Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 20

Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 20
Framleiðsla Laxár hf. á sl. starfsári 3.200 tonn: Hagnaður varð af rekstri fóð- urverksmiðjunnar Laxár hf. í Krossanesi á síðasta starfsári að upphæð 3,4 milljónir króna, sem er um 2% af veltu verk- smiðjunnar, sem var tæpar 193 milljónir króna. Veltuaukning milli ára er um 9% og magn- aukning er um 6%, en fram- leiðslan nam um 3.200 tonnum. Uppgjörsárið er frá 1. júní 1993 tii 31. maí 1994 en í ágústmán- uði 1993 varð hækkun á fóðrinu svo þeirrar hækkunar gætti mestan hluta uppgjörsárins. Einnig hefur gengisfelling nokk- ur áhrif. Á starfsárinu 1992 til 1993 var hagnaður 1,2 milljónir króna. Á aðalfundi féiagsins, sem haldinn var í gær, lá fyrir tillaga um greiðslu 10% arðs til hluthafa en stærstu hluthafarnir eru Akur- eyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga með 38,3% hlut hvor um sig, en aðrir stærstu hluthafar eru Iðnþró- unarfélag Eyjafjarðar með 9,5% hlut, Hraðfrystihús Þórshafnar hf„ Dreki hf. og SS-Byggir. Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri, segist vera eftir at- vikum nokkuð ánægður með reksturinn á sl. starfsári þó hann hefði viljað sjá meiri umsvif. Efla þarf innanlandssölu og ljúka þeirri þróunarvinnu sem verið hefur í gangi gagnvart framleiðslu á gæludýrafóðri. Innanlandsmark- aður fyrir gæludýrafóður er þó ekki nógu stór rekstrareining svo leita þarf út fyrir landsteinana með sölu og verður það væntanlega í samstarfi við erlendan fóðurdýra- framleiðanda, og þá framleitt und- ■■■ | > • • Fjolrasa w- bylgjusjónvarp Sérhæft fyrirtæki á fjarskipta- sviði, Elnet sf., hefur nú sótt um leyfi tii útvarpsréttarnefndar til dreifingar íjölrása sjónvarps með örbylgju í flest stærri bæjar- félög landsins. I fréttatilkynningu frá Elnet segir að sótt hafi verið um 12 sjónvarpsrásir á hverjum stað. Ætlunin er að endurvarpa sjón- varpsefni frá gervihnöttum á ell- efu rásum en sú tólfta er ætluð sem nokkurskonar heimarás, til að senda út efni tengt hverju bæjarfé- lagi fyrir sig í samvinnu við heimamenn. Á Norðurlandi hefur verið sótt um leyfi vegna bæjarfélaganna Akureyrar, Húsavíkur og Sauðár- króks. Auk þess er uppsetning kerfisins fyrirhuguð á Egilsstöð- um, Vestmannaeyjum, ísafirði, Selfossi og í Reykjavík í sam- vinnu við fyrirhugaða kapalsjón- varpsstöð. I fréttatilkynningunni kemur fram að kerfið verður rekið með áskriftar- og auglýsingatekjum. Notendur fá í hendur afruglara sem gerir þeim kleift að opna allar rásir samtímis. Þannig verður í fyrsta sinn hægt að horfa á eina stöð í stofunni og samtímis aðra í öðru herbergi. Þau bæjarfélög sem hér eru tai- in upp eru, samkvæmt fréttatil- kynningunni, aðeins fyrsta skerfið í útbreiðslu þessa kerfis en auðvelt Tiltölulega hlýtt verður í veöri um helgina á Norður- landi samkvæmt spá Veður- stofu íslands, þótt tímatal segi að komið sé haust. Suðvestan gola verður á Norðurlandi í dag, laugar- dag, og léttskýjað, en síðan þykknar upp með suðaust- an kalda á sunnudag. Hita- stig verður 10-16 stig báða dagana. HELGARVEÐRIÐ er að tengja búnaðinn ljósleiðara- kerfum Póst og síma, sem ná hringinn í kringum landið. Talið er hagkvæmt að setja upp ör- bylgjukerfi í sveitarfélögum þar sem eru 200 heimili eða fleiri. Samkvæmt áætlunum Elnet sf. er fyrirhugað að fyrstu kerfin verði gangsett í desember á þessu ári. KLJ I (jandify I C-634 XT ■ I þvotfavél I • 18 þvottakerfi I 5 kg þvottur ■ Hitabreytirofi * 600 snúninga I Rústfrír pottur I Frábært verð 39.900 stgr. I Hi KÁUPLAND I Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 I Allt fyrir garðinn í Perlunni við □ KAUPLAND HF. Kaupangi v/Mýrarveg, sími 23565 ir hans vöruinerki. Um 14% framleiðsluaukning varð í fiskeldi á árinu 1993 en nær 90% milli áranna 1991 og 1992. Þessarar aukningar gætir nokkuð í sölu Laxár hf. á þurrfóðri, en framleiðsluaukningin miðast við þau seiði sem sett voru í eldi 1991, þ.e. seld á því ári. Á þessu ári er reiknað með um 20% bata í fiskeldinu jafnhliða stórstígum framförum í daglegu eldi en stöðvunum hefur ekki fjölgað. Sl. vor voru starfandi 75 fiskeldis- stöðvar í landinu, sumar að vísu mjög smáar rekstrareiningar. Fjórðungur framleiðslunnar til Noregs Sáralítið er um sölu til loðdýra- búa, enda kaupa þau fyrst og fremst blautfóður frá eigin fóður- stöðvum. í nokkrum tilfellum byrgja loðdýrabændur, sem eru af- skekktir, sig upp af þurrfóðri á veturna til að mæta því að fóður- bílinn teppist vegna snjóa. Laxá hf. hefur flutt um 25% af framleiðslunni til Skretting í Nor- egi undir þeirra vörumerki, en Skretting selur- síðan fóðrið til sinna viðskiptavina. Reiknað er með að hlutfall útflutnings til Nor- egs af heildarframleiðslunni aukist á þessu starfsári. Unnið hefur verið allan sólar- hringinn í verksmiðjunni undan- farnar vikur og er það í fyrsta skipti síðan sumarið 1990, en það fyrirkomulag mun ekki vara nema nokkrar vikur til viðbótar. Starfs- mannafjöldi er í dag 13 manns, en fer í 8 rnanns þegar vinna allan sólarhringinn leggst af. GG Flutningaskipið Haukurinn frá Nes, skipaútgerð, var í gær að lesta 400 tonn af fóðri frá Laxá hf. til Noregs. Svipuöu magni verður skipað út síðar í mán- uðinum. Mynd: KK Sýnum og kynnum hinn vinsæla Honda Accord árgerð 1995 á Akureyri í dag, laugardaginn 3. september kl. 10-17. Akureyringar - Norðlendingar Kynnið ykkur nánar þennan stórglæsilega bíl og komið á sýningu okkar hjá Bílaval, Glerárgötu 36. 1 ■i ACCORD i ^ m Reynslual Hagstætt verð Góðir greiðsluskilmálar Framúrskarandi hönnun ;ri gæði aksturs- inleikar SÖLUAÐILI BIÍAVAI Glerárgötu 36 - Sími 21705 UMBOÐSAÐILI ÞÓRSHAMAR HF. V/TRYGGVABRAUT • SÍMI 22700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.