Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 15

Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 15
UTAN LANDSTEINANNA Laugardagur 3. september 1994 - DAGUR - 15 \rf'C&Cyr- I eikarinn góðkunni flrnold Lschujorzenegger þykirhinn mesti heiðursmaður í daglegu lífi en þegar komið er á hvíta tjaldið er hann í hópi hættulegustu manna. Þegar allt er til talið þá hefur hann orðið 275 manns að bana í kvikmyndum sínum hingað til. Helstu afrek sín vann hann í myndum eins og Commando, Arnie Schwarzenegger hefur verið drjúgur við drápin í myndum sínum. Total Recall og Terminator og enn er ótalið hversu mörgum öðrum hann hefur valdið varan- legu tjóni með óhóflegum krafta- stælum. □siðlegt tilboð JOHM BOBBIT er sennilega með frægustu kynfæri í heimi. Hann komst í heimsfréttirnar á síð- asta ári þegar að eiginkonan skar af honum manndóminn sem læknar saumuðu síðan á að nýju. Bobbit þessum hefur nú verið boðið að leika í kvik- mynd og mun fá fyrir 1 milljón dollara eða um 67 milljónir króna fyrir vikið. Hér er þó ekki um neina stórmynd í Hollywood að ræða heldur eru það fjársterkir klámmynda- framleiðendur sem hafa boðið þetta kostaboð. Það fylgir með í tilboðinu að hann megi velja sér hvaða mótleikara sem hann vill úr þessum geira til að fá blóðið á hreyfingu. „Þetta er svo sannarlega ósiðlegt tilboð. John er alvarlega að hugsa um að taka því,“ sagði Aaron Gordon, umboðsmaður kapp- ans. Mikil umræða hefur verið meðal gárunga vestur í Banda- ríkjunum hvort tól hans og tæki virki eins og eðlilegt getur talist og fær hann nú tækifæri til að sanna getu sína í eitt skipti fyrir öll. LÍTIl FMlltHðFN John Bobbit íhugar nú að gerast leik- ari. £eikarinn ógurlegi JRCH NICHOLSQN leikur aðalhlutverk á móti MICHELLE PFEIFFER í myndinni Wolf sem Borgarbíó hef- ur nú til sýninga. Persónan sem Jack leikur í myndinni er bitin af hundi og við það breytist hann í froðufellandi óargadýr. Það eru allir sammála um að hlutverkið henti honum einkar vel bæði hvað skap- gerð og útlit varðar og í raun sé farðinn óþarfur. Ofurfyrirsætan Claudia Schiffer lét ekki sitt eftir liggja við kynningu myndarinnar og sat fyrir á mynd- um með Jack þó svo að hún komi ekkert fram í myndinni. „Það er in- dælt að vinna með Jack. Honum fer vel að leika vonda kallinn. Ég held að hann gæti ekki leikið góðan mann þó hann reyndi," sagði Claudia eftir myndatökuna. Sjálfur er Jack ánægður með hlutverkið. „Þetta er draumahlutverk. Ég fæ meira að segja að bíta hálsinn á Michelle." Líkamimm I RUST ynbomban SHARON STONE óttast það mjög að líkami hennar fari að gefa eftir en hann hefur halað inn milljónir dollara undanfarin ár. Þessi 36 ára leikkona, sem vakti mikla at- hygli fyrir sannfærandi leik í myndinni Basic Instinct, að það stefni í óefni í þessum málum. „Það er allt að gefa eft- “ sagði hún fyrir skömmu eftir að hún lék í heit- um ástarsenum á móti Sylvester Stallone í nýjustu mynd sinni, The Specialist. „Fólk hélt að ég hefði grennst fyrir myndina en ég er ekk- ert grennri. Ég held að líkaminn og andlitið sé að breytast," sagði hún og bætir við að það sé frekar vinnu- álagið en aldurinn sem hefur þessar af- leiðingar. „Ég hef ekki tíma til að halda mér í formi," segir Stone sem fær um 350 milljónir fyrir hverja mynd sem hún leikur í. Hún hygg- ur nú á árs frí frá kvikmyndaleik til að hvíla sig og safna kröftum fyrir átök framtíðarinn- ar. ◄ Sharon Stone hefur áhyggjur af líkama sín- um. Það fór vel á með Claudiu Schiffer og Jack Nicholson. Michael Hutchence og Helena Christensen eiga vel saman. SjÁLFSÁNÆQJA Það er óhætt að segja að Micha- el Hutcheoce, liðsmaður hljóm- sveitarinnar INXS, sé ekki mjög hógvær. Aðspurður hver hann vildi helst vera ef hann ætti þess kost að vera kona i einn dag, sagðist hann helst kjósa að vera ofurfyrirsætan og unn- usta sín, Helena Christensen. Ástæðan var einföld. Svo að hann gæti sofið hjá sjálfum sér. „Ég væri frábær í rúminu, það er ég viss um,“ segir Michael. hmmmm að getur verið erfitt að vera frægur. Á hverjum degi berast fréttir um að einhver af ofurstjörnum kvikmyndaheimsins sé ofsóttur af léttgjeggjuðum aðdáendum. Madonna fékk heimsókn frá einum slík- um fyrir skömmu og nú á KEVIN C05TNER við álíka vandamál að stríða. Hann þurfti að ráða fleiri lífverði en vanalega til að fylgja sér hvert fótmál á meðan á upptökum stóð á myndinni Waterworld. Ástæðan var Christine Malgrom, 35 ára leikkona, sem leikur smáhlutverk í vestranum Wyatt Earp með Costner í aðalhlutverki. Hún varð yfir sig ástfangin af leikaranum og hefur elt hann á röndum síðan. Hann hefur þó ekki sama áhuga á henni og tvisvar þurfti að fleygja henni út úr glæsiíbúð hans á Hawaii. Hún gafst þó ekki upp og bjó í tjaldi rétt við tökustað. Eitthvað virðist þetta hafa farið í taugarnar á Costner sem missti stjórn á skapi sínu hótaði Ijósmyndara öllu illu eftir að hann hafði smellt af mynd af kappan- um. Kevin Costner á erlitt með kvenhyllina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.