Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 24

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 24
Umdæmanefnd kynnti sameiningartillögur sínar á aðalfundi Eyþings í gær: Sveitarfélögum fækki úr 30 í 5 Umdæmanefnd Eyþings leggur til að sveitarfélögum á Norður- < landi eystra verði fækkað úr 30 I í S. Guðný Sverrisdóttir, for- maður nefndarinnar, kynnti sameiningartillögurnar á aðal- fundi Eyþings í gær. Umdæma- nefnd ieggur tii að sveitarfélög í Eyjafirði auk Hálshrepps í Suð- ur-ÞingeyjarsýsIu sameinist í eitt sveitarfélag, öll Suður-Þing- eyjarsýsla að Hálshreppi undan- skildum verði eitt sveitarfélag og í Norður-Þingeyjarsýslu verði þrjú sveitarfélög. Tillaga umdæmanefndar tekur til allra sveitarfélaga í kjördæminu og því er ljóst að allir kosninga- bærir íbúar þar ganga að kjörborð- inu þann 20. nóvember nk. til þess að taka afstöðu til tillagnanna. í umdæmanefndinni eru Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps, Sigríður Stefáns- dóttir, formaður bæjarráðs Akur- eyrar, Dagur Jóhannesson, oddviti Aðaldælahrepps, Guðmundur Guðmundsson, sveitarstjóri Rauf- arhafnarhrepps, og Sigurður Rún- ar Ragnarsson, sveitarstjóri Skútu- staðahrepps. Starfsmaður nefndar- innar er Hjalti Jóhannesson, land- fræðingur. Nefndin átti fundi með öllum sveitarstjómum í kjördæminu þar sem hún leitaði eftir hugmyndum sveitarstjómarmanna um hvaða sameiningarform þeir vildu helst og/eða teldu almenning í sínu sveitarfélagi helst vilja. Að þessum fundarhöldum loknum komst umdæmefndin að þeirri niðurstöðu að leggja til að sveitarfélögin verði fimm. Eyjafjörður í eina sæng Lagt er til að Eyjafjörður verði eitt sveitarfélag, sem þýðir að íbúar þar yrðu um 21 þúsund. Þau sveit- arfélög sem tillaga er gerð um að sameinist eru: Akureyrarbær, Am- ameshreppur, Árskógshreppur, Q HELGARVEÐRIÐ Sumarið verður áfram við lýði um helgina því búist er við hægri breytilegri átt um norðanvert landið í dag og á morgun. Gera má ráð fyrir þokubökkun - einkum við ströndina. Hiti á landinu verður 5 til 15 gráður yfir daginn en 2 til 8 um nætur. Dalvíkurbær, Eyjafjarðarsveit, Glæsibæjarhreppur, Grímseyjar- hreppur, Grýtubakkahreppur, Hálshreppur, Hríseyjarhreppur, Ólafsfjarðarbær, Skriðuhreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Svarf- aðardalshreppur og Öxnadals- hreppur. Umdæmanefnd segir í greinar- gerð með þessari tillögu að með því að leggja til að í Eyjafirði verði eitt sveitarfélag sé fylgt að miklu leyti þeim ramma sam lagt var til að umdæmanefndir ynnu eftir. „Umdæmanefnd telur að Eyjafjörður geti, sem eitt sveitar- félag, orðið sterkara mótvægi gegn höfuðborgarsvæðinu, at- vinnulíf fjölbreyttara og byggða- þróun jákvæðari." Stór sameining í Suður- Pingeyjarsýslu Umdæmanefnd leggur til að öll sveitarfélög í Suður-Þingeyjar- sýslu að Hálshreppi undanskildum sameinist. íbúar þessara sveitarfé- laga, sem eru Áðaldælahreppur, Bárðdælahreppur, Húsavíkurbær, Ljósavatnshreppur, Reykdæla- hreppur, Reykjahreppur, Skútu- staðahreppur og Tjömeshreppur, eru um 4.200. Fram kemur í greinargerð um- dæmanefndar að hún hafi komist að raun um að með fáum undan- tekningum hafi ekki verið ákveð- inn vilji fyrir sérstöku sameining- arformi. Því sé gerð tillaga um þann sameiningarkost sem nái lengst. Þá segir í greinargerðinni að umdæmanefnd vænti þess að með tilliti til byggðaþróunar verði Suður-Þing. sterkari eining sem eitt sveitarfélag. Gert er ráð fyrir að Húsavík verði aðalþjónustu- kjami í sveitarfélaginu, en líklega þurfi að hafa 2-3 þjónustukjama í því. Þrjú sveitarfélög í Norður- Þingeyjarsýslu Gerð er tillaga um að Norður- Þingeyjarsýsla skiptist upp í þrjú sveitarfélög. í fyrsta lagi 500 íbúa sveitarfélag í Öxarfirði, sem sam- anstandi af Fjallahreppi, Keldu- neshreppi og Öxarfjarðarhreppi að hluta. I öðm lagi 600 íbúa sveitar- félag í Þistilfirði sem samanstandi af Sauðaneshreppi, Svalbarðs- hreppi að hluta og Þórshafnar- hreppi. Þriðja sveitarfélagið, þar sem yrðu um 400 íbúar, tæki til Raufarhafnarhrepps, Svalbarðs- hrepps að hluta og Öxarfjarðar- hrepps að hluta. I greinargerð umdæmanefndar um þessa tillögu segir m.a.: „í N.- Þingeyjarsýslu eru þrír þjónustu- kjamar (íbúar í hverju þjónustu- svæði u.þ.b. 400-600) og enginn þeirra hefur, m.a. vegna samgönguerfiðleika, tækifæri til að verða aðalþjónustukjami. Þess vegna er lagt til að sveitarfélögin verði þrjú og sveitarfélagamörk falli að mörkum þjónustusvæð- anna.“ Nauðsynlegar aðgerðir í greinargerð umdæmanefndar kemur fram sú skoðun að fyrir stærstu sveitarfélögin þyrfti að vinna að gerð nýs stjómkerfis og jafnvel kosningafyrirkomulags, þar sem þess væri gætt að rödd allra byggða innan sveitarfélags- ins nái að heyrast. Þá segir að gera þyrfti samninga um margvísleg staðbundin málefni, s.s. fjallskil, nýtingu hlunninda, mannvirki og stofnanir, snjómokstur o.fl. Eins og áður segir verður kosið um tillögumar 20. nóvember nk. Hljóti hver tillaga meirihluta greiddra atkvæða í öllum hlutað- eigandi sveitarfélögum, skulu sveitarstjómir taka ákvarðanir um fjárhag sveitarfélaganna, fjölda fulltrúa í nýrri sveitarstjóm, nafn hins sameinaða sveitarfélags og önnur nauðsynleg atriði. óþh - 8 sveitarfélög - Um 4200 íbúar - Fjallahreppur, Keldunes- hreppur og Öxarfjarðar- hr. að hluta - Um 500 íbúar Raufarhöfn - Raufarhafnarhreppur, Svalbarðshr. að hluta og Öxarfjarðarhr. að hluta Um 400 íbúar/ Þistilfjörður - Sauðaneshreppur, Svalbarðshr. að hluta og Þórshafnarhreppur - Um 600 íbúar Eyjafjörður -15 sveitarfélög - Um 21 þ. íbúar Sameining sveitarfélaga á Norðurlandi eystra samkvæmt tillögu umdæmanefndar Eyþings. Kortið sýnir tillögur umdæmanefndar Eyþings að nýjum hrcppamörkum á Norðurlandi eystra. Lagt er til að sveitarfélögum fækki úr 30 í 5. í fjölmennasta sveitarfélaginu verði um 21 þúsund íbúar en 400 íbúar í því fámennasta. Kosið verður um þessar tillögur í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi eystra. 20 nóvember nk. Höfum opnað glæsilega varahlutayershm að Dalsbraut 1. UERSLUN - mAHLUTIR - UIÐGERÐIR mmáamm jle- mmrnm i * sm- nsn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.