Dagur - 13.05.1995, Síða 13

Dagur - 13.05.1995, Síða 13
Laugardagur 13. maí 1995 - DAGUR - 13 POPP MAÚNUS CEIR ÚUÐMUNDSSON gítargoðsins Steve Vai Ásamt mönnum á borð við Yng- wie Malmsteen og einn af læri- feðrum sínum, Joe Satriani, telst hinn 24 ára New Yorkbomi Steve Vai, vera eitt helsta rokkgítargoð samtímans af harðari skólanum. Vann Vai þaö sér fyrst til frægðar að verða meðlimur í hljómsveit sjálfs Frank Zappa, þá tæplega tvítugur, en goðió sjálft bauð hon- um sæti í henni eftir að Vai hafði gerst svo djarfur aö senda Zappa lagasmíðar sínar til umsagnar. Var Vai þá nýfluttur til Los Angeles, eftir m.a. að hafa stundað djass og klassískt gítamám í hinni virtu tónlistarstofnun í Boston, Berklee. Með Zappa var hann síðan í ein þrjú ár og ferðaðist víða auk þess að spila inn á nokkrar plötur með honum. Sína fyrstu plötu undir eigin nafni, Flex-able, gerði Vai fljótlega eftir að hann hætti með Zappa og var þar um nokkuð merka djass/framúrstefnu- rokkplötu að ræða. Sama ár, 1984, kom endurbætt útgáfa af plötunni sem kallaðist Flex- able leftovers. Hlé Sex ára hlé verður nú hins vegar á einherjaverkum hjá Vai, en á þeim tíma er hann í slagtogi með mörg- um af þekktari þungrokkurum samtímans. Fyrst leysti hann Yng- wie Malmsteen af hólmi í sveit- inni Alcatrazz, þar sem gamli Ra- Steve Vai. Kann tvímælalaust sitt fag, en höfðar ekki til allra. inbowsöngvarinn Graham Bonnet réð ríkjum, og gerði með henni mjög fína plötu, Disturbing the peace. Skömmu síðar lá leiðin yfir til David Lee Roth, sem Vai gerði tvær góðar plötur með, Eat’em and smile og Skyscraper og síðan gekk hann svo í raðir Whitsnake í stað Vivian Campell og lék á plötunni Slip of the tongue árið 1989. Kom Vai einmitt með Whit- esnake hingað til lands þegar sveitin hélt eftirminnilega tvenna tónleika í Reiðhöllinni. (Á þeim seinni hljóp sjálfur Pétur Kristjáns í skarðið fyrir David Coverdale söngvara, sem fékk heiftarlega í hálsinn.) Náði Vai á þessum sex árum að skapa sér slíkan orðstír, að þegar hann loks lét verða af að gera plötu aó nýju undir eigin nafni, Passion and warfare, uróu viðtökumar glæsilegar. Platan náði inn á topp 20 í Bandaríkjun- um og er hún nú ein sú best selda ósungna frá upphafi þar í landi. Þessari velgengni hefur honum hins vegar ekki tekist að fylgja eftir í sérstökum mæli. Voru nokkrar vonir bundnar við hljóm- sveit sem Vai setti saman og sendi frá sér plötuna Sex and religion árið 1993, en þaö dæmi gekk ekki vel upp. Nú fyrir skömmu brá því gítarhetjan á það ráð að senda á ný frá sér rétta og slétta ein- herjaplötu, sjö laga grip, sem kall- ast Aliens love secret. Vantar þar ekki kraftinn og tilþrifin, sem á skorti á hljómsveitarplötunni, en um Ieið er lagasköpunin helst til köld, eins og svo oft vill verða hjá gítarhetjum. Það verður aftur á móti ekki af Steve Vai skafið að hann ber heitið gítarhetja með rentu og hefur ennþá upp á ýmis- legt að bjóða með Aliens love secrets. Það eru líkast til ekki nein stórtíð- indi þegar þessi fugl á í hlut, en samt allt í lagi að segja frá því að Slash, gítarleikari Guns n’ roses hefur gert nær öll sín orö um nýtt og friðsamlegt skeið í hljómsveit- inni með þá báða Axl Rose innan- borðs að engu með því að, stutt og laggott, AÐ HÆTTA!!! En bíðum við, með fenginni reynslu, gæti þetta ekki bara líka reynst rangt? Jú, vissulega, en eftir „mjög sterk- um heimildum“ heldur tónlistar- pressan því fram að Rose hafi endanlega gefist upp á „vini sín- um“ og að Zakk Wylde, sem sterklega hefur verið sagður á leið í Guns n’ roses sem gítarleikari ásamt Slash, verði einfaldlega eft- irmaður hans. Við sjáum nú hvað setur með þær heimildir og setjum spumingarmerki við sannleikann í málinu þangað til annaó kemur í ljós. Meistari Dylan loksins „ótengdur“ hjá MTV. Kominn Slash. Hættur eða ekki hættur? Breska sveitin The Cult, sem náði feiknavinsældum með plötum á borð við Love, Electric og Sonic temple, virðist nú eftir fregnum að dæma vera að liðast í sundur eftir rúmlega áratugs feril. Að vísu hef- ur umboósmaóur hennar ekki vilj- | Sagan að líkindum öll hjá Ian | Astbury og Billy Duffy. að staðfesta „andlátið", en það er ljóst að aðalmennimir frá upphafi, Ian Astbury og Billy Duffy, hafa slitið samstarfi. Án annars hvors þeirra ber Cult ekki sitt barr, þannig að menn vilja fullyrða að Cult sé öll. Skýringuna á því má fyrst og fremst rekja til þess að síðasta samnefnda plata Cult, sem kom út í fyrra, gekk ekki sem skyldi. Eftir aó allt æðið kringum Un- plugged/ótengdu þættina á MTV sjónvarpsstöðinni sem hefur í það minnsta staðið í fjögur ár, frá því platan hans Eric Claptons sló svo rækilega í gegn, er það fyrst núna að trúbador allra hvítra trúbadora, Bob Dylan, fær slíka plötu út- gefna með sér. Hefði maóur hald- ið aó stórmennið ætti skilið að vera framar í röðinni hvað þetta varóar en raun ber vitni, en svo hefur ekki reynst einhverra hluta vegna og e.t.v. á hann sjálfur þátt í því. Loksins þegar platan kom út, sem varö nú fyrir einum hálfum rnánuði, þremur vikum, stóð svo sannarlega ekki á viðbrögðunum. Stökk platan beint í tíunda sætið í Bretlandi og á án efa eftir að fara svipaða leið í Bandaríkjunum. Þeir sem keyptu plötur Claptons, Rod Stewart o.fl. af sama tagi i milljónavís, geta ekki verið þekkt- ir fyrir annað en að kaupa Dylan líka. Annað væri hreint út sagt bara hneyksli. Nafn- breyting m | ins og skýrt hcfúr M-f t verið frá hér á Popp- ■miJf síðunni er von á nýju plötunni þeirra Bubba og Rúnars I lok þessa mánaðar. En eins og þeir voru nú sælir og ánægöir með það og búnir að gefa þessari þriðju plötu sinni hið ágæta nafn, Á grænni grein, þá tóku þeir allt í einu upp á því að breyta nafninu með litlum fyrirvara. Heitir hún nú því stutta nafni „Teika“, sem líklega flestir vita að er gömul sletta yfir þann vafasama leik bama og unglinga aó hanga aftan í bíl- um. Ekki er gott að segja hvað vakir fyrir herrantönn- unum tveimur með þessum nafnaskiptum, en manni finnst einhvem veginn að þau hafí verið óþörf. E.t.v. hefur lag eða plata með þessu heiti komið út áóur, en umsjónar- mann Popps rekur ekki minni til þess. Til gamans og án minnstu ábyrgðar verður hér látin fylgja með spá um gengi Björgvins Halldórssonar með lagið Núna í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva, sem eins og allir vita fer fram í kvöld. Aðrar spár sem fram hafa komið em á ýrnsa lund, frá því að búast við sigri til „falls í aðra deild", eins og óncfndir innanbúóamtenn hér á bæ hafa nefnt, en trú Poppsíðu- aðstandenda er sú að Bjöggi komist vel frá öllu saman og lendi í 9. sæti. Fyrr á þessu ári vom sögusagnir á kreiki um að Spin doctors, rokksveitin vinsæla frá New York, væri öll. Það hefur ekki reynst rétt og líður henni víst bara bærilcga. Að undan- fömu hafa t.d. félagamir í sveitinni gert sér það að leik í klúbbi einum í heimaborginni að koma fram undir nafninu The Trips og kynnt þannig nýtt efni. Nýstárleg aðferð sern vakið hefur athygl i. Tl ed hot chili peppers, fönkrokkhljóm- sveitin margvin- sæla, hefur nú enn og aftur þurft að fresta útgáfu á nýtri plötu sinni, Stóó upphaflega til að hún kæmi út í septem- ber sl. en nú síðast var búist við henni í sumarbyrjun. Af því verður hins vegar ekki þar sem aðalsprautan, Ant- hony Kiedis, hefur enn ekki náð sér af dularfullum maga- sjúkdómi sem greindist í hon- urn fyrir nokkm. Er nú gert ráð fyrir plötunni í ágúst.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.