Dagur - 09.12.1993, Síða 14

Dagur - 09.12.1993, Síða 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 9. desember 1993 B/EKUR Jólakveðjur - Jólablað Benedikt á Auðnum Jólablab Dags kemur út föstudag- inn 17. desember. Þeir aðilar sem vilja senda kveðjur til starfsfólks, viðskiptavina eða annarra, vinsamlegast hafið samband við auglýsingadeild Dags sem fyrst og eigi síðar en föstudaginn 10. desember nk. Auglýsingadeild sími 24222. Rekstur/Atvinna Til sölu matvælafyrirtæki (salatgerö) í fullum rekstri staösett á Akureyri. Um er að ræða þekktar vörur með góða framlegð. Gott tækifæri fyrir dugmikla aðila. Allar nánari upplýsingar í síma 96-25832. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Mál og menning hefur sent frá sér ævisögu Benedikts á Auðnum sem skráó er af Sveini Skorra Hösk- uldssyni. Benedikt Jónsson, sem kenndur var við Auðnir í Laxárdal, lifði svo sannarlega tvenna tíma. Hann fæddist að Þverá í Suður-Þingeyj- arsýslu árið 1846, og lést á Húsa- vik snemma árs 1939. Alla sína löngu ævi var Benedikt með ólík- indum starfsamur og tók öflugan þátt í því mikla uppbyggingar- starfi íslensks samfélags og menn- ingar sem fram fór á þessu tíma- bili. Aratug fyrir andlátió kallaói Haldór Laxness hann „föður Þing- eyinga“ í tímaritsgrein, „af því að hann er faðir þingeyskrar alþýðu- menningar“. Benedikt lét til sín taka í stjómmálum, hann var lífið og sálin í starfsemi Kaupfélags Þingeyinga um langt skeið, hann byggði upp stórmerkilegt sýslu- bókasafn á Húsavík og hann átti merkan þátt í varðveislu íslenskra þjóðlaga. Sveinn Skorri Höskuldsson hefur um langt árabil rannsakað ævi og verk Benedikts á Auðnum, eftir prentuðum heimildum sem óprentuðum, og hefur hér dregið saman nióurstöður sínar í bók sem í senn er ævisaga og aldarspegill. Hún er ríkulega myndskreytt. Bókin er 607 bls., unnin í G. Ben. Prentstofu hf. og kostar kr. 3.880. Gallar á fullorðna - Verð kr. 7.900, Gallar á börn - verð kr. 3.600,- Úrval af húfum og vettlingum Glerárgötu 28 • Sími 11445 Guðbergur Bergsson. Sú kvalda ást sem hugar- fylgsnin geyma - ný skáldsaga eftir Guðberg Bergsson Bókaútgáfan Forlagið hefur gefió út skáldsöguna Sú kvalda ást sem hugarjylgsnin geyma eftir Guð- berg Bergsson. Þetta er tólfta skáldsaga Guðbergs og eru þá ótalin smásagnasöfn, ljóðabækur og fjölmargar þýðingar á stórverk- um heimsbókmenntanna. I kynningu Forlagsins segir: „I kjallaraherbergi úti í bæ kúrir miðaldra maður og bíður þess aö ástin berji að dyrum. Þar leitar hann nautnar sem er ósýnileg heiminum, rammflæktur í íslensk- um hnút, innst í völundarhúsi ást- arinnar. - I meistaralegri sögu sinni leiðir Guóbergur Bergsson lesandann um þetta völundarhús og býður honum að líta í huga mannsins sem ráfar þar og leitar aó ljósinu sem kannski er hvergi til.“ Sú kvalda ást sem hugarfylgsn- in geyma er 239 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bókin kostar 2.850 kr. Ekkert mál - sagan á bak við Jón Pál Fyrirtækið Island og umheimurinn hf. hefur gefið út bókina Ekkert mál - sagan á bak við Jón Pál: Ævisaga Jóns Páls Sigmarssonar íþróttamanns ásamt yfirliti um arfleijð íslenskra kraftamanna, eftir Ólaf H. Torfason. Bókin er tvískipt: Annars vegar er fjallað um ævi Jóns Páls Sig- marssonar en hins vegar er í l'yrsta sinn reynt að fella íslenska krafta- menn inn í ramma ákvcðinnar arf- leifðar. Sagt er frá æsku Jóns Páls í Skáleyjum á Breiðafirði, í Stykk- ishólmi og í Reykjavík, störfum hans í höfuðborginni, íþróttaferl- inum og síðan atvinnumcnnsku erlendis í aflraunum um nær 10 ára skeið. Lýst er í máli og mynd- um æfingum Jóns Páls og þátttöku í karate, ólympískum lyftingum, kraftlyftingum, vaxtarrækt, hnefa- leikum, skotfimi, sjómanni og hjólastólaakstri og alls konar afl- raunum. Sagt er frá persónuleika og venjum Jóns Páls, skapi, trú- málum, peningamálum, mataræði, ímynd, glannaskap, íslenskukunn- áttu, konum, áfengi, lyfjum, frægð, meiðslum, hjartasjúkdóm- um og streitu. ítarlega er fjallað um ævilok Jóns Páls Sigmarsson- ar og vangaveltur sem upp hala komið um dánarmein hans. Mjög ítarlega er fjallaó um lyfjanotkun íþróttamanna í bókinni og teflt saman ýmsum sjónarmióum og upplýsingum. 1 köflunum Arfleifð og Karl- mennska og íþróttir er rakin saga kraftamennskunnar. Fjallað er um kraftamenn með fornþjóðum, í ís- lendingasögum, þjóðsögum og fram á 20. öld. I bókinni er reynt að setja kraftaíþróttir í sögulegt og félagslegt samhengi. Settar eru fram kenningar um hlutverk af- reksmanna hjá þjáðri þjóð, afl- raunir og sióalærdóma, um heim- ilda- og skemmtanagildi aflrauna- sagna og fjallað um breytileg vió- horf til karlmennskunnar. Sérstök áhersla er lögð á fróðleik um ís- lenskar aflraunir að fornu og nýju, bent á aflraunasteina víðs vegar um Island, vísaó nákvæmlega á heimildir um sterka menn og afrek þeirra í Islendingasögum og þjóð- sagnasöfnum. Bókinni fylgja ítar- legar heimilda- og tilvísanaskrár. I bókinni er rætt við rúmlega 50 einstaklinga um Jón Pál Sig- marsson og ýmsar hliðar íþrótta og heilsuræktar. Bókin er 200 bls. aó lengd í A4 broti, prýdd 102 litmyndum og 68 svarthvítum, prentuð í Svans- prenti. Verö bókarinnar er 3.590 krónur. Borg - skáldsaga eftir Rögnu Sigurðardöttur Mál og menning hefur scnt frá sér skáldsöguna Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur. Sagan fjallar um þrjár ungar persónur í leit aó ást og hamingju, þau Vöku, Ullu og Loga. Sögu- sviðið er einhver borg, Reykjavík, Amsterdam, kannski einhver allt önnur borg. I frétt frá útgefanda segir m.a.: „í þessari fyrstu skáldsögu sinni bcitir ljóðskáldið og myndlista- konan Ragna Siguróardóttir penn- anum af næmni og innsæi. Höf- undurinn notar birtu, liti og form til að byggja upp gullfallega, ljúfsára og létterótíska sögu um ungt fólk í leitinni eilífu að ást og viðurkenningu annarra.“ Bókin er 181 bls., unnin í G. Ben. Prenststofu hf. og kostar kr. 2.680. FLUGLEIÐIR Flugfrakt Viðskiptavinir athugið Rýmri opnunartími í desember Frá 13.-23. des. virka daga frá kl. 8.00-19.00 Laugardagana 11. og 18. des. frá kl. 10.00-18.00 Sunnudaginn 19. des. frá kl. 10.00-18.00

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.