Dagur - 28.02.1995, Page 7

Dagur - 28.02.1995, Page 7
Þriðjudagur 7. febrúar 1995 - DAGUR - 7 Handknattleikur - úrslitakeppnin: KA átti aldrei möguleika gegn sterkri Stjörnunni Stjömumenn mættu mjög ákveðnir til leiks í gærkvöldi þegar KA sótti þá heim í úrslita- keppninni í Nissandeildinni í handknattleik. KA átt alltaf á brattann að sækja og náði aldrei að sýna sinn rétta styrk, hvorki í sókn né vörn. Leikurinn var æsi- spennandi framan af, staðan í Ieikhléi var 12:10 heimamönn- um í vil, en þegar líða fór á seig Stjarnan fram úr og vann ömgg- an og sanngjarnan sigur, 29:24. Annar leikur Iiðanna verður í KA-heimilinu á miðvikudag og vinni KA þá verður þriðji leik- urinn í Asgarði á föstudags- kvöldið. „Við vorum algerlega á hælun- um allan leikinn. Ég veit ekki hvað var að en mér fannst eins og HANDKNATTLEIKUR: Úrslitakeppni 8-lið: Stjaman-KA Valur-Haukar UMFA-FH 29:24 23:22 20:14 27:26 KÖRFUKNATTLEIKUR: Únalsdeild: Skallagrímur-Þór 105:103 Haukar-Njarðvík 93:114 Keflavík-Tindastóll 99: 76 ÍR-Grindavik 95: 88 Valur-KR 79: 93 ÍA-SnæfelI 96: 80 Staðan: A-riðill: Njarðvík 31 30 1 3126:2536 60 Skallagrúnur 311813 2518:2443 36 Þór 31 1714 2953:2850 34 Haukar 31 1021 2575:2702 20 ÍA 31 823 2693:2990 16 Snæfell 31 2292430:3155 4 B-riíBII: ÍR Grindavík Keflavík KR Tindastóll Valur 31 24 7 2797:2589 48 3123 8 2970:2569 46 31 20112967:2784 40 3115 162593:2589 30 31 10212451:267120 31 9 22 2593:2788 18 BLAK: l.deild karlu: Þróttur R-KA HK-Þróttur N ÍS-Stjarnan Staðan: ÞrótturR HK KA Stjarnan ÍS Þróttur N l.deild kvenna: HK*Þróttur N ÍS-KA Staðan: Víkingur HK fS ILr* 3:0 3:0 1:3 1715 249:1449 17 14 3 44:1744 1710 733:3533 17 51228:3728 17 51223:3923 17 21512:4712 3:0 3:0 1312 137: 937 14 8 629:2729 13 7 627:2127 14 6 8 23:32 23 14 11314:4114 okkur vantaði hungrið sem þarf og spuming er hvort menn hafi hrein- lega trúað því að vió gætum þetta. Við vitum nú hvað við gerðum vitlaust og verðum bara aó fara lengri leiðina að þessu. Þetta er alls ekki búið,“ sagði Patrekur Jó- hannesson, leikmaður KA og fyrr- um Stjömumaður. KA skoraði fyrsta markið í gærkvöldi en skoraði síðan ekkert í átta og hálfa mínútu og Stjaman komst í 3:1. KA jafnaði 3:3 og þá komu aftur þrjú Stjömumörk í röð, 6:3. Enn jafnaði KA, 6:6, og síðan var jafnt á öllum tölum upp í 10:10. Stjaman gerði þá tvö mörk í röð og leiddi í leikhléi 12:10. Stjaman jók muninn strax í þrjú mörk í sinni fyrstu sókn og KA náði aldrei að jafna leikinn eftir það. Minnstur varð munurinn eitt mark, 15:14, en þá settu heimamenn á fullt og gestimir náðu aldrei að svara almennilega fyrir sig eða loka á sóknarmenn Stjömunnar. Sóknarleikur KA var tilviljunarkenndur og vöm heima- manna sterk. Vöm KA hefur oft leikið betur. Lokatölur urðu 29:24 og mætast liðin öðru sinni á Akur- eyri nk. miðvikudag. Erlingur lék best KA-manna í fyrri hálfleik en engin reis upp úr meðalmennskunni í þeim síðari. Valdimar var þó ömggur í víta- köstunum. Sigurður Bjamason lék vel fyrir Stjömuna en bestur á vellinum var Konráð Olavson. „Ég bjóst við þeim fastari. Þeir voru á hælunum allan tímann en við spiluðum sterka vöm og agað- an sóknarleik. Auk sóknarleiksins gerðu hraðaupphlaupin hjá okkur gæfumuninn. Það verður erfitt að fara norður og við þurfum að leika mjög vel til að vinna þá þar. Við unnum þá fyrir norðan fyrr í vetur, lékum þá mjög vel og við ætlum að endurtaka þann leik á miðviku- daginn,“ sagði Konráð Olavson. SV Mörk Stjörnunnar: Konráö 9/4, Sigurð- ur 6, Filippov 5, Skúli 5, Magnús 3 og Einar 1. Ingvar varði 13 skot og Ellert 2. Mörk KA: Valdimar 9/7, Erlingur 4, Valur 3, Patrekur 3, Leó 2, Alfreð 2 og Jóhann 1. Sigmar varði 11 skot og Bjöm 2. Dómarar: Egill Már og Öm Markús- synir. Hafa dæmt betur. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í KA náðu sér aldrei á strik i Garða- bænum og þeirra bíður nú crfitt hlutskipti annað kvöld. Körfuknattleikur - úrvalsdeild: Þórsarar óánægðir með dómarana - Skallagrímur sigraði í framlengdum leik Þór tapaði mikilvægum stigum í baráttunni um 2. sæti A-riðils úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik þegar liðið tapaði fyrir Skallagrími á sunnudagskvöld- ið. Þórsarar virtust hafa sigurinn í hendi sér og góða forustu þegar að dómarar leiksins létu til sfn taka og Þórsarar misstu taktinn. Heimamenn komust yfir og sigr- uðu 105:103 eftir framlengdan leik. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 97:97. Gríðarleg stemmning var fyrir leiknum og hátt í 600 manns voru mættir til að hvetja Borgnesinga áfram. Þórsarar byrjuðu betur og voru grimmir í hvem bolta, sér- staklega í vöminni. Þeir komust í 8:2 en heimamenn tóku góðan sprett og komust yfir, 12:8. Krist- inn Friðriksson skoraði ekki fyrr en um 14 mínútur vom liðnar af leiknum og næstu fjórar mínútum- ar setti hann niður 14 stig. Bjöm Sveinsson stóð sig einnig mjög vel og var kominn með 14 stig fyrir hlé og staðan 53:40 fyrir Þór þegar blásið var til leikhlés. Heimamenn byrjuðu síðari háf- leikinn af mikilli grimmd og söx- aðu forskotið niður í sex stig en með góðum kafla komust Þórsarar í 15 stiga fomstu, 66:51. í kjölfar- ið fylgdi kafli þar sem Þórsarar eyddu meiri kröftum í að mót- mæla dómum en að spila sinn bolta og heimamenn náðu munin- um niður í 10 stig, 58:68. Það sem eftir var leiks var mikil barátta en Þórsarar höfðu frumkvæðið með- an Kristinn var í stuði. Hann setti niður sína sjöttu þriggja stiga körfu þegar um þrjár mínútur voru eftir en fékk skömmu síðar sína 5 villu, í stöðunni 93:86 fyrir Þór. Hrannar Hólm, þjálfari Þórs, mót- mælti kröfuglega og fékk á sig tæknivíti. Heimamenn skomðu úr fjómm vítaskotum og héldu bolt- anum þannig að munurinn var fljótur að jafnast. Þórsarar höfðu yfir þar til 20 sekúndur voru til íeiksloka að Alexander Ermo- linski náði að jafna 97:97 og framlengja þurfti leikinn. í framlengingunni söknuðu Þórsarar Kristins sárlega og Kon- ráð Óskarsson fékk sína fimmtu villu í byrjun framlengingar. Þaó var síðan þjálfari Skallagríms, Tómas Holton, skoraði sigurstig- in, 105:103. Kristinn Friðriksson var besti maður vallarins og raðaöi niður stigunum. Sandy Anderson var einnig gífurlega grimmur undir körfunni, sérstaklega í vöminni, og heimamenn réðu ekkert við hann. Þá lék Bjöm Sveinsson einnig mjög vel. Hjá Skallagrími var Tómas Holton bestur en Alex- ander var einnig sterkur. Gangur leiksins: 2:8, 12:12, 29:29, 34:37, 36:46, 40:53 - 49:55, 51:62, 51:66, 58:68, 62:74, 82:90, 87:93, 94:95, 97:97 - 100:99, 102:103, 105:103. Stig Skallagríms: Alexander Ermo- linski 27, Tómas Holton 26, Gunnar 15, Ari Gunnarsson 13, Sveinbjöm Sigurðsson 7, Henning Henningsson 7, Grétar 6. Stig Þórs: Kristinn Friðriksson 33, Sandy Anderson 23, Bjöm Sveinsson 17, Konráð Óskarsson 15, Einar Val- bergsson 9, Birgir Öm Birgisson 6. Dómarar: Kristinn Albertsson og Ein- ar Einarsson. Vom mjög slakir. Knattspyrna: Nýr útlendingur til Leifturs Leiftursmenn hafa enn styrkt lið sitt fyrir baráttuna í 1. deildinni næsta sumar. Nú hefur verið gengið frá samkomulagi við júgóslavneska leikmanninn Ne- bojsa Corovic um að hann leiki með liðinu næsta sumar. Corovic þessi er 26 ára vamar- maður sem lék með Spartak Su- botica í vetur en Leiftursmenn fengu einmitt Slobodan Milisic frá því félagi fyrir síðasta sumar. Mil- isic reyndist mjög vel og telja Ól- afsfiröingar hann besta vamar- mann íslands í dag. Corovic lék með Milisic í gömlu Júgóslavíu og hann fékk góð meðmæli hjá fyrrum félaga sínum. Leifturs- menn hafa átt í viðræðum við hann um nokkurð skeið en félag hans, Spartak Subotica, vildi ekki leyfa honum að fara fyrr en nú. Corovic er örfættur og mun að öllum líkindum leika vinstra meg- in í vöminni en getur einnig spilað á miðjunni. Hann er væntanlegur til Ólafsfjarðar um miðjan mars. „Við emm búnir að sjá mynd- bandsspólu af honum og þetta á að vera góður spilari. Staðreyndin er sú að við emm ekki með stóran hóp og það er okkar helsta vanda- mál,“ sagði Þorsteinn Þorvalds- son, fomaður knattspymudeildar Leifturs, en hann taldi þó að nú væri lokamynd komin á hópinn. Leiftursmenn spiluðu tvo æf- ingaleiki í Reykjavík um helgina og náðu mjög góðum úrslitum. Á laugardaginn spilaði liðið gegn Val og sigraði 2:1 og á sunnudag- inn var IR lagt með sama mun í aftakaveðri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.