Dagur - 25.05.1994, Síða 18
18 - DAGUR - Miðvikudagur 25. maí 1994
MINNI NG
Asta Aðalsteinsdóttir
Fædd 20. júlí 1941 - Dáin 12. maí 1994
Þegar sól hækkar á lofti og fönn
leysir til fjalla, þegar nótt verður
björt og angan gróðurs fyllir loft-
ið, þá lifnar von í hjörtum mann-
anna, þaó er að koma sumar.
Hringing dyrabjöllunnar boóar
kornu gests, oftast með góðar
fréttir, en nú cru tíðindin alvarleg.
Jóhann frændi minn ber mér þau
boð að hún Asta móðursystir
hans, væri nýlátin. Undanfarna
daga hef ég fylgst meó Astu, og
baráttu hennar við þann sjúkdóm
sern leiddi hana til dauða, því kom
fréttin mér ekki alveg á óvart. Þó
er það svo þegar fólk í blóma lífs-
ins er burtu kallaó, fólk sem hefur
verið fullt af Iífsorku, þróttmikió
og dugmikið fólk, fólk sem borió
hefur meó sér gróðurangan vors-
ins og birtu sumarsins, þá koma
upp í hugann orð Drottins Jesú cr
hann var að ræóa við Pétur, en
Pétur viidi ekki leyfa honum að
þvo fætur hans. Þá mælti drottinn,
„nú skilur þú ekki hvað ég er aó
gjöra, en seinna muntu skilja
það“.
Kynni okkar Astu hafa varað í
mörg ár, en ráðning hennar sem
matráðskonu að Sumarheimilinu
aó Astjörn uröu til aó efla kynnin.
Strax og hún hóf þau störf, varð
okkur ljóst að þarna var kominn
starfskraftur sem fyllti upp þær
væntingar okkar sem við gerum til
þeirra er hjá ókkur starfa á
Astjörn. Hún var dugmikil ráós-
kona með útsjónarsemi hinnar
hagsýnu húsmóður, hún var kokk-
ur sem eldaði góðan mat. En þaö
sem öllum féll best í geð, var hið
elskulega viðmót hennar og góða
skap. Þá varð börnunum lljótt
ljóst að hjá Ástu gátu þau alltaf
leitað huggunar og þeir sem
minna máttu sín fundu hjá henni
traust. Þannig var oft á tíðum
nokkuð margt í eldhúsinu, sem ef-
laust surnir hefðu amast við, en
Ástu féll þetta vel í geð. Aldrei
var kvartað yfir löngum vinnudegi
eða tilfallandi aukaverkum, og ef-
laust hefur ósérhlífni hennar oróið
til þess að fleiri verk komu á
hennar hendur en ætlunin stóð til.
Það fór svo aó fljótt voru aðalinn-
kaup heimilisins jafnan borið und-
ir hana. Við stjórnun á stóru
bamaheimili koma einnig upp
mörg vandamál, og fljótt lærðist
mér, aó gott var aó leita ráða hjá
Ástu, því næmni hennar á mann-
legum samskiptum voru henni svo
eðlileg, að vandamál voru til að
Ieysa þau, ósætti til að sætta það.
Á Ástjörn byrjar hver dagur og
endar með bænastund. Það er ekki
skylda á hverjum starfsmanni að
mæta, en Ásta lét sig ekki vanta
þótt á hennar herðum hafi verið
mesta starf dagsins. Hún talaði
ekki mikió um trú sína, en líf
hennar allt gerði það, og ber henni
fagran vitnisburð. Trú hennar og
traust á Skapara sinn kom ef til
vill best í Ijós nú er hún varð að
lúta því kalli sem vió verðum ein-
hvern tíma að lúta. Bænastundirn-
ar þá og sá óttalausi svipur sem
hún bar, var vitnisburður urn full-
vissu hennar. Við Ástirningar
höfðum vænst þess að eiga Ástu
að áfram, og það hafði verið rætt
um þaö að hún kæmi sérstaklega
vegna stúlknanna sem koma í
sumar. Það veröur okkur erfitt og
við munum sakna vinar í staó. Við
vitum þó að söknuður fjölskyldu
Ástu er mikill, þróttmikil og elsk-
uö eiginkona, móðir og amma
hefur verið burtu kölluó, svo
ótímabært að okkur finnst. Faðir
Ástu er einnig á lífi, og veit ég að
mjög kært var með þeim, einnig
systrunum tveim og fjölskyldum
þeirra. Öllum þessum aðstandend-
um vottum við okkar innilegustu
samúð og biðjum þeim Guðs
blessunar.
Ásta var elsta dóttir hjónanna
Aðalsteins Óskarssonar frá
Kóngsstöóum í Skíðadal og Sigur-
laugar Jóhannsdóttur frá Brekku-
koti í Hjaltadal. Foreldrar hennar
bjuggu þá á Ytri Másstöóum í
Skíðadal, en fluttu árið 1950 til
Dalvíkur, og bjó Ásta þar upp frá
því. Árió 1959 giftist hún eftirlif-
andi eiginmanni sínum Hauki
Haraldssyni frá Svalbarði Dalvík.
Saman eignuðust þau 5 börn, Að-
alstein, f. 29.09.59. Kristin, f.
22.09.62. Auði Elfu, f. 18.06. 64.
Sigurlaugu, f. 01.04.75 og Irisi
Dögg, f. 04.06.82. Barnabörn
þeirra eru 5.
Það aó Guð gaf okkur samvist-
ardaga með Astu, verðum við
Guði ævarandi þakklát. Hún gerði
okkur að betri mönnum með áhrif-
um sinnar heilnæmu pcrsónu.
Ásta mín! „hafðu þökk l'yrir
allt, friður Guðs þig leiði“.
Guó blessi minningu þína.
Bogi Pétursson.
Þann 12. maí barst okkur sú frcgn
aó Ásta okkar væri dáin. Okkur
langar að þakka þér Ásta fyrir
þann tíma sern við fengurn með
þér á Ástjörn. Þú varst ekki ein-
ungis vinnufélagi heldur líka vin-
ur. Það var svo gaman í kringum
þig, þú varst alltaf svo fjörug og
með í öllu sem okkur datt í hug að
gera. Þú varst líka alltaf tilbúin að
hlusta og gefa góó ráð.
Kæra Ásta. Vió þökkum þér
fyrir allt sem þú gafst okkur.
Við biðjum góóan guð að
hugga og styrkja fjölskyldu henn-
ar og aðra aóstandendur og send-
um okkar innilegustu samúðar-
kveöjur. Guð blessi ykkur öll.
En nieðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu á eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast/
œvinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guómundsson)
Hófí og Jóhanna.
Ásta Aðalsteinsdóttir fæddist í
Engihlíð á Árskógsströnd 20. júlí
1941. Hún Iést á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri þann 12. maí
1994. Ásta var dóttir Sigurlaugar
Jóhannsdóttur og Aðalsteins Ósk-
arssonar sem býr á Akureyri. Eft-
irlifandi eiginmaður Ástu er
Haukur Haraldsson og eiga þau
ílmm börn. Þau eru: Aóalsteinn,
Kristinn, Auður Elfa, Sigurlaug
og íris Dögg.
Þann I. september 1993 hóf
starfsemi sína Ieikskólinn Fagri-
hvammur á Dalvík og réðst Ásta í
starf matráðskonu frá þeim degi.
Hún hafði aóeins gegnt því starfí í
hálft ár þegar hún veiktist. Eftir
tveggja mánaða veikindi og stutta
sjúkrahúslegu er hún dáin langt
um aldur fram. Ásta hafói til að
bera mikla manngæsku. Þaó var
alltaf gott að leita til hennar og
hún var alltaf svo jákvæð og tilbú-
in að gera það besta úr hlutunum.
Orðið „nei“ var tæpast að fínna í
hennar oróaforða en hafí það
leynst þar þá var það lítið notað.
Börnin elskuðu Ástu og að fá
að hjálpa hcnni í eldhúsinu var
öllum kærkomið. Hún var svo
barngóó og þolinmóð, svona eins
og amma sem hefur alltaf nægan
tíma.
Með þessum oróum langar
okkur að kveðja Ástu og þakka
henni sérlega gott samstarf sem
varð allt of stutt. Hennar er sárt
saknað í Fagrahvammi en við
varðveitum minningar um yndis-
lega manncskju í hugum okkar.
Eiginmanni, börnum, barna-
börnum og fjölskyldu scndum við
okkar innilcgustu samúðarkvcöjur
fyrir hönd starfslólks og barna í
Fagrahvammi.
Anna Jóna Guðmundsdóttir
og Birna Blöndal.
Kri^ana Sigfiimsdóttír
Fædd 5. október 1903 - Dáin 12. maí 1994
Kristjana Sigfinnsdóttir fæddist á
Grímsstöðum í Mývatnssveit 5.
október 1903 og lést á sjúkrahúsi
Húsavíkur 12. maí 1994. Foreldr-
ar hennar voru Sigfinnur Sigur-
jónsson og Þórunn Guómunds-
dóttir. Stjana giftist 15. nóvember
1941 Sigurði Kristinssyni f. II.
febrúar 1897 frá Steinsstöðum í
Öxnadal. Hann lést 12. júní 1970.
Stjana og Siguróur eignuðust einn
son, Kjartan Þór.
Mig langar að minnast afasyst-
ur minnar í örfáum orðum og
koma í hugann margar ánægjulcg-
ar stundir er átti ég með henni, þó
sérstaklega þegar ég var barn og
langtímum saman hcima hjá
henni. Þá spiluðum vió og lásum
fyrir hvora aóra. Eins sagói Stjana
mér ýmsar sögur, bæði af sér og
öðruin. Hún sagði mér þegar hún
fór á alþingishátíðina 1930. Hún
fór gangandi frá Grímsstöðum í
Neslönd og frá Neslöndum á báti í
Álftagerði og þaðan á bíl til Akur-
eyrar og svo ál'ram á bíl til
Reykjavíkur. Var þetta rúmlega
viku ferðalag og yndislegt í alla
staði. Stjana fór líka í Hússtjórnar-
skólann að Laugum. Hefur henni
þótt það góðar og skemmtilegar
stundir enda Ijómaði hún í framan
þcgar hún talaöi um þann tíma.
Mörg vorin var ég hjá Stjönu
og Kjartani syni hennar að hjálpa
til í sauðburði og fannst mér aó
sjálfsögðu muna töluvert um mig
hvað svo var í raun, en aldrei var
ég látin fínna lyrir því að ég bara
þvældist fyrir, hcldur alltaf þakk-
aó á hverju kvöldi fyrir hjálpina.
Mér er líka mjög minnisstætt þeg-
ar komió var að matmálstímum.
Þá talaói Stjana alltaf um að fara
„að skamta“. Þegar komið var að
því að borða var mér alltaf boðið
að borða mcð þcim, þó svo aó ég
byggi í næsta húsi og þótti mér
þaó fíott að boróa þar. En samt
var hængur á, því skeiðarnar
hennar Stjönu voru svo stórar að
ég rétt gat komið þeim upp í mig
svo ég sótti skeiö heim til mín og
átti hana hjá Stjönu og þar meó
var sá vandi leystur.
Alltaf gáfum við hvor annarri
jóla- og afmælisgjafír. Hennar
gjafir voru yllrlcitt leistar eða
vettlingar með útprjónaðri átta
blaða rós á handarbakinu. En þær
scm ég gaf hcnni voru smíðaðar
eftir mig og þá oftast kcrtastjaki
scm ég bjó til úr dálitlum kubb og
l'csti á hann álpappír. Svo var ég
meó eitt eóa tvö trétvinnakclli og
stækkaði á þeirn götin svo að lítil
kerti pössuöu í þau. Þau festi ég á
kubbinn og límdi síðan skcljar og
smásteina utan á. Ein jólin var
gjöfín þó sérstaklega höfðingleg.
Eg og frændi minn vissum að
fjósaskammclið hennar Stjönu var
orðið ræfílslegt. Það var með
þremur l'ótum og þeir í miklum
lamasessi. Smíðuðum við nýtt
skammel með tveimur vel stcrk-
um fótum og gáfum henni í jóla-
gjöl'. Hún líka marg kyssti okkur
og þakkaði fyrir þessa miklu gjöl'.
Stundum spilaði Stjana l'yrir mig á
munnhörpu og ég söng rneð. Það
var oft ansi gantan hjá okkur þá
og mikió hlcgió því ég kunni ckki
alltaf bæði lag og tcxta. Minning-
arnar eru bæði margar og ljúfar cn
að cndingu vil ég þakka þér clsku
Stjana mín fyrir óglcymanlcgar
stundir mcó þessurn Ijóðlínum cft-
ir Friðrik bróður minn.
Frelsarans þúfetar slóð
fylgir tímans vana.
Kveðjum við þig Idökk og hljóð
kcera góða Stjana.
Krökkum þeim scm kynntust þcr
kœrleiks jóst af brunni.
Gafa sú og gleði er
geymcl í minningunni.
Eg þakka þcr alla þá ómajclu stuncl
sem áttum er lít ég til baka.
Og nú crtu gengin á feðranna funcl
erfagnandi móti þér taka.
(F-'.S.)
Þín frænka Ella.
Margs er cið niinncist,
nicirgt er þér cið þakka.
Guði sé loffyrir liðna tíð.
Margs er cið minnast,
margs er ctð sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Bricm)
Þegar ég l'rétti lát Stjönu afa-
systur minnar kom mér í hug þetta
vers. Vissulcga á ég niargs aö
minnast og margs að sakna, cn
fyrst og fremst hcilmargt að
þakka. Elsku Stjana rnín! Allar
þær óteljandi stundir scm þú urn-
barst, stelpufiðrildió scm aldrei
var kyrrt, cn spuröi í sílcllu og
krafðist svara. Alltaf hafðir þú
tíma, hvað scm þú varst að gcra.
Mikið óskaplcga fannst mér
ganian þegar ég fékk að grciða á
þér hárið, vcfja það upp í hnakk-
ann og fcsta síöan mcð spcnnum.
Það var orðinn l'astur liður í hcim-
sóknunum til þín og að spila síðan
stclpuspil á cftir.
Hlýi hugurinn scm hún Stjana
mín bar til mín hcl'ur fylgt mér og
Ijölskyldu minni allt til þcssa
dags. Ofáa lopasokka var hún bú-
in að prjóna á manninn minn og
börnin og rósavcttlinga handa
mér.
Börnin mín scnda ömmu
Stjönu hlýjar kvcðjur og þakka
fyrir allt og sérstakar kvcðjur eru
frá Lísu og Rósu.
Margs cr aó minnast og gott að
ciga góðar og fallegar minningar
til að brosa og jafnvcl hlægja að.
Minningarnar um þig, Stjana mín.
Far þú ífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans clýrðarhnoss þú hnjóta skalt.
Innilegar samúðarkvcójur til
allra aðstandenda.
Sigfríður Steingrímsdóttir.
AKUREYRARB/€R
Útboð
Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í að byggja leikfimi-
hús við Oddeyrarskóla á Akureyri.
Leikfimisalur er 205 fm og viðbygging við skólahús 86
fm. Leikfimisalur byggist úr límtré og einingum, en við-
bygging úr steinsteypu.
Útboösgögn veróa afhent á byggingardeild Akureyrar-
bæjar, Geislagötu 9, gegn 12.450.00 kr. tilboóstrygg-
ingu.
Tilboð skulu hafa borist byggingadeild Akureyrarbæjar
eigi síðar en föstudaginn 3. júní 1994 kl. 11.00 og
verða þau opnuó þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem
þess óska.
Akureyrarbær/Byggingadeild.