Dagur - 08.12.1994, Page 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 8. desember 1994
NVJAR BÆKUR
Islenskt
já takk.
Atvinna til
frambúðar
Starfsmannafélag
Akureyrarbæjar
Leikfélag Dalvíkur
sýnir söngleikinn
Land míns
föður
eftir Kjartan Ragnarsson
Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson
Leikstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir
Tónlistarstjóri: Gerrit Schuil
14. sýning
fimmtudag 8. desember kl. 21
15. sýning
sunnudag 11. desember kl. 15
Sýningar eru í Ungó og
hefjast kl. 21
Miðasala kl. 17-19
sýningardaga í Lambhaga,
sími 61900, og í Ungó eftir
kl. 19 fram ab sýningu
Tekiö við pöntunum í
símsvara í sama númeri
allan sólarhringinn
Efstu dagar
Mál og menning hefur sent frá sér
skáldsöguna Efstu dagar eftir Pétur
Gunnarsson. í henni lýsir höfundur
reykvískri fjölskyldu og fylgir henni
um hálfra, aldar skeið. Brugðið er upp
svipmyndum úr ættinni, enda tími
8mm kvikmyndavélanna genginn í
garð. Aðalpersóna sögunnar er bama-
stjarnan Símon Flóki Nikulásarson
sem hleypir heimdraganum og kynnist
Kristi sínum óvart á markaðstorgi há-
skólaanddyrisins á jjeim tíma þegar
ungir menn vildu hvað mest líkjast
honum í útliti. I Reykjavík bíður prest-
skapur í úthverfasöfnuði. Eiginkonan,
Vera, deilir lífinu með honum en tekur
þó myndlistina fram yfir hlutverk
prestmaddömunnar.
Sagan sver sig í ætt við fyrri verk
höfundar þó að viðfangsefnð sé annað
og alvarlegra en fyrr. Frásagnargleði,
snjallar mannlýsingar, leikur að orð-
um, fágun í stíl þar sem hlýja og kímni
eru í fyrirrúmi.
Bókin er 234 bls. og unnin í Odda
hf. en kápu hannaði Margrét E. Lax-
ness. Verð er 3.380 kr.
Leikhúshjón fyrir
opnum tjöldum
Mál og menning hefur sent frá sér
bókina Brynja og Erlingur - fyrir opn-
um tjöldum. Bók þessi er skrifuð af
lcikhúshjónunum Brynju Benedikts-
dóttur og Erlingi Gíslasyni í félagi við
Ingunni Þóru Magnúsdóttur. Brynja og
Erlingur hafa sett svip á íslenskt leik-
húslíf um áratugaskeið, sem leikarar
og leikstjórar en hafa ekki síður átt sér
viðburðarríkt líf utan leikhússins.
Meðal þess sem sagt er frá í bókinni er
Inúk ævintýrið, leikfélagið Gríma,
sigrar og ósigrar í atvinnuleikhúsum
sem í einkalífi, uppfærslan á Hárinu,
kynni af Dario Fo og Vaclav Havel og
fjölmörgum íslenskum samtíðarmönn-
um, vinnu að tjaldabaki og sameigin-
legum verkefnum. Þeim hjónum er
gefið að segja skemmtilega frá og fyrir
vikið er bókin bæði fróðleg og læsileg,
frásögn umbúðalaus og lífleg auk þess
sem bókin er prýdd fjölda ljósmynda
úr ævi og starfi þeirra hjóna.
Bókin er 287 bls. og unnin í Odda
hf. en kápu hannaði Sigurjón Jóhanns-
son. Verð hennar er 3.480 kr.
Fólk og fírnindi
- bók eftir Ómar Ragnarsson
Utgáfufyrirtækið Fróði hf. hefur sent
frá sér bókina Fólk og firnindi eftir
Omar Ragnarsson. Undirtitill bókar-
innar er Stiklað á Skaftinu.
I bókinni býður Omar Ragnarsson,
fréttamaður, lesendum með sér í
óvcnjulcgt ferðalag þar sem víða er
komió við utan alfararleiðar og heilsað
upp á fólk sem á það sameiginlegt að
binda ekki bagga sína nákvæmlega
sömu hnútum og samferðamennirnir.
Ferðalag Omars hefst í Haga í
Skorradal þar sem hann hittir fyrir
liinn síunga öldung, Þórð í Haga. Síð-
an er haldið til systkinanna í Knarrar-
nesi og áfram flýgur Omar á Skaftinu
vestur um firði og kemur við í Arnar-
firði þar sem hann heimsækir Sigríöi
Sigurðardóttur og rifjar upp kynni sín
af þeim fræga einbúa Gísla á Uppsöl-
FYRl RTÆKI
SKRIFSTOFUHUSNÆÐI
TIL LEIGU
Til leigu eru skrifstofuherbergi í
skrifstofuálmu á Gleráreyrum
Húsnæðið er allt mjög glæsilegt
og sérhannað fyrir skrifstofustarfsemi.
Innréttingar eru í mjög góðu ástandi, aðeins
fimm ára gamlar. Hægt er að leígja einstaka
skrifstofur eða fleiri saman. Margar stærðir í boði.
HAGSTÆÐ LEIGA
UPPLÝSINGAR í SÍMA 23225 Á DAGINN
um og dregur fram í dagsljósið ýmis-
legt sem skýrir óvenjulega hegðun og
lífsmynstur hans. I Hornvík spjallar
Omar við Mórur og flugfeðga og kem-
ur síðan við á Hornbjargsvita þar sem
Oli kommi er samur við sig og trúr
Stalín, hvað sem öllum hreinsunum og
hruni kommúnismans líður. A Guð-
mundarstöðum í Vopnafirði virðist
sem tíminn hafi numið staðar og á
Kvískerjum í Öræfum hittir Ómar fyrir
hina landsþekktu Kvískerjabræður sem
voru og eru vísindamenn í fremstu röö
þótt þeir hafi ekki ekki bréf upp á það.
Fjölmargar Ijósmyndir eru í bók-
inni.
Fólk og firnindi er 248 bls. Verö
kr. 3390.
Til heljar og heim
Mál og menning hefur sent frá sér
bókina Til heljar og heim eftir Guð-
rúnu Finnbogadóttur. Þetta er frásögn
af ferðum höfundar til Rússlands og
fleiri hluta Sovétríkjanna fyrrverandi á
árunum 1990 til 1993. Hún dregur upp
svipmyndir af hlutskipti manna, landi
og þjóð, annars vegar með því að segja
frá og gefa rithöfundum og fleira fólki
af ýmsu tagi orðið og hins vegar með
sérstæðum lýsingum á reynslu sinni af
lævi blöndnu andrúmslofti og afar
margbreytilegu mannlífi. Frásagnir af
hversdagslegu lífi fólks eru látnar kall-
ast á við fréttir í fjölmiðlum og úr
verður mögnuð og persónuleg lýsing á
gífurlegum umbrotstímum. Fjöldi ljós-
mynda prýða bókina.
Bókin er 224 bls., unnin í Odda hf.
Kápu hannaði Margrét E. Laxness.
Verð er kr. 3.480.
Heimsmeistara-
keppnin í
knattspyrnu
- eftir Sigmund Ó. Steinarsson
Fróði hf. hefur sent frá sér bókina HM
’94 eftir Sigmund Ó. Steinarsson
blaðamann.
Bókin fjallar um heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu en lokakeppni
hennar fór fram með miklum glæsi-
brag í Bandaríkjunum sl. sumar.
Sigmundur fjallar ítarlega um úr-
slitakeppnina og segir frá þeim köpp-
um sem þar koma mest við sögu og
einstökum atburðum sem settu svip
sinn á keppnina, auk þess sem hann
rekur gang leikjanna og úrslit þeirra.
Hann fjallar einnig um undankeppnina
og sérstaklega um þátttöku Islendinga
í henni en litlu munaði að íslendingar
væru í hópi þeirra þjóða sem tóku þátt
í úrslitakeppninni. Landsliðsþjálfari Is-
lendinga, Asgeir Elíasson, segir einnig
frá því hvernig einstaka leikir og at-
burðarás keppninnar horfði við hon-
um.
MINNINO
Bókin er ríkulega myndskreytt.
HM ’94 er 112 bls. í stóru broti.
Verðkr. 1980.
Birgir og Ásdís
Æskan hefur gefið ut bókina Birgi og
Ásdísi eftir Eðvarð Ingólfsson.
Birgir og Ásdís hafa verið kærustu-
par í tvö ár. Óvænt býðst þeim báóum
sumarstarf og íbúð til afnota í litlu
þorpi. Þau eru mjög ástfangin og sam-
búó þeirra gengur vel - þar til gömul
skólaást fer að rugla Birgi í ríminu.
Þetta er spennandi saga um ást-
fangna unglinga, fyrstu sambúðina og
mörg þau vandamál sem henni geta
fylgt. Þegar á reynir kemur fyrst í Ijós
hve sterkt sambandið er.
Eóvarð Ingólfsson var rúmlega tví-
tugur þegar hann samdi söguna. Hann
hefur ritað átta unglingabækur og hafa
margar þeirra orðið metsölubækur.
Skáldsaga hans, Meiriháttar stefnumót,
hlaut verðlaun skólamálaráðs Reykja-
víkur sem besta frumsamda barna- og
unglingabókin 1988.
Birgir og Ásdís kom fyrst út 1982
og seldist fljótt upp. Hún er sjálfstætt
framhald bókarinnar Gegnum bernsku-
múrinn. Bókin er 159 blaðsíður í
Demi-broti.
Anna Þorkelsdóttir teiknaði kápu-
mynd. Ofsetþjónustan hf. braut bókina
um og myndaói á plötur. Prentsmiðjan
Oddi prentaði og batt. Verð kr. 1690.
Mannakynni
Æskan hefur gefiö út bókina „Manna-
kynni - frá öðru fólki og athöfnum
þess“ eftir Vilhjálm Hjálmarsson
fyrrv. ráðherra.
Vilhjálmur hefur kynnst ótal mörgu
fólki - „enda hefur það orðið hlutskipti
mitt löngum að vera ekki einn á ferð,“
eins og hann getur um í formála. Hann
segir í bókinni frá fjölda manns sem
liann hefur „átt samleið með, lengur
eða skemur, frá barnæsku til efri ára.“
Við sögu koma til að mynda stjórn-
málamenn og starfsfólk Alþingis,
bændur, bifreióastjórar og biskupar,
húsmæður, kennarar, lögreglumenn og
sjómenn, útvarpsmenn og oddvitar, fé-
lagar í skóla, framreiðslustúlkur og
forstjórar - 540 konur og karlar.
Frásögn Vilhjálms er sem áður hlý-
leg og hugnæm og glettnin er aldrei
langt undan. Hún bregður Ijósi á menn
og málefni á öldinni, fróóleg og grein-
argóð.
Mannakynni er 232 bls. Veró kr.
2980.
Skjaldborg:
Ný frá Sidney
Sheldon
Sidney Sheldon er upp á sitt allra besta
í bókinni Ekkert varir að eilífu, sem
bókaútgáfan Skjaldborg hefur gefiö út.
Lesandinn er þrifinn í ofsafenginn
heim spítala í San Francisco þar sem
þrjár konur í læknastétt eru miðpunkt-
ur í hinum magnþrungna örlagadansi.
Paige Taylor sór þess eið að hún
hefði framið líknarmorð en þegar hún
erfði milljón dollara frá sjúklingum
taldi saksóknari það morð.
Kat Hunter ætlaði aldrei aó láta
karlmann koma nærri sér, en svo lét
hún leiðast út í að taka þátt í veömáli
og það varð hennar bani.
Honey Taft hefur áhuga á starfi
sínu en hún vissi aö hún þyrfti meira
en gáfurnar sem Guð hafði gefió henni
til þess að komast áfram.
Þýðandi bókarinnar er Hersteinn
Pálsson og er hún 300 bls að stærð.
Verð hennar er 2.480 kr.
Lesum meira saman
Námsgagnastofnun hefur gefið út bók-
ina „Lesum meira sarnan". Þetta er les-
bók og hefur Iðunn Steinsdóttir, rithöf-
undur, safnað saman lestextum í bók-
ina og fléttað þá saman í eina heild.
Bókin fjallar um Matta sem dvelur
saumarlangt hjá frænku sinni á Tanga.
Þar kynnist hann Beggu og Þóru. Sam-
an leika þau leikrit, fara í ýmsa leiki
og kynnasl þjóðsögum og ævintýrum.
Bókin er einkum ætluð til samlestr-
ar í bekk og hentar börnum sem hafa
náð valdi á lestri. Áður hefur komið út
bókin „Lesum sarnan” sem byggð er
upp á sama hátt en ætluð yngri börn-
um.
„Lesum meira saman“ er ríkulcga
myndskreytt. Flestar myndirnar eru
eftir Hlín Gunnarsdóttur en auk hennar
eru myndir eftir Onnu Cynthiu Lcplar
og Guómund Thorsteinsson (Mugg),
einnig eru barnateikningar í bókinni.
Bókinni fylgir vinnubók eftir Ragn-
heiði Gestsdóttur og Ragnheiði Her-
mannsdóttur. I henni eru fjölbreytileg
verkefni en megináherslan er lögð á
skapandi vinnu nemenda í tengslum
við texta lestrarbókarinnar.
„Lesum meira saman“ er 96 bls. en
vinnubókin er 48 bls.
Kristin fræði
- Brauð lífsins
Námsgagnastofnun hefur gefið út bók-
ina Kristin fræði - Brauö lífsins eftir
Iðunni Steinsdóttur, kennara og rithöf-
und, og Sigurð Pálsson, kennara og
guðfræðing. Þessi bók er sú fyrsta sem
út kemur í nýjum íslenskum námsefn-
isflokki í kristnum fræðum fyrir yngsta
stig og miðstig grunnskóla en undan-
farin ár hefur einkum verið notaöur
þýddur norskur bókaflokkur. Bókin er
einkum ætluð 10 ára börnum.
Kristin fræði - Brauð lífsins er 108
bls. Kennsluleiðbeiningar eru 56 bls.
Kristinn S. Egilson
Fæddur 12. október 1974 - Dáinn 27. nóvember 1994
Hann er farinn. Eitt andartak og
Tinni er ekki lengur á meðal okk-
ar. Osjálfrátt hvarflar hugurinn
aftur til þess tíma þegar við vorum
öll saman í Bamaskóla Akureyrar.
Lífið var sannarlega gott í þá daga
og okkur fannst að svona hlyti það
að verða um alla framtíð. Mitt á
meðal okkar var svo Tinni. Þessi
hógværi en samt ofurlítið glettni
drengur sem vildi öllum vel. Allt-
af hreinn og beinn. Ekkert fals,
engin læti, bara hann sjálfur. Einn
sólbjartan maímorgun fyrir sjö ár-
um héldum við svo hvert sína leið
á vit unglingsáranna og skildum
að allt er breytingum undirorpið.
Það kemur sú stund í lífi okkar
allra að við verðum sem lítið
sandkorn á svartri strönd í hafróti
lífsins. Ef til vill berumst við burt
út á óravíddir hafsins, ef til vill
ekki. Nú er Tinni farinn en minn-
ing hans lifir á meðal okkar. „Hún
varðar okkar leið á lífsins göngu-
för til lokadags er þrýtur fjör.“
Vinum og ættingjum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Bekkjarsystkini úr
Barnaskóia Akureyrar.
Hví var þcssi beður búinn,
barnið kœra, þér svo skjótt?
Svar afhimni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðja: „Kom til mín!“
Kristur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í höndum,
hólpin sál með Ijóssins öndum.
(B. Halld.)
Elsku Tinni minn!
Við trúum því aö sá sem öllu
ræður hafi ætlað þér annað og
meira hlutverk hjá sér á æðra til-
verustigi. Við þökkum fyrir aó
hafa fengið að þekkja þig, gæsku
þína og gleði. Minningin um þig
mun lifa meó okkur um ókomin
ár.
Elsku Solla og Sveinbjörn.
Góður Guð styrki ykkur, börn
ykkar og aóra ástvini Tinna í
þeirri miklu sorg sem þið nú þurf-
ið aó ganga í gegnum.
„Skoðaðu hug þinn vel, þegar
þú ert glaður, og þú munt sjá að
aðeins það sem valdið hefur
hryggð þinni gerði þig glaðan,
þegar þú ert sorgmœddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þú
munt sjá að þú grcetur vegna þcss
sem var gleði þín. “
(Spámaðurinn - Kahlil Gibran).
Steinþór, Elfa og Úlfar.