Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 13

Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 13
Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR - B 13 Veiðar á Akureyrar- polli sem atvinnuvegur Þegar menn komast á minn aldur, þá gerast þeir forvitnir um ýmislegt úr fortíðinni. A þetta ekki síst við um ýmsa atvinnu- hætti sem tíminn hefur rutt úr vegi. Mín forvitni beindist að veiðum á Akureyrarpolli í atvinnuskyni, sem einu sinni voru töluverðar. Eg hefi í gegnum árin kynnst nokkuð vel trillubátasjó- mönnum hérna á Akureyri og vissi því hverjir þekktu þessar veiðar vel og höfðu jafnvel tek: ð þátt í þeim. I Innbænum voru á þessum tíma alltaf tvö nótabrúk og því lá beint við að leita fanga þar. Nábýlið við aðal veiðisvæðið gerir Innbæinga heppilega heimildarmenn og sérstaklega íf þeir höfðu alist upp þar. Eiður Baldvinsson hef- ur stundað sjó bæói á litlum bátum og stór- um fiskiskipum og hefur búið í Innbæn- um, í Aðalstræti 14 (Gamla spítalanum), í sjötíu og fimm ár. Eg leitaði því á fund Eiðs Bald- vinssonar til þess að fá þessari for- vitni svalað og gef honum oröið. „Eg er alinn upp í Innbænum frá eins árs aldri og hef því búið þama í sjötíu og fimm ár. Veiðar á Pollinum voru afkomu- spursmál fyrir þá sem stunduðu þær. Vinna var mjög stopul á þessum ár- um heimskreppunnar og þeir sem fóru á síldveiðar á stóru skipunum á sumrin áttu ekki að neinu vísu að hvcrfa á haustin nema þessu. Mér reiknast til aó um scxtíu menn hafi verið viðloóandi nóta- brúkin á vorin og margir aðrir voru viö aðrar veiðar á þeim sama tíma, og rná ljóst vcra að þetta var töluvert stór vinnustaður og þýðingarmikill cins og atvinnuástand var.“ Hvenær hófst þú þátttöku í þessu, Eiður? „Eg byrjaði þarna nítján hundruð þrjátíu og fimm í alvöru nótabrúki og þá er það líklega annað vorið scm er vél í bát, einurn bát, annars var róið. Auðvitað var ég búinn að koma aó þessu áður sem stráklingur og sjá þetta allt saman en þrjátíu og fimm byrja ég og var í þessu í fimm ár í það skiptið. Eg var geróur aó skektumanni þá sextán ára og það var mikið róió. Ekki var óalgengt að taka hring frá Höepfnersbryggjunni og austur í Veigastaðabás og út með austurlandinu að Hallandsnesi, síðan vcstur yl’ir og upp mcð Oddeyrinni og með vesturlandinu og inn að Höcpfnersbryggju aftur. I bátnum var „bassinn“ sem lóðaói til þess að finna torfu, það var annar eigandinn cn þeir voru tveir, Adolf Kristjáns- son og Jónas Franklín, scm áttu þetta nótabrúk. Þcir voru nijög vandir að því hvemig róiö var, það þurfti aö vera ákveðinn hraði á bátn- um til þess að lóðaði vel. Þetta var útbúið þannig að það var vír á sér- stakri vindu með lóði neðan í, sem var sverara í neðri endann og mátti passa sig að missa það ekki í botn- inn, því þá gat komið snurða á vír- inn og þá var hann í sundur. Bestur þótti í þetta vír eins og notaóur var í rafofna, hann var svo seigur. Haldió var um vírinn og fannst þá högg scm kom vegna þess að fiskurinn í torfunum Ienti á vírnum þcgar hann hrcyfðist í gegnum sjó- inn. Vanir nicnn gátu sagt til um hvort síld eða loðna var undir, högg- iö at’ síldinni var sneggra en veikara af loðnunni. Þeir gátu líka sagt til um hvort um var að ræða stóra síld eða smáa.“ Margur lásinn fór fyrir lítið „Þetta var stundum gaman en stund- um hálfgert hundalíf og það var ekki allt fengið þó aflinn væri kominn í nótina. Straumur og- vindur gat tckið lásnæturnar, sem aflinn var geymdur í, og iyft þeim frá botni og þá slapp loðnan eða síldin og þá var öll fyrir- höfn til einskis og tekjurnar famar. Ef nætur lágu lengi þá vildi safnast í netið slý og þari svo það varð eins og veggur sem straumur náði mjög góðu taki á. Viö slíkt átak gátu slitn- að plentur, sem héldu nótinni fastri. Þetta var útbúið þannig að kútar með höldum beggja vegna voru fest- ir vió teininn á nótinni með bandi í aðra hölduna en í hina var festur strengur, sem lá útfrá nótinni og í dreka sem var í botni. Með þessum tilfæringum var reynt að tryggja festingu á lásnótunum. Nokkuð margar plentur og kútar voru á hverri lásnót og voru í hring á nótinni og héldu henni sundur, svo hún leggóist ekki saman og efri teinninn sykki ekki.“ Pollurinn var besta veiðisvæðið „Besta aöstaðan til þessara veiða var á Pollinum, allra hluta vegna, en líka var veitt rneð allri ströndinni og við Gáseyrina. Hún tekk nú ekkert fal- legt nafn þarna um tíma, þetta þóttu ekkert sérstaklega vitlegar veióar, vaðió var þama meðfram eyrinni í myrkrinu, og þá fann maður að mað- ur sullaðist í loðnunni. Svo var legið þarna úti á nætumar, þaó var kaldr- analegt. Við vorum blautir, þaó var mikið verið í þessum nankingöllum sem drukku í sig vatnið og sjóstakk- arnir voru ekkert sérstaklega skemmtilegir á þessum árum. Þeir voru líklega sexfaldir, olíubomir og vildu hríma í miklum kuldum. Vist- in á eyrinni var oft kaldsöm og lítil eftirtekjan.“ Veiðar í beitu „Þessar veiðar á loðnu og síld á vor- in voru í beitu fyrst og fremst, þó gat kornið svo mikil síld að sumt fór í bræðslu í Krossanesi. Eg man aldrei cftir því að síld brygðist alveg að vorinu en loðnan gat brugðist, þá korn hún ekki inn í fjörðinn. Einu sinni að vori þá vorum við hættir að búast við loðnu því hún hafði brugðist. Við fórum austur í Veigastaðabás að draga fyrir til að reyna að fá okkur í soðið. Þá sáum vió koma tvo vöðuseli norðan fjörð- inn. Þeir höguðu sér eitthvað undar- lega og héldu ferðinni áfram til okk- ar. Við vorum ekki með neina byssu í bátnum hcldur bara silunganót en við sáum að Addi og Jónas (Adolf Kristjánsson og Jónas Franklín) voru aó koma austur yfir á skektunni og í henni var loðnunót. Það féll al- veg saman að þegar þeir eru komnir á skektunni austur yfir þá eru sclirn- ir komnir inn að bakkanum og cru þá meó loðnutorfu á undan sér. Við fengum þarna um tuttugu tunnur úr þessari torfu. I nótabrúkinu hjá okkur voru níu menn, hafði fækkað eitthvað við að fá vél í cinn bátinn. Flestir okkar fóru á síld á stóru skipunum á sumr- in og stóó rétt á endum að við gæt- um tekið upp nætumar, þurrkaó þær og komið þeirn í hús áður en við fór- um en það var um fimmtánda júní. A vetuma var samió um verð og viðskipti við útgerðarstaðina og sáu þeir urn flutning og lögðu til ílát undir beituna. Síminn var notaður til að láta vita um þá beitu sem var til. Þessi beita fór víða til dæmis á Ar- skógssand, Hrísey, Grenivík, Dalvík og Olafsfjöró; Siglufjörður fékk líka stundum beitu. Vegir voru oft í því ástandi á vorin að öruggara þótti að flytja bcituna sjóleiðis og voru ýmsir sem komu vió sögu í þeini flutning- um. Beituöflun þessi var mjög þýð- ingarmikil fyrir þessa staói því alltaf var erfitt að fá bcitu og stafaði það af því hvað frystihús voru lítil og erfitt um geymslu á henni." Þorskveiðar á Pollinum „Mikið var veitt af þorski á Pollin- um á vorin og var ckki óalgengt að línur flutu uppi með fiskinn,þegar vitjað var um þær því það var fiskur á hverju járni. Leiran var stundum livít af stór- þorski, sem svamlaði þar meö bak- uggann upp úr. Þeir voru svo stórir aó við pollamir réðum ekki við þá, þó við settum í þá færi og uróu full- orðnir að koma til aðstoðar, þorskur- inn elti loðnuna inn á grynnslin. Ióulega var lína við línu á Pollin- um á vorin og fiskaðist vel þó svona þétt væri lagt.“ Haustsíldveiðar á Pollinum „Þegar komið var í land á haustin af stóru síldveióiskipunum, þá voru síldametin tekin og farið að veiða millisíldina og hún var öll söltuð. Síldin lor á markað í Danmörku sem lúxusvara en sá markaður glataðist þegar stríðið skall á. Inn í þessa verkun komu allra- handa rnenn, kaupmenn, stór-útgerð- amienn og ýmsir sem áttu net. Þegar ég er að byrja í þessu þá voru engir peningar til og menn gátu ekki kom- ió sér upp netum og legið mcð þau. Þetta var ekki árvisst en mjög oft sem síldin kom. Þessir menn keyptu síldina af þeim sem þeir höfðu leigt net og söltuðu hana. Eg átti mín net sjálfur, scm ég hafði sett upp. Veið- ar á millisíld gátu staðió fram í des- ernber. Síldin var líka stundum veidd nióur um ís til beitu fyrir okk- ur sjálfa og til að hafa í niatinn og var það aldrei í miklu magni." Skotveiðar á Pollinum „Skotveiðar á Pollinum voru tölu- verðar á þessum árum. Það var svartfugl^ hnísa og selur sem var veiddur. Eg man eftir hundrað fugl- um eftir daginn á bát. Menn vom tveir að, því annar réri og hinn skaut. Ekki voru kontnar vélar í bát- ana á þessum árum.“ Bryndreki á Pollinum „Ég man eftir að við vorum á snatti við Pálmi, föðurbróðir minn, vió Eiður Baldvinsson hefur búið í 75 ár í Innbænum. austurlandið og vorum að huga aó sel. Skammt þarna frá lá breskur bryndreki. Við sáum breskan hraó- bát með pramma í togi sem var með tveimur stöngum og var svartur strigi strengdur þar á milli. A þenn- an pramma var skotið austur yfir Pollinn í átt aó klettum sem þama eru. Við vorum ekki á því að láta hefta för okkar og þegar við héldum áfram þá var kallað á hraðbátinn að skipinu." Andarnefja á Pollinum „Vió vorum nokkuð margir í góðu veóri staddir á bryggjunni þegar við sáum andarnefju svamla þarna um. Ég átti silunganet norður úr gamla grjótgaróinum við Bæjarhúsið og endaði þetta ferðalag andarnefjunar þannig aó hún festi trjónuna í netinu og vafði því upp á hana. Dreggin sem héldu netinu komu í veg fyrir að dýrið gæti snúió sér og fjaraði svo hratt undan því að því varð ekki undankomu auðið. Ég hafðist ekki aö þama en nokkrir menn fóru í bát aó dýrinu og drápu það. Til stóð að draga dýrið inn í dokkina um kvöldið á flóðinu og átti að nota til þess stóra og öfl- uga trillu. Ekki tókst það og að end- ingu komu norskir flugliðar, sem voru staósettir vió Strandgötuna, á öflugum báti og drógu dýrið inn í dokkina fyrir mennina. Þegar þangað var komið ætluðu breskir hermenn að lyl’ta dýrinu upp á bryggjukantinn og höfóu til þess bíl sem átti að lyfta fimm tonnum, ekki réði hann við það verk einn og var fenginn annar eins og voru þeir hnýttir saman og drógu andamefj- una upp á kantinn, sem gaf sig svo- lítið við það. Andamcfjan var skorin þama og kjötið nýtt til matar og reyndist þetta mikil búbót. Ég fékk hlut, því ég átti netið. Spikið, sern var töluvert, fór í bræóslu niður á Tanga og keypti Sápuverksmiðjan Sjöfn lýsið en erf- itt var orðið um aðföng vegna stríðs- ins og var feiti þar mcð talin. Brynja Hlíðar, lyfjafræðingur í Stjömu Apóteki, kom til þess að spyrja um lýsi sem átti að vera í höfðinu á dýrinu og vantaói það til smyrslagerðar. Eitthvað vafðist fyrir mönnum að finna lýsið í höfðinu og dróst það í þrjá daga að afla upplýsinga þar um. Þegar sú gáta var leyst kom slatti í þvottabala úr hausnum og fór það í apótekið. Hrefnur voru ekki óalgeng sjón á Pollinum á sumrin en voru aldrei veiddar þar. Mér stóó ógn af þessum stóru skepnum þegar þær komu ná- lægt bátum sem ég var á sem krakki. Marsvínavöður komu nokkuð oft inn á Pollinn og voru geróar tilraunir til þess að reka þau á land en yfir- leitt með litlum árangri." . Hákarlaveiðar á Pollinum „Hákarlaveiöar vom nokkrar hér á Pollinum í eina tíð og var þá aðal- lega veitt niður um ís. Þessar veióar fóru frarn á útmánuðum, svona í febrúar og rnars, og var veitt rétt undan bakkanum. Selkjöti og spiki var beitt og mátti það vera dragúldið en ekki þrátt því þá tók hant^ekki. Við komumst að því aó hann var gráðugur í ketti. Þannig var að einn daginn þegar við vorum að skera hákarl þá kom köttur upp úr einum þeirra. Érændur rnínir tveir sem unnu við þetta þekktu köttinn en honum hafði verið lógaó tveimur dögum fyrr suður í Fjörunni. Hann hafði verið látinn niður um vök suður á móts við Kirkjuhvol og kom svo þama upp úr hákarlinum eftir þennan tíma. Kötturinn var svo látinn aftur í sjóinn og áfram svo lengi sem nokkurt sköpulag var á honum og ekki brást að hákajlinn æti hann. Hann var yfirleitt ekki mjög stór þessi hákarl en þó kom það fyrir að frekar stórir hákarlar veiddust. Hákarlinn var verkaóur á hefð- bundin hátt, kæstur og þurkaður." Skarkolaveiðar á Pollinum „Skarkolaveiðar voru nokkrar á Pollinum í net áður fyrr en lögðust af þegar farið var að’ veiða í drág- nót.“ Eftirþankar „Ég hef haft töluveróa eftirþanka af því hvers vegna ekki var veitt í snurpunætur, heldur landnætur, en þær takmörkuóu nokkuð möguleika okkar að ná til síldarinnar. Mjög margir af þeim mönnum sem þama voru í nótabrúki voru á síldveiðum á stóru skipunum á sumrin og þar var vcitt í snurpunæt- ur svo ekki var það vegna vanþekk- ingar að veiðum var hagað svona. Norðmenn hófu þessar veiðar hér á sínurn tíma og veiddu alltaf í land- nætur og þaðan höfðu Islendingar þessa kunnáttu og það gæti verið ástæðan fyrir þessari fastheldni. Snurpunótinni má kasta hvar sem er ef nóg vatn er undir en landnót- inni verður að kasta út frá landi og draga í land. Fastheldnin var á fieiri sviðum, til dæmis voru lásnæturnar með norsku grjóti, gegnumboruðu, sem sett var á neðri teininn til þess að þyngja hann niður. Grjót þetta var sérstaklega illt viðureignar og var vont að kasta því fyrir borð þegar lásnótin var sett út. Snurpunætur munu hafa komið inní þessar veiðar eftir nítján hundr- uð og fjörutíu." Merkileg frásögn Frásögn Eiðs Baldvinssonar er mjög merkileg heimild um atvinnulífið á Akureyri og hvcm þátt veióar á Ak- ureyrarpolli hafa átt í afkomu manna á þessum þrengingartímum. Heimskreppan var í algleymingi og atvinna lítil allstaðar í heiminum svo milljónir manna voru án at- vinnu. Tilgangur minn var að bjarga þessum heimildum frá glötun og því þurfti mann sem þekkti þessa sögu af eigin raun. Viðtal: Brynjólfur Brynjólfsson. Scinnitíma mynd, trillusjómcnn vcida lodnu cda síld í bcitu í jandnót á Poll- inum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.