Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 39

Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 39
Föstudagur 17. desember 1993 - DAGUR - B 39 - og áttunda systkinið í námi í skólanum! Menntaskólinn á Akureyri stendur á gömlum merg. Hann á sér samfellda sögu frá 1880 og hefur verið starf- ræktur á Akureyri síðan 1902. Sitt sýnist hverjum um ágæti skólans. Sumum finnst nemendur hans og kenn- arar óhóflega ánægðir með hann, hann sé of fastheld- inn á gamlar hefðir og staðnaður. Hinir virðast þó vera fleiri sem fyllast hálfgerðri lotningu og væntumþykju þegar MA ber á góma þannig að utanbæjarmanneskju fer að gruna að tryggð nemenda við hann sé óvenju mikil. Enda kemur í ljós þegar málið er skoðað að heilu ættirnar hafa stundað nám við skólann. Oðinn Gíslason er dæmi um þetta. Hann hóf nám 1992 en öll systkini hans, sjö að tölu, eru stúdentar frá MA! Að sögn Tryggva Gíslasonar skóla- meistara er það ekki óalgengt að tvö, þrjú og jafn- vel fjögur systk- ini stundi nám við skólann og börn eldri nemenda sækja mjög gjarnan í hann. A árunum 1933- 1949, meðan hægt var aó ljúka bæði gagnfræða- og stúdentsprófi frá skólanum, uróu sex bræóur l'rá Hvilft í Önundarfirði stúdentar og fjórar systur þeirra gagnfræðingar en á þcim árum þótti gagnfræða- próf næg menntun fyrir stúlkur. Er þetta stærsti hópur systkina scm brautskráður hefur verið frá skól- anum. Atkvæðamiklar fjölskyldur Önnur fjölskylda hefur vcrió at- kvæðamikil í MA. Gísli Konráós- son, fyrrum forstjóri Utgerðarfé- lags Akureyrar, varó stúdent frá MA svo og öll sjö börn hans og Sólveigar Axclsdóttur, auk dóttur- Óðinn Gíslason á herbergi heima- vistar Mcnntaskólans. Hann hóf nám við MA árið 1992 og mun væntanlcga útskrifast frá skólanum 17. júní 1996. Gísli Björn Gíslason útskrifaðist frá MA 1986. sonar þcirra sem ólst upp hjá þeim. Þaö hlýtur þó aö vera sjaldgæft að átta systkini ljúki stúdentsprófi, Marta Eínarsdóttír er fædd 24. júní 1967. Hún er Norð- firöingur en þó fædd á Akureyri og tel- ur sig hálfan Þingeying þar sem móðir hennar ólst upp í Ystu-Vík í Grýtu- bakkahreppi. Síðustu 10 ár hefur Marta verið búsett á höfuðborgarsvæöinu og stundað þar nám og ýmis störf. Hún lauk B.A.- prófi í sálarfræöi frá Háskóla íslands í febrúar sl. og er nú nemandi í hagnýtri fjölmiölun við sama skóla. Sigurlína Gísladóttir, Silla, útskrif- aðist cins og Ingibjörg systir hcnnar árið 1978. I Carmínu segir m.a. að hún sé „hinn mcsti hrossaprangari, cnda stóðhryssa af stofni Svaða- staða.“ Þannig kom Þrúður Gísladóttir skoptciknara Carmínu 1983 fyrir sjónir. * Magnús Gíslason var þannig „út- settur“ í Carmínu 1979. hvað þá úr sama skólanum, en þaó vcrður þegar Óöinn Gíslason, nemi við MA, lýkur námi. Þctta verður stærsti hópur systkina sem hcfur brautskráóst þaðan með stúdentspróf. Systkinin cru börn Kristínar Sigurmonsdóttur og Gísla Magnússonar á Vöglurn í Blönduhlíð. Ingibjörg og Sigur- lína luku prófi árió 1978, Magnús Hartmann 1979, Þorkcll 1981, Þrúóur 1983, Gísli Björn 1986, Sindri 1990 og Óðinn stcfnir á aó ljúka próíl 17. júní 1996. Sömu viðtökur og aðrir Skyldu viöhorf kcnnara til nem- anda sem helur átt niörg systkini í námi vera öðruvísi en til annarra nemcnda? Asmundur Jónsson, sem hefur kennt öllum systkinun- Ingibjörg, cða Ibba eins og hún var títt kölluð, útskrifaðist vorið 1978. í Carmínu segir m.a. að Ibba sc af skagfírsku bergi brotin og komin af skáldum og hestamönnum góðum. Skagfírskur búfcnaður ér grcinilcga ofarlcga i huga Sindra Gíslasonar, ef marka má þessa mynd af honum í Carmínu 1990. Þorkell Gíslason, „sveitavargur í húð og hár“, eins og komist er að orði í Carmínu, lauk námi frá MA 17. júní 1981. um, telur svo ekki vera. Hann tcl- ur aó Óðinn hafi t.d. ekki fengið annars konar viðtökur cn aðrir. Þó viðurkennir hann að hafa búist við að Óðinn stæði sig vel í námi eins og eldri systkinin án þess að hann telji að þetta hafi halt áhrif á sam- skipti þeirra. Ótvíræðir kostir MA Þegar Óðinn var beðinn um viðtal féllst hann á það en hann býr á heimavistinni þar sem öll systkini hans hal'a búið. Aó sögn Óðins lá beinast við að fara í MA. „Þegar elstu systkinin fóru í MA var það að miklu lcyti vcgna þess að það var sá menntaskóli sem styst var í. Eg skoðaði auðvit- að aðra skóla cn ákvaö svo að fara hingað. Þetta cr álitinn góöur skóli og systkinum mínum líkaði ágæt- lega hcr. Óðinn segir þaö hafa hal't ótví- ræða kosti aó systkini hans höfðu verið í MA. Hann hafi þekkt til skólans, vitað hvcrnig námið færi frarn og hvaða kröfur væru gerðar til nemenda. Hann getur einnig aö einhverju leyti notaó bækur systk- ina sinna, t.d. er enskubókin hans merkt þremur þeirra. * „Urvals Skagfírðingar“ Óðinn heldur að þau systkinin hafi ekki verið hvött meira til náms en gengur og gerist. Honum finnst ekki sérlega merkilegt þótt átta systkini ljúki stúdentsprófi en vió- urkennir þó að það sé dálítió sér- stakt að þau skuli öll hafa gengið í sama skóla. Hann er mjög lítillátur þegar innt er eftir námsárangri systkin- anna en kennarar við skólann gátu þess að þau væru öll mjög góðir námsmenn, „úrvals Skagfirðing- ar,“ eins og einn þeirra komst að orði. „Sindri sjöundi“ Hann telur að hann hafi ekki notið neinna sérréttinda í skólanum þó að eldri systkinum hans hafi öllum gcngið mjög vel enda viti fáir af þessu nema eldri kcnnararnir og þessu sé ekki haldið ncitt sérstak- lega á lofti í MA. Þcgar næstyngsti bróóirinn brautskráðist var hann þó kallaður upp sem „Sindri sjöundi" og Jóhann Sigur- jónsson, settur skólamcistari, færði móóur hans blómvönd. Nú er að bíóa og sjá hvort börn systk- inanna frá Vöglum vióhalda fjöl- skylduhefðinni þegar þau komast á menntaskólaaldur. Marta Einarsdóttir. Höfundur er nemi í hagnýtri fjölmiölun viö Há- skóla Islunds. * 4 4 A 4 4 4 4 A 4 A 4 k 4 4 A 4 4 A 4á4á4á4á4á4á4 JÓI og Jorsœlt komandi ár. Þöíifuini viðskiptin á lidtui ári. Verslunin Garöshorn Byggðavegi 114 - Sími 24400 4 A Okkar bestu óskir lim OlCðílCD JÓl ocj farsœtd á komandi ári. Bœjarverk Rauðumýri 22 - Símar 22992 & 12992 4*444*4*4* * 4 * 4 * 4 * 4 4 á 4 * 4 * ft 4 * 4 * 4 * 4 * 4 *

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.