Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 7

Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. september 1994 - DAGUR - 7 í hjarta torfærunnar, Ginar í Norðdckkdrckanum. Torfærufjölskyldan, Hildur og Einar með dæturnar tvær. Tæpir íveir drekar með í hverri ferð „Eg tók drekann allan í gegn í vetur, í raun var hann endursmíðaður og það var auðvitað dýrt. I vor sagði ég að það mundi ekkcrt brotna í bílnum í sumar og þá var hlegið en ég hef staðið við þau orð. Auðvitaó hefur ýmislegt smálegt bilað en ekkert brotnað sem hefur stoppað mig af og ekkert farið sem kostar stór fjárútlát. Yfirleitt er ég með 75% af bílnum með mér í varahlutum þegar ég fer í keppni. Einu sinni fyrir tveimur ár- um á Egilsstöðum þá mætti ég í tvær fyrstu brautirnar og þá var flest allt farið í bílnum sem bilað gat og bílinn var nánast gerður upp á staðnum áð- ur en ég náói í rásmark á réttum tíma fyrir síðustu þrautina. Því verður ekki neitað að það er dýrt að fara rneð bílinn í keppni og hafa alla hugsanlega varhluti til taks en þetta er þaó eina sem vió Hildur gerum. Við förum aldrei á böll eöa út að skemmta okkur enda er fjörið í kringum torfæruna miklu verömæt- ara og skemmtilegra í minningunni en djamm á dimmum skemmtistað. Ég hætti að drekka fyrir nokkrum árum, ég fór ekki í meðferó, ég bara hætti. Núna fæ ég „kikk“ út úr adr- enalínflæðinu í torfærunni, það er rosalegt." Þeöar á hóiminn er komið „Á föstudögum leggja ég og Hildur af staó á gamla pickupnum og við- gerðarlióið fylgir í kjölfarið á öðrum bíl. Yfirleitt fylgja mér 2-4 aðstoðar- menn. Þeir fóma ýntsu glaðir fyrir torfæruna. Ég er mcð harðsnúió lið, sem á sinn þátt í titlinum, Siguró Jónsson, Bjarna Hjaltalín, Hilmar Kristjánsson og Olaf Jóhannsson, sumir eru komir á ferturgsaldur en þvælast mcð mér um landið þverrt og endilang til að gera Drekann klár- an milli brauta. Á milli torfæra fara á bilinu 30-60 klukkustundir í að gera bílinn kláran, ef ekkert er brotið, annars niun lengri tími.“ Aðspurðir sögðu viðgerðarmenn- irnir að þeir létu sér ekkert fyrir brjósti brenna í viðgerðum á keppn- isstað svo framarlega sem mótorinn bræddi ekki úr sér eða sjálfskiptingin hryndi, öllu öóru væri hægt að kippa í liðinn á milli þrauta. „Að morgni keppnisdags þegar keppnisbrautin er skoóuð ákveða ökumennimir hvernig þeir ætla að keyra brautina. Svo þegar tætt er af stað í þrautina getur brautin hafa breyst eða ökumaðurinn hittir ekki á þann stað sem hann ætlaði sér. Þá er það augnabliks hugsunin sem gildir, hvað hún er snögg að virka að vera nógu eldsnöggur að taka ákvarðanir, vita hvað bíllin þolir og ná því besta út úr honum. Mér líður vel undir álagi og tekst yfirleitt vel að halda ró minni. í kringum torfæruna er líka ágæt- is félagsskapur. Maður kynnist fólki Uiðfal: Krisfín Linda jonsaonir Myndir: Gísli Tryfiávason NÚRDDEKKDREKINN Norðdckkdrckinn klifrar yfir stokka og stcina, hús og hvað sem cr. 1991 Keypti BLEIKA PARDUSINN af Gísla G. Jónssvni. 1992 Keppfi á BLEIK eins os hann kom frá Gísla. 1993 Skipfi um vél 02 drif, vildi meiri orku 02 sferkari bíl. 1994 NORÐDEKKDREKINN FULLSKAPAÐUR. MÓTOR: Oldsmobile 455 cu. vél miöfi breyft: heifur knastás, rúlluundirlyffur, stálstimpillesur. Uélina fæðir Predator blöndungur á bensíni úr Trabant bensíntank. Nítro-fias eftir Þörfum. SKIPTING: 350 Turbo-Hydramatic með Converter stall-speed. c.a. 2300 snúninsa. Sieurbjörn Skírnisson fMR. GasketJ 02 Einar hönnuðu skiptineuna samkvæmt eiein draumi eina vornótt. MILLIKASSI: Dana 20. lieeur á bakinu 02 sfendur si2 vel. GRIND: Bronco HÁSINGAR: Affan: Ford 9“ N-KÖ22UII02 31 ríla öxlar. hlutföll hernaðarleyndarmál. Framan: Dana 60 Dodee með Völundarendum 02 eóðeæti. STÝRING: Tiakkstýri, sfýrisstaneir úr vörulyftara. ANNAÐ: Vatnskassi úr lyftara, 21'rskiPtir úr Mercedes Bens, Renault 02 Ranco 9000 demparar, M.S.D. kveikiukerfi. víðsvegar af landinu, sem hefur sama áhugasvið. Við rcddum hvcr öðrum um varahluti þcgar leikurinn stendur sem hæst þrátt fyrir að keppnin sé hörð. Það eina sent er leiðinlegt við þctta sport er þaó þegar fjárhagslegir hagsmunir og baráttan um efstu sæt- in verður til þess að skapa kærur og leiðindi. Málið er það að það vcrður einfaldlega að treysta dómurunum og virða þeirra dóm en auðvitað mætti setja aganefnd á torfærurnar, sem veitti dómurum og keppendum aðhald.“ Hæftuleöf? „Nci þetta er ekkert hættulegt, auð- vitað gæti það verió það en öryggis- búnaóurinn er orðinn svo góður að hættan er hverfandi. Það er líka stað- reynd að vió eruni ekki á svo mikl- urn harða þegar við veltum miðað við til dæmis rallýbíla. Við erum ekki á nema 50-60 km hraða rneðan rallýökumenn eru á öðru hundrað- inu.“ - Þurfa torfæruökumenn ekki aö vera í góðu líkamlegu formi í öllum þcssum átökum? „Ég er nú ekki mikið fyrir skokk- ið, en stundum cr ég auövitað aumur hér og hvar daginn eftir keppni, en það er löngu orðið gott þegar ekið er af staó í næstu keppni.“ - Hafið þið hjónin tíma til að gera eitthvað annað en keppa í torfæru og reka Hjólbarðaþjónustuna? „Nei, því er fljótsvarað, það hálfa væri nóg. Hver stund er nýtt til hins ítrasta en scm betur fer höfum við bæði jafn brennandi áhuga á torfær- unni, Hildur er ekkert síður á kafi í þessu en ég. Hún fer meö mér á allar torfærurnar og þess á milli sitjum við saman í sófanum heima, horfum á torfærumyndbönd í sjónvarpinu og veltum hverju smáatriði fyrir okkur.“ Ekkimaður sýndarmennskunnar Dómur aösfoðarmannanna: „Einar er hó2vær náun2i. sem keppir ekki í torfæru fil að vekía athyðli 02 tekur ekki óbarfa áhættu til að sýna si2. Hann veií nákvæmle2a hvað hann má bíóða bílnum. er lip- ur 02 beitir bílnum af skyn- semi. Pess veena nær hann Því besta út úr honum. Hann er bestur Þe2ar mikið Ii22ur við.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.