekar um þetta cins augljós- lcga og þetta blasir við okkur í fjölmiðlum dags daglega.“ Vilbcrg segir það afskaplega mikilvægt að forcldrar séu þátttakendur í skólastarfinu. Sífellt færist í vöxt að rcynt sé að fá þá til starfa innan skólanna en misjafnlega gangi. Foreldrar vilja vel „Við höfum verió heppin hér í skólanum því við höfum náð nokkuð góðu samstarfi við foreldra okkar nemenda. Eg hcld að við vcrðum að hafa það í huga, og ganga út frá því scm vísu, að öllum foreldrum þykir vænt um börnin sín og vilja þeim allt hið besta. Þcir cru því oft á tíðum ckki sáttir við það ef eitthvað kcmur upp, þeim sárnar og þeir vilja kcnna skólanum um. Það væri fásinna að neita því aö mistök geti átt sér stað í skóla- kerfinu cn sjaldnast held ég þó að því sé eingöngu um að kcnna. Það kcmur yfirleitt í Ijós þegar rnálin hafa verið rædd og krufin til mcrgjar. Við leggjum mikla áherslu á að lá að ræða við forcldra um vandamál eða misklíó sem upp kcmur. Það koma oft upp einhver smá- vægileg klögumál hjá þeim; einhver hefur vcrið að stríða þeim eða citthvað í þcim dúr og þá geta þeir orðið fúlir út í skólastarfió. Það er þó mjög íljótt aó jafna sig og því ákaf- lega mikilvægt að foreldrar taki ekki undir meö þcim þegar og ef skólanum cr hallmælt. Þeir mcga aldrei láta krakkana finna að þeir hafi citthvað við skólann að athuga. Hann er þeirra vinnustaður og þar þarf þcim að líöa vel næstu árin. Tilfellið er að það er auðvelt að koma því inn hjá börnum að það sé eðli- legt aó þykja kennararnir slæmir og skólinn leiðinlcgur. Slíkt hcfur slæm áhrif á börnin og þeirra starf innan skólans. Mín skilaboð til foreldra og forráðamanna eru því aö koma skilyrðislaust með klögumál til okkar.“ Tekið eins og höfðingja Skólastjóragrýla er eitthvað sem líklcga flest- ir kannast við úr sinni skólagöngu. Kennarar nota skólastjórann sem grýlu á krakka sem hagar sér ekki í sæmilega. Jafnan er þá grip- ið til þess alkunna frasa að viökomandi verði sendur lil skólastiórans ef hann bæti ekki ráó sitt. „Það verður aó segjast alvcg cins og cr aö þaó er líklega talsvert til í því að skólastjórar séu notaðir á þennan hátt. Eg er ckki hlynnt- ur því en þctta er undir kennurum komið. Þeim hættir til þess að nota okkur á þennan hátt.“ Vilbcrg segist yfirleitt hafa reynt að taka mildilega á þcim sem sendir hafa verið til hans, reynt aó ræða við þá eins og maður við mann. „Annars hef ég alltaf haft mjög gaman af því, og reyndar tekið á því nokkurt ntark, þegar ég hitti gamla nemendur ntína ein- hvers staðar þar sem þeir starfa í verslun eða þurfa að þjónusta ntig á einhvern hátt. Það er sama hversu baldnir þcir hafa verið og hversu vel og hrcssilega ég hef talað yfir hausamót- unum á þcini, alltaf skal mér vera tekió cins og höfðingja og allt fyrir ntig gert. A þcim stundum sannfærist ég um að skammir og það að slá í borð geti gert mönnum gott.“ Skulfu á beinununi Vilberg og Sigurbjörg fóru til Skotlands á liðnum vetri, drifu sig þar í nám og höfóu mikið gagn og gaman af. I einni af skoðun- arferðum sínum loru þau í skóla. Afskaplega skemmtilegan skóla þar sem krakkarnir voru fengnir til þess að fara yfir verkefni sem hcngd höfðu verið upp á veggi skólans. „Við vorum stödd í skólanum miðjum, uppi á annarri hæð, þar sem bæði var hátt til lofts og vítt til veggja. Við gátum horft fram af svölum þar sem við stóðum og allt í einu heyrðum við þcssi líka óhljóð. Skólastjórinn, stór og skessuleg kona, var þá að hirta tvo tíu ára stráka scm eitthvað höfðu gert af sér úti á skólalóðinni. Eg hef aldrei um dagana heyrt aðra cins þrumandi ræðu. Mig langaói mest til þess að skella upp úr en hugsaði meó mér aö ef ég ætti eftir að gcra aðra eins „bommertu" þá væri mér farið að förlast. Strákagreyin skulfu þarna á beinunum og hún sagði alltaf „horfiö á mig“, „horfið á mig". Þcir reyndu að líta upp en hakan seig jafn- harðan ofan í bringu. Eg þorði ekki að spyrja hvað þcir höfðu gert af sér en það hlýtur að hafa verið rosalega alvarlegt,“ segir Vilbcrg og hlær dátt að þcssari upprifjun. Vilberg segir þau hjón hafa haft afskap- lega gott af dvölinni erlcndis. Þau hafi kynnst fjölbreyttu starfi Skotanna og séð aö þeir eru að gera margt spcnnandi. Hann scgir þó að þrátt fyrir margt gott séu þcir áratug- um á eftir íslendingunt varðandi húsnæóis- rnál pg annað sem tengist aðbúnaði í skólun- um. Islcndingar séu reyndar mjög framarlcga á þessu sviði. Fólksvagninn kostaði tveggja ára Iaun Það sem vakti einna mesta athygli þcirra sem voru mcð hjónunum í Skotlandi var þegar þau fóru aö segja frá launamálum kcnnara á Islandi. Þcir áttu varla orð til þcss að lýsa undrun sinni og spurðu hvernig í ósköpunum þau færu að því að draga frant lífið. „Þaó er engin furða því þaó er misjafnlcga að kcnnurum búið og laun þeirra eru lág. Mér finnst þctta til skammar og hefur lcngi fund- ist. Það cr ekki það til sem kennarar vilja ekki gera og því cr þctta fyrir neðan allar hellur. Þetta er krefjandi og erfitt starf og hreint ekki fyrir hvern sem er. Við höfðum mjög lélcg laun þcgar við vorum aö byrja og ég man að fólksvagn scm við keyptum kost- aði tveggja ára laun. Síðan fór þetta örlítið upp á við en hefur því miður staðnað nokkuð síðustu árin. Einhverjir hafa orðið til þcss að Mynd: Robyn Texti: Svanur Valgeirsson segja ástæðuna vcra þá að um kvennastétt sé að ræöa. Um það skal ég ckkcrt segja en cf svo er þá er það smánarblettur á okkur Is- lendingum. Kennarar vinna eitt mikilvæg- asta starf sern þessi þjóð vinnur, þ.e. að upp- fræða unglingana og koma þeim til manns. Ef- við missum hæfasta fólkið úr stéttinni vegna þess að launin eru lág þori ég ekki að spá fyrir um framtíðina." Foreldrar með fyrsta daginn Vilberg scgist hlakka til komandi vetrar. Annað sé ekki hægt. Hann hafi góðu fólki á aö skipa og húsakost eins og best verður á kosið, með sundlaug og íþróttahúsi. Hann segir að nú vcrói reynt að brydda upp á ýms- um nýjungum í vetur. Til dæmis þegar krakkarnir mæta fyrsta daginn verði reynd sú nýbreytni að cldri nemendurnir mæti að kvöldi til og mælst sé til þess að sem flestir foreldrar komi með. „Viö ætlum að prófa það núna að láta nemendur í eldri bckkjum, 7.-10. bekk, mæta þegar komið cr undir kvöld og taka pabba og mömmu með. Þar ætlum við að tala við þá um komandi vetur hjá börnunum. Það cr svo rnargt sem er fólki sameiginlegt varðandi krakkana, vasapeningar, útivera á kvöldin og þar fram eftir götunum. Þaó skiptir nefnilega miklu máli að foreldrar tali um þessa hluti og samræmi þá sín á milli svo einn segi ckki að annar megi vcra úti til 10 ef þaö er ekki rétt. Foreldrar vita gjarna ekki hvaða reglur gilda á öðrum hcimilum og til þcss að losna við allan misskilning sé rétt að tala um þessa hluti fyrsta daginn í skólanum, miðvikudag- inn 8. september," segir Vilberg Alcxanders- son, skólastjóri Glerárskóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.