Dagur


Dagur - 04.09.1993, Qupperneq 4

Dagur - 04.09.1993, Qupperneq 4
+ - DAGUR - Laugardagur 4. september 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1368 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGIV. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (fþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. UÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. Skólastarf að hefjast Um þessar mundir eru skól- ar landsins að hefja starf sitt að loknum sumarleyfum. Kennsla er þegar hafin í flestum skólum á framhalds- og háskólastigi en kennsla í grunnskólunum hefst í næstu viku. Nærri lætur að fjórðungur þjóðarinnar setj- ist nú á skólabekk og er svo hátt hlutfall eflaust heims- met. Það talar jafnframt sínu máli um að íslenska þjóðin hefur borið gæfu til að byggja upp öflugt mennta- kerfi. Á grunni þess byggj- um við sókn okkar að bætt- um lífskjörum og betra sam- félagi. Ljóst er að áhrifa hins mikla atvinnuleysis, sem ríkt hefur hér á landi undanfarin ár, er þegar farið að gæta í skólakerfinu. Annars vegar hefur skortur á atvinnu leitt til þess að ungt fólk hverfur í auknum mæli til náms að nýju þegar því bjóðast engin störf á vinnumarkaði. Enn aðrir, sem hugðust hætta í skóla, fresta þeirri ákvörðun um sinn og bíða þess að bet- ur ári á vinnumarkaði. Því hefur verið haldið fram að af þessum ástæðum sé at- vinnuleysi hér á landi í raun mun víðtækara en opinberar tölur segja til um. Það kann vel að vera rétt. í annan stað hefur at- vinnuleysi nú gert vart við sig í kennarastétt í fyrsta sinn í sögunni. Hlutfall kennara með full kennslu- réttindi er nú hærra í skólum landsins en nokkru sinni fyrr og skólastjórnendum hefur aldrei gengið eins vel og nú að fá slíka krafta til starfa. Þetta er ánægjulegt að því leyti að aukið framboð sér- menntaðs fagfólks ætti að tryggja betri árangur í skóla- starfinu. Þó má segja að aukin sókn réttindafólks í kennslu komi til af illri nauð- syn, því um önnur, betur launuð störf, er einfaldlega ekki að ræða. Þau laun, sem standa kennurum til boða, eru sannast sagna engan veginn samboðin menntun þeirra og ekki í nokkru sam- ræmi við mikilvægi starfsins og þá ábyrgð sem kennurum er lögð á herðar. „Það er mér og reyndar mörgum öðrum áhyggjuefni, að samfélag, sem á hátíðastundum lof- syngur gildi góðrar mennt- unar, skuli greiða starfsfólki skólanna eins lág laun og raun ber vitni,“ sagði Bern- harð Haraldsson, skóla- meistari Verkmenntaskólans á Akureyri m.a. í skólasetn- ingarræðu sinni fyrr í vik- unni og eru það orð að sönnu. Þessu þarf að breyta, ekki einungis hvað varðar kennarastarfið, heldur störf uppalenda almennt. Menntun er án vafa ein- hver albesta fjárfesting sem þjóðfélag getur lagt í. Sé hún skorin við nögl hefnir það sín í lélegum árangri á fjölmörgum sviðum. Á tím- um niðurskurðar í rík- isrekstri þarf því að fara mjög varlega í að skera nið- ur fjárveitingar til skóla- mála. Vanhugsaðar sparnað- araðgerðir á því sviði geta valdið óbætanlegum skaða. Staðreyndin er að menntun er sú auðlind sem við íslend- ingar þurfum að sækja ótæpilega í til að standa sem best að vígi í samkeppninni við milljónaþjóðirnar. Með þeim orðum býður Dagur nemendur og kennara vel- komna í skólana. Megi vetr- arstarfið reynast þeim far- sælt og árangursríkt í hví- vetna. BB. IRÆRINGUR Stefán Sæmundsson Af fleski, lýsi, fitu og mör Jæja, ágætu lesendur, þá er fitutíminn aó renna upp. Fitumæling, fítubrennsla, fitu- sog, fituskerðing, fitujöfnun, fituhvarf. Allt snýst um fitu, lýsi, fiesk, gor, kjöt, mör, hvap, skvap, hold, spik, brækju, keppi og annan hroða. Ég reyndi að fletta Mogganum um daginn en varð fijótlega kámugur á höndunum. Fituauglýsingamar vom á nánast hverri síðu, auglýsingar um mátt brennslunnar. Brosandi fólk, stinnt og stælt, gaf lescndum fögur fyrirheit um fitulosun og vellíóan á hinum og þessum líkamsræktarstöövum. Þannig gengur þetta á hverju hausti. Fitubrennslan þreng- ir sér inn i þjóðarsálina. Fyrst að smyrja, síðan að bræða Á sama tírna fer nýtt og feitt kjöt að streyma úr sláturhúsunum og fólk byrjar að hræra í blóði með mörkögglum. Það heitir að taka slátur. Sumir fá sér þindar og alls kyns fítustokkinn innyflagraut. Aörir halda sig við majonesið. Fitan er yf- ir og allt um kring. Enginn er óhultur. Hringrásin cr órjúfanlcg. Fyrst er að inn- byrða, siðan losa. Fyrst er að smyrja á sig, síðan að bræóa. Lýsisframleiðslan kemst í hámark á haustin og þess vegna tala ég um að fitu- tíminn sé að renna upp. Menn fá fitu á heilann. En hvað er fita? Ég prófaði að fietta upp í Orðabók Menningarsjóðs: fita, -u lfitucfni, náttúrlcg, lífræn cfni sem leysast illa eða ekki í vatni en vel í bensíni, eter o.þ.h. 2 feiti til matar. 3 spik á mönnum og dýrum: fitubolla, fituklump- ur. „Hvað segir fitubróðir minn í dag?“ Þetta eru áhugaverðar upplýsingar, sér- staklega þetta með að fitan leysist illa eða ckki í vatni cn vel í bensíni og cter. Væri þá ekki ráð að skvetta dálitlu bensíni í sig eftir aö hafa borðað spikfeitt lambakjöt eða drekka eter mcó slátrinu í staóinn fyrir vatn? Það er líka hugsanlegt að grípa megi til þessara efna þótt fitan sé þegar í köggl- unt á líkamanum. Hugsanlega dugir að smyrja bensíni á sig eða nota edik í stað- inn fyrir sápu þegar maöur fer í baó. Svo sá ég líka í orðabókinni fyrirbæri sem kallast fitubróðir. Nei, hér er ekki átt við feitan bróóur manns þótt þetta sé reyndar vinalegt gælunafn og gæti jafnvel átt við þegar tveir digrir mætast: „Blessaó- ur, féiagi. Hvað segir fitubróðir minn í dag?“ Mcrkingin scm orðabókin gefur upp er efni (líkt fitu) í líkömum dýra og plantna. Geta plöntur kannski orðið feitar? Feitmetið og forfeðurnir Eftir þessar fituhugleiðingar allar fann ég mig knúinn til að stíga á vigtina, enda hef- ur líkamsræktin verið i lágmarki að und- anfömu. Eins og vanalcga á haustin (fitu- tímanum) hef ég uppi stór áform um bót og betrun. En þyngdin var ekkert óskap- leg. Sundsprettirnir hafa dugað þokkalega í sumar og ég hugsa að ég megi ekki við mikilli lýsistöku, -bræðslu eða -brennslu. Og hvaö mcó það þótt ég sé aóeins of feitur? Ég veit ekki betur en fitan hafi haldið líftórunni í þessari þjóð gegnum aldirnar. Forfeður okkar nærðust á ótrú- legu feitmeti sem fieytti þeim yfir kalda vetur. Að vísu náðu þeir sjaldan háum aldri, hvort sem það var fitunni eóa einhverju öðru um að kenna. Hvað er svona merkilegt við... Ég veit um marga sem hafa slafrað i sig feitmeti alla tíð og orðið manna elstir og alltaf við hestaheilsu. Ég þekki líka menn sem hafa drukkið cins og svín um ævina en náð fimaháum aldri og ég hef líka heyrt um mcnn sem hafa reykt tvo pakka af sigarettum á dag en unnið til afreka í íþróttum og oróið allra karla elstir. Þetta með óhollustuna hlýtur að vera eitthvað cinstaklingsbundið. Ef fólk er þybbið og líóur fyrir það er sjálfsagt að reyna að breyta vaxtarlaginu cn mörgum finnst ágætt að vera í holdum og það er hió besta mál. Það á ekki að steypa alla í sama mótið. Sifelldar auglýsingar um cftirsóknar- vert útlit, hina sönnu ímynd fegurðar og hreysti, riffiaða magavöðva og kúptan kassa, stinn læri og þjó, vellíðan gcgn „vægu“ gjaldi o.s.frv. eru aðeins til þess fallnar aó skaóa sjálfsmynd margra ein- staklinga sem falla ekki inn í þctta tilbúna mót (svo ég tali ekki um hugsanlega fylgi- fiska á boró við hættulega mcgmnarkúra, anorexíu, offeynslu, steranotkun o.fl.). Reglusemi án öfga Hófsemin er ein höfuðdyggðanna og hún á vcl vió á þessu sviði scm öórum. Hóf- semi í mat og drykk og hæfilcg likams- rækt er það sem flestir þurfa á aö halda. Málið er ekki flóknara cn þctta. Jafnvægi milli fitusöfnunar og fitubrcnnslu cr nauð- synlegt. Öll óregla vcldur vanlíóan. Dag- skipun hvers og eins ætti að felast í næg- um svefni og hvíld, rcglulegum máltíðum og sæmilega hollum mat, hæfilegri hreyf- ingu, reglubundnum vinnutíma og sam- veru meö fjölskyldu og vinum. Sumsé, reglusemi á sem flestum sviðum án þess að gefa sig öfgum á vald. Þetta hljómar bara ansi vel hjá mér. Kannski ég prófi að fara eftir þessari áætl- un og athugi hvort ég uppskeri ekki geysi- lega vellíðan. Já, ég held aó það skipti miklu máli að manni líði vel þrátt fyrir all- ar hörmungamar nær og fjær.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.