Dagur - 28.02.1995, Blaðsíða 10

Dagur - 28.02.1995, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 28. febrúar 1995 ENSKA KNATTSPYRNAN SÆVAR HREIÐARSSON Arsenal á uppleið Blackbum jók forskot sitt um eitt stig um helgina þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Norwich á sama tíma og Man- chester United tapaði fyrir Ever- ton. Arsenal virðist vera að ná sér á strík og færíst upp töfluna á meðan nágrannarnir í Totten- ham hikstuðu gegn Wimbledon. Peter Beardsley tryggði New- castle sigur á Aston Villa með tveimur glæsilegum mörkum og Liverpool vann í Sheffield. A sunnudaginn gerðu síðan Nott- ingham Forest og QPR marka- laust jafntefli. BLACKBURN-NORWICH 0-0 Sveiflukenndur leikur í Blackbum þar sem heimamenn fengu gullið tækifæri til að auka forustu sína í deildinni um þrjú stig en tókst það ekki. Blackbum byrjaði leikinn af miklum krafti og á 12. mínútu var bakvörðurinn Graeme Le Saux nálægt því aó skora en þrumuskot hans hafnaði í stönginni. Black- bum sótti fram að hléi og Alan Shearer fékk upplagt færi en náði ekki að koma hausnum í boltann sem skoppaói framhjá. Eftir hlé snérist dæmið við og Norwich fékk bestu færin. Tim Flowers varði glæsilega frá Mike Sheron og varamaðurinn Jaime Cureton stakk sér tvisvar í gegnum vömina en kom boltanum ekki framhjá Flowers. Duncan Ferguson tryggði Everton sigur á meisturunum með failegu skallamarki. EVERTON-MAN. UTD. 1-0 Eins og sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá vann Everton verð- skuldaðan sigur á meisturum Manchester United. Duncan Ferguson skoraði eina mark leiks- ins með skalla á 58. mínútu og leikkerfi heimamanna gekk upp þar sem háum sendingum var dælt á Ferguson og honum ætlað að skapa vandræði. Andy Cole fékk bestu færi United en var ýmist óheppinn eða ómarkviss fyrir framan markið. Paul Merson hefur aldrei verið betri og Arsenal er á uppieið. ætlaði aó bjarga sér svipaó og í 4:4 jafnteflinu við Aston Villa þremur dögum áður. Sean Flynn var þó á öðru máli og strax í næstu sókn skoraði hann af stuttu færi fyrir Coventry en gestunum þótti rrnkil rangstöóulykt í loftinu. Þremur mínútum fyrir leikslok innsiglaði Peter Ndlovu síðan sig- urinn eftir að hafa sloppið í gegn og aftur fóru vamarmenn Leicest- er að þefa eftir rangstöðulyktinni en línuvörðurinn var ekki með jafn gott lyktarskyn. C. PALACE-ARSENAL 0-3 Mikið hefur gengið á hjá Arsenal í vetur og George Graham var loks Iátinn fjúka sem stjóri liðsins í síðustu viku. Við það var sem lukkan snérist liðinu í hag og Ar- senal er nú á hraðferð upp á við. Paul Merson er hressari en nokkru sinni fyrr og hann var maðurinn á bak við sigurinn á Palace. Hann sá sjálfur um að skora fyrsta markið um miðjan fyrri hálfleik eftir vel útfærða aukaspymu þar sem Mer- son slapp einn í gegn og renndi í gegnum klofiö á Nigel Martyn, markverði Palace. Á 39. mínútu bætti Arsenal síðan öðm marki við og að þessu sinni var þaó Mer- son sem sá um undirbúninginn. Hann lyfti boltanum yfir vamar- mann á Chris Kiwomya sem skor- aði með góðu skoti. Heimamenn fengu ágætis færi og varamaður- inn Bmce Dyer taldi sig hafa minnkað muninn en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Það var síðan Chris Kiwomya sem tryggði sigur gestanna á 77. mín- útu og aftur átti Merson allan heiður að markinu eftir mikinn sprett með boltann upp allan völl- inn. COVENTRY-LEICESTER 4-2 Nágrannaslagur í botnbaráttunni þar sem hart var barist og fjöl- mörg færi. Ron Atkinson hefur byrjað vel sem stjóri hjá Coventry og Sean Flynn kom lióinu yfir á 18. mínútu af miklum eldmóði. Mike Marsh bætti öðru við á 27. mínútu en bæði mörkin komu eftir undirbúning frá fyrirliða Coven- try, Dion Dublin. Heimamenn höfðu ömgga fomstu í leikhléi en leikmenn Leicester komu með öðru hugarfari til síóari hálfleiks. David Lowe minnkaði muninn á 64. mínútu með þriója rnarki sínu á einni viku. Iwan Roberts jafnaði á 75. mínútu með glæsilegunt skalla og svo virtist sem Leicester IPSWICH-SOUTHAMPTON 2-1 Southampton hafði yfirhöndina allan tímann en átti í erfiðleikum meó að nýta sér yfirburðina. Neil Maddison skoraði eina mark fyrri hálfleiks og kom Southampton yf- ir með skalla á 38. mínútu. Að venju var það Matthew Le Tissier sem átti heiðurinn að markinu. Ipswich neitaði að gefast upp og á 70. mínútu náði Alex Mathie að jafna leikinn eftir mikil mistök hjá Bruce Grobbelaar. Markvörðurinn skrautlegi freistaði þess að spyma frá vítateig sínum en hitti boltann illa og Mathie fékk upplagt færi sem hann nýtti. Mathie var keypt- ur til Ipswich frá Newcastle sl. föstudag fyrir 500.000 pund og er strax farinn að endurgreiða sínu nýja félagi. Ipswich hungraði í öll stigin og 77. mínútu skoraói gamla kempan Lee Chapman sig- urmarkið með skalla. Þetta var fyrsta mark hans fyrir Ipswich og það nægði liðinu til aö komast upp úr botnsætinu. MAN. CITY-LEEDS 0-0 Leikmenn Manchester City velta því eflaust fyrir sér hvernig þeim tókst að klúðra þessum leik gegn bitlausu liði Leeds. Heimamenn sköpuðu sér aragrúa marktækifæra en sennilega féllu þau í skaut leik- manna sem ekki eru vanir að skora. Bakvörðurinn Terry Phelan komst í tvígang í dauðafæri en misnotaði bæöi. Brian Deane komst næst því að skora fyrir Leeds en hjólhestaspyma hans fór beint á markvörð City. Heima- menn héldu áfram að sækja og undir lokin slapp vamarmaðurinn Keith Curle í gegnum vöm Leeds en John Lukic náði að verja skot hans í stöngina. NEWCASTLE- ASTON VILLA 3-1 Þetta var leikur hinna glæsi- legu marka og galdramaður- inn Snillingur- inn Pcter Beardsley sýndi að hann hefur engu gleymt og skoraði tvö falleg gegn Vilia. Peter Beardsley var í aðal- hlutverki. Newcastle byrjaði betur og skoraói fyrsta markið á 31. mínútu þegar Keith Gille- spie renndi boltanum út á Barry Venison sem skoraði með þrumuskoti efst í homið en þetta mun vera fyrsta mark kappans fyr- ir Newcastle. Tíu mínútum síðar jafnaði Andy Townsend með álíka þmmuskoti fyrir Aston Villa. Eftir hlé var komið að þætti Beardsley og á 55. mínútu kom hann New- castle aftur yfir. Enn var það Gillespie sem renndi boltanum út og Beardsley stillti honum upp áð- ur en hann sendi hámákvæmt í homið. Rúmum tíu mínútum síðar einlék Beardsley á ótrúlegan hátt framhjá þremur vamarmönnum Villa og skoraði glæsilegt mark. Leikmenn Villa réðu ekkert við snillinginn og sennilega hefðu þeir þurft byssu til að stöðva Be- ardsley í þetta skiptið. SHEFF. WED.-LIVERPOOL 1-2 Sheffield Wednesday byrjaði vel gegn Liverpool og á 14. mínútu skoraði hinn stórefnilegi Chris Bart-Williams með ágætu skoti eftir undirbúning frá Dan Petr- escu. Liverpool náði að jafna þremur mínútum fyrir leikhlé þeg- ar að John Bames skallaði í netið eftir homspymu frá Michael Thomas. Mark Bright taldi sig hafa komið Wednesday aftur yfir þegar hann kom boltanum í netið stuttu síðar en línuvöróur taldi hann rangstæðan og markið dæmt af. Þaó var síðan Steve McMana- man sem skoraði sigurmarkið á 59. mínútu. Eftir mikla pressu að marki heimamanna fékk McManaman knöttinn utarlega í teignum. Hann snéri eldsnöggt á einn vamarmann áður en hann skrúfaði boltann í bláhomið. TOTTENHAM- WIMBLEDON1-2 Þar kom að því að Tottenham hikstaði og þrekvaxnir leikmenn Wimbledon nýttu tækifærið. Það var Efan Ekoku, sonur höfðingja frá Nígeríu, sem skoraði fyrsta markið á 39. mínútu með góðu skoti utan vítateigs sem hafnaði neðst í hominu. Þjóðverjinn Jurg- en Klinsmann jafnaði fyrir heima- menn á fjórðu mínútu síóari hálf- leiks með skalla af stuttu færi eftir að Teddy Sheringham hafði betur í einvígi við Hans Segers, mark- vörð Wimbledon. Efan Ekoku var þó ekki á því að gefast upp en hann var fyrirliði Wimbledon í þessum leik í fjarveru Vinnie Jones. Á 64. mínútu óð Ekoku upp allan völl og skoraði af miklu harðfylgi. Tottenham sótti undir lokin og Klinsmann var nærri því að jafha en Hans Segers varði glæsilega hjólhestaspymu Þjóð- verjans. Undir lokin geróu heima- menn tilkall til vítaspymu en dómarinn var á öðm máli og dæmdi óbeina aukaspymu inn- v an teigs sem ekki nýttist. WESTHAM- CHELSEA1-2 Nágrannaslagur í London þar sem West Ham byrj- aói betur og Don Hutchinson kom liðinu yfir á 11. mínútu með skoti í þverslána og inn eftir hom- spymu. Craig Burley náði að jafna metin á 67. mínútu af stuttu færi eftir góðan undirbúning frá Gavin Peacock og á 75. mínútu skoraði Mark Stein sigurmarkió meó glæsilegu skoti úr þröngu færi eftir sendingu frá Burley. Tony Cottee náöi að koma boltanum í netið hjá Chelsea undir lokin en markið var dæmt af þar sem brotið var á Kevin Hitchcock, markverði Chelsea, stuttu áð- ur. QPR-N. FOREST 1:1 Á sunnudaginn mættust QPR og Nottingham Forest þar sem fyrirfram var búist við mikilli keppni framherjanna Stan Colly- more og Les Ferdinand. Hvorug- um þeirra tókst að skora í leiknum en í staðinn voru það smávaxnir tengiliðir sem skomðu mörkin, bæði með skalla. QPR sótti mun meira og skapaði sér nokkum fjölda færa en Forest varðist og nýtti eitt af fáum færum sínum. Varamaðurinn Ian Woan gaf góða sendingu fyrir markið frá vinstri og Steve Stone kastaði sér fram og skallaði í netið. Heimamenn sóttu ákaft og Les Ferdinand fékk gott færi til að jafna sjö mínútum fyrir leikslok en Mark Crossley varði skalla hans af stuttu færi. Áfram hélt pressan og þremur mínútum síðar kom loks jöfnunar- markið. Ferdinand náði að skalla boltann framhjá Crossley og fyrir mitt markið þar sem Simon Bark- er var fyrstur að átta sig og skall- aði í netið. l.DEILD Það leit ekki vel út fyrir Þorvald Örlygsson, Lárus Orra Sigurðsson og félaga þeirra í Stoke þegar aó Hamilton kom WBA yfir á 24. mínútu. Rúmum tíu mínútum síð- ar jafnaði Keith Scott og Paul Pe- schisolido bætti tveimur mörkum við í síðari hálfleik. Tranmere hélt efsta sætinu með 4:1 sigri á Bum- ley þar sem Pat Nevin og John Aldridge voru meðal markaskor- ara. Middlesbrough náði aóeins markalausu jafntefli á sunnudag- inn gegn Millwall. Hollenski úlf- urinn John De Wolf var í miklu stuði og tryggói liði sínu, Úlfun- um, 4:2 sigur á Port Vale með glæislegri þrennu. Steve Bull skoraði fjórða mark Wolves. Urslit: Úrvalsdeild: Blackburn-Norwich 0:0 Covenlry-Leicester 4-2 C. Palace-Arsenal 0-3 Everton-Man. Utd. 1-0 Ipswich-Southampton 2-1 Man. City-Leeds 0-0 Newcastle-Aston Villa 3-1 Sheff. Wed.-Liverpool 1-2 Tottenham-Wimbledon 1-2 Wcst Ham-Chclsea 1-2 QPR-N. Forest 1:1 Urvalsdeild: Bristol City-Luton 2-2 Notts County-Reading 1-0 Oldham-Sheff. Utd. 3-3 Port Vale-Wolves 2-4 Portsmouth-Grimsby 2-1 Soutbend-Sunderland 0-1 Swindon-Barnslcy 0-0 Tranmere-Burniey 4-1 WBA-Stoke 1-3 Derby-Bolton 2:1 Millwail-Middlcsbrough 0:0 Staöan: Úrvalsdeild: Blackburn 30 20 6 4 63:26 66 Man.Utd. 3019 6 5 53:22 63 Newcastle 29 15 9 5 50:3154 Líverpool 28 14 9 5 48:23 51 N.Foresl 3013 8 942:33 47 Leeds 2811 10 7 35:28 43 Tottenhain 2812 7 9 46:4043 Arsenal 30101010 35:32 40 Sheff.Wed. 3010 91139:4039 Wimbledon 2911 6 12 35:50 39 Aston Vllla 31 9111146:4538 Coventry 30 91011 33:47 37 Chelsea 28 9 910 37:39 36 Norwich 29 9 91127:33 36 Man.City 29 9 91137:44 36 Everton 30 81012 30:39 34 QPR 27 8 81140:46 32 Southampton 28 613 9 40:4631 C. Palace 29 7 9 13 21:3130 WestHam 29 8 5 16 27:39 29 Ipswich 29 6 518 31:58 23 Lcicester 29 4 8 17 31:54 20 1. delld: Tranmere 3317 8 854:36 59 Middlesbr. 31 16 8 7 44:2656 Bolton 3215 9 8 53:35 54 Sheff.Utd. 33 1411 8 56:38 53 Wolves 3116 5 10 56:43 53 Reading 3315 810 37:2953 Grimsby 331212 9 50:4248 Watford 31 1211 835:29 47 Barnsley 31 13 71141:3946 Luton 3212 81245:45 44 Oldham 3211 10 1145:43 43 Derby 3111 91137:33 42 Millwall 30 1011 9 37:36 41 Portsmouth 32 10 10 12 37:46 40 Stokc 30 10 10 10 32:35 40 Charlton 3110 91243:4739 Sunderland 32 8 15 9 32:31 39 PortVale 30 10 8 12 37:40 38 WBA 33 10 7 16 29:42 37 Southend 33 10 6 17 32:6036 Bristol City 33 9 816 32:45 35 Swindon 30 8 9 13 36:49 33 Notts County 33 7 8 18 36:48 29 Burnley 30 6 9 15 29:48 27

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.