Dagur - 10.02.1994, Side 15

Dagur - 10.02.1994, Side 15
IÞROTTIR Fimmtudagur 10. febrúar 1994 - DAGUR - 15 HALLDÓR ARINBJARNARSON Handbolti, 1. deild karla: Stígunum skipt í KA-húsinu - eftir dramatískan endi á leik KA og Hauka Áhorfendur í KA-húsinu stóðu bókstaflega á öndinni undir lok leiks KA og Hauka sem fram fór í KA-húsinu í gærkvöld. Staðan var jöfn 19:19, 2 sek. eft- ir af leiktímanum og KA fékk dæmt vítakast. Það kom í hlut Valdimars Grímssonar að taka vítakastið en hann skaut í gólfið og yfir markið. Sorglegur endir á leiknum fyrir Valdimar sem leikið hafði frábærlega í seinni hálfleik og skorað ótrúleg mörk úr horninu. Niðurstaðan var því jafntefli, 19:19. Urslit leiksins geta ekki talist ósanngjörn þó KA hefði í raun einnig vel átt skilið að vinna leik- inn. Þeir fengu líka tækifæri til þess en það gekk þeim úr greipum í hamaganginum lokamínútunum. Þó svo að jafnt hafi verið á nánast öllum tölum var KA nær allan tímann fyrri til aó skora og það var aðeins undir lok fyrri hálfleiks sem Haukar náóu að komast einu marki yfir, 9:8. KA jafnaói þegar í upphafi síö- ari hálfleiks og leiddi það sem eft- ir var. Þegar tvær og hálf mínúta voru eftir var KA með tveggja marka forskot, 19:17, en það Handbolti, 1. deild karla: Tap hjá Þór - í jöfnum leik við ÍR Strákarnir í Þór sóttu ÍR-inga heim í gær og urðu að þola tap í frekar jöfnum leik. Lokatölur urðu 24:20. Jafnræði var með liðunum fyrstu 6 mínúturnar og skorað á báða bóga. Þá tók við jafn langur baráttukafli og 4. mark Þórs kom ekki fyrr en á 12. mínútu. Staðan var áfram jöfn þar til hálfleikurinn var hálfnaður, en þá tóku ÍR- ingar að sigla framúr og leiddu 12:10 í leikhléi eftir að Magnús Sig- mundsson í marki IR hafði var- ið tvö vítaskot. Síóari hálfleikur hófst með frá- bærri markvörslu beggja liða. Ollu mciri kraftur var þó í heimamönn- um og juku þeir forystuna í 5 mörk. Síðustu 10 mínútur leiksins einkcnndust af mikilli baráttu en með því aó skora tvö síðustu Bikarkeppni kvenna í blaki: KAúrleik KA-stelpur eru úr leik í bikar- keppni kvenna í blaki en undan- úrslit fóru fram í gærkvöld í Hagaskóla. Mótherjarnir voru ÍS og sigruðu þær 3:0. „Þetta var afar dapur leikur af okkar hálfu og alveg það neðsta sem hægt cr að komast,1' sagói Hrefna Brynjólfsdóttir, fyrirliði KA, eftir leikinn. Urslit í hrinum uröu 15:8, 15:8 og 15:6. Til marks um lánleysi KA þá komst ÍS í 13:0 í fyrstu hrinunni. KA er því úr lcik í bikarkeppninni og getur einbcitt sér aó því aó komast i úr- slitakeppni 1. deildar. mörkin náðu Þórsarar að minnka muninn í tjögur mörk, 24:20. Bestir í liði Þórs voru Samúel Árnason og Jóhann Samúelsson en hjá IR Njörður ÁrnaSon og Magnús Sigmundsson í markinu. SBG Mörk IR: Njörður Árnason 8. Branislav Dimitrijevic 6, Olafur Gylfason 4, Jóhann Ásgeisson 3, Hjálmar Vilhjámsson 2 og Guömund- urPálsson 1. Mörk Þórs: Samúel Árnason 5. Jóhann Samúelsson 4, Atli Rúnarsson 4, Sævar Ámason 4, Geir Aðalsteins- son 2 og Omar Kristjánsson 1. Dómarar: Högni Júlíusson og Oskar Magnússon. Dæmdu vel miðað við reynslu en misstu einbeitinguna í seinni hálfleik. Staðan Stjarnan-KR KÁ-Haukar FH-UMFA ÍR-Þór Valur-Víkingur ÍBV-Selfoss 23:18 19:19 28:24 24:20 30:23 30:32 Haukar 15 9 5 1 376:338 23 Valur 15 10 2 3 372:326 22 FH 15 9 1 5 392:382 19 Víkingur 15 7 3 5 394:381 17 UMFA 15 7 3 5 370:370 17 KA 15 6 4 5 364:350 16 Stjarnan 15 6 4 5 352:342 16 Selfoss 15 6 4 5 399:391 16 ÍR 15 6 2 7 352:349 14 KR 15 4 1 10 338:373 9 ÍBV 15 3 111371:410 7 Þór 15 2 0 13 352:430 4 dugói ekki til því síðustu tvö mörkin voru Hauka. Halldór Ing- ólfsson jafnaði þegar 17 sekúndur voru eftir og síóan fékk KA dæmt víti þegar aðeins 2 voru eftir, eins og áður er sagt. Alfreð Gíslason var mjög öflugur í leiknum og Sigmar varði oft mjög fallega. Næsti leikur KA er á laugar- daginn fyrir sunnan gegn Víkng- um og verður hann sýndur í beinni útsendingu Stöóvar 2. Gangur lciksins: 1:0, 4:4, 6:6, 8:6,( 8:9), 11.10, 14:14, 16:16. 18:16 og 19:17. Mörk KA: Valdimar Grímsson 8/4, Alfreð Gíslason 5, Jóhann G. Jó- hannsson 2, Erlingur Kristjánsson 2, Oskar B. Oskarsson 1 og Þorvaldur Þorvaldsson 1. Sigmar Þröstur Osk- arsson varði 18 skot. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 6/2, Petr Baumruk 4/1. Sigurjón Sig- urðsson 4. Páll Olafsson 2, Oskar Sig- urðsson 2 og Sveinberg Gíslason 1. Magnús Árnason varði 10 skot. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Ovenju óstyrkir. Það nucddi mikið á Valdimar Grímssyni í gærkvöld og sú meðferð sem hann fékk hjá varnarinönnum Hauka ckki alltaf sérlega blíð. Mynd: Robyn. Körfubolti, úrvalsdeild: Stólamir á siglingu - lögðu Valsmenn að velli, 103:98 Sigurganga Tindastóls frá Sauð- árkróki heldur áfram í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Sl. sunnudag voru Snæfellingar lagðir að velli og á þriðjudags- kvöldið var komið að Vals- mönnum. Leikið var á heima- velli Vals að Hlíðarenda. Stól- arnir voru yfir Iengst af þó sig- urinn virtist vera að ganga þeim úr greipum á lokamínútunum. Hiö unga lió Tindastóls hcl'ur svo sannarlega vcrið að springa út að undanförnu og sigur þcirra á Valsmönnum var öruggari en töl- urnar gel'a til kynna. Jafnræói var mcð liðunum framanaf l'yrri hálf- lcik en þá fór Tindastóll að síga fram úr og leiddi 56:44 í leikhléi. í upphafi síðari hállleiks héldu gestirnir áfrant að auka forskot sitt og það varð mest 21 stig, 90:69, skömmu eftir miðjan síðari hálf- leik. Þá tók Franc Booker til sinna ráða og hóf að raóa niður þriggja stiga körfum. Munurinn ntinnkaði jalnt og þétt og voru lokamínút- urnar æsispennandi. Svo virtist sem sigurinn væri að ganga Tindastóli úr greipum cn ntenn bitu á jaxlinn og náðu að halda fengnum hlut. Robert Buntic var besti maóur vallarins og mjög öflugur í frá- köstum. Páll Kolbeinsson var einnig sterkur en Franc Booker lang bcstur Valsmanna. Tindastóll er meö talsvert hávaxnara lið en Valur og náði að nýta sér það vel í leiknum. Stig Vals: Franc Booker 42. Ragnar Þ. Jónsson 26. Brynjar K. Sigurósson 14. Bragi Magnússon 9. Bergur Emilsson 5 Hinrik Gunnarsson átti góðan lcik gcgn Val. íslandsmeistarakeppni í vélsleðaakstri hefst í næsta mánuði: Sænskar keppnisreglur notaðar sem fyrirmynd við endurskoðun á íslensku keppnisreglunum Hópur norðlenskra vélsleða- manna var í Svíþjóð á dögunum í þeim erindagjörðum að fylgjast með tveimur vélsieða- keppnum. Raunar keppti Finn- ur Áðalbjörnsson, íslandsmeist- ari í vélsleðaakstri, á öðru mót- inu en tókst ekki að Ijúka keppni. Jón Ingi Sveinsson, for- inaður Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna, segir að einn megin tiigangur ferðarinn- ar hafl verið að fá innsýn í keppnisreglur eriendis og nota þær upplýsingar til end- - Finnur Aðalbjörnsson keppti í snjókrossi í Svíþjóð keppnisreglum urskoðunar hér heima. „Við vorum bæði að skoóa reglur fyrir sleða og sleðamenn og líka keppnisreglur og hvernig til- högun væri á þeim. Vió fórum á snjókrossmót og líka á spyrnu- keppni þar sem spyrnt var á ísi lagðri höfn,“ sagói Jón Ingi Sveinsson um ferðina. Finnur keppti á Polaris Indy 500 í snjókrossinu og gekk ágæt- lega framan af cn var keyrður út úr brautinni. Ætlunin var aö fleiri úr íslcnska hópnum kepptu en ekki fengust sleðar fyrir þá. Jón Ingi segir að að mörgu leyti standi Islendingar og Svíar ekki ólíkt að þessum vélsleðakeppnum en mesti munurinn liggi í því hve mikið er lagt í keppnissleðana ytra. Hann nefndi sem dæmi að í spyrnumót- inu hafi verið sérsmíðaðir sleðar frá grunni sem séu að verðmæti um 2 milljónir króna. Olíku sé því saman aö jafna við keppnissleð- ana hcr heima. „Það má örugglega vænta breytinga á keppnisreglunum hcr heima í framhaldi af þessari ferð. A sínum tíma var skilið eftir autt svæði í reglunum af því aó stefnan var aó fara erlendis til að afla upp- lýsinga um keppnisreglur. Þetta er ekki síst mikilvægt ef keppendur héóan ætla aó fara meira erlendis í keppnir því þá skiptir miklu að keppnisreglurnar milli landa séu áþekkar," sagði Jón Ingi. Fjórar keppnir gefa stig til Is- landsmeistara í vélsleðaakstri. Keppnirnar verða í Mývatnssveit, á Ákureyri, ísafirði og í Reykja- vík. Fyrsta keppnin verður í Mý- vatnssvcit 19.-20. mars. JOH og Bjöm Sigtryggsson 2. Stig Tindastóls: Robert Buntic 33, Lárus D. Pálsson 18, Páll Kolbeinsson 17, Ing- var Ormarsson 14, Omar Sigmarsson 11 og Hinrik Gunnarsson 10. Akureyrarmót í stórsvigi Sl. sunnudag fór fram Akureyr- armót í stórsvigi í Hlíðarfjalli. Keppt var í flokkum 13- 14 ára, 15-16 ára og karia og kvenna. Úrslit urðu þessi. Drengir 13-14 ára: 1. Jóhann Þórhallsson, Þór 1:38,95 2. Rúnar Friðriksson, Þór 1:41,66 3. Sævar Már Guðmundsson, KA 1:47,40 Drengir 15-16 ára: I. Fjalar Úlfarsson, Þór 1.40,93 Karlar: 1. Guðmundur Sigurjónsson, KA 1:37,63 2. Gauti Þór Reynisson, KA 1:37,67 3. Sigurður Ólason, KA 1:39,82 Stúlííur 13-14 ára: 1. Dagný Linda Kristjánsd., K A 1:48,14 2. Stefanía Steinsdóttir, KA 1:52,09 3. Ágústa Kristinsdóttir, KA 1:56,25 Stúlkur 15-16 ára: 1. Brynja Hrönn Þorstcinsdóttir, KA 1:41,43 2. Hallfríður Hilmarsdóttir, KA 1:42,04 3. Þóra Ýr Sveinsdóttir, KA 1:47,73 Konur: 1. Hega B. Jónsdóttir, KA 1:55,42 ludUiUl Þórs Þorrablót Þórs verðor haldið í Hamri laugardaginn 12. febrúar kl. 19.30. Miðasala í Hamri, sími 12080. Miðaverð kr. 1.200,- Ball að loknu borðhaldi. Opíð hús eftir að borð-haldi lýkur. Sækjum gesti ef óskað er. íþróttafélagið Þór

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.