Dagur - 08.06.1995, Qupperneq 1
—
Venjulegir og demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdeegurs
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Fikniefnaneysla hefur aukist
til muna á Akureyri
78. árg. Akureyri, firamtudagur 8. júni 1995 107. tölublað
- álíka mörg fíkniefnamál hafa komið upp fyrstu 5 mánuði ársins og allt árið í fyrra
Fíkniefnaneysla hefur aukist
til muna á Akureyri og sem
dæmi hafa nú fyrstu fímm mán-
uði ársins, komið upp hjá rann-
sóknarlögreglunni, jafn mörg
fíkniefnamál í bænum og allt ár-
ið í fyrra. Einnig eru komin ný
efni á markaðinn en áður fyrr
var eingöngu um hassneyslu að
ræða. Nú eru bæði amfetamín
og alsæla á markaðnum og það
var í fyrsta sinn um síðustu
páska, að rannsóknarlögreglan á
Akureyri náði í alsælu. Þetta
kemur fram í ítarlegu viðtali við
Daníel Snorrason, rannsóknar-
lögreglumann, í Degi í dag.
Þar kemur fram að fíkniefna-
málum hefur fjölgaó og umfang
nokkurra þeirra er mun meira en
Ástand fjall-
vega afleitt
Enn er allt ófært á hálendinu
og ekki er útlit fyrir að fjall-
vegir verði opnaðir í bráð.
Aó sögn Jóns Hauks Sigur-
bjömssonar, rekstrarstjóra hjá
Vegagerðinni, er ástand fjallvega
fljótafgreitt, þaó sé hreinlega allt á
kafi í snjó enn og ekkert útlit fyrir
að hægt verði að opna á næstunni.
„Það er ekki spuming að ástandið
er verra en venjulega, maður getur
því miður litlu svarað um hvenær
hægt verði að hleypa á umferð,
það fer eftir veóráttunni. Ef sum-
arið verður mjög kalt er spuming
hvort aö það borgi sig að opna
suma vegi, þ.e.a.s. ef ekki verður
hægt að nota þá nema í hálfan
mánuð til þrjár vikur. Það er mjög
dýrt aó opna þessar leiðir, en auð-
vitað vona ég það besta.“
Sprengisandsleið hefur í með-
alári verið opnuð í síðasta lagi
10.-11. júlí, Öskjuleið frá Hrossa-
borgum inn að Drekagili um 25.
júní, og fram að Öskjuvatni í byrj-
un júlí, en allt bendir til að opnun-
ardagar verði mun seinna í ár.
-shv
áður. „Við byggjum þetta líka á
því að við heyrum um aðila sem
gefa sig út fyrir aó útvega fíkni-
efni og þeir kynni sig fyrir ung-
lingum sem slíka. Þar erum við
komin meó nýtt stig í fíkniefna-
málum hér en áður var fyrst og
fremst um lokaða neysluhópa að
ræóa en ekki beina dreifíngu. Að
auki heyrum við af því að fíkni-
efnasalar úr Reykjavík komi
gagngert noróur til þess að selja
hér fíkniefni," segir Daníel.
Hann segir að þótt ekki séu
mörg dæmi þess, komi upp mál
þar sem neytendur eru að sprauta
sig með amfetamíni. Einnig hafí
verið nokkuð áberandi neysla á
svokölluðu læknadópi, lyfjum
sem fólk fær ávísað hjá læknum.
Eru dæmi þess að menn hafi verið
að mylja þessi lyf niöur og selja
sem amfetamín, bæði svefnlyf og
róandi lyf.
Daníel segir að neytendumir
séu aðallega á aldrinum 18-20 ára
en nú í seinni tíð hafi heyrst af
yngri neytendum, 16 ára og jafn-
vel yngri. Hann segir að þaó komi
foreldrum alltaf jafn mikið í opna
skjöldu, þegar þau heyra fyrst af
því að bömin þeirra séu í fíkni-
efnaneyslu. Þau hafi jafnvel heyrt
af neyslu hjá einhverjum vinum
og kunningjum en alltaf talið að
þeirra böm væru utan við þetta.
Daníel telur mjög mikilvægt að
ná góðu samstarfi við almenning í
baráttu við fíkniefnin og að nauð-
synlegt sé að fólk skýri frá því
sem það heyrir og sér. „Jafnvel
sögusagnir geta orðið til þess að
opna stór mál sem við höfum ver-
Fyrirtækið Sjóvá-AImennar hefúr gefið hund sem Daníel Snorrason er að
þjálfa til fíkniefnaleitar og bindur hann miklar vonir við hundinn í framtíð-
inni. A myndinni er Danícl með hundinn, sem hlotið hefur nafnið Jens og
hjá þeim stendur Þórarinn B. Jónsson, umboðsmaður Sjóvá Almennra á
Akureyri. Þórarinn skorar á önnur tryggingafélög að taka þátt í mjög
kostnaðarsömu uppeldi hundsins og leggja um leið sitt lóð á vogarskálina í
baráttunni við þennan vágest, sem fíkniefni eru. Mynd: kk
Vírus í eyfirskum kúm
- einkennin eru mikil skita og nyt dettur niður
Vírus sem veldur mikilli
garnabólgu og skitu hjá
kúm hefur verið að stinga sér
niður á nokkrum bæjum í Eyja-
fírði að undanförnu. Að sögn
Iskaldur siór
Arlegum vorleiðangri á rann-
sóknaskipinu Bjarna Sæ-
mundssyni lauk 6. júm'. í ljós
kom að sjór fyrir Norðurlandi
var kaldari en hann hefúr verið
síðan mælingar hófust.
Kaldur svalsjór norðan úr hafi
ríkir út af Noróurlandi og er jafn-
vel enn kaldari en sl. vetur. Suður
og vestur af landinu var hlýsjór,
þó undir meóallagi en hans gætir
hvergi við norður- og austur-
ströndina. Víðast er hitastigið um
0-0,7 en á Húnaflóasvæðinu er
enn kaldara, allt niður fyrir -1 C.
Þetta kalda ástand nær austur fyrir
land að Lónsbug. í köldum Aust-
ur-Islandsstraumi djúpt út af
Norðaustur- og Austurlandi var
selta tiltölulega há, sem bendir
ekki til hafíss úr þeirri átt. Jafn-
framt var áta að venju mikil, sem
hélt gróðurmagni í skefjum. Síldar
varð vart austar og sunnar en sl.
vor og í minna mæli.
Að sögn Svend-Aage Malm-
berg leiðangursstjóra sýna niður-
stöður leiðangursins því kaldari
sjó á noróurmiðum en dæmi eru
til um í samsvarandi rannsóknum
sem hófust 1949. Er það mikil
breyting frá undanfömum fjórum
árum þegar innstreymi hlýsjávar á
Norðurmið var með hitastigi 3-4.
-shv
Armanns Gunnarssonar, hérðas-
dýralæknis Austur-EyjaQarðar-
umdæmis, hefur veiki sem þessi
gjarnan komið upp með ein-
hverra ára millibili og taldi hann
vera ein átta til tíu ár síðan þetta
kom upp síðast.
Einkennin eru þau að kýmar fá
mikla skitu og síðan fylgir slapp-
leiki. Nytin dettur niður í kúnum
tímabundið en yfírleytt ná þær sér
aftur. Pestin gengur yfir á nokkr-
um dögum og Ármann sagóist
stundum hafa tekið þá gripi sem
verst hafa verið famir og gefið
þeim einhver hressingarlyf. Hann
sagði einstaka sinnum hafa komið
fyrir að kýr hafi drepist úr þessu,
en yfirleitt eru það þá gripir sem
verið hafa tæpir fyrir.
Veikin er brásmitandi og átti
Ármann von á að hún muni fara
eitthvað um svæðið á næstu vik-
um. Hann sagði rétt að menn
hefðu samband við dýralækni
verði menn varir við slík tilfelli í
fjósum sínum og vildi brýna fyrir
þeim sem koma á bæi þar sem
veikin er, að fara ekki strax í önn-
ur fjós öðruvísi en viðhafa ein-
hverjar sótthreinsiaðgerðir. Það
eigi kannski sérstaklega við um
menn sem eru daglega á ferðinni
starfs síns vegna, t.d. mjókurbíl-
stjóra, frjótækna og fóðurflutn-
ingamenn. HA
ið að vinna að en vantað einhvem
áherslupunkt."
Fíkniefnamál eru oftast mjög
viðkvæm og því heitir lögreglan
því fólki sem vill leggja þeim lió í
baráttunni, algjörum trúnaði. Fólk
er hvatt til þess að hafa samband
við lögregluna en ef það er hrætt
við að koma fram undir nafni, get-
ur þaó hringt í símsvara lögregl-
unnar, í síma 462-5784.
Sjá nánar bls. 6 og 7. KK
Tilraunastöðin á
Möðruvöllum:
Samningi
við bústjóra
sagt upp
T 7erktakasamningi við bú-
V stjóra tilraunastöðvarinnar á
Möðruvöllum í Hörgárdal hefur
verið sagt upp. Nýr bústjóri tek-
ur væntanlega við 1. september.
Undirskriftalistar með nöfnum
um 30 bænda hafa verið sendir
til stjórnar og forstjóra RALA
vegna uppsagnar bústjórans.
Samkvæmt upplýsingum blaðs-
ins er með undirskriftalistunum
lýst stuðningi við bústjórann á
Möðruvöllum en hann hefur verið
þar síðustu tvö árin. Flestar undir-
skriftimar munu vera úr Hörgárdal
en einnig koma undirskriftir úr
Eyjafjarðarsveit.
Dagleg yfirstjóm á Möðruvöll-
um er I höndum tilraunastjóra
RALA, Þoróddar Sveinssonar, en
forstjóri og stjóm RALA fara með
starfsmannahaldið.
Þóroddur sagói í samtali við
Dag í gær að þetta mál sé við-
kvæmt og uppsögnin hafi átt tals-
verðan aðdraganda en út í aðgerðir
af þessu tagi sé ekki farió nema
rekstrarlegar forsendur búi að
baki. RALA rekur tilraunabúið á
Möðruvöllum og á búið að standa
undir sér sjálft en RALA kostar til-
raunir. Þóroddur sagði enga
ákvörðun hafa verið tekna um
hvemig staóió verði að ráðningu
nýs bústjóra. JÓH
Sjómannaverkfall:
Lausn í sjónmáli?
Igærkvöld var enn óljóst með
framvindu sjómannaverkfalls.
f óformlegri sáttatillögu sem rík-
issáttasemjari lagði fram í fyrra-
kvöld var gerð tillaga um lausn
á deilunni um verðmyndun á
sjávarafla. Höfðu forystumenn
deiluaðila lagt blessun sína yfir
tillöguna en samninganefndirn-
ar ekki.
Samninganefndir sátu á fundi í
allan gærdag og tókust á um orða-
lag þar sem kveður á um verð-
myndun. I tillögu ríkissáttasemj-
ara mun vera gert ráð fyrir því að
ekki þurfi að senda allan fisk á
markað heldur geti áhafnir og út-
gerðarmenn gert með sér sam-
komulag um fiskverð. Þegar Dag-
ur fór í prentun í gærkvöld var
ekki talið ólíklegt að samninga-
nefndir næðu saman um þetta
stærsta atriði, en jafvel þó það
gerðist voru mörg smærri atriði
enn óafgreidd. HA