Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 17.12.1993, Blaðsíða 18
18 B - DAGUR - Föstudagur 17. desember 1993 „Orðið „Ijósmóðir" er eitt af allra fegurstu heitum á íslenska tungu. Ekki er vitað um aldur þess né höf- und en það mun hafa komið fyrstfyrir á prenti í Guðbrandsbiblíu. Ekki greina heldur fomar íslensk- ar heimildir margt um nöfn eða störf Ijósmæðranna á íslandi og munu þó konur hafa veitt aðstoð og hjálp við fæðingar hér alltfrá landnámsöld og til þessa starfs einkum valist þær konur er öðrum voru fremri að handlagni, nærgætni og fómarlund. Marg- ar þeirra hafa reynst sannkallaðar hetjur í erfiðri raun, en sú barátta var háð til þess að bjarga lífi og vemda það. Þess vegna var hún göfug og heillarík." Þannig kemst séra Sveinn Víkingur m.a. að orði í formála ritsins „íslenskar Ijósmæður", sem út kom á árunum 1962- 64. Asa Marinósdóttir er ein af reyndustu starfandi ljós- mæðrum á Norð- urlandi og þau eru orðin mörg börnin sem hún hefur tek- ið á móti. Böm sem hún tekur á móti núna eiga jafn- vel mömmu og ömmu sem Asa hefur einnig tekið á móti. Hún hefur starfað nær óslitið sem Ijósmóðir á fæðingardeild, umdæmisljósmóóir og heilsugæsluljósmóðir á fjörutíu ára starfsferli. Asa Marinósdóttir er fædd að Krossum á Arskógsströnd 9. febrúar 1932, ein fimm barna Guðmundu Ingibjargar Einarsdóttur ljósmóóur og Marinós Þorsteinssonar bónda. Hún ólst upp í Engihlíð i glöóum systkinahópi og tók snemma þátt í bústörfum og félagsstarfi í sveitinni. Þá voru Sjómannadagurinn, 17. júní og héraósmót UMSE þær skemmtanir sem unga fólkinu þóttu standa upp úr. Unglingar komust inn á dansleiki 14 ára og þaó þekktist ekkert kynslóóabil. Asa var einn vetur vió nám í kvennaskólanum á Blönduósi en núna rekur hún kúabú og ferðaþjón- ustu ásamt eiginmanni sínum, auk ljósmóóurstarfanna. Að verða Ijósmóðir - Hafði starf móður þinnar áhrif á þitt starfsval? „Eg var ekki búin að ákveða þetta sem bam og fannst þaó eiginlega al- veg fráleitt ævistarf þegar ég horfói á eftir móður minni fara svo oft í burtu frá heimilinu. Aftur á móti hafði mamma ákveðið ung aó verða ljós- móðir því allir hennar leikir frá fjög- urra ára aldri snémst um að taka á móti bömum. Sjálf hafði ég frekar stefnt að því að fara í hjúkmnamám en á þessum tímum var ekki um svo margt að velja. Þetta var stutt og hagnýtt nám, svo það varó úr að ég sótti um Ljós- mæóraskóla Islands og hóf nám þar haustið 1952, þá tvítug og þjófstart- aói eiginlega þar sem aldurstakmark- ið var 21 ár. Ljósmæðraskólinn var þá til húsa í gömlu álmu fæðingardeildar Land- spítalans og þar var einnig heimavist- in þar sem allir nemendur bjuggu, bæói utan af landi og úr Reykjavík. Við gengum síðan vaktir og námiö fór fram samhliða vinnu á fæóingar- deildinni. Þetta voru nokkur vióbrigói fyrir mig, bæói aö byrja í skólanum og ekki síður aó vera í Reykjavík en þangað hafði ég ekki komió fyrr. Reykjavík var þó minni en hún er nú því ég minnist þess að rétt fyrir ofan Kringlumýrarbrautina var bær sem heitir Hlíðardalur.Hann var þá lengst uppi í sveit svo Reykjavík hefur heldur betur þanist út þótt ekki sé lengra síóan.“ 40 ára starfsafmæli „Við skólasysturnar tengdust órjúf- anlegum böndum og má segja að við Norðurlandsdeild Ljósmæðrafclags- ins afhendir fæðingardeiid FSA dýnur og sængur að gjöf í júní 1971. Asa er sjöunda frá vinstri. ^ höfum flestar haldið hópinn síðan. Þó hefur okkur aldrei tekist að koma saman allar í einu. Núna í haust fór- um vió t.d. saman sjö eldhressar „stelpur" af ellefu, sem útskrifuó- umst, í níu daga skemmtiferð til Lúx- emborgar og Þýskalands og héldum þar upp á 40 ára útskriftarafmælið. Þetta var samstilltur hópur og við er- um ennþá að rifja upp atvik frá veru okkar í skólanum.“ Til starfa á heimaslóðum - Eftir að Asa útskrifaöist úr Ljós- mæðraskólanum starfaöi hún á heimaslóðum í nokkrar vikur en réði sig síðan til starfa á fæóingardeild Fjóróungssjúkrahússins á Akureyri þegar deildin var stofnuð um áramót- in 1953- 54. „Þar byrjaði ljósmóóir sem hét Dómhildur Amaldsdóttir og hún fékk mig til aö starfa með sér sem aðstoð- arljósmóðir. Þá voru engir sjúkraliðar til, aðeins gangastúlkur. Það var mjög algengt þá að konur fæddu böm sín heima svo í byrjun var talið aó þessi deild væri eingöngu ætluð fyrir tangarfæóingar og keisaraskurði. Þetta breyttist þó fljótlega og fæðing- um og starfsfólki fjölgaði með árun- um.“ Tekið á móti fyrsta barninu „Fyrsta barnið sem ég tók á móti - segir Asa Marinósdóttir, ljósmóðir í Ytra-Kálfs- skinni á * Arskógsströnd fæddist á Dalvík í desember 1953. Ég starfaði í Dalvíkurlæknishéraði þenn- an desembermánuó og tók þá á móti þremur börnum, einu á Dalvík, öðru í Svarfaðardal og því þriðja í Hrísey. Þetta gekk ágætlega en mér þótti þetta mikil ábyrgð. Meó tímanum verður þetta eðlilegt og þegar vel gengur vonast maóur til aö svo verói áfram. Læknar voru líka oftast í kall- færi svo það var hægt aó ná í þá ef á þurfti að halda.“ ✓ Utþránni svalað - Haustið 1955 hleypti Asa heim- draganum og hélt til Svíþjóðar. „Viö fórum tvær skólasystur úr Ljósmæöraskólanum. Þama úti var búsett íslensk kona sem vió þekktum, Margrét Hermansson hjúkrunarfræð- ingur. Hún útvegaði mér fyrst vinnu á farsóttarsjúkrahúsi en síðan fórum við að starfa sem ljósmæður á fæö- ingardeildum. Þetta var okkur góður skóli og við fengum útþránni svalað. Við vorum aóeins eitt ár en höfðum af þessu bæói gagn og gaman en ég sé mest eftir að hafa ekki verið að- eins Iengur fyrst ég var á annað borö komin í góóa vinnu.“ - Eftir Svíþjóðardvölina fór Asa til starfa á FSA og starfaói þar þangað til hún gifti sig haustið 1958, sveit- unga sínum og fermingarbróóur Sveini Elíasi Jónssyni. Þau eiga fjög- ur uppkomin böm. Sveinn er fæddur í Kálfsskinni og hefur átt þar heimili alla tíð og þekkt- ust þau því frá bamæsku. Fyrsta bú- skaparárió bjuggu þau í Reykjavík þar sem Sveinn lauk húsasmíðanámi og Ása starfaði á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Þau tóku síðan vió búi í Kálfsskinni af foreldrum Sveins árið 1959 og hafa byggt þar upp góóan húsakost. Eftirminnileg jól „Ég man nú ekki eftir mörgum svað- ilfömm en það má segja að heimilis- fólkinu hérna séu minnisstæóust ein jól. Þá var ég sótt til sængurkonu á Dalvík kl. 7 á aófangadagskvöld. Þetta var veturinn, 1966, sem var mikill snjóavetur. Ég kom ekki aftur heim fyrr en átta dögum seinna á ný- ársdagskvöld meó snjóbíl og hafði þá tekið á móti tveimur börnum og farið meó þrióju konunni til Akureyrar! Já, þetta voru eftirminnileg jól fyrir okkur öll, ekki síst fyrir mann- inn minn og litlu bömin mín sem voru þá þrjú, það yngsta átta mánaða. En þetta fylgdi starfinu og þaó tóku þessu allir sem sjálfsögðum hlut og ég átti góða að þar sem tengdafor- eldrar mínir voru. Ég var náttúrlega sjálf alin upp við svipaðar aðstæóur og vissi reyndar að börnunum þætti ekki alltaf gaman þegar móðirin þurfti aó fara í burtu. Þessi jól voru flestum eftirminnileg hér um slóóir því það var svo mikil ófærð vegna snjóa að öllu var aflýst, bæði mess- um og öðrum samkomum." Minnisstæð atvik „Mig langar til aó segja sögu konu sem eignaóist sex börn - og vona aó hún misvirði það ekki við mig. Fyrstu þrjú börn hennar fæddust á fæóingardeild. Fæðingarnar gengu allar vel og nú langaði hana til að fæða heima. Þegar fjórða barnið fæddist í mars 1970 var allt ófært og nánast stórhríð. Þá voru aðeins tveir sjálfvirkir símar í sveitinni, annar hjá mér en hinn í útibúi kaupfélagsins á Hauganesi. Það var um miónættið sem farið var af stað til aó nálgast Ijósmóður og þurfti maður hennar ásamt öðrum að brjótast frá Árskógssandi suður á Hauganes til aó hringja í mig. Þetta tók talsveróan tíma og hvemig átti ég svo að komast þangað? Þaó vildi svo heppilega til að jaróýta var stödd á nálægum bæ. Ég fór meó ýtunni en ég verð að segja þaó að stundum hvarflaði að mér hvort við kæmumst á leiðarenda. Það tókst þó að finna brúna í stað þess að lenda í ánni sem var á þessari leió og allt gekk vel aö lokum. Af konunni er það að segja að hún var búin aó fæða fyrir u.þ.b. klukku- stund þegar ég kom á staðinn. Góðar grannkonur voru búnar aó skilja á milli en fylgjan var ókomin. Konu og barni leió vel og fylgjan kom eóli- lega. Fimmta barniö fæddist 1973 og einnig aö vetri til en nú var gott veó- ur og færi. Barnið fæddist aö morgni til og gekk allt eins og í sögu þar til kom að fylgjufæðingu. Fylgjan var föst og hafói ég því samband við fæðingardeild. Bjarni Rafnar læknir bauóst til að koma með sjúkrabíl ef á þyrfti aó halda. Hann náði fylgjunni og konan var áfram heima og sæng- urlegan eðlileg. Það er sennilega einsdæmi aó starfandi læknir á fæð- ingardeild fari út í sveit aó aðstoða við fæðingu. En áfram með fæðingarsögu kon- unnar. Sjötta barnið fæddi hún einnig heima og að vetri til árió 1974. Þá var sæmilegt veður en ófært vegna snjóa. Sjálfvirkur sími var nú kominn í sveitina og hringdi konan sjálf rétt Ljósmóðirin að störfum. ▼ Skólasystur úr Ljósmæðraskólanum á ferð í Lúxcmborg í septcmber sl. í til- efni 40 ára útskriftar. Fremri röð f.v.: Freyja Antonsdóttir, Reykjavík; Ólöf Jóhannsdóttir, Reykjavík og Ása. Aftari röð f.v.: Petra Konráðsdóttir, Ak- ureyri; Steinunn Guðmundsdóttir, Rcykjavík; Hcrdís Guðmundsdóttir, Neskaupstað og Sigrún Jónsdóttir, Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.