Dagur - 08.06.1995, Side 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 8. júní 1995
„Vió sem erum í stjóm-
málum stefnum auðvitaó
allir aó því aó veröa
ráðherrar til þess aö geta
haft áhrif. Þaö sem rekur
okkur áfram í þessu starfi
er sú lífssýn sem vió höfum
og þess vegna er mjög
kærkomið aö grípa tæki-
færið þegar þaö gefst,“
segir Halldór Blöndal,
samgönguráóherra í nýrri
ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar-
flokks. Hann segir sinn
sjónarhól í pólitíkinni alltaf
hafa verió „vestan vió
Berlínarmúrinn“ og hann
hafí alltaf trúaó því að til
lengdar gæti enginn haft vit
fyrir öörum og alls ekki
einhver einn vit fyrir
öllum hinum.
Andstæður austurs
og vesturs
„Það er að vísu rétt að af gamni
mínu, eða fyrir einhverja slysni,
um tveggja eða þriggja mánaða
skeið, skaust ég austur fyrir múr-
inn meðan ég var í þriðja bekk í
menntaskóla. Það tók ekki langan
tíma fyrir mig aó koma mér aftur
vestur fyrir. Það sem réö mestu
um þetta er sú sterka tilfinning
sem ég hef fyrir þingræði, fyrir
lýðræði og fyrir því að ekki eigi
að stjóma manninum að ofan
heldur eigi hann að vera sinnar
eigin gæfu smiður. Krafturinn
hlýtur að þurfa að koma neðan frá
og ég sé ekki að við höfum neitt
betra tæki til þess en þingræðið
eins og það hefur verið byggt upp
á Vesturlöndum.“
Halldór segir muninn á stjóm-
málunum nú og þegar hann ólst
upp vera einmitt þessar miklu
andstæður á milli austurs og vest-
urs.
„Þegar ég var ungur var ég
ekki svo mikið að velta vöngum
yfir landbúnaði, sjávarútvegi,
skólakerfinu, húsnæðismálum og
þvílíku heldur voru átökin fyrst og
fremst um utanríkismálin og af-
stöóuna til Sovétblokkarinnar og
Atlantshafsbandalagsins.“
Erfítt með samviskuna
Halldór segist vitanlega strax hafa
skipað sér á bekk með þeim sem
tóku hió vestræna lýðræði fram
yfir og höfnuðu Sovétvaldinu.
Hann segist aldrei hafa skilið þá
menn sem voru hinum megin.
„Flestir sem voru áberandi á
þessum árum áttu þess kost að
skjótast austur fyrir, oft var þeim
boðið og menn þar báru þá á
höndum sér. Eftir að þeir snéru
síóan heim aftur létu þeir eins og
þar drypi smjör af hverju strái. Ég
held að sumir þeirra hljóti að eiga
erfitt með samviskuna núna eftir
að kommúnisminn hefur afhjúpað
sig. Mér þótti grátbroslegt að
hlusta á skeggræður nokkurra
vinstrimanna í útvarpinu að
morgni 1. maí. Það var eins og
þeir hefðu ekkert lært. Maður
upplifói gamla kaldastríðskomm-
únismann á nýjan Ieik og ég
heyrði ekki betur en þeir ætluðu
að efna til nýrrar Keflavík-
urgöngu. Ég skil ekki þennan
þankagang, hann er svo fjarri
mér.“
Engan pólitískan metnað
Aðspurður hvort stjómmálin hafi
alla tíð höfðað sterkt til hans segir
Halldór svo vera.
„Mér dettur í hug á þessari
stundu að hugsanlega megi rekja
upphafið að mínum pólitíska ferli
Stjómmálamaðuríi
móðarí en heimilisi
til gönguferða minna með Lýð
bónda Guðmundssyni í Sandvík
um Breiðumýri. Sérstaklega eru
þær mér minnisstæðar fyrir for-
setakosningamar 1952 því þá
skeggræddum við um framboð
séra Bjama og Asgeirs Asgeirs-
sonar. Auðvitað var það hann sem
hafói aðallega orðið og vitnaói
óspart í Ofeig Jónasar frá Hriflu.
Kannski var þetta í eina skiptið
sem þeir Lýður og Jónas vom
sammála í pólitíkinni því þeir
studdu báðir séra Bjama.“
Bein þátttaka Halldórs í pólit-
ísku starfi hefst ekki fyrr en hann
er kominn yfir tvítugt þegar hann
varð blaðamaður á Morgunblað-
inu og eftir að hann fór til Akur-
eyrar til þess að vinna að þing-
kosningunum fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn 1963.
„Ég hafði lengi vel engan pólit-
ískan metnað og hafði reyndar
hætt afskiptum af stjórnmálum
þegar ég var beðinn að fara í
framboð fyrir kosningamar 1971.
Ég var varamaður á Alþingi frá
1971 en var ekki kjörinn fyrr en
1979. Síðan þá hef ég setið á
þingi.“
- segir Halldór Blöndal samgönguráðherra í viá
Sauðfjárbændum þarf
að fækka
Halldór Blöndal varó fyrst ráð-
herra 1991 þegar hann tók sæti
landbúnaðar- og samgönguráð-
herra í tíð ríkisstjómar Sjálfstæð-
isflokks og Alþýðuflokks. Hann
segist ekki hafa séð það fyrir að
hann yrði landbúnaðarráðherra en
verið nokkuð vel undir það búinn.
Hann segir landbúnaðinn standa á
miklum tímamótum um þessar
mundir.
„Dökki skýjabakkinn er auðvit-
að á himni sauðfjárbændanna því
nýjustu upplýsingar sýna að
neysla á afurðum þeirra heldur
áfram að dragast saman. Enn er of
snemmt að spá um hvaða mögu-
leikar séu á útflutningi á ein-
hverjum skynsamlegum forsend-
um en við eigum að reyna til
þrautar á þeim vettvangi. Éausn á
vanda þessarar stéttar er margþætt
en það er óhjákvæmilegt að sauð-
fjárbændum fækki. Við þurfum að
stækka búin upp í kjörstærð til
þess að ná framleiðslukostnaðin-
um niður um 20-25% og það getur
ráóið úrslitum. Bændur þurfa í
auknum mæli að snúa sér að land-
græóslu- og gróðurvemdarstörfum
og vilji menn selja jarðir sínar
þarf að efla Jarðasjóð svo að hann
geti keypt þær. Við þurfum að
standa betur að markaðssetningu
þar sem áhersla er lögð á hollustu
afurðanna.
Sultarbúskapur gengur ekki
Allar vestrænar þjóðir styrkja
landbúnað og menn líta á það sem
hluta af sjálfstæðisbaráttu sinni að
þjóðirnar reyni að vera sjálfum sér
nógar um matvæli. Málið væri
auðvitað einfaldara ef aðrar þjóðir
hefðu lagt niður útflutningsbætur
eins og við en því er ekki að
heilsa. Nágrannaþjóðir okkar
halda vemdarstefnunni áfram og
eru með margvíslega þröskulda til
að gera innflutning erfióan. Hér
horfi ég bæði til Evrópu og vestur
um haf en von mín er sú að Gatt-
samningamir eigi í næstu lotu eftir
að hafa einhverjar breytingar í för
með sér í þessu sambandi. Það
sem við þurfum að gera er að
standa þannig að búsetu hér í
þessu landi að fólk hafi olnboga-
rými og geti látið að sér kveða.
Sultarbúskapur getur ekki gengið
til lengdar.
Halldór segist sjá á eftir land-
búnaðarráðuneytinu því hann finni
að hann hafi haft stuðning bænda
til þeirra verka sem hann hafi haf-
iö þar. Ráðuneytið sé þó í góöum
höndum og Guðmundur Bjama-
son eigi allar hans bestu óskir og
stuðning til þess að hann geti unn-
ið þar gott verk.
Póstur og sími hlutafélag
„Ég þarf ekki að kvarta því
samgönguráðuneytið er mjög
skemmtilegt ráðuneyti. Segja má
að hlutverk þess sé þríþætt. I
fyrsta lagi samgöngukerfið sjálft,
vegamál, hafnamál og flugmál, og
eftirlitið með því. í öðru lagi Póst-
ur og sími sem er vaxandi mála-
flokkur vegna mikilla framfara á
fjarskiptasviðinu, nýrrar sam:
keppni og nýrra sjónarmiða. I
þriðja lagi eru svo ferðamálin,
vaxandi þáttur sem gefur af sér
verulegar gjaldeyristekjur, næst á
eftir sjávarútvegi.“
Aðspurður um brýnustu verk-
efni samgönguráðherra segir Hall-
dór það vera aó breyta Pósti og