Dagur - 13.05.1995, Side 7
Laugardagur 13. maí 1995- DAGUR-7
Friðrík Örn Haraldsson
- Grafísk hönnun
Fæðingardagur: 27.07.1973.
Foreldrar: Rósamunda Oskars-
dóttir og Haraldur Friðriksson.
Uppruni: Sauökrækingur.
Maki: Rannveig Helgadóttir.
Námsferill: Nám í tæknitciknun
í Fjölbrautaskóla Noröurlands
vestra á Sauðárkróki.
Framtíðaráform: Aö starfa viö
grafíska hönnun á Akureyri.
„Lokaverkefniö mitt er „ég og
mín framtíð." Eg bjó til bækling
til kynningar á sjálfum mér, þar
sern ég ætla að starfa sjálfstætt
hér á Akurcyri við auglýsinga-
gerö eða grafíska hönnun. Bækl-
inginn, sent í raun er dagatal,
prýða vcrkefni sem ég hcf unnið
á námsárum mínum í Myndlista-
skólanum. Þannig tengir bækl-
ingurinn saman fortíð og framtíð.
Verkefnin eru fjölþætt, ársskýrsl-
ur, bókakápur, forsíður á blöð og
tímarit, nafnspjöld, bréfsefni,
umslög og það nýjasta, hcimasíð-
ur fyrir einstaklinga og fyrirtæki
sem vilja kynna eða selja vöru
sína og þjónustu á Intcrnctinu.“
Skafti Skímisson
- Grafísk hönnun
Fæðingardagur: 03.11.1965.
Foreldrar: Hjördís Sigurbjörns-
dóttir og Skírnir Jónsson.
Uppruni: Þingcyingur.
Maki: Kristbjörg Lilja Jóhannes-
dóttir.
Börn: Rúnar Steinn, 5 ára.
Námsferill: Stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri árið 1987.
Eins árs nám í málunardcild
Myndlistaskólans á Akureyri.
Framtíðaráform: Að starfa við
grafiska hönnun og mála þegar
tími gefst.
„Allt frá bernsku hefur löngunin
til að fara í listnám verið til staðar.
A Menntaskólaárunum sótti ég
námskeið í Myndlistaskólann og
fór síðar á málunarbraut og hcf
niálað ætíð síðan. Hins vegar cru
meiri starfsmögulcikar í grafískri
hönnun. Grafiskur hönnuður fær í
starfi sínu tækifæri til að lifa og
hrærast í heimi listarinnar og að
mínu mati eru mikil tengsl rnilli
málaralistar og grafískrar hönnun-
ar enda er grafísk hönnun miklu
meira en nokkrar mismunandi let-
urgerðir. Lokaverkefnið mitt cr
ímyndað verkefni unniö fyrir
Amnesty Intemational og mark-
hópurinn cr 16 ára unglingar,
krakkar sem cru að velja sér fram-
haldsnám og lífsstíl í víðum skiln-
ingi. Einmitt á þessum aldri tel ég
nauðsynlegt að vekja fólk til með-
vitundar um sinn þátt í samfélag-
inu og mannréttindi almcnnt.
Megin áherslan cr lögð á póstkort
sem vekja athygli á því að mann-
réttindi eru ekki sjálfgefin.“
Arnar Tryggvason
- Grafísk hönnun
Fæðingardagur: 09.01.1971.
Foreldrar: Tryggvi og Aðal-
björg.
Uppruni: Akureyringur.
Maki: Elísabet Stefánsdóttir.
Framtíðaráform: Starfa við
grafiska hönnun og fara síðar í
frekara nám í greininni.
„Lokaverkefnið mitt er ímyndaö
verkefni fyrir prjónastofuna
Glófa hér á Akureyri. Ég hannaði
markaósetningu á einni vörulínu
fyrir fyrirtækið sern er unnin úr
íslenskri ull en um er að ræða
sokka, vcttlinga og húfur. Ég út-
bjó vörumerki, umbúðir, auglýs-
ingar, bæklinga og fleira vegna
þessarar vörulínu sem nefnist
Garri. Untbúðimar eru unnar úr
pappa sem er náttúrulegt efni
scm hcntar ullinni vel.“
Þórhallur Krístjánsson
- Grafísk hönnun
Fæðingardagur: 30.03.1966.
Foreldrar: Kristján Þórhallsson
og Vema Sigurðardóttir.
Uppruni: Dalvíkingur.
Maki: Sigrún Heimisdóttir.
Námsferill: Stúdent af uppeldis-
braut Verkmenntaskólans á Ak-
urcyri árið 1991.
Framtíðaráform: Stefni að því
að fá vinnu við grafiska hönnun
á höfuðborgarsvæðinu.
„Lokaverkefnið mitt er altæk
kynning á fyrirtækinu Sæplasti á
Dalvík og vörunt þess. Megin
áherslan er lögð á kynningar-
bækling fyrir fyrirtækið en
cinnig tilhcyra þessu verkcfni
rnöppur, bréfsefni og hugmyndir
að auglýsingum fyrir Sæplast.
Þegar lokaverkefttinu lýkur er
næsta skref að fá vinnu á auglýs-
ingastofu og ég ætla mér suður
yfir hciðar því ég tcl að það sé
nauðsynlegt að víkka sjóndeild-
arhringinn og kynnast straumum
og stefnum í samkeppninni á
stærsta markaðssvæði landsins."
Haraldur Sigurðarson
- Grafísk hönnun
Fæðingardagur: 09.02.1968.
Foreldrar: Erla Bjömsdóttir og
Sigurður Haraldsson.
Uppruni: Dalvíkingur.
Maki: Marsilía Sigurðardóttir.
Námsferill: Lagði stund á raf-
virkjun en söólaði uni og fór í
Myndlistaskólann.
Framtíðaráform: Búa á Akureyri
og starfa við grafíska hönnun.
„Lokaverkefnið mitt var aó grafa
íslensku þjóðsögurnar upp úr
skápnum. Ég tók íslenska þjóð-
sögu, söguna af Suðra og setti
hana upp sem teiknimyndasögu.
Myndasögubókin er því aðal at-
riðið í lokaverkefninu niínu. Bók-
in cr gefin út af íntynduðu fyrir-
tæki sem heitir, Segir sagan, en
fyrir fyrirtækið útbjó ég ýmsar
vörur og auglýsingar. Því mióur er
ekki hægt að framkvæma þessa
hugmynd í raunveruleikanum til
þess er íslenski markaðurinn of
lítill. Þó má segja að möguleikam-
ir séu sífellt að aukast með auk-
inni tækni. Söguna af Suðra teikn-
aði ég á hefðbundinn hátt en litaði
hana og textasetti í tölvu.“
Anna María Guðmann
- Málunardeild
Fæðingardajgur: 06.10.1966.
Foreldrar: Isak Guðmann og Auður
Þórhallsdóttir.
Uppruni: Akurcyringur.
Maki: Þórir Jón Guólaugsson.
Börn: Eitt á leiðinni.
Námsferill: Stúdent frá Menntaskól-
anum á Akureyri og íþróttakennari.
Framtíðaráform: ?
Úr handriti lokavcrketnis: „Stólar:
hlutur scm scst er á, citthvaö afrnark-
andi, ckki ósvipaó ramma. Manncskj-
ur eru ávallt innan ákveóins hegðunar-
ramma. Aö setjast á stól er að stilla sig
af, brjöta eitthvaó ákveðið ferli. En
það getur verið erfitt að standa upp, sú
athöfn felur í sér óöryggi því þú þarft
alltaf að Icita að nýjum stól en ef þú
situr alltaf í saman stólnum þá er hætta
á að þú flækist í neti takmarkana
þinna. Reyndu því alltaf að finna leið
frá takmörkunum þínum.“