Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. september 1993 Fréttir Ágústveðrið á Akureyri: GæMegra en íjúlf Samkvæmt uppiýsmgum frá veðurfarsdeild Veðurstofu ís- lands var meðalhitinn á Ak- ureyri í nýliðnum ágústmán- uði 9,1 gráða sem er 0,9 gráð- um undir meðallagi. Þetta er mun skárri útkoma en í hin- um hrollkalda og sólarlausa júlímánuði. Úrkoma mældist 40,2 milli- metrar sem er 6 millimetrum yfir meðalúrkomu í ágúst og sólskinsstundir voru 127 sem er 8 stundum undir meðallagi. Akureyringar fengu nokkra góða daga í röð seinnipartinn í ágúst og komst hitinn í 19 stig 23. og 24. ágúst og í 20 stig 25. ágúst. Útkoman á Akureyri en nán- ast þversnið af veðurfarinu á landinu öllu í ágúst. Hitinn var víðast hvar um I gráðu undir meóallagi og mánuðurinn ekki óvenjulegur að neinu leyti hvað veðurfarið varðar. „Þctta var ffamför hjá ykkur, cnda gat ástandió varla vcrsn- að,“ sagði veöurfTæðingurinn á veóurfarsdeildinni um saman- burðinn viö hinn illræmda júlí- mánuð. SS ■filli 1II ]ji| itiffl ríTiHinii 1H III11 rtTrfrl Blómahúsið jwStór a potta- plöntum Líttu inn í kaffihúsið og njóttu góðra veitinga í fallegu umhverfi. Blómabúðin er opin alla daga frá kl. 09.00-21.00 BfÓMAHÚSIÐ Sími 22551 Rætt um hlutafjárkaup á fundi bæjarstjórnar Sauðárkróks: Flestir bæjarfulltrúar fagn- andi yfír lyktum mála Á fundi bæjarstjórnar Sauðár- króks sl. þriðjudag var rætt um kaup Skagfírðings hf. á hlut Þormóðs Ramma í Skildi hf. Voru bæjarfulltrúar flestir fagnandi yfír lyktum mála, en forseti bæjarstjórnar var þó ekki alls kostar ánægður. Eins og áður hefur verið greint Akureyri: Mikið ónæði af bifhjólamönnum Bifhjólamenn voru mikið á ferð- inni á Akureyri á fimmtudags- kvöld og bárust lögreglunni fjöl- margar kvartanir undan öku- lagi þeirra og hávaða sem af því hlaust. Að sögn lögreglu virtist sem að minnsta kosti sumir þessara ökumanna hefðu engan annan tilgang með framferði sínu en að valda ónæði og hættu. Margir höföu samband við lög- regluna á Akureyri á fímmtudags- kvöld og kvörtuðu undan bifhjóla- mönnum, sem þeystu vítt um bæ- inn á reiðskjótum sínum. Bifhjóla- mennimir virtu lítt um hraðatak- markanir og beittu farartækjum sínum gjaman með þeim hætti að mikill hávaði hlaust af. Ekki þarf að fjölyróa um þær hættur sem skapast af þvílíku athæfi auk mik- ils ónæóis vegna hávaða. Þá var ökumaður bifreióar 'stöövaöur á Glerárgötu á fimmtudagskvöld en hann ók á um 95 kílómetra hraða. ÞI frá keypti Skagfirðingur hf. hlut Þormóðs Ramma í Skildi hf, 52,2%. Sauðárkróksbær á 18% í Skildi og 15% í Skagfirðingi. Kaup Þormóós Ramma á meiri- hlutanum í Skildi fyrir rúmu ári síóan ollu talsverðum hita í bæjar- stjóminni og víðar. Það rifjaði Knútur Aadnegard, forseti bæjar- stjórnar, (D) upp á fundinum á þriðjudag. Kvaðst hann jafnframt harma „aö þaó skuli þurfa að leggja til 83,5 milljónir af fjár- magni sem til er hér í bænum til þess að yfirtaka atvinnufyrirtæki sem til staðar eru“ og sagði jafn- framt harmsefni „að missa út úr bænum fjármagn sem hægt væri að nýta til uppbyggingar atvinnu- lífinu". Knútur sagði ljóst að til- raun Þormóós Ramma hefði mis- tekist og kvaðst gjaman vilja sjá þá aftur taka þátt í atvinnuupp- byggingu á Króknum. „Eg vildi sjá sem allra flest fyrirtæki utan Sauðárkróks koma og taka þátt í atvinnuuppbyggingu hér“, bætti hann við. Stefán Logi Haraldsson (B) vítti málflutning Knúts. Stefán Logi kvaðst ánægður meó lyktir mála og Ijóst að menn hefðu gert mistök á sínum tíma þegar hluta- bréfin voru seld úr bænum. Undir þau sjónarmið tók Anna K. Gunn- arsdóttir (G). Að sögn Einars Svanssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar og Skagfirðings, verður vakta- vinnu haldið áfram í Fiskiójunni. Gerður hefur verió um það lang- tímasamningur, þ.e. ótímasettur. Vaktir hafa verið frá kl. 6-22 og verða það áfram, en á tímabilinu nóvember-febrúar verður þó ekki byrjað að vinna fyrr en kl. 8 á morgnana. sþ Eyjafjarðarsveit: Bóndi varð undir heyrúllu Það slys varð við bæinn Hrafna- gil í Eyjafjarðarsveit á fímmtu- dagskvöld að bóndi úr ná- grannasveitarféiagi, sem vann við að rúlla hey, varð undir heyrúllu. Hann var með farsíma hjá sér við heyskapinn og gat því sjálfur látið vita um slysið. Sjúkrabíll sótti hann og flutti á slysadeild á Akureyri en hann kvartaði um óþægindi í baki. Túnið þar sem bóndinn var við vinnu er í nokkrum halla og valt ein rúllan af stað þegar hún losn- aði úr bindivélinni. Ætlaói bónd- inn að stöðva hana með fyrr- greindum afleiðingum. Þar sem um seinni slátt var að ræða og blautt á grasi má ætla aö rúllan hafi verió allt að 700 kíló eóa jafnvel meira. Sem fyrr segir var maðurinn fluttur á slysadeild en ekki var vitað nánar um líðan hans. ÞI Heilsurækt í Hamri! Líkamsrækt, tröppuþrek fyrir hópa, vatnsgufubað, nuddpottur og Ijósalampar. Vetrarstarfið hefst af fullum krafti mánudaginn 6. september. Leiðbeinendur, Elín Sigurðardóttir og íþróttakennararnir Einar Kristjánsson og Jón Sævar Þórðarson, veita hverjum og einum persónulega ráðgjöf á virkum dögum milli kl. 17 og 19. Mánaðarkort kr. 3.000. Afsláttur fyrir námsmenn. Ljósalampar. 10 tíma Ijósakort í frábærum Ijósalömpum á aðeins 3.000 kr. Séraðstaða fyrir hvern og einn. Gufubað og nuddpottur innifalinn í verði. Skráning og upplýsingar í Hamri, félagsheimili Þórsara, í síma 12080 og á staðnum. er í áttunda sinn sem er í áskriftargetrauninni, Áskriftargetraun Dags og Flugleiða: Hjúkrunarfræðingar hrepptu hnossið! - þegar dregnir voru út vinningar ágústmánaðar leiða meðan á dvölinni stendur. Nöfn vinningshafa eru valin úr áskrifendaskrá með aóstoð tölvu- forrits og má segja að tölvan okk- ar hafi verið höll undir hcilbrigð- isstéttirnar að þessu sinni. Þær Barbara og Ingibjörg áttu ekki í crfiðleikum með að svara spurn- ingunum tveimur, sem fyrir þær voru lagðar. Þær vissu að aðal- fundur Skógræktarfélags íslands var haldinn á Húsavík um síðustu helgi og að jarðskjálftinn, sem reið yfir Norðurland á laugardag- inn, mældist 4,5 stig á Richter- kvarða. Dagur og Flugleiðir óska vinn- ingshöfunum til hamingju og vona að þeir njóti ferðarinnar. BB Barbara Geirsdóttir, hjúkrun- arfræðingur á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri og Ingibjörg Arnkeisdóttir, starfssystir henn- ar Sjúkrahúsinu á Húsavík, duttu í lukkupottinn er við drógum út nöfn vinningshafa ágústmánaðar í áskriftarget- raun Dags og Flugleiða. Þær hljóta hvor um sig helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur. Þetta dregiö sem efnt var til í tilefni af 75 ára afmæli Dags þann 12. febrúar sl. 1 lok hvers mánaðar allt þetta ár veróa dregin út nöfn tveggja skuldlausra áskrifenda blaðsins og þcim gert að svara tveimur lauf- Íéttum spurningum, tengdum frétt- um líðandi stundar. Séu svörin rétt fá þeir að launum helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur. I desember nk. hlýtur síðan einn heppinn áskrifandi blaðsins helgarferð fyr- ir tvo til Amsterdam í Hollandi. í hverri helgarferð til Reykja- víkur felst flug fyrir tvo með Flugleiðum, gisting í tvær nætur á Hótel Esju eða Hótel Loftleiðum og bílaleigubíll frá Bílaleigu Flug- Barbara Geirsdóttir. Mynd: Robyn Ingibjörg Arnkelsdóttir. Mynd: im

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.