Dagur - 13.05.1995, Síða 2

Dagur - 13.05.1995, Síða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 13. maí 1995 FRÉTTIR Fiskiðjusamlag Húsavíkur: „Hagsmunir FH eru settir númer eitt og þess vegna er okkar boð betra" - segir Hermann Hansson, stjórnarformaður IS „Okkur finnst mjög eðlilegt að íyktir máisins séu með þessum hætti þegar við horfum á hvernig þetta ber að. Við vorum beðnir að koma þama inn með meira hluta- fé en það voru ekki við sem vor- um að þvinga það fram að fá að koma með meiri peninga, það var beinlínis óskað eftir því við okk- ur,“ sagði Hermann Hansson, stjómarformaður ísienskra sjáv- arafurða, aðspurður áiits á tillögu meirihlutans í bæjarráði Húsa- víkur um að taka tilboði ÍS í hlutafé Fiskiðjusamlagsins. „Vió veröum við ýtrustu kröfum heimamanna á Húsavík og okkur þætti afar skrýtið ef menn væm ekki sáttir við það,“ sagði Her- mann. Aðspurður um muninn á til- boðum IS og SH sagði Hermann: Heilsufariö í apríl: Færri með flensu í mánaðarlegri skýrslu Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri fyr- ir apríl kemur fram að flensa hef- ur verið mikið á undanhaldi á svæðinu. Talsvert færri influensu- tilfelli greindust í aprfl en mars, eða 44 á móti 153. Undanfama daga segir Friðrik Vagn Guöjónsson, yfirlæknir, þó talsvert hafa borðið á því að fólk leiti til Heilsugæslustöðvarinnar með einkenni lík flensu. „Við höf- um ekki tekið próf úr þessu þannig að við vitum ekki nákvæmlega hvað er á ferðinni. Þetta er flensulíkur vírus getum við sagt, með hita, beinverkjum og kvefi en sennilega er hér á ferðinni einhver annar stofn en þessi sem var í vetur." Flestir leituðu sem fyrr til Heilsugæslustöðvarinnar vegna kvefs og hálsbólgu, eða 369, 108 vegna magasjúkdóma, 28 með sterptókokkahálsbólgu, 15 með lungnabólgu, 14 með kláðamaur, 6 vegna hlaupabólu og einn vegna matareitrunar af völdum baktería. HA Árgangur '58 úr Gagnfræðaskóla Akureyrar Nú eru 20 ár líðin síðan víð útskrífuðumst og ætlum víð í tílefni þessara tímamóta að hittast 27. maí. Allír með og rífjum upp líðnu árín. Upplýsingar og skráning: Kristín, s. 24824 Soflía, s. 25186 Birgír, s. 25540 Híldur, s. 21906 ívar, s. 21060 eftir kl. 19 á kvöldin. [S U MA l'OUVATNI | FORELDRAR! FORELDRAR! Innritun er hafin í sumarbúðirnar að Hólavatni Dvalarflokkar sumarsins fyrir börn 8 ára og eldri verða: Drengir Tímabil Dagar Verð 1.fl. 6. júní-13. júní 7 dagar 13.800,- 2. fl. 15. júní-22. júní 7 dagar 13.800,- Stúlkur 3. fl. 24. júní-1. júlí 7 dagar 13.800,- 4. fl. 4. júlí-11. júlí 7 dagar 13.800,- 5. fl. 14. júlf-21. júlí 7 dagar 13.800,- 6. fl. 24. júlí-31. júlí 7 dagar ■I3.800,- Unglingaflokkur 12-15 ára, blandaður: 7. fl. 8. ágúst-13. ágúst 5 dagar 9.900,- Rútugjald er innifalið í dvalargjaldinu. Innritunargjald er kr. 3.000,- og er óafturkræft en dregst frá dvalargjaldinu. Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og K, Sunnuhlíð 12, mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30-18.30 í síma 26330 og utan skrifstofutíma í síma 23929 hjá Önnu og 22066 hjá Addý sem einnig veita allar nánari upplýsingar. Sumarbúðirnar Hólavatni. „Það koma minni peningar frá okk- ur og þaö eru fleiri en ein ástæða fyrir því. Við erum hluthafar nú þegar og eigum forkaupsrétt á genginu 1. Við erum því að ganga inn í skilmálana eins og þeir eru. Það getur SH ekki og tilboð þeirra er því yfirboð til að þrengja sér inn í umræðuna. Fyrir utan það að við erum hluthafar og eigum þennan skýlausa rétt hefur fortíðin eitthvað að segja í málinu og það sem við höfum verið að vinna með FH varóandi ýmiskonar sérvinnslu og þróunarverkefni. Það er alveg ljóst að ef FH mundi skipta um sölufyr- irtæki mundu þessi verkefni fara; þar með talin pökkun fyrir Covee í Belgíu, sem er undir vörumerki IS, Samband of Iceiand. Það liggur al- veg ijóst fyrir að það verkefni hyríi úr frystihúsi FH ef þeir seidu í gegnum annan aðila. Þetta verkefni er ég sannfærður um aó er talsvert mikils virði. Þó peningar séu mikils virói í lífinu eru þeir ekki allt. I vetur sögðu fulltrúar minnihlutans á Ak- ureyri að setja þyrfti hagsmuni ÚA númer eitt. Það held ég að sé ein- faldlega verið að gera á Húsavík; aó setja hagsmuni Fiskiðjusamlags- ins númer eitt. Þess vegna er okkar boð betra.“ Aðspurður um breytingu milli tilboða frá ÍS þannig að fallið væri frá kröfum um sameiningu útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækjanna sagði Hermann að í útboðsskilmál- unum kæmi fram hvemig staðið yrði að sameiningunni og það hefði orðið sameiginleg niðurstaða^ við- ræðunefndarinnar og fulltrúa IS að óþarfi væri að taka það fram aftur í tilboðinu, þar sem vísað væri til aó keypt yrði á grundvelli útboðsskil- málanna. IM „ Vakna Haukur, vakna þú“ Liðlega 100 nemendur Verkmcnntaskólans á Akureyri voru að dimittera í gærmorgun, og síðan tekur við strangur próflestur. Þessar hressur stúlkur á náttúrufræðibraut höfðu nýlokið við að heimsækja Hauk Jónsson, aðstoðar- skólameistara, á sjöunda tfmanum í gærmorgun og bjóða honum góðan dag með hressilegum söng. Mynd: GG Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga: Efling félagsvitundar á dagskrá - nefnd skipuð til tillögugerðar Á aðalfundi Kaupfélags Þingey- inga sl. sunnudag lagði Baidvin Baldursson fram tillögu frá Kinnardeild þess efnis að skipuð verði fimm eða sjö manna nefnd til að athuga og gera tillögur um á hvern hátt megi efla félagsvit- und félaga þess og auka þekk- ingu þeirra á eðli og starfsemi félagsins, þannig að framtíð þess verði sem best tryggð efnahags- lega og félagslega. Tillagan var samþykkt sam- hljóða á fundinum, en hepni fylgdi verkefnaskrá um að athuga og gera tillögur um eftirfarandi at- riði: „1. Hvemig best verði tengdir hagsmunir félagsins og félags- manna. 2. Hvort tæknilegt og æskilegt sé að taka að nýju upp greiðslur í stofnsjóði félagsmanna. 3. Hvort ekki sé tímabært og nauðsynlegt aó skilgreina hverjir eigi félagið, þar með talið mjólk- urstöð og sláturhús. 4. Hvað annað sé hægt að gera til aö endurvekja þann félagsanda sem áður einkenndi félagið. Nefndin skal hafa samráð og samvinnu við framkvæmdastjóra og stjóm félagsins. Nefndin skal skila tillögum sínum og greinar- gerð til stjómar félagsins eigi síð- ar en í febrúar 1996 svo hægt verði að kynna þær og ræða á deildarfundum og síðar aðalfundi félagsins það ár.“ IM Til sölu jörðin Hlíð Á jörðinni er tvílyft steinhús klætt að utan, hesthús ásamt hlöðu, fjárhús með hiöðu ásamt gripahúsi. Jörð- inni fylgir 6,5 hektarar ræktaðs lands. Kjörin jörð fyrir hestamenn. Ýmis skipti koma til greina. Nánari upplýsingar veitir Ingimai í síma 96-23282.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.