Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 03.09.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 3. september 1994 °4LV\6 Stýrimannadeildin á Dalvík 30 tonna réttindanámskeib verbur haldib ef næg þátttaka fæst. Kennt verbur á kvöldin og um helgar. Skráning í símum 96-61218, 96-61860, 96-61380 og 96-61162. Halló - Halló Erum búnar að opna aftur eftir sumarfrí. Opið alla mánudaga frá kl. 16-18. Komið og fáið ódýr föt og gefins. Tökum einnig á móti fötum ofl. Erum í Gránufélagsgötu 5, efri hæð. Lítið inn. Það er tekið vel á móti öllum. Mæðrastyrksnefnd. Björn Sigurðsson Húsavík ÁÆTLUN frá 1. september 1994 HÚSAVÍK - AKUREYRI - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Frá Húsavík 19:00 08:00 08:00 08:00 08:00 17:00 17:00 17:00 17:00 17:00 Frá Akureyri 07:30 07:30 07:30 07:30 07:30 15:30 15:30 15:30 15:30 18:30 HÚSAVÍK - MÝVATN - HÚSAVÍK Sun. Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Frá Húsavík 09:15 09:15 09:15 09:15 09:15 Frá Mývatni 10:30 10:30 10:30 10:30 10:30 Samtenging við ferðir Norðurleiðar mánud.-, þriðjud-, fimmtud- og föstudaga. AFGREIÐSLUR: Húsavík: BSH hf., Héðinsbraut 6 (Shell), sími 41260. Akureyri: Umferðarmióstöðin, Hafnarstræti 82, sími 24442. Mývatn: Hótel Reynihlíð, Mývatnssveit, sími 44170. GÓÐA FERÐ! RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í staura- reisingu fyrir 66 kw háspennulínu frá aðveitustöð við Flúðir, Hrunamannahreppi, Árnessýslu að að- veitustöð við Hellu Djúpárhreppi, Rangárvallasýslu. Alls er um aó ræða 241 staurastæður úr tré. Lengd línu 32.5 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna ríkisins Dufþaksbraut 12, 860 Hvolsvelli og Laugavegi 118, 105 Reykjavík frá og með fimmtudeginum 1. sept- ember 1994 og kosta kr. 2.500 hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins Dufþaksbraut 12, Hvolsvelli fyrir kl. 14, mánudaginn 26. september nk. og veróa þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu: „RARIK-94011 66 kw Háspennulína Flúðir-Hella, staurareising." RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 118,105 Reykjavík. Sé ekkí eftir að hafa valið þessa leið - segir Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshér- aði, sem stundað hefur lífrænan landbúnað á annan áratug Lífræn ræktun og framleiðsla lífrænna landbúnaðarafurða er einn þeirra möguleika sem ís- lenskir bændur eru taldir eiga í framtíðinni. Vegna staðsetning- ar landsins, loftslags, strjálbýlis og hreinleika er mun auðveldara að hefja lífræna framleiðslu hér á landi en í þéttbýlum landbún- aðar- og iðnríkjum þar sem mun meiri mengun er til staðar og skortur á landrými tilfinnanleg- ur. Aukinn áhugi neytenda víða um heim fyrir lífrænt ræktuðum matvælum hefur vakið mönnum vonir um að íslenskur landbún- aður geti að e'inhverju leyti lagað sig að breyttum aðstæðum með því að hefja iífræna ræktun. Líf- ræn ræktun er þó ekki algerlega nýtt fyrirbæri hér á landi. Nú þegar hafa nokkrir bændur reynt fyrir sér á þessu sviði með góðum árangri. Einn þeirra er Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, en hann hóf, ásamt Kristbjörgu Kristmundsdóttur, eiginkonu sinni, að fást við slíka ræktun í byrjun níunda áratugarins. En hvað kom honum til að gerast brautryðjandi á þessu sviði og hver er reynsla hans af þessari tegund landbúnaðar? „Eg hóf búskap í Vallanesi árið 1979 - árið sem framleiðsiustýr- ing var fyrst tekin upp í landbún- aði hér á landi. Mér var fljótlega ljóst aö sá framleiðsluréttur mjólkurafurða sem mér var skammtaður dugði ekki til þess að lifa sómasamlegu lífi. Af þeim sökum fór ég aó huga að fleiri framleiðsluþáttum. Kristbjörg kona mín hafði kynnst lífrænni ræktun matvæla í Hveragerði og Ojótiega tókum við ákvörðun um að þreifa okkur áfram með slíka ræktun hér í Vallanesi. í fyrstu ræktuðum vió eingöngu til heimil- isnota en fijótlega fórum við einnig að selja vörur þótt í litlum mæli væri. Eins og úr garðinum heima Þetta vakti fljótt athygli og fólk var tilbúið að reyna. I fyrstu var það einkum ungt fólk sem kynnst hafði lífrænt ræktuðum matvælum erlendis en cftir því sem lengra hefur liðið er eldra fólk orðið áhugasamara um þessa fram- leiðslu. Ég hef oróið var við að mörgu eldra fólki líka þessar vör- ur. Því finnst það finna sömu gæð- in og sama bragóió og af heima- ræktuðu grænmeti sem það vand- ist í æsku - fyrir daga kálflugueit- ursins. Þessar rófur eru alveg cins og úr garóinum heima, cru dæmi- gerð ummæli sem ég hef heyrt frá ánægóum vióskiptavinum af eidri kynslóðinni. Við ræktum hér ýms- ar tegundir af grænmeti auk rótar- ávaxta á borð vió rófur og kartöfi- ur og seljum nú mest af fram- leiðslunni í Reykjavík undir fram- leiðslumerkinu „Móðir jörð - líf- ræn ræktun, Vallanesi, Fljótsdals- héraði" því rétt merking vörunnar skiptir höfuómáli í allri lífrænni framleiðslu." Ferlið hefst í jarðveginum Auk grænmetisræktunarinnar rækta þau Kristbjörg og Eymund- ur kartöflur og korn og framleiða einnig nautakjöt þar sem gripirnir eru eingöngu fóðraðir á lífrænt ræktuðu fóðri. En hver er í raun lykillinn að þessari ræktun og famleiðslu - hvaóa skilyrói verður framleiðandinn að uppfylla til þess að varan geti talist fullkom- lega lífrænt ræktuð? „Ferlið hefst í jarðveginum. Þar er grunnurinn að ölium gróðri. Byggja veróur jarðveginn upp á lífrænan máta án þess að nota utanaókomandi efni á borð vió til- búinn áburð. Stór hluti þess felst í stöóugri endurvinnslu - að bylta jarðveginum og hleypa lofti í gegnum hann. Skiptiræktun er ákaflega mikilvæg fyrir lífræna ræktun og raunar alla ræktun. I því samhengi er ágætt að rækta mismunandi tegundir; grænmeti í ákveðinn tíma í hverjum rcit, síó- an mætti rækta korn, þá getur ver- ió gott að hvíla jarðveginn og láta gras vaxa. Með þessu móti endur- nýjast jarðvegurinn sífellt og þarf minna magn af áburði. Mér finnst of margir bændur vera tregir til aö fást við endurræktun. Það er eins og plógurinn sé einnota verkfæri í hugum þeirra og eftir að spilda hcfur veriö gerð aó túni þá hljóti þaö tún aó vera jafn gott um aldur og ævi. I því felst mikill misskiln- ingur. Hvað kartöfluræktina varð- ar þá notum ekki vélar vió upp- skerustörfin. Þaó er ciginlcga hluti af þeirri hugsjón sem felst í aö framleiöa lífrænt ræktaðar vörur. Ég hcf fengið skólakrakka með mér á haustin í uppskerustörfin. Þau hafa gjarnan komið hér og unniö í nokkra daga og lagt launin í ferðasjóð. Þetta hcfur verió vin- sælt á meðal þeirra. Ég tel þó aó notast megi við einfaldar geróir af upptökuvélum; vélum sem taka upp og leggja uppskeruna ofan á moldina því að sjálfsgöóu verða menn aó nota einhverja tækni ef um stórfellda ræktun og uppskeru er aö ræóa. Tvímælalaust að taka upp skiptiræktun Ég tel alveg tvímælalaust aó bændur cigi almennt að auka skiptiræktun. Flestir nautgripa- bændur rækta grænfóöur sem er mjög hentugt til skiptiræktunar á móti grasi. Kornrækt er einnig oröin veruleg á þeim svæóum þar sem hún er framkvæmanleg. Auó- vitað fyigir henni nokkur áhætta. En í flcstum tilfellum geta menn gert grænfóöur úr korni þótt þaö nái ekki aó vaxa til þreskingar. Gróffóðurnotkun fer vaxandi og því er um mikla möguleika að ræða til að efla og bæta jaróveg- inn ef bændur vilja notfæra sér þá.“ Auka getu húsdýraáburðar með safnhaugum „Það er rétt að verksmióju- framleiddur áburður er bannvara og eingöngu er notast vió lífrænan áburð. Þar á ég vió húsdýraáburó. En til að auka afkastagetu hans er nauðsynlegt að láta hann fara í gegnum safnhauga þar sem ákveóin gerjun á sér stað. Einnig er nauósynlegt að blanda ileiri efnum í áburóinn í safnhaugunum. Lífrænt sorp er hentugt og einnig hefur reynst gott að blanda fiskúr- gangi í haugana. Þá er nauósyn- legt að nota vióarkurl eóa hálm en meó því móti eykst loftstreymi í haugunum. Einnig þarf aö um- bylta þeim með reglulegu milli- bili. Til þess hafa verið þróuð og framleidd sérstök tæki, sem fest eru viö dráttarvélar en eru nokkuð dýr. Þau kosta um 1,7 milljónir króna, því þurfa bændur að hafa nokkuð mikla framleiðslu á líf- rænum áburði eigi að borga sig að fjárfesta í þeim. Unnt er að um- bylta safnhaugum meó ámoksturs- tækjum á dráttarvél en það er tímafrekara og veróur aldrei cins vcl gert og meó réttum búnaði. Fiskimjöl án rotvarnarefna er góö- ur áburður í lífrænni ræktun en þaó er of dýrt til aö nota mikið af því. Auk þess aó nota eingöngu lífrænan áburó þá veróur aó nota náttúruleg meðöl gegn sjúkdóm- um. Lífræna ferlið heldur síðan áfram. Ef um framleiðslu á kjöti er að ræða þá verður aó fóóra slát- urgripi á lífrænni ræktun og að sjálfsögðu má einnig framleiða mjólk meó þessari aóferó. Eigi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.