Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 3

Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 3
FRETTIR Laugardagur 3. september 1994 - DAGUR - 3 Á fimintudagskvöldið var Vcrkmcnntaskólinn á Akurcyri settur við há- tíðlcga athöfn í Gryfjunni, samkomustað skólans. í ræðu Bcrnharðs Harldssonar skólamcistara kom fram að nemcndur við skólann í vctur verða 994 í dagskóla cn talsvcrt á annað þúsund í hcildina. Á stærri myndinni hlýða nemendur með andakt á skólamcistarann, sem á inn- felldu myndinni flytur þcim boðskap sinn. Myndir: Hulldór Röng afgreiðsla á stálbitum í brú á Seyðisá á Kjalvegi: Kann að raska verulega áætlunum um verklok Framkvæmdum sem miðar að því að gera Kjalveg fólksbflafær- an hefur miðað samkvæmt áætl- un, en unnið er að byggingu brú- ar á Seyðisá og lagningu 7 km vegar sitt hvoru megin brúarinn- ar. í ljós hefur komið að ekki voru afgreiddir réttir stálbitar til brúargerðarinnar og kann það að raska nokkuð áður gerðri áætlun sem miðaðist við að brú- arbyggingunni lyki 15. septem- ber nk. Brúin yfir Seyðisá, sem er síð- asti farartálminn á Kjalvegi, verð- ur stálbitabrú með timburgólll og hljóóar kostnaðaráætlun upp á tæpar 20 milljónir króna. Það er vinnuflokkur frá Vegagerðinni sem sér um brúarbygginguna. Um vegarlagningu að brúnni sér verktaki, Nesey hf., og að lok- inni brúarsmíðinni þarf að aka burðarlagi á hana og við brúar- sporðana. Kostnaður við vcgar- lagninguna er áætlaður 13 millj- ónir króna. GG Vaxtaskiptasamningur Seðlabankans við banka og sparisjóði: Miðað við 1,07% ársverðbólgu - horfur á afar litlum verðhækkunum næstu mánuði Nokkrar staö- reyndir um vímuefnaneyslu Krossgötur, sem cr mcðferðar- og forvamaraðili, hcfur hrint af stað átaki undir slagorðinu „Lát- um ekki í minni pokann fyrir vímuefnum“ og sagt hefur verið frá í Degi. I fréttatilkynningu frá Krossgötum cr m.a. bcnt á nokkrar athyglisverðar stað- reyndir varðandi vímefni: ■ Um 20% framhaldsskóla- nema hafa pröfað hass, þar af fjórði hver framhaldsskólapiltur! É Rúm 44% framhaldsskóla- nema geta nálgast hass fyrir- varalítið. ■ Tæp 23% framhaldsskóla- nema geta nálgast amfetamín fyrirvaralítið. É Um 14% framhaldsskóla- nema geta nálgast alsælu fyrir- varalítið, rétt um 15% LSD, 10% kókaín, heróín og krakk. ■ 26-28% íslensku þjóðarinnar fer einu sinni eða oftar á ævinni í meðferð vegna vímucfna- neyslu, samkvæmt opinberum tölum frá SÁÁ 1993. ■ Á áratugnum frá 1980-1990 féllu um 80 manns út af skrám fikniefnalögreglunnar vegna þess að þeir lctust. Mcðalaldur þcssara einstaklinga var um 29 og hálft ár! KK Seðlabankinn hefur samið við banka og sparisjóði um vaxta- skipti fyrir tímabilið 01.09. 1994 til 01.01 1995 í samræmi við rammasamkomulag um vaxta- skipti sem gert var í september árið 1993. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands er tilgang- ur samkomulagsins að draga úr áhættu innlánsstofnana af óvæntri hækkun verðbólgu og hefur samn- ingurinn m.a. stuðlað að lækkun nafnvaxta hjá innlánsstofnunum. Grjóthrun í Ólafsfjaröar- göngum Vegfarendur sem leið áttu um ÓlafsQarðargöng um miðnætti aðfaranótt föstudagsins komust ekki leiðar sinnar vegna grjót- hruns úr lofti ganganna. Að sögn lögreglunnar á Ólafsfirði féll 500-600 kg stykki úr berginu með klæðningunni úr lofti ganganna og fylgdu festingar með. Rafmagnið slapp en vírar og leiðslur héngu niður. Vcl var fengin strax um nóttina til að færa grjótið og þurfti að saga í sundur teina sem héngu úr loftinu að sögn lögreglunnar. Rignt hefur mikið á þessu svæói og streymir vatnið niður. Sam- band var haft vió Vegagerðina og munu menn frá hcnni sjá um við- gerðir en ekki er cnn ljóst hvað or- sakaði hrunið. ÞÞ í samkomulaginu fyrir næsta tímabil er gert ráð fyrir að bankar og sparisjóðir greiði Seðalbankan- um 5,33% nafnvexti af samnings- fjárhæð, sem er um 14 milljónir króna, og að Seðlabankinn greiði þcim 4,25% vexti ofan á verö- tryggðan höfuöstól. Samningurinn byggist á þeirri forsendu aó vcrð- bólga næstu fjögurra mánaóa svari til 1,07% verðbólgu á ári á mæli- kvarða lánskjaravísitölu og cr það í samræmi við nýjustu verðlags- spár Seðlabankans. I fréttatilkynningunni segir að forsendur vaxtaskiptasamningsins fyrir næsta tímabil staðfesti horfur um afar litlar verðhækkanir á næstu mánuðum. KLJ Vetrarstarfið að hefjast hiá STYRK Halldóra Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis, sagði að fyrsti fundur Styrks, Samtaka krabbameinssjúklinga og aðstandcnda, á þessu hausti yrði haldin mánudaginn 5. sept- ember klukkan 20-22 í húsa- kynnum Krabbameinsfélagsins í Glerárgötu 24, annari hæð. Nú hcfur Magna Birnir hjúkr- unarfræðingur hætt störfum fyrir Krabbamcinsfclagið og í hennar staó hefur verió ráðin Brynja Ósk- arsdóttir félagsráðgjafi, sem upp- lýsingarfulltrúi félagsins. Halldóra sagðist vænta þcss að þær Brynja bættu hvor aðra upp cn Halldóra cr hjúkrunarfræðingur. Brynja verður til viótals á skrifstofu lé- lagsins tvo cftirmiödaga í viku. Þcss má gcta að öll þjónusta krabbamcinsfélagsins cr fólki að kostnaóarlausu. Áttunda september veróur mcrkja- og pcnnasala á vegum krabbameinslclaga. Halldóra vildi scnda starfsfólki Söltunarlélagsins á Dalvík bar- áttukveðjur en Söltunarfélagið á að vcrða reyklaus vinnustaður frá 1. scptember. Nú eru um 1000 fyrirtæki á landinu orðin reyklaus og sagði Halldóra að æ lleiri fiskverkunar- fyrirtæki fctuðu í fótspor Frysti- hússins í Ólafsfirði, scm hefói verið fyrsta frystihúsið sem varð reyklaust. KLJ Kópasker: Vantar vinnuafl Nú þegar hcfðbundin sláturtíð er að hefjast er vant sláturhús- fólk gulls ígildi. Að sögn Garðars Eggertssonar, framkvæmdastjóra Fjallalambs á Kópaskeri, er atvinnuástandið á Kópaskeri og í nágrenni svo gott um þcssar mundir að erfiðlega gengur að fá vant fólk til starfa í sláturhúsinu. Einkum er skortur á fiáningsmönnum enda ekki á hvcrs nianns færi að lcysa það starf vel af hcndi. I haust verður slátraó um 22.000 kindum hjá Fjallalambi. KLJ rtt Fjölbreytt valkostanámskeíð í myndlíst „LYKILL AÐ GÓÐU SVARI* Fyrír fullorðna: Kennsla í meðferð vatnslita - olíulita - akríllíta - pastellita, einnig teikning og kynning á ýms- um öðrum möguleikum varðandi blandaða tækni. Forsendur og óskir hvers nemanda hafa áhrif á þær námsleiðir sem unnið verður útfrá og þess gætt svo sem mögulegt er að sköpunarkraftur hvers og eins fái að njóta sín sem allra mest. Kennslan fer fram tvisvar í viku og stendur í 10 vikur. Möguleiki er á laugardagskennslu. Samskonar námskeið er einnig í boði fyrir unglínga nema þá er einungis kennt einu sinni í viku (10 vikur). Þar sem áætlað er að hefja námskesöín am miðjan september er góður möguleíkí á útivinntt og haust- lítaferð. Einnig er í boði tréskurðamámskeíð fyrír fullorðna og unglinga. Hefðbundinn munsturskurður en einnig frjáls mynd- skurður eftir frumteikningu nemandans. Skorið verður út í íslenskt birki og mahony. Einu sinni í 10 vikur. Kennarar: Jóhannes Haraldsson og Öm Ingi. Kennslan fer nú fram í nýrrí og bættrí aðstöðu. Frekari upplýsingar og skráning er í síma 96-22644. Með kveöju, Örn Ingi, Klettagerðí 6, Akureyri. Handvcrksfólk - hönnuðír Atvinnumálanefnd Akureyrar vekur hér með athygli á samkeppni sem Handverk - reynsluverkefni, stendur að um hönnun minjagripa og minni nytjahluta úr íslensku hráefni. Markmið samkeppninnar er að finna nýjar leiðir til að framleiða úr ís- lensku hráefni. Keppnin er ætluð öllu handverksfólki og hönnuðum sem áhuga hafa á vandaðri íslenskri framleiðslu. Keppnislýsing og samkeppnisreglur liggja frammi á skrifstofu atvinnu- málanefndar Akureyrar, Strandgötu 29. Atvinnumálanefnd Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.