Dagur - 08.06.1995, Page 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 8. júní 1995
FRÉTTIR
Skólauppsögn í
Háskólanum á Akureyri
10. júní nk.:
Átján
útskrifast
með BS-próf í
hjúkrunar-
fræðum
Háskólanum á Akureyri verður
sagt upp laugardaginn 10. júní
nk., og fer athöfnin fram í Akur-
eyrarkirkju og hefst lukkan
14.00. 7 nemendur útskrifast
með BS-próf í sjávarútvegsfræð-
um, 18 með BS-próf í hjúkrun-
arfræðum, 11 í rekstrarfræði, 9 í
iðnrekstrarfræði, 7 með BS-próf
í gæðastjórnun í rekstrardeild.
Hér er um stærsta einstaka hóp-
inn að ræða sem útskrifast hefur
frá Háskólanum á Akureyri. Um-
sóknarfrestur um skólavist næsta
skólaár rann út 1. júní sl. Ekki
liggur fyrir fjöldi umsækjenda eða
hvemig þeir skiptast milli deilda
en háskólanefnd mun fjalla um
umsóknimar og stöðu mála á
fundi sem boðaður hefur verið 12.
júní nk. GG
Húsavík:
Gijóthrun í Kaldbaksnefi
Stærðar björg eru í grjótskriðunni sem hrundi úr Kalbaksnefi nýlega. Göngumenn sem oft leggja leið sína
um þessar slóðir vissu af sprungum í klettunum og völdu því frekar að vera á ferð í sjávarmálinu. En það
hefði ekki dugað til er bjargið hrundi því stórir steinar féllu í sjó fram með miklum gusugangi.
Bólstraberg er í skriðunni, og molnar það auðveldlega. Einnig eru mjúk setlög á milli hraunlaganna svo ekki
þarf mörg stórbrim til að breyta landslaginu á þessum slóðum enn frekar en orðið er. IM
Þorskkvóti norðlenskra togara hefur minnkað um 3 þúsund tonn á fiskveiðiárinu:
Baldvin Þorsteinsson með mestan afla
- hefur einnig mestan kvóta, 1.209 tonn
Þorskafli 38 togara á Norður-
landi, þ.e. frá Hvammstanga
austur á Þórshöfn var á fisk-
veiðiárinu sem hófst 1. septem-
ber 1994 orðinn 11.895 tonn 2.
júní sl. samkvæmt upplýsingum
Fiskistofu og óveidd aðeins
3.591 tonn. Varanlegur þorsk-
kvóti þessara skipa er 18.755
tonn en á tímabilinu hafa 2.933
tonn verið færð milli skipa eða
af skipum þannig að heildar-
kvótastaða þessara skipa í dag
er 15.822 tonn.
Mestur þorskkvóti hefur verið
færður á Víði EA-910 frá Akur-
eyri, eða 490 tonn, en mest af
Björgvin EA-311 frá Dalvík, 589
tonn. Töluveró hreyfíng er alltaf á
kvóta þegar nær dregur lokum
fiskveiðiársins, en engin sérstök
hreyfing er á kvóta til leigu til út-
gerða á Vestfjörðum vegna sjó-
mannaverkfallsins þrátt fyrir að
vestfirsk skip séu þau einu sem
eru nú á sjó. Talið var að einhver
Baldvin Þorsteinsson EA-10.
hreyfmg yrði á þorskvóta vestur á
firði frá skipum sem færu í Smug-
una í sumar eftir sjómannadag ef
kjarasamningar verða þá undirrit-
-------------------------------------------^
AKUREYRARBÆR
UMHVERFISDEILD
Útboð
Þökur og þökuflutningar
Umhverfisdeild fyrir hönd Garðræktar og ýmissa
stofnana Akureyrarbæjar, óskar eftir tilboðum í þök-
ur og þökuflutninga. Um er að ræða 10-20 þúsund
fermetra.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Umhverfis-
deildar Gróðrarstöðinni við Aðalstræti kl. 08-16 frá
og með 08.06.
Tilboðin veróa opnuð á skrifstofu Umhverfisdeildar
þann 14.06 1995 kl. 13.00.
Umhverfisstjóri.
aðir, en þaö hefur a.m.k. ekki orð-
ið enn sem komið er. Margir hafa
hins vegar verið að flytja til sín
aflamark í þeim tegundum sem
þeir eru að veiða hverju sinni.
Vegna mikillar ýsuveiði að und-
anfömu hefur mikil hreyfing verið
á ýsukvóta til og frá skipum og út-
gerðum. Þar er ekkert frekar flutn-
ingur til Vestfjarða frekar en til
annarra byggða landsins.
Á meðfylgjandi yfirliti má sjá
þorskkvótastöðu einstaka báts og
togara bæði fyrir og eftir milli-
færslur og afla í tonnum talið.
GG
Nafn: Varanlegur Kvóti Afli:
kvóti: alis:
Örvar HU-2I 907 941 650
Amar HU-1 1.200 922 890
Amar gamli HU-101 0 30 16
Skagfirðingur SK-4 609 147 5
Skafti SK-3 437 508 509
Hegranes SK-2 470 179 192
Sigluvík SI-2 452 51 26
Stálvík SI-1 441 107 5
Siglfirðingur SI-150 721 715 464
Sunna SI-67 364 0 0
Mánaberg ÓF-42 399 487 444
Múlaberg ÓF-32 477 510 451
Sólberg ÓF-12 573 546 429
Sigurbjörg ÓF-1 676 698 591
Baldur EA-108 76 56 7
Björgúlfur EA-312 699 583 386
Björgvin EA-311 641 51 10
Bliki EA-12 203 239 214
Svanur EA-14 553 537 393
Sólbakur EA-307 557 564 458
Sléttbakur EA-304 512 527 290
Harðbakur EA-303 422 433 329
Kaldbakur EA-301 512 504 434
Hrímbakur EA-306 675 635 623
Árbakur EA-308 302 646 611
Svalbakur EA-2 567 0 0
Akureyrin EA-110 724 289 149
Margrét EA-710 464 618 407
Víðir EA-910 246 714 684
Hjalteyrin EA-310 592 24 0
Oddeyrin EA-210 165 597 663
Baldvin Þorsteinsson EA-10 813 1.209 937
Stokksnes EA-410 321 90 11
Júlíus Havsteen ÞH-1 299 144 0
Kolbeinsey ÞH-10 550 291 214
Geiri Péturs ÞH-344 137 105 94
Rauðinúpur ÞH-160 598 271 69
Stakfell ÞH-360 516 406 248
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Á fundi bæjarstjórnar Akur-
cyrar sl. þriðjudag uröu nokkar
umræður um löggildingu iðn-
meistara, en iðnmeistarar þurfa
samkvæmt núgildandi lögum
að sækja um löggildingu í
hverju sveitarfélagi. Guðmund-
ur Stefánsson, Framsókn-
arflokki, sagði það heldur
ógeðfellt kerfi, sem ástæða
væri til að breyta, að sveitar-
stjómir þyrftu að fjalla um það
hvort ákveðinni stétt manna, í
þessu tílí'elli iðnmeisturum,
væri hcimilt að vinna innan
marka viðkomandi sveitarfé-
laga. Þessu kerfi yrði að
breyta. Undir þetta tóku Þröst-
ur Ásmundsson, Alþýðubanda-
lagi, og Oddur Helgi Halldórs-
son, Framsóknarflokki.
■ Heimir Ingimarsson, Al-
þýðubandalagi, vakti athygli á
því að ekki væri til deiliskipu-
lag af bökkum Glcrár og því
væri t.d. óljóst með landnotkun
fyrirtækja við Dalsbraut. „Það
er mikil gæfa fyrir Akureyri að
hafa Glerá í landi sínu, henni
veróur að sýna lágmarks viró-
ingu,“ sagði Heimir. Gísli
Bragi Hjartarson, formaður
skipulagsncfndar, sagði erfitt
aó setja mönnum skýrar reglur
nema venjubundnar umgengn-
isreglur. Gísli Bragi sagði rétt
að þctta svæði væri íbúum
norðan Glerár þymir I augum.
■ Þórarinn B. Jónsson, Sjálf-
stæóisfiokki, gagnrýndi þann
drátt sem orðið hafi á útboði á
þjónustuhúsi við tjaldstæöi.
Hann sagði langt um lióið síð-
an málið hafi verið afgreitt frá
bæjarstjóm og því hefði verió
hægt að bjóða það fyrr út.
Guómundur Stefánsson og
Gísli Bragi Hjartarson tóku að
mörgu leyti undir orð Þórarins
og sögðu gagnrýni hans eiga
rétt á sér. Jakob Bjömsson
bæjarstjóri sagói þaó rétt að út-
boð á þessu verki væri á
óheppilegum tíma, en hann
minnti á að oft stafaði dráttur á
útboðum af því að bæjarstjóm
afgreiddi mál seint og illa.
■ Jakob Bjömsson upplýsti á
bæjarstjómarfundinum sl.
þriðjudag að hugmyndin væri
að Kaupfélag Eyfirðinga muni
leigja allt Ketilhúsið í Grófar-
gili af Akureyrarbæ til eins árs
í senn. Leigusamningur mun
ekki vera tilbúinn.
■ I bókun íþrótta- og tóm-
stundaráðs frá 23. mai sl. kem-
ur fram að nokkrir unglingar í
félagsmiðstöðinni Dynheimum
hafi sent ráðinu bréf þar sem
farið er fram á að böll standi í
sumar til kl. 01 í staö 24.00,
eins og íþrótta- og tómstunda-
ráð ákvað fyrr á árinu. Af-
grciðslu málsins var frestað í
íþrótta- og tómstundaráði.
Guðmundur Stefánsson sagðist
á bæjarstjórnarfundinum sl.
þriðjudag telja að þetta mál
bæri að skoða og reyna að
koma til móts við krakkana og
á sama máli var Þórarinn B.
Jónsson.