Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 04.09.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 4. september 1993 i3 Vilberg Alexandersson, skólastjóri í Glerárskóla á Akureyri, hefur Ient í ýmsu á ferli sínum í skólanum. Kennararnir hafa verið misjafnir, svo ekki sé meira sagt, og vandamálin sem upp hafa komið varðandi börn- in hafa oft á tíðum verið erfíð og tekið á tilfínningarnar. Hann segir foreldra verða að vera jákvæða gagnvart skólunum og megi aldrei nokkurn tíma láta börnin fínna að þeir séu á einhvern hátt óánægðir með einhvern þátt skólans, kennarana eða námsefnið. Flestum vanda- málum sé í miklu betri farveg komið ef þau berist inn á borð til þeirra sem starfa í skólanum. Vilbcrg segir laun kennara vera lág og að hann þori ekki að spá fyrir um framtíðina í skólakerfínu verði ekki úr bætt. Vilberg er í helgarviðtali að þessu sinni. bara skrýtinn þegar ég fór að gera kröfur til þessa fólks. Ég get sagt þér að fólki sem fæst við kennslu er uppálagt að líta fyrst í eigin barm ef eitthvað er að í kennslunni. Ég lenti í miklum erfiðleikum með þessar hugmyndir á sínum tíma þegar ég bar það upp á fundi að kannski þyrftu kennaramir að athuga hvort eitthvað væri að hjá þeim. Viðhorfið var það að þeir voru með kennarapróf, þeir voru kennarar og nemendumir mjög erfiðir. Við megum ekki gleyma því að vandræðin sem við lentum í fylgja oft nýbyggjenda- hverfum. Þá horföu menn framhjá því og tóku ekki tillit til þess. Nú eru menn farnir vera í hávegum hafður. Hann segir kennara sem komi inn í bekk og hans fyrstu orð séu „þegiði“ ekki koma til meö að vinna bekkinn á sitt band. Við bömin sé hægt að tala, og þurfi að tala, eins og jafningja. íslendingar bölva of mikið „Börnin hafa breyst. Þau eru sjálfstæðari og gera meiri kröfur til kennara en áður. Hér áður fyrr var okkur sagt að hlutur væri svona eða hinseginn og við trúðum því án athuga- semda. Nú kennum við krökkunum að gleypa ekki viö hverju sem er án þess að vega og meta þá valkosti sem til greina koma og Foreldrar mega ekki hallmæla skólanum í eyru barnanna Vildi verða bifvélavirki Vilberg Alexandersson fæddist í Stykkis- hólmi og ólst þar upp þar til hann fór í Kenn- araskóla Islands. Þangaó hefur hann síðan ekkert farið nema sem gestur. Hann lauk landsprófi frá miðskólanum en það lá síður en svo beint við að verða kennari. „Mig langaði á tímabili óskaplega mikið til þess að verða bifvélavirki. Ékki veit ég hvers vegna en ég var alveg veikur, mig langaði svo mikið að verða bifvélavirki. Ég varð náttúrulega ekki bifvélavirki en það sem ég held að hafi ráðið því aó ég fór út í kennaranámið var að ég hafði afskaplega góða kennara í miðskólanum. Þar var t.d. Þorgeir Ibsen skólastjóri, sem fór síðar til Hafnarfjarðar, Olafur Haukur Arnason, sem nú er hjá Afengisvamaráði, Siguróur Helga- son, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, og fleiri og fleiri. Þessir þrír eru mér alltaf minnisstæðir og höfðu afskaplega mikil áhrif á mig og ég held að það hafi verið fyrir áeggjan Olafs Hauks að ég fór í Kennara- skólann. Það rann upp fyrir mér þá og er allt- af að koma betur og betur í ljós hversu mikió það hefur að segja fyrir börn og unglinga að hafa góða kennara. Það er eiginlega lífs- spursmál. Ég er t.d. alveg sannfærður um að ég hefði aldrei orðið kennari ef ég hefði ekki notió leiðsagnar þcssara manna. Hjálpi mér - snjórinn þarna Ég sé ekki eftir því að hafa gerst kennari því ég hef haft mikla ánægju af starfinu og ég tel engan vafa leika á því að við höfum kornið mörgum til manns.“ Vilberg hefur kennt óslitið frá 1959, að undanskildum þremur vetrum. Hann var í Danmörku einn vetur, fór síðan í orlof, ásamt konu sinni Sigurbjörgu Guðmunds- dóttur, sérkennara í Glerárskóla, 1979- 1980, og á liðnum vetri brugðu þau sér til Skot- lands og tóku námskeið í sérkennslu, hegð- unarvandkvæðum og ensku. „Við komum hingað til Akureyrar 1967 en höfðum þá verið einn vetur í Olafsfirði. Það var mikil lífsreynsla að kenna þar. Ég hafði verið að kenna við Isaksskóla í Reykjavík og var því þarna í fyrsta skipti með nemendur eldri en átta ára. Þetta var öðruvísi þjóðfélag en ég hafði kynnst í höfuðborginni en fólkið var afskaplega indælt. Eftir öll þessi ár eigum við kunningja þarna sem við tölum alltaf við þegar við hittum þá. Mestu viðbrigðin held ég hafi þó verið í veöráttunni maður. Ham- ingjan hjálpi mér, snjórinn þarna.“ Þótti skrýtinn að gera kröfur Eftir veturinn í Ólafsfirði losnaói staða á Ak- ureyri. Hjörtur L. Jónsson, sem nú er dáinn, var að hætta sem skólastjóri gamla Glerár- skólans, þar sem nú er bamaheimilið Arholt, og Vilberg sótti um og var ráðinn. Síðan þá hafa þau hjónin starfað við skólann. Nýi skólinn var tekinn í notkun 1972. „Þetta hefur undiö mikið upp á sig síðan og viðbrigóin voru geysileg við að flytja í nýtt húsnæði. Ætli við höfum ekki verið með í kringum hundrað nemendur í gamla skól- anum en þeir voru tæpleg þrjú hundruð þeg- ar viö byrjuðum hér. Þegar mest var hérna höfum við líklega verió meó um sjö hundruð nemendur, árinu áður en Síðuskóli kom til sögunnar. Það var mjög erfiður tími. A þessum árum var óskaplega erfitt að fá kennara og ótrúlegasta fólk því ráðið til starfans. Þá var hugsunin sú að ráða bara einhvern til þess að hægt yrði að manna skólann og því ekki að spyrja aö því að mað- ur stóð í eilífu stríði alla vetuma. Ég þótti - Vilberg Alexanders- son, skólastjóri Qlerár- skóla á Akureyri í helgarviðtali að átta sig á því og taka mið af því að fjöl- skylduaðstæður eru mismunandi. Réttindi ekki trygg Glíman við kennarana var oft þyngri en tár- um taki og smátt og smátt fór lítið fyrir hug- sjónum manns þessi árin. Síðan þá hefur maður þó rétt úr kútnum og nú er öldin önn- ur. Nú er aösókn talsvert mikil í kennara- starfið og ekki laust við að farið sé að bera á atvinnuleysi grunnskólakennara. Vilberg segir erfitt að segja hvað hafi breyst en kennarar komi þó orðið mun betur menntaðir og faglega meðvitaðri inn í starfió nú en áður. „Við höfurn fengið góða menntaða kenn- ara og það er mjög mikils virði. Menntun er alltaf góð, um það verður ekki deilt því hún verður í askana látin. Hins vegar eru réttind- in sem slík ekki trygging fyrir góóum kenn- arahæfileikum. Aðalatriðið er að menn „ráði við“ sína nemendur. Kennari verður að geta talað við nemendur og þeir við hann. Hann má ekki tala niður til þeirra en þó eins og sá sem ræður og síðast en ekki síst mega nem- endurnir ekki hræðast kennarann og hann ekki þá.“ Af þessari upptalningu Vilbergs má sjá að í kennslunni þarf hinn gullni meöalvegur að reyna síðan að spyrja og sannfæra sjálfa sig um hvaó muni vera rétt. Við reynum að kenna þeim gagnrýna hugsun. Vegna þessa verða oft árekstrar. Við erum búin að kenna krökkunum að spyrja og efast og því verðum við sem eldri erum að virða þaó við þá þegar þeir leyfa sér að efast. Að. þessu leytinu eru krakkar ólíkir því sem var. Þeir eru frakkari nú og því miður hefur orðbragðið versnað afskaplega mikið. Orðaforðinn hefur aukist svo gríðarlega og því miður ekki til batnaðar oft á tíðum.“ Þaó fer ekki á milli mála að þarna er pott- ur brotinn í uppeldinu og segir Vilberg að svona þurfi þetta ekki að vera. Við þurfum að kenna börnunum að bera meiri virðingu fyrir fullorðnum, raunar fólki yfirleitt. Hann segir eldri krakkana, suma hverja, vera svakalega í orðbragðinu. Það sé mikill Ijóður á okkur Is- lendingum yfir höfuð hvað við bölvum mikið og það þurfum við að laga ef við ætlumst til þess að börnin hætti aó bölva. Vond þjóðfélagsþróun „I hverjum skóla eru einstaklingar sem eiga ákaflega erfitt og þurfa á sérstakri með- höndlun að ræða, hvort sem það er varðandi kennslu eða annað. Vió höfum verið lánsöm hér hvað þetta varðar því við erum vel í sveit sett til þess að taka á málum af því tagi. Svona mál eru alltaf óskaplega erfið við- fangs því stundum vantar skilning á öllum stöðum til þess að hægt sé að taka á eins og þyrfti.“ Hér erum við komnir út í erfið mál og flókin og það er greinilegt að skólastjórinn er ekki sáttur við hvernig þjóðfélagið hefur þróast. Hann segir stundum koma upp mál sem enginn viti hvernig best sé á að taka og það sé nokkuð borðleggjandi aö vcrstu tilvik-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.