Dagur - 08.06.1995, Page 7

Dagur - 08.06.1995, Page 7
I Fimmtudagur 8. júní 1995 - DAGUR - 7 h S I I I I !» \) I Það eru ótrúlegustu hlutir notaðir við hassreykingar og sjást ýmsar útgáfur á þessu borði. Það er reykt í gegnum plastflöskur, gosdósir, slöngur, pípur af ýmsum gerðum og jafnvel skúringafótur. Einnig eru á myndinni vopn scm tekin hafa verið í fíknicfnamálum, fíkniefni, bæði hass og amfetamín í bréfi og sprautur. Mynd: KK Fíkniefnancytendur sem farnir eru af stað í innbrot láta ekkert stöðva sig og tjónið af innbrotunum er þá oft mun meira en verðmæti þess sem stoiið er. Fíkniefnamál eru oft mjög viðkvæm og því heitir lögreglan því fólki sem vill leggja þeim lið í baráttunni, algjörum trúnaði. Fólk getur bæði haft beint sam- band við Iögregluna eða lesið upplýsingar inn á símsvara hennar í síma 462-5784. I Evrópu á ný í fyrsta skipti í 20 ár: Islenskir skátar fara á alheims- mót í HoUandi tíma á kvöldin, erfiðleikum við að vakna á morgnana og óþrifnaði, svo eitthvað sé nefnt.“ Það hefur orðið mikil vakning í bænum varóandi málefni unglinga að undanfömu og telur Daníel að sú þróun sé mjög jákvæð. For- eldrasamtök, áfengisvamaráð og fleiri félagasamtök og stofnanir hafa verið að taka á áfengis- drykkju unglinga. „Eg bind einnig vonir um sam- starf við þessa aðila í sambandi við fíkniefnaneysluna. Mörgum finnst að bæði yfirvöld og foreldr- ar hafi sofið á verðinum og því hafi þessi vakning farið af stað. Því bæði áfengisdrykkja og reyk- ingar eru oft undanfari fíkniefna- neyslu.“ Nauðsynlegt að hafa hund - Nú hefur þú fengið nýjan liðs- mann til liðs við lögregluna. Er nauðsynlegt að hafa hund í þessari baráttu? „Það má segja að vegna þess hvemig komið er, teljum við nauósynlegt að hafa hér staðsettan fíkninefnahund. Yfirstjóm lög- reglunnar hefur sýnt þessu máli skilning en það hefur samt ekki fengist nein fjárveiting til þessa verkefnis. Sjóvá Almennar ákváðu því að gefa hund til fíkni- nefnaleitar og það þekkja allir sem unnið hafa að fíkniefnamálum, hversu ómetanlegt það er að hafa hund við leit. Því eftir að fíkni- nefnamál hefur komið upp, er undantekningarlítið farió í húsleit til þeirra aðila sem kærðir eru. Fíkniefnin em alltaf mjög vel falin en vel þjálfaður hundur getur fundið þau á augabragði og hann getur jafnvel fundið lykt af fatnaði fólks sem hefur verið þar sem t.d. hass er reykt.“ Nýjasti liðsmaðurinn er þriggja mánaða gamall af Labradorkyni og Daníel hefur þegar hafið grunnþjálfun hans. Hann er undan starfandi fíkninefnatík á Keflavík- urflugvelli og er Daníel í góðu sambandi við Þórð Þórðarson, sem sér um hundana þar. „Maður horfir til þess að geta notað hund- inn vió húsleitir í framtíðinni og eins farið meö hann á staði þar sem vænta má aó fíkniefnasend- ingar fari í gegn, t.d. á pósthúsum, vöruafgreiðslum og flugvöllum." * Otrúlegar aðfarir við að smygla fíkniefnum Eins og flestum cr kunnugt eru notaðar ótrúlegustu aðferðir við að smygla fíkniefnum inn í landið og stöðugt heyrast fréttir af slíkum málum. Beint flug frá Akureyri til staða í Evrópu færist í vöxt og um leið opnast nýjar leiðir fyrir smyglara. Fram að þessu hefur verið fenginn hundur frá Toll- gæslunni viö fíkniefnaleit á Akur- eyri og hefur rannsóknarlögreglan átt mjög gott samstarf við þá stofnun. Þótt Daníel sé sjálfur aö temja hund til leitar, vonast hann jafnframt til að eiga áfram gott samstarf vió Tollgæsluna. Fyrir nokkru kom upp fíkniefnamál á Akureyri og tengdist innflutningi á hassi. Ungur maður frá Akureyri fór út til Kaupmannahafnar og keypti þar 100 grömm af hassi og smyglaði innvortis til landsins. Hann bútaði þessi 100 g nióur í 25 g búta og setti í smokka og gleypti síðan. „Svo óheppilega vildi til að það varð seinkun á fluginu og þegar hann loksins komst á klósett, var hann svo aðframkomin, að hann missti nokkra búta niður í klósett- ið og þurfti að sjá á eftir þeim. En þetta er bara eitt dæmið um þær aðferðir sem notaðar eru í dag og undirstrikar það hversu fíkniefna- hundur er mikilvægur. Þetta er jafnframt stórhættulegt og raunar lífshættulegt, því ef umbúðir gefa sig í svona tilfellum, þarf ekki að sökum að spyrja,“ sagði Daníel Snorrason. KK í lok júlí mun 220 manna hópur fslenskra skáta halda af landi brott til að taka þátt í 18. al- heimsmóti skáta (Jamboree) sem fram fer í Hollandi dagana l.-ll. ágúst nk. Þar munu þeir taka þátt í þessum ólympíuleik- um skátahreyfíngarinnar ásamt um 25.000 öðrum skátum hvað- anæva að úr heiminum. Skátahreyfingin er alheims- hreyfíng sem telur meira en 24 milljónir félaga í 200 löndum. Þema þessa 18. alheimsmóts skáta er „Framtíóin er núna“ (Fut- ure is now). Mótssvæðið, sem er um 300 hektarar að flatarmáli, er staðsett við Dronten í héraðinu Flevoland. Það er landssvæði sem búið var til á fimmta og sjötta áratugnum með uppþurrkun Zuiderzee flóans. Þar hófst búseta árið 1962. Þátttaka í alheimsmóti skáta er ógleymanleg lífsreynsla. Hver skáti fær alla jafna aóeins eitt tækifæri um ævina til að sækja slíkt mót. Að mörgu þarf að hyggja og mikill undirbúningur þarf að eiga sér stað áður en hægt er að halda af stað til Hollands. Skipuleggja þarf flutning fólks og farangurs, afla fjár, æfa skemmti- atriói, undirbúa kynningar á Is- landi og íslensku þjóðinni, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrsta alheimsmót skáta var haldið á Englandi árið 1920. Stofnandi Skátahreyfíngarinnar, Robert Baden Powell, vildi leiða saman félaga hinnar ungu en ört vaxandi skátahreyfingar. Tilgangur alheimsmóta er að gefa skátum allsstaðar að úr heim- inum tækifæri til að hittast og vinna saman að ýmsum verkefn- um. Með tjaldbúðavinnu, elda- mcnnsku og öðrum skátastörfum er grunnurinn lagður að bjartari framtíó. Þema 18. alheimsmótsins er í þeim anda. Alheimsmót eru haldin á fjög- urra ára fresti. í ár eru tuttugu ár síðan slíkt mót var síðast haldið í Evrópu, þá í Noregi þar sem ís- lenskir skátar tóku virkan þátt við undirbúning og framkvæmd móts- ins. Hollendingar héldu 5. al- heimsmót skáta árið 1937 og sóttu það mót um 30 íslenskir skátar. Skátahreyfingin heldur enn áfram að vaxa, einkum í fyrrum kommúnistaríkjum Austur-Evr- ópu, sem mörg hver taka nú þátt í alheimsmóti í fyrsta sinn. Meðal þeirra íslensku skáta sem nú halda til Hollands eru fimm ungir fréttamenn. Þeir munu skrifa um eigin reynslu og upplif- anir í Hollandi og senda til fjöl- miðla hér heima frá fréttamiðstöð mótsins. Vegna forfalla geta enn nokkrir bæst í hópinn og er best fyrir þá að snúa sér til Bandalags íslenskra skáta, Snorrabraut 60, sími 562 1390. Þessar ungu stúikur héldu nýlega hlutaveltu á Akureyri til styrktar sund- laugarbyggingu við Kristncsspítala. Þær heita Jónbjörg Sessclía Hannes- dóttir og Valdís Anna Jónsdóttir. Mynd: Robyn Aðalfundur Félags hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu verður haldinn aó Bjargi, laugardaginn 10. júní nk. og hefst með göngu þaðan kl. 10. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Sigurður Helgason, formaður lands- samtakanna og Árni Kristinsson, hjartalæknir á Landsspít- alanum, sem flytja mun erindi um kransæðaþrengingar, út- víkkanir og nýjustu aðferðir við fræsingar, o. fl. Félagar fjölmennið og takið maka ykkar með. Nýir félagar, verið velkomnir. Góðar veitingar verða framreiddar. Stjórnin.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.