Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 20
og farsœldar á domandi ári.
Þödfaim vidsfciptin.
RARIK
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
Óseyri 9 - Akureyri - Sími 26500
20 B - DAGUR - Föstudagur 17. desember 1993
Óskurn viðsfciptavinum ofiíuir
öfeðífeöto jóln 4
éfí
4
4
4
á4á4áU4á4á4á4á
á4á4á4á4á4á4á4á
4
á
4
A
4
*
4
*
4
á
4
4 *
^ Ósíunn Jíúsvífúngum
svo og Landsmönnum öllum
j olcöílcfltn jóln j
* 00 fnroítlð nýð ntð 1
Þöfifium samstarM á árinu.
.4 7 ik
Bœjarstjórn Húsavíkur
I4á4á4á4á4á4á4á
* 4 A:4 * 4 A 4 * 4 A 4 A4 é
Sendum vidskiptavinum ofkar og 4
Landsmönnum öLLum okfwr bestu
* fiín 00 nyntoóoftfo j
Þöff iim vicfsfiptin á Lidnum árum.
tr __ t 4
* tClvutæici békval *
Furuvöllum 5 og Kaupvangsstræti 4 - Sími 26100 f
A4A44444A44.4A44
A4A4A4A4A4A4A4A
í <®leði(cB jóí í
* og farsœlt komanái ár 4
" Þöffum vicísfiptin á árinu sem er mí líða A
4 « 4
* oDbyggir hf. a
< Vibjulundi 2 - Símar 26277 & 26172 4
A4A4A4A4A4A4A4A
Gunnar Árnason við nýja MAN-flutningabílinn.
Mynd: Robyn
„Þetta munar öllu,
maður er farinn að
sjá helv... hríðina"
- Gunnar Arnason rifjar upp minnisstæða atburði af vetrarakstri
Um vöruflutninga-
bílstjóra hefur
löngum veriö
sveipuö ákveðin
dulúð. Þessir
menn sem hafa
oft á tíðum á vet-
urna horfið á
stórum vöruflutningabílum út í
dimma vetrarhríðina og stefnt yfir
heiðar og fjallvegi sem sauðsvört-
um almúganum fannst óðs manns
æði að dreyma um, hvað þá leggja
í. Þessir menn vissu hins vegar
oftast hvað þeir voru að fara út í,
þótt vissulega væri stundum tekin
áhætta og ekki vitað hvort ferðin
tæki nokkra klukkutíma, eða jafn-
vel í versta falli, nokkra sólar-
hringa þegar Vetur konungur
sýndi mátt sinn og hlóð slíku
feikna snjómagni á vegakerfið að
þaó var ekki á færi nokkurs manns
aó koma bifreið eftir því.
Gunnar Arnason, vöruflutn-
ingabílstjóri á Akureyri, eignaöist
fyrsta bílinn 1971. Það var Bens-
1513, sem var fyrst notaður sem
vörubíll en síðan var settur á hann
flutningakassi, en haustið 1973
hóf hann akstur milli Akureyrar
og Reykjavíkur og hefur haldið
því síóan. I dag ekur hann á MAN
bifreið, sem er með 420 hestafla
vél, sem er mikill munur frá 130
hestafla vélinni í Bensinum. Akst-
ur hóf Gunnar hins vegar hjá
Vöruflutningum hf. á Vopnafirði
árið 1964 og var ekið austur eins
lengi og vegakerfió og veðurguðir
leyfðu.
Næturvinnan
15 mínútna gangur
„Eitt sinn voru tveir flutningabíl-
stjórar frá Akureyri, Örn Péturs-
son og Halldór Karlsson, á leið frá
Reykjavík til Akureyrar í milklum
þæfingi. Þegar komið var til
Blönduóss um kvöldið var þeim
tjáð að Langidalurinn væri alveg
kolófær. A þessum árum var það
talið eðlilegt dagsverk aó aka frá
Reykjavík að Blönduósi og stund-
um fóru menn ekki nema í Forna-
hvamrn og gistu þar við gott at-
læti. A Blönduósi fá þeir félagar,
Örn og Halldór, fregnir af því að
frammi í Langadal sé ýta aö moka
veginn. Því halda þeir af stað frá
hótelinu á Blönduósi um ellefu-
leytið um kvöldið en verða aó gef-
ast upp klukkan sex um morgun-
inn; komust ekki upp á melinn
austan byggðarinnar. Þar skilja
þeir bílana eftir og fara gangandi
til baka. Sá göngutúr tók aóeins
15 mínútur svo af því má sjá að
ekki hefur þokast mikið áleiðis en
þrautseigjan hefur verið söm við
sig.
Um hádegisbilið daginn eftir
halda þeir áfram og moka sig inn í
Langadal og komast að Breióa-
vaði, sem er ekki nema 2-3 km
framar. Að kvöldi var aftur haldið
fótgangandi nióur á hótelið á
Blönduósi. Þriðja daginn komust
þeir félagarnir eitthvaó lengra en
tóku þá bílana með sér niður á
Blönduós að kvöldi því þeir voru
að veróa olíulausir. Þá var horfið
frá því að komast um Langadalinn
en Vegagerðin hjálpaði þeim að
komast um Svínvetningabraut og
Vatnsskarðið. Ferðin frá Blöndu-
ósi til Akureyrar stóð í viku og
síðasta spölinn ekki snurðulaust
því þeir þurftu að ganga frá Klif-
inu og niður í Bakkasel til að
hringja eftir aóstoð viö að komast
nióur Öxnadalinn.“
Söngvatnið á framrúðuna
Komið hefur fyrir að Gunnar hef-
ur flutt fólk í stað fraktarinnar og
þau ferðalög hafi stundum tekið
lengri tíma en gert var ráð fyrir í
upphafi. Fyrir nokkrum árum fór
Karlakór Akureyrar í söngför
austur í Mývatnssveit og í Aðaldal
en Gunnar ók rútunni sem leigð
var af Jóni Egilssyni. Gunnar söng
þá einnig með kómum. Ekki hafði
fallið neinn snjör þaö haustið en
efst í Vaðlaheiðinni lenti hópurinn
strax í basli í eina skaflinum sem
þar var, en tókst að klóra sig í
gegn. Ferðin gekk vel austur í
Skjólbrekku en á leiðinni þaóan
um Mývatnsheióina var brostinn á
blindbylur og það sem verra var,
miðstöðin var í einhverju ólagi
svo framrúðan hélaði.
Einn söngmanna, góður bassi,
greip þá til þess snilldarráðs að
væta tvist úr innihaldi vodka-
fleygs og þvo rúðuna þannig að
fyrir framan bílstjórann myndaðist
smá gat til að kíkja út um. Gunn-
ari varð þá aó orði: „Þetta er nú
meiri munurinn, maður er farinn
að sjá helv.... hríðina.“ Sumum
kórfélögunum leist þó ekki meira
en svo á blikuna.
Sungið var í félagsheimilinu
Ydölum um kvöldið og haldið af
stað til Akureyrar um ellefuleytið.
Ferðinni lauk hins vegar ekki fyrr
en þrettán tímum síðar eftir mik-
inn barning í vitlausu veðri, þó
hægast hafi miðað áfram við
Fagrabæ á Svalbarðsströnd, en þar
báru kórfélagar rútuna til á vegin-
um. Það var því hrakinn hópur
sem kom til Akureyrar um hádeg-
isbilið daginn eftir, löngu þrotinn
öllu söngvatni.
Tvö ár í túrnum
„Lengst hef ég verið hálfan mán-
uó í ferð frá Akureyri til Reykja-
víkur og aftur til baka. Þetta var í
janúarmánuði 1975. Aldrei hefur
það þó hent að ég hafi ekki komist
heim fyrir jól, en oft hefur það
staðið tæpt. Eg veit hins vegar
dæmi þcss að menn hafi verið
„tvö ár“ í túrnum, þ.e. að þeir hafi
farið í túr strax eftir jól en ekki
komist heim fyrr en á nýju ári.
Það heyrði til undantekninga ef
vörur skemmdust í þessum löngu
túrum enda var þetta allt öðru vísi
varningur sem þá var fluttur, m.a.
þekktist ekki að flytja ávexti. Þeir
fóru undantekningarlaust sjóleið-
ina.
Þá skildu kaupmenn og neyt-
endur að það tæki tíma aó koma
vörunni á leiðarenda en nú er of
lítill skilningur á því, allt á aó
koma í grænum hvelli.
Stundum hefur ekki þurft
slæmt veður til að hefta för um
tíma. Mikil umferð er oft um land-
ið fyrir jól, og þó miklu fremur
um páska og þá er oft ekið fram á
bíla sem stöóvast hafa uppi á
heiðum, venjulega vanbúnir til
vetraraksturs. Það á ekki síður við
um fólkió sjálft, sem oft er klætt
eins og þaö sé að fara á milli húsa
að sumarlagi. Það er hins vegar al-
varlegra mál þegar í hópnum eru
einnig kornabörn. Abyrgðarleysi
foreldra þeirra er óskiljanlegt,“
segir Gunnar Arnason. GG