Dagur - 25.05.1994, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 25. maí 1994
í ÞRÓTTI R
HALLDÓR ARINBJARNARSON
Urslit helgarinnar
1. deild karla:
Fram-Stjarnan 0:0
ÍA-FH 0:0
Þór-ÍBV 0:0
Valur-ÍBK 1:1
UBK-KR 0:5
2. deild karla:
KA-Selfoss 2:0
Víkingur-HK 1:0
Þróttur R-ÍR 3:1
Grindavík-Fylkir 2:2
Þróttur N-Leiftur 2:1
3. deild karla:
Haukar-Dalvík 2:2
Reynir S-Höttur 4:3
BÍ-Tindastóll 2:2
Völsungur-Víðir 2:2
Fjölnir-Skallagrímur 3.1
1. deild kvenna:
Haukar-Dalvík 1:1
UBK-KR 3:0
Knattspyrna, 1. deild kvenna:
Dalvík sótti stig
til Hafnarfjarðar
„Auðvitað er ég ósátt við að ná
ekki að vinna leikinn því við
fengum tækifæri til þess en mið-
ið við hvernig hann þróaðist
undir lokin er ég ánægð með
fyrsta stigið,“ sagði Þórunn Sig-
urðardóttir, þjálfari og leikmað-
ur Dalvíkur, eftir að liðið hafði
EM í júdó:
Vernharð 9.
náð í sitt fyrsta 1. deildar stig.
Leikið var gegn Haukum í Hafn-
arfirði og lokatölur urðu 1:1.
Leikurinn var jafn í byrjun en á
20. mín fékk Brynhildur Smára-
dóttir laglega stungusendingu inn
fyrir vörn Hauka, lyfti boltanum
yfir markvörðinn og Dalvík hafði
náð forystunni. Eftir markið komu
Haukastelpur meira inn í leikinn
án þess þó aö skapa sér veruleg
færi en síðustu 15-20 mín. fyrri
háltleiks sótti Dalvík stöðugt.
Fékk liðið þá tjögur góð færi sem
ekki tókst að nýta.
Dalvík hélt áfram af sama
krafti í síóari hálfleik og skapói
sér strax færi, átti m.a. stangar-
skot. En inn vildi boltinn ekki og
smám saman þyngdist sókn
heimastúlkna. Gestirnir voru frarir
að þreytast enda ekkert komist á
gras það sem af er sumri. Haukum
tókst síðan að jafna metin þegar
skammt var eftir. Þar var á feró
Úlfhildur Ösp Indrióadóttir eftir
fyrirgjöf þvert fyrir markið.
Brynhildur Smáradóttir skoraði
mark Dalvíkurstclpna.
„Þaó er gott að fyrsti leikurinn
er að baki og mesti skjálftinn far-
inn. Með samheldni og góðri bar-
áttu getum vió velgt „stærri“ liö-
unum verulega undir uggum og
það ætlum við okkur að gera,“
sagði Þórunn. I næstu umferð, 4.
júní, á Dalvík heimaleik við IA.
Akureyringurinn Vernharð Þor-
leifsson úr KA keppti í lok síð-
ustu viku á Evrópmeistaramót-
inu í júdó. Hann var einn þriggja
íslendinga sem tóku þátt en hin-
ir voru Halldór Hafsteinsson úr
Ármanni og Sigurður Bergmann
úr Grindavík.
I keppni í sínum flokki duttu
allir Islendingarnir út í 1. umferð.
Vemharð kcppti vió Júgóslava og
þurfti dómaraúrskurð til aó fá fram
úrslit. Aóaldómari dæmdi Vem-
haró sigur en báóir hliðardómar-
amir dæmdu Júgóslavanum sigur
sem kom öllum vióstöddum mjög
á óvart.
I opnum ilokki sat Vcrnharð yf-
ir í 1. umferð, andstæóingur hans í
næstu umferó mætti ekki og i 3.
umferð mætti hann afar sterkum
Frakka. Vcrnharö sótti grimmt í
byrjun en Frakkinn náöi henging-
artaki þegar 2 mín. voru eftir og
sigraði. Hann hélt síðan áfram og
varó Evrópumeistari. I næstu
glímu var andstæðingur Vernharðs
130 kg Ungverji. „Eftir 2 mín. var
mestur vindur farinn úr mér og
hann lagóist bara ofan á mig. Þetta
er maður sem verið hefur á verð-
launapalli á Heims- og Evrópu-
mótum,“ sagði Vernharð.
„I sjálfu sér var ég mjög
ánægóur með mótió sem var mitt
fyrsta Evrópumót. Auðvitað fékk
ég 9. sætið á ódýran hátt en það
ætti að tryggja mér gott sæti á Evr-
ópulistanum. Eg veit núna hvar ég
stend og hvað ég þarl' að gera. Nú
taka við strangar æfingar og eins
kemur í ljós á næstu dögum hvort
ég kemst til Bandaríkjanna í
skóla."
Knattspyrna, 4. deild karla C-riöill:
Stórsigur HSÞ-b og KS
Landsmót í haglabyssuskotfimi:
Tvöfaldur sigur
Akureyringa
Um hvítasunnuhelgina fór fram
haglabyssumót á Höfn í Horna-
firði. Til leiks mættu 13 kepp-
endur frá Qórum félögum. Akur-
eyringar gerðu góða ferð til
Hafnar því þeir unnu sigur bæði
í einstaklings- og liðakeppni
mótsins.
I einstaklingskeppni uróu úrslit
þau aó Hannes Haraldsson, Skot-
félagi Akureyrar, varð í 1. sæti,
hlaut 63 stig í undanúrslitum og
18 í úrslitum, samtals 81. Næstur
kom Guðmundur Hermannsson,
Skotfélagi Reykjavíkur, með 58
stig í undanúrslitum og 22 í úrslit-
um, samtals 80 og 3. varð Jóhann-
es Jcnsson meó sama stigafjölda
en Guðmundur hlaut 2. sætiö þar
sem hann skaut betur í síðustu
umferðinni.
Liðakeppnin var afar spennandi
og að lokum stóðu Akurcyringar
uppi sem sigurvegarar með sam-
tals 171 stig. Sveitina skipuöu þeir
Hannes Haraldsson sem náði 63
stigum, Högni Gylfason hlaut 57
og Björn Stefánsson 51. Svcit SR
varð í 2. sæti með 169 stig skipuð
þeirn Jóhannesi Jenssyni, Guó-
mundi Hermannssyni og Ólafi ís-
leifssyni. I 3. sæti varð sveit Skot-
féags Austur-Skaftafcllssýslu með
153 stig og kom sá árangur nokk-
uó á óvart.
HSÞ-b og Magni unnu bæði
stóra sigra í fyrstu umferð C-rið-
ils 4. deildar karla um helgina.
Annars má búast við spennandi
keppni í riðlinum í sumar og alls
óljóst hvaða 2 lið það verða sem
tryggja sér sæti í úrslitakeppn-
inni í haust.
Eitt af þeim lióum sem tví-
mælalaust ætla að blanda sér í
þann slag cr Magni frá Grenivík.
Fyrsti leikur riðilsins fór fram á
nýjum malarvclli liðsins sl. föstu-
dagskvöld þegar SM kom í heim-
sókn. Fyrri hálfleikur var marka-
laus en í þeim síóari fóru hlutirnir
aó gerast. Svcrrir Heimisson skor-
aði þá tvö mörk fyrir Magna með
stuttu millibili sem dugöu til sig-
urs.
Hvöt-Kormákur 2:0
Á Blönduósi var hörkuleikur milli
Kormáks og Hvatar. Heimamcnn í
Hvöt náðu forystunni í fyrri hálf-
lcik meó marki Páls Leó Jónsson-
ar sem hvergi gefur eftir þó oröinn
sé 37 ára gamall. Þegar urn 20
mínútur voru liönar af síðari hálf-
leik fékk Hvöt dæmt víti sem
Sveinbjörn Ásgrímsson, annar af
þjálfurum Hvatar, skoraði úr og
breytti stöðunni í 2:0. Urðu það
úrslit lciksins.
Geislinn-HSÞ-b 2:7
Leikmenn HSÞ-b kunnu vel við
sig á Hólmavík en þar kepptu þeir
viö hcimamcnn í Geisla. Geisli er
nýliói í dcildinni og þarf án efa
tíma til að öðlast leikreynslu.
Lcikurinn fór fram á grasvelli
þeirra Hólmvíkinga við hinar
bestu aóstæður. Segja má að gest-
irnir í HSÞ-b hal'i gert út um leik-
inn strax í fyrri hálfleik en í leik-
hléi var staóan 5:0. Þingeyingar
Skúli Hallgrimsson, þjálfari HSÞ-b,
skoraði tvívegis í stórsigri liðsins á
Hólniavík.
komust síðan í 7:0 áður en Geisli
svaraði með tveimur mörkum.
Skúli Hallgrímsson, þjálfari HSÞ-
b, skoraði tvívegis og sömuleiðis
Guðmundur Sigmarsson. Sitt
markið hver skoruðu Þórir Þóris-
son, Hjalti Antonsson og Friðrik
Þór Jónsson. Ólafur Frcyr Núma-
son og Smári Jóhannsson skoruðu
mörk Geisla.
KS-Þrymur 5:0
Á Siglullrði mættust heimamenn
og Þrymur frá Sauðárkróki. Agnar
Sveinsson og Halþór Kolbeinsson
höfðu í leikhléi skorað sitt markið
hvor fyrir KS og Hafþór skoraði
einnig í síðari hálfeik. Þá bættu
þcir Dagur Gunnarsson og Stcin-
dór Birgisson vió markatölu Sigl-
llrðinga og lokatölur því 5:0.
Nýtt íþróttatímarit á markaðinum:
íslenski boltinn
Nýverið kom út fyrsta tölublað
tímaritsins íslenski boltinn. Eins
og nafnið ber með sér fjallar
blaðið um boltaíþróttir og er
fyrsta tölublaðið, sem reyndar er
tvöfalt að efnismagni, tileinkað
knattspyrnu. í því eru grunn-
upplýsingar um öll knattspyrnu-
félög landsins sem þátt taka í ís-
landsmótinu, bæði í karla og
kvennaflokki og ýtarlegar upp-
lýsingar um alla meistaraflokks-
leikmenn landsins. Blaðið er 164
bls. að stærð og það prýða um
260 ljósmyndir.
Margvíslcgar tölulcgar upplýs-
Sumarnámskeið Golfskóla David’s og GA:
Framhald vel heppnaðra námskeiða
ingar cru í blaðinu og mcðal cfnis
crcinnig viðtal við Eyjólf Sverris-
son, bræöurna hjá Fcycnoord og
Guðjón Þórðarson, grcin eftir Jan-
us Guólaugsson, úttckt á íslcnsk-
um atvinnumönnum og A-landslið
íslands frá upphall er skoðað. Þá
cr HM í Bandaríkjunum skoöað
rækilcga.
Islcnski boltinn stendur fyrir
lcscndakönnum í 1. tölublaði þar
scm lcscndum gcfst kostur á aö
vclja A-landslið Islands eins og
þcir telja þaö sterkast. Hvert cin-
tak innihcldur svarscðil og er
skilafrcstur til 1. júní. Heppnir
þátttakcndur fá vcrólaun, m.a.
knattspyrnufcrð lyrir tvo til
Bandaríkjanna í sumar og fjalla-
hjól. Drcgió vcrður úr svarseðlum
2. júní.
í sumar mun Golfskóli David’s
og Golfklúbbur Akureyrar bjóða
upp á golfnámskeið fyrir börn
og unglinga og stendur hvert
námskeið í einn mánuð. Þessi
starfsemi hófst í fyrra og tókst
þá afar vel. Að þessu sinni verða
bæði í boði námskeið fyrir þá
sem vilja halda áfram frá því í
fyrra og þá krakka sem vilja
byrja núna. Alls verða nám-
skeiðin þrjú í sumar, einn mán-
uð í senn og byrjar það fyrsta 1.
júm. Eru þau 4 tíma á dag, frá
kl. 10.00-14.00 virka daga.
Goifnámskeióin cru hugsuð
fyrir börn og unglinga sem fædd
eru 1981 -1986, þó þau aldursmörk
séu ekki ströng. Áðalmarkmióió
verður að börn læri öll helstu
grundvallaratriði golfsins svo sem
golfgripió, golfsveifluna, golf-
stöðuna, púttin, golfreglurnar og
umgengni við golfsettið og golf-
völlinn.
Aðalkennari verður David
Bamwell, hámenntaður golfkennari
frá Englandi (talar góóa íslensku )
og honum til aðstoðar cru tveir af
efnilegustu og bestu golfleikurum
Akureyringa, Sigurpáll Geir
Sveinsson og Orn Arnarson.
Þátttökugjald er 6.500 kr. á
mánuði en einnig er hægt að
kaupa hálfan mánuð sem kostar
3.500. Innifalió í verðinu eru öll
golfáhöld til ællnga og golfboltar,
boðið verður upp á léttan kaffi-
tíma svo börnin þurfl ekki að taka
með sér nesti og í lok hvers nám-
skciðs verður haldin grillveisla og
allir fá viðurkenningarskjal frá
golfskólanum.
Hvcrt námskeið stendur í mán-
uó og verður það fyrsta frá I .-30
júní, annaó frá 1,- 30. júlí og síð-
asta námskciðið frá 2.-31. ágúst.
Innritun og allar nánari upplýsing-
ar eru hjá GA, í síma 22974.
Þá er vakin athygli á því aö
golfskólann vantar fieiri barna- og
unglingagolfsett. Þessi sctt eru
víða til í geymslum hjá lólki og er
tilvalið að losna við þau til golf-
skólans.