Dagur


Dagur - 30.12.1994, Qupperneq 18

Dagur - 30.12.1994, Qupperneq 18
18 - DAGUR - Föstudagur 30. desember 1994 Hagyrðingar gera upp árið 1994 Að þessu sinni er bryddað upp á þeirri nýbreytni að fá kunna hagyrðinga til að gera upp árið í vísum. Leitað var til nokkurra valinkunnra hagyrðinga á Norðurlandi og reyndar víðar og þeir fengnir til að gefa lesendum DAGS sýnishorn af því sem orðið hefur til hjá þeim á árinu af ýmsu tilefni. Var það skilyrði eitt sett að vísurnar væru í léttum tón. Þeir sem leggja til vísur að þessu sinni eru Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd, Sigurður Hansen á Kringlumýri í Skagafirði, Pétur Pétursson, Hjálmar Freysteinsson, Björn Þórleifsson, Stefán Vilhjálmsson og Gestur Ólafsson, allir frá Akureyri, Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit og Hákon Aðalsteinsson, sem býr nú austur á Héraði. Einnig slæðast með vísur frá fleirum. Eru öllum höfundum færðar sérstakar þakkir. HA Skóladeilur Á sl. hausti stóðu Mývetningar í haró- vítugum deilum sín á milli, sem að nafninu til voru sagðar snúast um skólamál. Friðrik Steingrímsson í Mý- vatnssveit orti: Fráleitt er égfái séð að friðardyrnar opni. Þeir sem blákalt berjast með börnin sín að vopni. Sú spuming hefur vaknað hvort Mývetningar geti hugsanlega samein- ast um eitthvert málefni. Svar Friðriks var á þessa leið: í þeim málum ekkertsé. Allt er blandað hita. En ef að þetta skyldi ske skal ég láta vita. Framboð Jóhönnu Sigurðardóttur Guómundur J. lét þess getið að Svan- fríður Jónasdóttir væri á leiðinni yfir til Jóhönnu, enda hefði Olafur Ragnar selt hana á fæti um áriö þegar hún féll í varaformannskosningu. Pétur Péturs- son sá þetta svona: Þverra tekur komma kœti, krenkir Ólafgjörðin sú: Svanfríði hann seldi áfœti, seyðið afþví lepur nú. Gestur Olafsson orti: Þekkirðu Þjóðvaka það er ný blóðtaka. Engann má sjóð saka svona er góð staka. Margir hafa verið bendlaðir við flokk Jóhönnu, enda orti Friðrik Steingrímsson: Sumir eru á sœti nískir, sjaldan gott af slíku hlýst. Þvífýlupokar pólitískir pláss hjá Jóku eiga víst. Ólafur Ragnar Grímsson lét hafa það eftir sér, varðandi mikið fylgi vió Jóhönnu Sigurðardóttur, að þetta væri einhver veira sem gengi yfir. Jafn- framt aó Jóhanna hefði dregió sig á asnaeyrunum. Þá orti Hákon Aðal- steinsson: Flokkur einn með vondum veirum vekur drauma tálvonar. Dregur fólk á asnaeyrum Ólafs Ragnars Grímssonar. Á skjánum var Árnil svo asskoti beinn í afglapa réttlceting sinni. Svo barnslega saklausl af brígslunum hreinn að birti í stofunni minni. Þegar mál Guðmundar Áma stóó sem hæst var gengið á Davíð Oddsson meó þaó hvort þetta endaði ekki með kosningum. Hann vildi lítió úr þessu gera og sagóist láta hverjum degi nægja sína þjáningu, sem Friðrik lagói útaf þessu á þennan hátt: Þó að kratar eigi í erjum. Allt hér stefni í kosningar. Lætur Davíð degi hverjum duga sínar þjáningar. Bimi Þórleifssyni /annst að svo- kölluð Guðmundar Áma-mál væm heldur dapurlegur kafli í stjómmála- sögunni: Fyrr var talinn krati klár, knattfimur og dáður, en er að verða vinafár vanmetinn og smáður. Vantrauststillögu stjómarandstöð- unnar í kjölfarið svaraði Davíð Odds- son svona: Þetta er bara þras og raus, þrugl og marklaust blaður, að mestu leyti makalaus málatilbúnaður. ' V. / Vegna máls Guómundar Áma orti Hákon Aðalsteinsson í oróastað Dav- íðs Oddssonar fofsætisráðherrp: Vantraust hangiryfir oss illa dœmið stendur. Þetta er okkur þungur kross þessu veldur Gvendur. Lítið ersem léttirgeð lukkan tæp í hendi. Svona er að sitja með syndirnar frá Gvendi. Og þegar Guðmundur Ámi sagði af sér datt Hákoni þetta í hug: Þjóðin mörgum þakklát væri á þessum tímum spillingar. Effleiri myndufinna snæri og fara að dœmi Guðmundar. Kratavísur Kratar hafa gert margt á árinu, að mati Hákons Aðalsteinssonar: Kratar hafa framkvœmt flest semfram af öllum gengur. Afgangsmannorð ekki sést í þeim flokki lengur. Öllum var kunnugtl hans innrœti fyrr þau ódœmi eifestast á blað. Nú gubba vístflestirl sem gefið er skyr því glópurinn auglýsir það. Eftir að Sighvatur, þáverandi og núverandi heilbrigóisráðherra, hafði ákveðið hækkun gjalda fyrir heilsu- vemd sem kallað var sjúklingaskattur, orti Siguróur Hansen: Gjörningurinn galla ber gjöldin hafa hækkað en kosturinn við kortin er að krötum hefurfœkkað. Gjörningur þessi olli miklum deil- um sem uróu til þess meðal annars, að fylgi krata mældist lakara í skoðana- könnunum. Var þessi ákvörðun því dregin til baka og þá orti Sigurður: Guðmundur Árni Stefánsson sigldi krappan sjó. Það kom á óvart hverfult skyn því kratar að sér gættu er þeir sáu eigið kyn í útrýmingarhœttu. Ríkisstjórn og Alþingi Og um þingflokksfund Sjálfstæðis- flokksins sl. haust orti sr. Hjálmar Jónsson, varaþingmaður á Norður- landi vestra.: Vantraustinu verjast má og veifa til þess hendi. Eg skal taka ábyrgð á Öllum nema Gvendi. Rúnar Kristjánsson setti þessa limru saman: Jóhanna stirð er í störfum í stjórninni með þessum törfum sem ryðjast á bása með röddina hása en afneita almenningsþörfum. Þegar alþingismenn rifust um bú- vörulögin og reyndu aó stemma stigu við kjötinnflutningi kvaó Kristján Málari Benediktsson: Á búvörulögunum reynastgöt. Letin á þingi er ekki ný. Ekki máflytja inn asnakjöt, enda varfyrir nóg af því. Um deilurnar kringum búvöru- frumvarpið orti Rúnar Kristjánsson: Málin eru í hörðum hnút, hotflnn allurfriður. Davíð býr við sorg ogsút, sýnist horast niður. Jón Baldvin var mjög andvígur kosningum í haust er leið og þá orti Rúnar: Kosningarnar kaus ei nú krata höfuðljóminn. Ástœðan var einkum sú að hann hrœddist dóminn. Rúnar orti eftir prófkjör sjálfstæð- ismanna á Nl. vestra í lok nóvember: Ekki er Villi sáttur sagður, sárindin í huga rík. lllt erað vera undirlagður ógleði í pólitík. Landavísur Árió 1993 endaði þannig aó maður í jólasveinabúningi reyndi aó selja ung- lingum landa í höfuóborginni. Enginn vissi hvaða jólasvein maðurinn var að leika, en Bjöm Þórleifsson orti: Drykkinn þver og þurr/ er pelans stútur, þó má börnum vera gleði rótt. Að þyrstum krökkuml leitar Landakútur með lögg að gefa þeim á jólanótt. Og frá Gesti Ólafssyni í sama dúr: Þú veist ekki hvað er vandinn, vandinn erað skilja að líkast til er það landinn, landinn sem allir vilja. Mál Guðmundar Árna Eftir fréttamannafund Guómundar Áma Stefánssonar, þar sem hann var að hvítþvo sínar athafnir, varð þetta til hjá Friðrik Steingrímssyni í Mývatns- sveit: Rúnar Kristjánsson á þessa limru og þá næstu: Þó Sighvatur lifl ekki í logni er lítil hœtta að hann bogni. En verði hann œr og vitinufjær þá má alltafsenda hann að Sogni. Gamanið kann nú að kárna því krötunum deilurnar sárna. Þó Össur sig bœti þá eru samt lœti á galeiðu Guðmundar Árna. Hjálmar Freysteinsson horfói á í sjónvarpi þegar Jón Baldvin og stuðn- ingsmenn voru að fagna sigri yfir Jó- hönnu á landsfundinum í júní: Jón Baldvin vinina vissa á, er varla í hœttu að missa þá. Þeir lofa og tilbiðjann, leiðann og styðjann eflæturann Bryndísi kyssa þá. Ókunnur höfundur um skyrauglýs- ingu Jóns Baldvins: Framboð Jóhönnu Sigurðardóttur kcmur talsvert við sögu. Oddur Halldórsson varð frægur maður. Siðfcrðismál presta voru talsvert í frcttum á árinu. Gott úr málum gera ber, gröft úr kýlum skera ber. Sigur-Pálmann séra ber sæll og hress sem vera ber. Gestur Ólafsson lagói þessa til: Ætlun mín er ekki Ijót er sú hugsun fyrsta í kosningunum að koma á fót kvennamannalista. Svo var mikið fjallaó um ESB og gífurlegan áhuga Jóns Baldvins á inngöngu þar. Bjöm Þórleifsson orti þá þessa vísu, og hann á einnig tvær næstu: Á leiðum vanda loks ég sé lausn sem hentar Fróni. Aðild strax að ESB en aðeins handa Jóni! Svo fann Alþingi upp á því aó minnka mætti drykkju landsmanna um 25%, en hugmyndir vantaði um aðferðirnar: Vort háa þing ei lœtur sér það lynda, hve landinn virðistflösku sinni trúr, en notkun rakadrægra dömubinda mun duga til að þurrka nokkrar frúr. Alþingi fékkst vió mörg flókin vandamál, m.a. vemdun dýra í fmm- varpi sem kallað var villidýrafrum- varpió. Þaó var þó ekki kennt við flutningsmenn sína: Fylgir margur vandi verndunl villtra dýra. Úrrœði ég eitt vil skýra, það œtti að leggja þau í spíra. Ymsir erlendir stjómmálamenn hafa heimsótt landið en heita mis skemmtilegum nöfnum. Hjálmar Freysteinsson sá viðtal við einn í sjón- varpi: Bhutros Bhutros-Gali er brattur og drjúgur í tali og sperrtur að sjá. Spyrja því má: Er hann undan Hannibali? Sveitarstjórnar- kosningar sl. vor Þegar leið á vorió fannst Birni Þór- leifssyni allur fréttaflutningur leiðin- legur vegna komandi sveitarstjómar- kosninga: Meðflóðmælgi ogfagurgala frambjóðendurnir mala svo senda þeirfax ogfréttir til Dags sem atkvæðum œtla að smala Pétur Pétursson lagði þessa limru til, en um ónefnt borgarstjóraefni kvað ókunnur höfundur fyrir kosning- arnar: Svo mjúk verði afhonum myndin er milljónum kastað í vindinn. Þess bíða menn helst að sjá hvort hann selst jafn vel eins og vængjuðu bindin. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd orti mars vegna breyttra framboós- skipana í Reykjavík: Hœgri klíkan hræðslugjörn haldinfári mörgu, mœldi núll á Markús Örn móti Ingibjörgu. Markús Örnfrá völdum vék, vildi fara íhvelli. íhaldið þar leikinn lék sem leggur það að velli. Um bandalag Sjálfstæóismanna og Framsóknarmanna í sveitarstjómar- kosningunum í vor, á Skagaströnd, orti Rúnar:

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.