Dagur - 30.12.1994, Síða 2

Dagur - 30.12.1994, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 30. desember 1994 FRETTIR Opnunartími verslana KEA eftir áramót Mánudaginn 2. janúar Hrísalundur: Opið frá kl. 18.00-19.30. (Lokað í kjallara) Nettó: Lokað Sunnuhlfð: Lokað v/breytinga í nokkra daga. Byggðavegur 98: Opið frá 16.00-22.00. Þriðjudaginn 3. janúar Hrísalundur kjallari: Opið 13.00-19.30. as: Alþingi íslendinga Frá stjórnarskrárnefnd Alþingis Stjórnarskrámefnd Alþingis gefur þeim, sem þess óska, kost á að koma með skriflegar athugasemdir við frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnar- skrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum, 297. mál. Meginefni frumvarpsins er tillög- ur til breytinga á VII. kafla stjórnarskrárinnar sem m.a. hefur að geyma mannréttindaákvæði hennar. Frum- varpiö liggur frammi í skjalaafgreiðslu Alþingis að Skólabrú 2, Reykjavík. Óskað er eftir að athugasemdirnar berist skrifstofu Alþingis, nefndadeild, Þórshamri við Templarasund, 150 Reykjavík, eigi síðar en 20. janúar 1995. 0^ Menntasmiðja 5 kvenna ........ ' áAkureyri Nám sem auðgar líf þitt Skóli fyrir konur sem eru án launaðrar atvinnu. Námið er í tveimur áföngum. Fyrri áfangi hefst 25. jan. og lýkur 17. mars og sá seinni hefst 27. mars og lýkur 26. maí nk. Kennt verður á virkum dögum frá kl. 9.00-15.00. Hugmyndafræði Menntasmiðjunnar byggir á reynslu frá lýð- háskólum og kvennadagháskólum á Norðurlöndum og nám- skeiðum sem þróuó hafa verið fyrir konur hér á landi. Námsþættir verða tengdir saman í eina heild og reynt að koma til móts við þarfir hverrar og einnar konu annars vegar og hópsins hins vegar. Mikil áhersla verður lögð á þjálfun samskipta og skapandi starf. Einnig verður boöið upp á ráð- gjöf. Gert er ráð fyrir eftirtöldum námsþáttum í náminu: Hagnýtum fræðum s.s. íslensku, erlendum tungumálum, bókhaldi, tölvufræði o. fl. Sjálfsstyrkingu og markmiðs- setningu, samfélagsfræðum, líkamsrækt, listsköpun og umhverfisvernd. Hámarksfjöldi nemenda er 20 konur. Námið er konum að kostnaðarlausu og konur sem hafa at- vinnuleysisbætur halda bótum sínum á meðan á náminu stendur. Nánari upplýsingar gefa starfskonur Menntasmiðjunnar í síma 27255 kl. 9.00-12.00 virka daga. Umsóknarfrestur er til 13. janúar. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum sem liggja frammi hjá Vinnumiðlunarskrifstofunni Gránufélagsgötu 4 og hjá Menntasmiðjunni Hafnarstræti 95, 4. hæð. Vinsamlegast sendið umsóknir til: Menntasmiðju kvenna á Akureyri, pósthólf 85, 602 Akureyri. Kynning veröur á starfsemi Menntasmiðjunnar 5. janúar nk. kl. 17.00 í húsnæði Menntasmiöjunnar að Hafnarstræti 95, 4. hæð. Þær konur sem hug hafa á að sækja um skólavist eru hvattar til að mæta. Við undirskrift sorpflutningasamnings f.v.: Gunnar Örn Harðarson, rckstrarstjóri Gámaþjónustunnar hf., Jónas Vigfússon svcitarstjóri í Hríscy, Kristján Snorrason oddviti Arskógshrcpps, Þorstcinn K. Björnsson tæknifræðingur Ólafsfjarðarbæjar, Jörundur Þorgeirsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands hf., Sveinbjörn Steingrímsson bæjartæknifræðingur á Dalvík og Benóný Óiafsson framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar hf. Mynd:Robyn Fjögur sveitarfélög viö utanverðan Eyjafjörð gera samning um sorpflutninga til ársins 1999: Sorpsamlag Eyjafjarðar mun bjoða út urðun a Glerárdal Fulltrúar Hríseyjarhrepps, Ár- skógshrepps, Dalvíkur og Olafs- fjarðar skrifuðu í gær undir samninga við Gámaþjónustu Norðurlands hf. um sorpflutn- inga til ársins 1999. Árið 1992 stóðu þessi sveitarfélög að Hrís- eyjarhreppi undanskildum en að Svarfaðardalshreppi meðtöldum að útboði og var þá gengið til samninga við Gámaþjónustu Norðurlands hf. Sorpið verður flutt upp á Gler- árdal eins og hingað til en frá 1. janúar nk. tekur Sorpsanilag Eyja- tjaróar við urðun á Glerárdal af Ákurcyrarbæ. Aðild að Sorpsam- laginu eiga öll sveitarfélög vió Eyjafjörð frá Ólafsfirði að Grýtu- bakkahreppi að Hálshreppi meó- töldum. I janúarmánuói mun Sorpsamlag Eyjatjarðar bjóða urð- unina á Gierárdal út og er stefnt að því aó verktaki muni taka við verkinu um mánaðarmótin janú- ar/febrúar. Kostnaóur sveitarfélaganna viö uröun var á árinu 1994 mjög mis- jafn, t.d. kr. 1.200.000 hjá Dalvík- urbæ en 900 þúsund hjá Ólafs- fjarðarbæ. Reiknað er með aó urð- un fari fram á Glerárdal næstu 5 til 10 árin en þegar er hafin leit að nýjum urðunarstað á vegum nefndar sem til þess hefur verið kjörin. Þaó sorpmagn sem farió hefur frá ofangreindum sveitarfé- lögum til uróunar á Glerárdal á þessu ári er um 100 þúsund rúm- metrar á ári en garóaúrgangur og timbur er ekki flutt til Akureyrar heldur er fargað í sveitarfélögun- um. GG Sjö togarar á veiðum um jólin: Sjómannasamtökin vilja tengja inniveru um jól og áramót kjarasamningum Sjómannasamtökin hafa lagt áherslu á það í undanfarandi kjarasamningum að togarar, bæði ísftsks- og frystitogarar, séu samfellt í landi frá 20. des- ember til 3. janúar líkt og er með loðnu- og rækjuskip sem ísa afl- ann um borð. Það eru þó eingöngu togarar sem eru að fiska í sölutúr erlendis sem mega vera úti um hátíðarnar. Konráð Alfreósson, formaður Sjómannnafélags Eyjafjarðar og Leiðrétting Ranglega var skýrt frá því í DEGI í gær að Kirkjusandur hf., eignarhaldsfélag Lands- bankans hefði keypt togarann Stokksnes eftir gjaldþrot Borg- eyjar hf. á Hornafirði. Togarinn var seldur Kirkju- sandi hf. í nauðasamningum fyrir- tækisins, síóan leigður Samhcrja hf. og að lokum seldur Stokksnesi hf. scm Samherji hf. á hlut í ásamt þremur öðrum eyfirskum fyrir- tækjum. Reynt var að halda togar- anum heima í héraði, en það tókst ekki. GG varaformaður Sjómannasambands Islands, segir aö það megi nokk- urri furðu sæta í minnkandi kvóta að útgerðir haldi skipum sínum úti um jól og áramót. Kjarasamningar sjómanna sem geróir voru í haust voru felldir og eru því lausir. Sambandsstjórn Sjómannasam- bandsins hefur fariö þess á leit við aöildarféiögin aó þau afli sér verk- fallsheimildar og legðu fram nýja kröfugerð, en meginhluti félag- anna hcldur aðalfund nú milli jóla og nýárs. Formannafundur verður haldinn 10. til 15. janúar nk. og þar verður mörkuð lína um fram- hald kjarasamningaviðræðna. Verkfall í fiskiskipaflotanum kann hugsanlega að bresta á um rniðjan febrúarmánuð en það þarf að boða meó 21 dags fyrirvara. Um jólin voru sjö íslenskir tog- arar á veiðum hér við land. Þaó voru allir togarar Skagfiróings hf., Drangey SK-1 sem selur í Hull 9. janúar; Hegranes SK-2 sem selur í Bremerhaven 11. janúar; Skafti SK-3 sem selur í Hull 4. janúar og Skagfirðingur SK-4 scm selur í Bremerhaven 9. janúar. Einnig Grandatogarinn Engey RE-1 sem selur í Bremerhaven 2. janúar; Breki VE-61, eign Vinnslustöðv- arinnar hf. í Vestmannaeyjum, sem selur í Bremerhaven 5. janúar og Sveinn Jónsson KE-9, eign Kefivíkings hf. í Sandgerði, sem selur 4. janúar nk. í Bremerhaven. Aðfaranótt þriójudags og þann dag héldu svo 80 skip á veiðar af öllu landinu, þó sýnu fæst af Vest- fjörðum, en þau verða öll inni fyr- ir hádegi á gamlársdag. GG Dagur kemur næst út þriðju- daginn 3. janúar. Auglýsing- ar í það blað þurfa að berast eigi síðar en kl. 11 mánudag- inn 2. janúar. Frá og með áramótum hækkar mánaðaráskrift að Degi um 88 krónur, úr 1228 krónum í 1316 krónur. Meó 14% virðisaukaskatti verður mánaðaráskriftin því 1500 krónur. Lausasöluveró blaðs- ins verður óbreytt, 125 krónur.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.