Dagur - 08.06.1995, Blaðsíða 15

Dagur - 08.06.1995, Blaðsíða 15
IÞROTTIR Fimmtudagur 8. júní - DAGUR - 15 S/EVAR HREIÐARSSON Golf - Breska áhugamannamótið: Sigurpáll úr leik - lék frábært golf en það dugði ekki til Sigurpáll Geir Sveinsson, GA, hefur undanfarna daga tekið þátt í feiknarsterku móti í Liverpool í Englandi, opna breska áhugamannamótinu. Hann er þar ásamt þeim Birgi Leifi Hafþórssyni, GL, og Björg- vini Sigurbergssyni, GR, og kom- ust Sigurpáll og Birgir áfram eft- ir fyrsta úrtak. í gær var síðan leikin holukeppni og féllu Sigur- páll og Birgir báðir úr leik. í gær mætti Sigurpáll enskum golfara, Gerry Murphy, sem lék á 71 og 72 höggum fyrstu dagana eða einum undir pari vallarins á meðan Sigurpáll lék á 77 og 72 höggum eða 149 zsamtals. Sigur- páll og Murphy voru jafnir eftir hálfan hring en síðan missti Sigur- páll Englendinginn framúr sér og þegar 17. hola var að baki hafði Murphy 3:0 yfir. Sigurpáll gat því ekki jafnað og tapaði leiknum, 3:1. Þrátt fyrir að vera fallinn úr leik er þetta frábær árangur hjá Sigurpáli því það eitt að komast áfram eftir fyrsta úrtak er stór sig- ur. Birgir spilaði við Mark Foster frá Bretlandi og leiknum var hætt eftir 14 holur þegar Foster hafði fimm holur í forskot. Sigurpáll Geir Sveinsson lék mjög vel í Englandi en náði ekki í 32 manna úr- slitin á opna breska áhugamannamótinu. Knattspyrna - ÍBA-Valur í 1. deild kvenna: Það tókst ekki alveg sem skyldi hjá ÍBA-stúlkum er þær tóku á móti Val á malarvelli KA í 1. deild kvenna í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Lokatölur urðu 4:1 sem segir þó ekki allt um Ieikinn eins og hann var í heild sinni og Valsstúlkur héldu heim með stigin þrjú, sem þær fengu heldur ódýrt. ÍBA byrjaði leikinn ágætlega og varð smá saman sterkari aðil- inn eftir því sem líða tók á fyrri hálfleik. Þær fengu ágætis færi strax í byrjun leiks og á 26. mín. átti Rósa Sigbjörnsdóttir gott skot að marki sem markvörður Vals varði naumlega. Eftir það fór ÍBA að sækja meira og undir lok fyrri hálfleiks voru þær komnar á gott skrið, vörn þeirra góð og Vals- stúlkur nokkuð oft dæmdar rang- stæðar. Þær bitu þó frá sér og fengu m.a. dauðafæri á 43. mín. en varnarmenn ÍBA náðu að bjarga. Knattspyrna: Æfingar Old liös Þórs Vantar sjálfstraust og grimmd Tveim mínútum síðar fengu Valsstúlkur hornspyrnu og sköll- uðu í stöng eftir dálítið þóf og ÍBA náði að bægja hættunni frá. Rósa Sigbjörnsdóttir komst svo aftur í gott færi stuttu síðar sem hún náði ekki ekki að nýta. Vals- stúlkur gengu á lagið eftir því sem á leið og náðu yfirhöndinni á 50. mín. með öðru marki. 15 mínútum síðar kom svo þriðja mark Vals, laglegt mark með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf. ÍBA fékk aukaspyrnu undir lok leiksins sem Hjördís Úlfarsdóttir tók en lítið varð úr því. Valur rak svo enda- hnútinn á leikinn með því að skora fjórða markið á lokamínút- unum og það voru heldur daufar ÍBA-stúlkur sem gengu af velli í leikslok. Svo virtist sem liðið vantaði trú og ákveðni til að gera út um leik- inn. Sigurinn hefði getað lent hvoru megin sem var því liðin eru nokkuð jöfn að styrkleika. Næsti leikur ÍBA er nk. laugar- dag á útivelli þegar þær mæta Haukum og án efa munu það verða ákveðnari og grimmari ÍBA-stelpur sem koma til leiks staðráðnar í að næla í sín fyrstu stig. EJ Mark ÍBA: Lillý Viðarsdóttir. Mörk Vals: Kristbjörg Ingadóttir2, Erla Sigurbjartsdóttir, Ólöf Helga Helgadóttir. Lið ÍBA: Þórdís Sigurðardóttir, Hjördís Úlfarsdóttir, Erna Lind Rögnvaldsdóttir, Harpa Frímannsdóttir, Harpa Mjöll Her- mannsdóttir, Sara Haraldsdóttir, Lillý Viðarsdóttir, Ragnheiður Pálsdóttir, Þor- björg Jóhannsdóttir, Katrín Hjartardóttir og Rósa Sigbjörnsdóttir. Boys í kvöld kl. 20.30 ætla strákarnir í Old Boys liði Þórs að hefja æfingar á svæði félagsins við Hamar. Lillý Viðarsdóttir kom boltanum í netið fyrir IBA. Mynd: sh. Seinni hálfleikur hófst á sömu nótum hjá ÍBA, þær virkuðu ákveðnar og uppskáru eftir því á 57. mín. þegar fyrsta mark leiks- ins kom eftir fyrirgjöf og Lillý Viðarsdóttir náði að lauma kollin- um í boltann, 1:0 fyrir ÍBA. En aðeins andartaki síðar kom rot- höggið. Valur fékk aukaspymu rétt utan vítateigs ÍBA og Þórdís markvörður varði en náði ekki að halda boltanum og Valsstúlkur fylgdu á eftir og jöfnuðu, 1:1. Eitthvað virtist þetta koma ilia við norðanstúikur og mátti merkja eins konar uppgjöf hjá þeim við að fá þetta mark á sig. Mjólkurbikarkeppni KSÍ: Vaskir Volsungar áfram í bikarnum - KA-menn komust lítið áleiðis á Húsavík „Við erum á góðu skriði núna. Þessi leikur var eins og svo margir malarleikir, barátta fram og til baka en ég er rosalega ánægður með mína menn. Bar- áttan var alveg hundrað prósent, þeir vörðust vel og voru með vel skipulagðar skyndisóknir, það gerði útslagið,“ sagði Sigurður „ Mjólkurbikarkeppni KSI: Oruggt hjá Þór gegn Neista - félagið með tvö lið í 32 liða úrslitum Þórsarar eiga nú tvö lið í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarkeppnin- ar í knattspyrnu, eftir að U23 ára lið félagsins lagði Neista frá Hofsósi að velli í fyrrakvöld. Lokatölur leiksins, sem fram fór á malarvelli Þórs, urðu 6:0 og voru þrjú mörk skoruð í hvorum hálfleik. Þrátt fyrir að leikið væri við afleitar aðstæður, sýndu liðin ágætis fótbolta á köflum og þá sérstaklega leik- menn Þórs. Það var fljótlega ljóst hvert stefndi, Þórsarar voru mun ákveðnari og fengu fjölmörg marktækifæri. Guðmundur Há- konarson, skoraði fyrsta mark leiksins, með skoti úr vítateignum og Elmar Eiríksson, bætti öðru marki við skömmu síðar. Hreinn Hringsson, bætti svo við þriðja markinu fyrir hlé með skalla. Strax í upphafi síðari hálfleiks bættu Þórsarar við fjórða markinu. Elmar Eiríksson átti þá fast skot að markinu, sem hafnaði í Rado- van Cvijanovic, framherja Þórs og af honum fór boltinn í markið. Sigurður Pálsson, skoraði fimmta markið á laglegan hátt af stuttu færi og Radovan átti svo síðasta orðið, er hann skoraði laglegt mark skömmu fyrir leikslok. Þór á því tvö lið í 32 liða úrslit- um Mjólkurbikarsins en dregið verður um það hvaða lið mætast í þeirri umferð, í hádeginu í dag. Leikur liðanna fór fram á 80 ára afmælisdegi Þórs og komu leikmenn Neista færandi hendi og færðu félaginu veglega blóma- körfu og fána félagsins að gjöf. Eftir leik var leikmönnum liðanna Radovan Cvijanovic, serbinn í liöi Þórs, opnaöi markareikning sinn hjá fé- laginu, í öruggum sigri á Neista í Mjólkurbikarkeppninni. Mynd: kk Lárusson, þjálfari Völsungs, eft- ir að lið hans tryggði sér sæti í 32ja liða úrslitum Mjólkubikar- keppninnar, með 2:0, sigri á 2. deildarliði KA. Leikið var á malarvellinum á Húsavík og gestirnir byrjuðu bet- ur. Halldór Kristinsson og Dean Martin áttu góð færi til að skalla í netið en tókst ekki á upphafsmín- útunum á meðan Völsungar héldu sig í vörninni. Fyrsta sókn heima- manna kom um miðjan hálfleikinn þegar Arngrímur Arnarson slapp einn gegn markverði en Eggert Sigmundsson varði. Eftir þetta sóttu Völsungar meira og á 35. mínútu kom fyrra mark liðsins. Viðar Sigurjónsson skoraði af stuttu færi eftir langt innkast inn að markteig og Akureyringar voru þrumu lostnir. Það var síðan þegar aðeins ein mínúta var til leikhlés að heimamenn bættu við öðru marki og það gerði varnarjaxlinn Baldvin Viðarsson með þrumu- skoti, sem reyndar breytti um stefnu af varnarmanni KA og skoppaði í markhornið. Eftir hlé voru KA-menn að- gangsharðari en áður og fengu nokkur ágæt færi til að skora en voru mislagðir fætur. Gísli Guð- mundsson og Þorvaldur Makan voru ógnandi í framlínunni en náðu ekki að nýta færin sem þeir fengu. Völsungar fengu góð færi ti! að bæta við mörkum um miðjan hálfleikinn en Eggert sá við þeim. Liö Völsungs: Björgvin Björgvins- son - Asgeir Baldurs, Baldvin Viðarsson, Skúli Hallgrímsson.- Þröslur Sigurðsson, Róbert Skarphéðinsson, Ásmundur Arn- arson, Jónas Grani Garðarsson, Hall- grimur Guðmundsson - Viðar Sigurjóns- son (Kristján Magnússon), Arngrímur Arnarson. I.iö KA: Eggert Sigmundsson - Helgi Aðalsteinsson, Halldór Kristinsson, Jón Hrannar Einarsson - Árni Stefánsson (Hermann Karlsson), Bjarni Jónsson, Höskuldur Þórhallsson, Dean Martin, Stefán Þórðarson (Sverrir Ragnarsson) - Þorvaldur Sigbjörnsson, Gísli Guð- mundsson. Viöar Sigurjónsson hefur verið iö- inn við kolann meö Völsungum aö undanförnu. Mynd: sh 3. flokki kvenna: Þór sigraði KS Þór og KS mættust í íslands- móti 3. flokks kvenna á mal- arvelli Þórs á mánudag. Þórsstúlkur náðu góðum sigri, 2:0. Það voru þær Rakel Kára- dóttir og Berglind Karlsdóttir sem skoruðu mörk Þórs en þetta var fyrsti leikurinn í Norðurlandsriðli þessa aldurs- hóps.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.